Alþýðublaðið - 01.08.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1957, Blaðsíða 4
4 AiþýgublaSlg Fimmtudagur 1. ágúst 1957 Útgefandi: AlþýCuflokkurinn. Ritstjóri: H'eigi Sæmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundssom o£ Loftur Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Fr*nt*míðja Alþýðublaðsiru, Hverfiígðtu 8—18. Huggun gegn harminum MORGUNBLAÐINU líður skipafélagiS. Honum er efst ekki alls kostar vel í gær. Því verður til þess hugsað, að farmannadeilan muni í þann veginn að Ieysast. Raunar segir það mál til komið og setur þannig upp sakleysissvipinn. En svo gloprar það út úr sér duldu hugsununum og segir orð- rétt: ,,Því miður hljóta af- leiðingarnar þó enn að magn ast um nokkurra vikna skeið, þangað til siglingar verða aftur komnar í samt horf.“ Síðan er ríkisstjórninni einu sinni enn kennt um far- mannadeiluna og afleiðingar verkfallsins. Hér er mikið sagt í stuttu máli. Morgunblaðið hefur ástæðu til að ætla, að skipa flotinn hefji siglingar á ný innan skamms. Þá er að taka því. En jafnframt verður íhaldinu til þess hugsað, að erfiðleikar verk fallsins muni enn segja til sín um nokkurt skeið og gera ríkisstjórninni þröngt um vik. Og það er huggun harmi gegn. Bjarni Bene- diktsson er ekki að hugsa um þjóðarhaginn eða Eim- Hverjir eru ÞJÓÐVILJINN fer í gær hörðum orðum um Atlants- hafsbandalagið vegna Súez- deilunnar í vetur og hinna hryllilegu atburða í Alsír. Segir blaðið, að slíkt fram- ferði verði ekki afsakað með því að aðrar þjóðir í öðrum hernaðarbandalögum hafi líka framið árásir. Þetta gæti vissulega verið rétt, svo langt sem ályktun- in nær, ef Atlantshafsbanda- lagið væri ekki haft fyrir rangri sök. En Þjóðviljinn er einmitt sekur um þennan ó- sóma eins og kommúnista- blöðin um gervallan heim. Hann reynir að afsaka ó- hæfuverk Rússa með því að fjölyrða um atburði við Sú- í huga, að ríkisstjorniix eigi við einhverja erfiðleika að stríða. Og svo er maðurinn, sem þannig hugsar, að fárast yfir því, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi orðið fyrir ámæli af far mannadeilunni og málflutn- ingi sínum og viðbrögðum í sambandi við hana. Fram- sóknarmenn eiga að dreifa mútusögum um Sjálfstæðis- flokkinn auk margs annars. En hvað veldur þessurn taugatitringi Morgunblaðs- ins? Einfaldlega sú stað- reynd, að landsmenn for- dæma framkomu íhaldsins í sambandi við farmannadeil- una. Og sá dómur berst um landið frá manni til manns, en svo einkennilega bregður við, að Morgunblaðið er til- efnið. Þess vegna reynir Bjarni Benediktsson að setja upp sakleysissvip og afsaka gerðir sínar. En hann kemur óvart upp um sig í leiðinni eins og í gær, þó að maður- inn kunni annars dável að haga orðum sínum þangað til erfiðu skapsmunirnir koma til sögunnar. þeir hinir? ez og í Alsír og Oman. Og greinin í gær ber þessari við- leitni eftirminnilegt vitni. Þjóðviljinn sér enga ástæðu til að útskýra, hvaða aðrir aðilar í öðrum hernaðar- bandalögum hafi líka fram- ið árásir. Slíkt er hinn ótta- legi leyndardómur. En heim urinn þekkir fyrirbær'ið af illri reynslu. Og þess vegna er lítið mark tekið á for- dæmingu Þjóðviljans af því að hann rekur um leið út úr sér tunguna með svarta blett inum á. Vill ekki annars málgagn Kadars á íslandi segja til um það við tækifæri, hverjir eru þessir hinir? I SKRIFST0FÁ Útflufningssjóðs hefur verið flutf að KLÁPPÁRSTÍG 26. Nýjungar í vísindum og tœkni. Nýft rafeindafæki hjálpar blindum að „sjá” TVEIR vélfræðingar við fyr irtækið Bell Aircraft Corpora- tion í Bandaríkjunum hafa fundið upp nýtt rafeindatæki, sem hjálpar hlindum til þess að „sjá“ með aðstoð hljóðbylgja. Tæki þetta gengur fyrir raf- geymi og líkist helzt sjálfblek- ungi, sem tengdur er með þráð- um við þynnu við eyrað. Með aðstoð næms rafauga og raf- magnssveifluvaka getur tækið sent til eyrans stöðugan tón og breytist hæð hans í samræmi við styrkleika ljóssins, sem staf ar fá umhverfinu. Sá, sem hefur slíkt tæki, skynjar því hinn mismunandi styrkleika ljóssins af því, hver tónhæðin er og getur jafnvel greint milli hinna ýmsu hluta og efna. Þannig gat blindur maður, sem prófaði tækið fyrir nokkru, greint salt frá pipar af hæð tónsins, er myndaðist af völdum ljóssins, sem endur- varpaðist gegnum glerhylkið. Uppfinningamennirnir, sem heita dr. Iben Browning og dr. S. Lawrence Bellinger, hafa á- huga á að framleiða þetta tæki sem ódýrast, þannig að sem flestir fái notið þess. Búast þeir við, að það muni kosta um 20 dollara. Glerírefjar, sem þola mikinn hifar nofaðar í þofur. í BANDARÍKJUNUM er nú farið að framleiða glertrefjar, sem þola um eða jafnvel yfir 2760° C hita, og mun eiga að nota þær í þotur. Vegna síaukins hraða og hins háa og stöðugt hækkandi hita, sem myndast af hinum nýju og kraftmeiri þotuhreyflum, er nauðsynlegt að nota slík efni. Trefjar þessar eru unnar beint við háþrýstibræðslu á sýringum, steinefnum og blönd um af þeim. Framleiðsla þeirra fer fram beint, vegna þess að enginn af þeim glerbræðsluofn um, sem nú eru til, geta náð því hitastigi, sem með þarf. Rafmagnsarmbandsúr, sem ganga ófakmark- markaðan fíma. RADIO Corporation of Am- erica hefur öðlazt einkaleyfi á framleiðslu rafmagnsarmbands úra, sem hlaða sjálfkrafa raf- geyma sína og geta þannig gengið um ótakmarkaðan tíma. Úr þessi ganga fyrir raf- magnshreyfli, sem fær orku sína frá örlitlum rafgeymi. Hreyfingar þess, sem ber úrið, halda einföldur.i aflvaka í gangi. í honum er lítil fjöður, sem dregst ■- ' við hreyfingar mannsin'- " ieö vissu millibili losnar íjöðrin og hleypir raf- magr n" ú í bylgjum gegn- um i _ ryr ínn. Þes.r r r . 'geymar ættu að geta e..... í r.okkur á, en raf- geymar í öð:um rafmagnsúr- um endast að :ins upp undir ár og verður þá að hlaöa þá á ný. Enda þótt RCA h ■.[ ekki gert neina áætlun um framleiðslu slíkra úra, er þegrr mikil eftir- spurn eftir rafn r.gnsúrum. A. m. k. ein tegund rafmagnsúra hefur þegar verið framleidd og send á markaðinn. Lífll kjarnorkusföð fekur fil sfarfa í Bandaríkjunum. LITIL kjarnorkurafstöð, sem hæglega má flytja hvert sem er í heiminum, þar sem þörf er á raforku, er tekin til starfa í Fort Belvoir, nálægt Wasliing- ton. Er það fyrirmynd að svip- uðum kjarnorkurafstöðvum, sem nú eru í smíðum á vegum kjarnorkunefndar Bandarikj- anna. Talið er, að orkuver þessi muni koma að miklum notum við framleiðslu rafmagns á þeim stöðum, þar sem bæði kol ■og olía eru ófáanleg eða óheyri lega dýr. Nýjar myndavélar, sem faka 300 m. langar myndir. í BANADRÍKJUNUM hefur verið fundin upp myndavél, sem tekur 300 metra langar og 45,7 cm. breiðar myndir og myndatökuhraðinn er 1,8 m. á mínútu. Olíufélög hafa sérstaklega mikinn áhuga á þessum mynda vélum til þess að mynda línu- rit, sem gerð eru af jarðlögum á olíusvæðum. Áður þurfti að taka margar myndir af línurit- unum í framhaldi hver af ann- arri og setja þær síðan saman. En aldrei var hægt að setja þær saman með þeirri nákvæmni, sem þurfti til þess að lesa mætti rétt úr þeim svo að engu skeik- aði. Vandkvæðin, sem áður voru á því að fá samfellda mynd, voru þau, að alltaf kom fram skekkja á filmunum af línurit- unum. C. H. Topping, vélfræð- ingur sá, er fann upp þessa nýju myndavél, heldur því fram, að hann hafi leyst úr þessum vandkvæðum með því að nota prismukerfi. Hefur hann stofnað fyrirtæki, sem mun framleiða þessa nýju teg- und af myndavélum. Hljóðbylgjur nofaðar fi! framleiðsiu bóluefna. CHICAGOHÁSKÓLI í Banda ríkjunum hefur tilkynnt, að vísindamenn við háskólann séu farnir að nota hátíðnihljóð- bylgjur til þess að aðskilja smit- berandi frumverur (bakteríur). Hljóðbylgjurnar brjóta niður hina þunnu, sterkbyggðu veggi, sem umlykja hinar örsmáu ein- frumuverur, þannig að frymið, sem innan þeirra er, kemur í ljós. Frymið er depið með þess- ari aðferð, en efnasamsetning þess er óbreytt og þannig má nota það við framleiðslu bólu- efna. Sveifluhraði hátíðnibylgj- anna, sem þarna eru notaðar, er eru jillt of háar til þess að mann 400 000 umferðir á sek., og þær legt eyra geti skynjað þær. Með þeim er hægt að einangra veggi frumverunnar frá aðal- frumunni eða fryminu (cyto- plasm) á skjótan og hagkvæm- an hátt. Áður voru vínandi og sýrur notuð í sama tilgangi, en við það urðu oft efnabrevting- ar í samsetningu frumunnar. Þessi nýja aðferð hefur þegar verið notuð við framleiðslu bóluefnis gegn kóleru og tauga veiki. Aæffyn Bandaríkjanna um byggsngy kjarn- orkustöðva lögö fram. LEWIS L. STRAUSS, formað ur kjarnorkunefndar Bandaríkj anna, hefur skýrt svo frá, að í lok ársins 1957 verði fimm eða Framh. á 7. siöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.