Alþýðublaðið - 18.08.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.08.1957, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. ágúst 1957. A 1 þ ý g u b I a B i ð 7 Framhald af 4. síðu. þeirra á erlendar tungur munu flestar eða allar í óbundnu máli. Þetta sýnir og sannar, að Karl ísfeld hefur ætlað sér mikinn hlut í verki sínu. Að frumkvæði hans . bætist í safn íslenzkra þýðinga mikill ljóða- bálkur, sem jafnan verður tal- inn til heimsbókmenntanna um leið og hann er og verður finnsku þjóðinni „langra kvelda jólaeldur", hvað sem árstíðum annars líður. HALLDÓR KILJAN LAX- NESS sendi Bulganin símskeyti í haust til að mótmæla herferð inhi gegn Ungverjum. Honum barst svar, sem skáldinu var lesið í rússneska sendiráðinu í Reykjavík. Nú hefur efnið í skeyti Laxness og svarbréfi Bulganins verið gert heyrin- kunnugt hér á landi. Hvort tveggja er athyglisvert, þó að málflutningurinn sé af harla ó- líkum toga spunninn. íslenzka skáldið mótmælir einarðlega hermdarverkunum í Ungverja landi og mælir fyrir munn þeirra Yesturlandabúa, sem hafa viljað trúa því og treysta, að Rússland kommúnismans væri ríki sósíalisma og mann- heigi. Yaldhafinn í Kreml svar ar hins vegar út í hött. Bréf Bulganins er svo furðulegt plagg, að undrum sætir. Það er ógleymanleg staðfesting þess, hvað rússneski hugsunarháttur inh er fjarlægur viðhorfum frjálsra manna í frjálsum lönd um. Halldór Kiljan Laxness er vafalaust mikilli reynslu ríkari eftir að bréf Bulganins var les- ið honum af sendiherra Rússa í Reykjavík. íslenzka skáldið reis upp til að mótmæla og að- vara. Rússneski valdhafinn gaf því langt nef í staðinn. Bulg- anin getur ekki skilið tilfinn- ing'ar og skoðanir Halldórs Kiljans Laxness, og hann lætur sér ekki detta í hug að vega[ og meta kurteisar en einarðleg ar röksemdir hans. Andagiftin lendir á stálhörðum múrvegg. Ákalli mannúðarinnar er svar- að með brigzlum. Og hér er auðvitað um að ræða sönnun þess, hvers vegna kommúnistum Vesturlanda stoðar ekkert að reyna að koma vitinu fyrir rússnesku valdhaf- ana. Húsbændurnir í Kreml þurfa ekki á leiðbeiningum ,að halda„ en þeir krefjast hunds- leg'rar fylgispektar. Þurfa menn frekari vitna við um hugsunarhát.tinn og innrætið bak við svellkalda spanga- brynju kommúnismans? UNDANFARIÐ hefur orðið vart mikillar síldar úti fyrir Austfjörðum rétt eins og fvrir þrjátíu árum, þegar Halldór Kiljan Laxness skrifaði Sögu úr síldinni sællar minningar. Sagan endurtekur sig. Og' þetta færir okkur heim sanninn um nauðsyn þess, að síldarleitin sé sem víðtækust og reiknað með öllum duttlungum þessa undar- lega fisks úti í djúpinu. Austfirðingar hafa átt þess kost að hagnýta síldaraflann, meðal annars vegna þeirrar til- viljunar, að síldarverksmiðjan í Ingólfsfirði var nýlega flútt til Seyðisfjarðar. Af því má ráða, hvað það skiptir byggöar- lögin úti á landi miklu máli að atvinnutækjunum sé dreift. Sú ráðstöfun ein getur valdið heillavænlegum úrslitum til janfnvægis í byggð landsins. Árangurinn segir kannski ekki til sín í dag, en .hann getur kom ið til sögunnar á morgun. Jafnframt kemur í ljós einu sinni enn, að íslendingar verðá að reyna ný veiðarfæri til að geta dregið þá björg í bú, sem gefast kann, ef vel tekst til og allra ráða er neytt. Til þess er tækni og kunnátta nútímans. Islendingar verða að leggja k- herzlu á ao taka hana í þjón- ustu sína. KVÖLD is skóiðnám Framhald af S. síðu. góðkunni Bandaríkjamaður, Thomas E. Brittingham, Jr., hefur haft veg og vanda að því að styrkja þessa námsferð fjár- hagslega. 1000 GAGNFRÆÐA- SKÓLANEMENDUR Á ÁRI VESTAN HAFS. American Field Service er félagsskapur, sem stofnaður var í fyrri heimsstyrjöldinni og hef ur það markmið að styrkja vináttu- og menningartengsl þjóða í milli með því að greiða fyrir gagnkvæmum nemenda- skiptum unglinga á aldrinum 16 til 18 ára. Á n. k. skólaári munu um 1000 gagnfræðaskóla- nemendur frá 30 þjóðum stunda nám víðsvegar um Bandaríkin á vegum þessa félagsskapar, þar af- eru um 300 frá Norður- löndunum. í FYRSTA SKIPTI. íslendingar hljóta nú í fyrsta skipti námsstyrki frá American Field Service, og munu 8 gagn- fræðaskólanemendur stunda nám á vetri komanda í eftir- töldum fylkjum Bandaríkjanna Delaware, Wisconsin, Minne- sota, Missouri og Oregon. íslenzk ameríska félaginu bárust alls 12 umsóknir um styrki þessa, en 9 umsækjendur hlutu þá. Einn umsækjend- anna gat ekki þekkzt boðið. Fé- lagið gerir sér vonir um, að á slcólaárinu 1958—’59 verði hægt að útvega 15 gagnfræðaskóla- nemendum héðan skólavist i . Bandaríkjunum á vegum Ame- rican Field Service. Hlulverk Ijósmyndara Framhald af 3. síðu. Með nákvæmum athugunum eins og þes^um verður hægt að gera áreiðanlegri tímaákvarð anir auk þess sem þær veita i nánari vjtreskju um snúnings hraða jarðarinnar. Eitt nytsamasta tækið, sem notað- vc-rður við rannsókmr á norður- og suðurljósunum. vaiður myndavél, sem nær a3 mynda allan himininn sam- timis frá sjóndeildarhringi til sjóndtíildarhrings, og • tekur kvikmyr.dir af norður- og suð- urljósunum og hreyfingum þeirra. Myndir þessar verða af sömu norður- og suðurljós- um frá öðrum stöðurn á hnett- inum. S'KIPAÚTGCRÐ ftlKISIN? austur um land í hringferð hinn 21. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsf jarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaverks og Húsavíkur árdegis í dag og ár degis á morgun. Farseðlar seld ir á þriðjudag. Baldur SngóSfscafé ingólfscafé fer til Snæfellsneshafna og Flateyjar á þriðjudag. Vörumót taka á mánudag'. í kvöld klukkan 9. Aðgöng-umiðasala frá klukkan 8. Sími 12-8-26 Sími 12-8-26 CRILOM MERIN ILLARGARÁ .. Sambandshúsinu. — Sími 17986 Jarðarför. mannsins míns AXELS SVEINSSONAR verlifræðings fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. þ. m. kl. 1,30. Oddný Pétursdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar FRIÐRIK MAGNÚSSON frá Látrum, Aðalvík er andaðist 12. þ.m. verður iarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. þ. m. kl. 2 e. h. Húskveðja verður að heimili hins látna Hjarðarhag'a 31 kl. 1 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Rannveig Ásgeirsdóttir Pálína Friðriksdóttir Gunr.ar FriðrikssoH Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem .sýnt hafa okkur samúð og hlu.ttekningu við andlát og jarðarför BJÖRNS GUÐBRANDSSONAR Keflavík 17. apríl 1957. Eiginkona, böm og ter.gdaæíur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.