Alþýðublaðið - 18.08.1957, Blaðsíða 4
4
AlþýgublagiS
Sunnudagur 18. ágúst 1957.
Útgefandi: AlþýðuflokkurlQB.
Ritstjóri: Heigi Sæmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsd
Guð:
Loftur Guðmundsson.
jMxstjórnarsímar: 14901 og 14902.
Auglýsingasími: 14906.
Afgreiðslusími: 14900.
PrantsmiCja Alþýðublaðsins, Hverösgötn 8—li.
Drengileg liðveizla
MIKLAR umræður um
handritamálið eiga sér stað
í Danmsrku um þessar mund
ir. Út er komin ný bók um
málið, rituð af íslenzkum og
dönskum fræðimönnum, sem
túlka sjónarmið okkar af
jkilningi og rökum. Kennir
þar einu sinni enn drengi-
legrar liðveizlu danskra lýð-
gkólamanna og árangurs af
starfi Bjarna M. Gíslasonar
rithöfundar. Danskir lýð-
skólamenn sendu árið 1947
ríkisstjórn og þingi opið
bréf, þar sem skorað var á
þessa aðila að skila íslend-
xngum handritunum. Enn
leggjast þeir á sömu sveif
eins og nýja bókin um hand-
ritamálið, I'sland-Danmark,
ber glöggt vitni. Og þeir hafa
sannarlega ekki verið að-
jgerðarlausir síðasta áratug-
inn. í dag eru þeir Danir
fleiri en nokkru sinni áður,
sem vilja leysa málið á þann
hátt, er íslendingar þrá. Það
er meðal annars því að
þakka, að alvöru og festu
gætir í málflutningi íslend-
inga og að þjóðin ber í þessu
efni gæfu til einingar. Dæg-
urþrasið og rígurinn þagnar,
þegar handritamálið ber á
góma.
Morgunfalaðið birti á föstu
dag þá frétt, að einn af þekkt
ustu bókmenntafræðingum
og snjöllustu rithöfundum
Dana, Jens Kruuse, hafi
kvatt sér hijóðs um hand-
ritamálið í Jyllands-posten,
sem er víðlesið blað og á-
hrifaríkt. Kruuse þykir aldr-
ei myrkur í máli, enda reyn-
ist hann einarður og ákveð-
inn að þessu sinni. Hann seg
ir orðrétt samkvæmt frásögn
Morgunblaðsins:
„Hugsaðu um það, Dani,
án þess að gleyma samvizku
þinni, hvert samband þú hef-
ur við sögu vora og skáld-
skap, sem þú hefur getað
ausið svo ríkulega af — og
minnztu þess svo, að á ís-
landi lifa sögurnar raun-
verulegu lífi, þar er gamall
skáldskapur og gömul saga
áþreifanlegar staðreyndir x
lífi manna. Þessi handrit eru
svo að segja hið einasta, sem
eftir er af íslenzkum forn-
'menjum. Á íslandi er lifandi
áhugi á þeim og efni þeirra,
og svo eigum við að liggja
á þeim í Kaupmannahöfn
eins og ormur á gulli. Hé-
gómi er vinsamlegt orð“.
Hér flytur hinn orðdjarfi
Dani rök, sem íslendingar
leggja megináherzlu á í hand
ritamálinu. Jafnframt bendir
Jens Kruuse á, að nýjar að-
ferðir við ljósmyndun hand-
ritanna geri það að verkurn,
að betra sé að rannsaka ljós-
myndirnar en frumritin. í á-
framhaldi af því kemur svo
þessi spurning: „Hvað í ó-
sköpunum eigum við nú að
taka til bragðs, svo að við
getum gengið fram hjá aug-
ljósum siðferðilegum rétti ís
lands til handritanna?“
Þetta er drengileg lið-
veizla við íslenzka málstað-
inn. Og hún er og verður ó-
ræk sönnun þess, hvert er
menningarstig dönsku þjóð-
arinnar. : ■ -jt
Maður, líttu þér nœr!
MORGUNBLAÐIÐ réðist
á föstudag að Eysteini Jóns-
syni fjármálai'áðherra með
stóryrði vegna þess að hann
legði ekki ráðherraembætti
sitt að veði til að knýja
fram sparnað á ríkisfé.
Af þessu tilefni er ærin á-
stæða til að biðja ritstjóra
Morgunblaðsins að líta sér
nær. Hvenær hefur Bjarni
Benediktsson sagzt mundu
segja af sér ráðherradómi,
ef ekki fengist fram sparn-
aður á ríkisfé? Og hvað gerðj
hann í valdatíð sinni til að
útiloka sjónarmið flokks-
hagsmuna og einkavináttu?
Af þeirri baráttu Bjarna
Benediktssonar er engin
saga. Hann þykist sjá flís í
auga Eysteins Jónssonar, en
Veit ekki af bjálkanum í sínii
eigin auga.
Nei, Sjálfstæðisflokknum
ferst ekki að láta mikið í
þessu efni. Hann er sekastur
allra um eyðsluna og óhófið.
r
Áskriffasímar blaðsins
eru 14900 og 14901.
Athöfnin í Háskóla fslands á mið vikudag. (Ljósmynd Pétur Thomsen).
A líðandi stund.
Sunnudagur 18. ágúst
Heimsókn finnsku forsefahjénanna - Kalevala-kvæðin á ís-
lenzku - „Langra kveida jóiaeldur" - Skeyti Laxness og svar-
bréf Bulganins - Síldin úfi fyrir Austfjörðum
1
HEIMSÓKN finnsku forseta-
hjónanna var aðalatburður vik
unnar. íslendingar fögnuðu
þessum tignu gestum af aðdáun
og virðingu, og öll hátíðahöld-
in tókust með ágætum. Dr. Ur-
ho Kekkonen og frú Sylvi unnu
hugi allra með glæsilegri fram-
komu sinni. Gætti þess mjög,
að Finnar og íslendingar
skynja skyldleika sambærilegra
örlaga og hliðstæðrar sögu, þó
að uppruni þjóðanna sé ólíkur,
tungur þeirra sem tveir heim-
ar og drjúgur spölurinn milli
landanna. Samvinna þeirra er
þegar orðin mikil og góð. Hún
mun þó enn aukast í framtíð-
inni, ef að líkum lætur. Hér er
ekki aðeins átt við verzlun og
vöruskipti. Samstarf á sviði
menningarmála þarf einnig að
koma til sögunnar. Finnskar nú
tímabókmenntir eru íslending-
um allt of framandi. Finnar
hafa og lítil kynni af íslenzk-
um samtíðarbókmenntum. En
þetta stendur til bóta. Og heim-
sókn finnsku forsetahjónanna
tnun áreiðanlega greiða fyrir
því að svo verði. Jafnframt ber
að muna aðrar listgreinir og
vinna að kynningu þeirra.
íslendingar eru víðförlir og
hafa mikið yndi af að sækja
heim framandi lönd og þjóðir
til skemmri eða lengri dvalar.
Þó munu fáir héðan hafa lagt
leið sína til Finnlands. Þar er
hins vegar margt að sjá og lifa.
Landið er sérkennilega og eft-
irminnilega fagurt, skógunum
og vötnunum við brugðið og
andstæður mikk". Gestrisni
Finna kvað verr rínstök. Þess
vegna fær: - ' ví, að íslenzk
ir ferða1- • 1 ituðu þangað í
framtíð að svo gætu tek
izt r :m ferðamanna-
skipi 'innum og íslend-
inguhv ’ega verður heim-
sókn í o’ u forsétahjónanna
einnig t;l ð vekia þennan á-
huea í b;áð" •> löndum, og væri.
það vel farið.
íslendingum. Þess vegna fór
vel á því, að hafin skuli útgáfa
Kalevala-kvæðanna í íslenzkri
þýðingu samtímis heimsókn
finnsku forsetahjónanna. Gylfi
Þ. Gíslason menntamálaráð-
herra afhenti dr. Urho Kekk- J
onen fyrsta eintakið við athöfn
ina í háskólanum á miðvikudag, |
en það er forkunnarvel inn-
bundið og skemmtileg sönnun
þess, hvað íslenzk bókagerð hef
ur þokazt á hátt stig. Forsetinn
þakkaði við sama tækifæri þýð
andanum verk hans. Leyndi sér
ekki, að atburður þessi varð
gestunum gleðiefni.
Kalevala-kvæðin eru Finnum ’
hið sama og eddurnar okkur ís- ]
lendingum. Enginn veit um höf
und þessara ljóða né aldur
þeirra, en þau hafa lifað á vör-
um fólksins í Austur-Karelíu
ár og aldir. Hins vegar safnaði
Elías Lönnrot þeim og gaf þau
út um miðja síðustu öld og
vann þar með afrek, sem Finn-1
ar muna og" þakka, meðan þeir
kunna tungu sína. Kalevala-
kvæðin eru þannig þjóðarger-
semi Finna eins og eddurnar og
fornsögurnar eru andlegir dýr-
gripir íslendinga. Það er hverju
orði sannara, sem Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra
mælti í ræðu sinni í háskólan-
um, að ekkert var eðlilegra til
að tjá finnsku forsetahjónun-
um einlæga virðingu og tengja
Finna og íslendinga sem traust
ustum böndum en að gefa þjóð
Egils og Snorra kost á að kynn-
ast þessu snilldarverki finnsks
skáldskapar. Þar með er finnskt
gull lagt í lófa íslendinga.
Hér er hvorki staður né
stund til að dæma þýðingu
Karis ísfelds á Kalevala-kvæð-
unum. En víst mun ástæða til
að ætla, að hún hafi vel tekizt.
Þýðingin er öll í bundnu máli,
alls staðar stuðluð og víðast
hvar rímuð. Aðrar þýðingar
Framhald á 7. síðu.
>■«
2
BÓKMENNTIKNAR eru
Finnum andleg líftaug eins og
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðh'erra afhendir dr. Urko Kekk-
onen Finnlandsforseta fyrsta eintakið af íslenzku þýðingunni
á Kalevala-kvæðunum. — Ljósmynd O. OI.