Alþýðublaðið - 18.08.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.08.1957, Blaðsíða 5
gjHnnudagur 18. ágúst 1957. AíþýgubíaSiS RÚM hálf öld er nú liðin síð- an ,,Tommy“ Sopwith leitaði í fyrsta skipti ævintýra í loftinu. l>á voru engin vélknúin flug- tæki til á Bretlandi, aðeins loft- fcelgir, háðir duttlungum veðra <og vinda, en um leiði tilvalin farartæki til að veita nokkra svölun sterkri ævintýralöngun ungs og auðugs manns, sem 'þegar hafði vakið mikla athvgli á sér fyrir akstur hraðbíla og Jiraðbáta. í dag getur Sir Thomas Sop- with, forseti hinnar miklu flug vélaframleiðslu, Hawker Sidde ley Group Ltd., litið um öxl yf- ír l'engri starfsemi í þágu flugs og flugvéla en nokkur maður annar núlifandi. PRÓFSKÍRTEINI SEM FLUGMAÐUR Árið 1906, þegar Thomas var átján ára að aldri, gerðist hann þátttakandi að samtökum, sem síðar urðu Konunglega brezka flugfélagið. Hann greiddi fimm sterlingspund fyrir fyrstu kynni sína af vélflugi, flaug í lítilli Farman-tvíþekju og var flugmaðurinn franskur, Blon- deau að nafni. Nokkrum árum síðar, eða í októbermánuði 1910, kom hann aftur á flug- völlinn í Brookland, en þaðan hafði hann lagt upp í fvrsta skiptið, — en að þessu sinni hafði hann með sér Howard Wright einþekju, fjörutíu hest- afla. Eíns og venja var í þann tíð hugðist hann setjast upp í flug vélina, leggja af stað og kenna sér flugið sjálfur. Svo illa fór að honum mistókst fyrsta til- raunin, braut flugvélina, en slapp sjálfur ómeiddur; varð ekki meira um en það að hann keýpti nýja Howard Wright flugvél og hélt sjálfsnáminu á- fram viku síðar. Eftir að hafa rennt flugvélinni nokkrum sinn um um grasi gróinn völlinn hóf hann hana á loft, flaug beint nokkurn spotta, hnitaði síðan nokkra hringi, — og tók flug- prófið og hlaut skírteini sitt seinna um daginn. Var hann 31. flugmaður brezkur, sem slíkt skírteini tók. Ekki var hann þó ánægður með dagsverk íð fyrr en hann hafði flogið með farþega. Skömmu síðar flaug hann 169 mílur — 271,9 km. — eða frá Eastchurch í Kent til Beu- mount í Belgíu, og vann þar með þau fjögur þúsund sterl- íngspunda verðlaun, sem barón de Forest hafði 'heitið fyrir lengsta flug frá Bretlandi inn á meginland Evrópu árið 1910. FRÆGUR LÆRISVEINN Að lokinni lærdómsríkri ferð um Bandaríkin árið 1911 kom hann heim aftur sem reynslu- flugmaður og opnaði skömmu síðar flugskóla sinn að Brook- land 1912. Einn af fyrstu nem- endum hans var Hugh Trench- ard fl’ugforingi og fyrsti aðmír- áll konunglega brezka flugflot ans, — ef til vill rnesti og fram sýnasti maður í þeirri stöðu enn sem komið er. Annar nemandi hans við flugskólann var ungur Ástral- íumaður, Harry Hawker að nafni, og þegar Sopwith stofn- aði flugvélaframleiðslufélag sitt árið 1912 varð Hawker reynsluflugmaður, en Sopwith gerðist sjálfur yfirverkfræðing ur. Sjávarúive E lí I; Bl If i* n t; n Sir Thomas Shopwith — sem lærði flugið ó einum clegi af sjálfum sér. Á eftirfarandi árum ollu flug vélar þær, er fyrirtæki þetta framleiddi, tímamótum í sögu fluglistarinanr, og urðu tvíveg- is til þess að bjarga Bretum og bandamönnum þeirra frá ósigri í heimsstyrjöld. Árið 1919 sleit Sopwith því fyrirtæki og stofnaði síðar Hawker Aircraft Ltd. og gerð- ist forseti þess ag framkvæmda stjóri. Þetta fyrirtæki var síðan stækkað og keypti allmörg flug vélaframleiðslufélög. Fyrirtæki þetta hefur um langt skeið framleitt margar flugvélar, sem hlotið hafa heimsfrægð, og enn færir fyrirtækið út kvíarnar. En þrátt fyrir allar breyt- ingarnar, sem orðið hafa, hef- ur Sir Tbomas Sopwith haldið áfram að vera forseti félagsins. Og þrátt fyrir 51 árs starf í þágu flugs og flugtækni hefur hann ekki glatað neinu af dirfsku og dugnaði yngri ára, -— þegar hann greiddi fimm sterl- ingspund fyrir tvær flugferðir yfir Brooklandsvöllum ekki alls fyrir löngu. VISINDI OG IÆKN AUKINN STYRKLEIKI RAYONINNLAGÐRA HJÓLBARÐA RAYONINNLAGÐIR hjól- barðar eru nú 50% sterkari en rayoninnleggin, sem notuð voru fyrir tvei'mur árum, segir John C. Wilmerding frá Am- erican Viscose Corporation, sem er stærsti raynframleið- andi í Bandaríkjunum. Hjólbarðar, innlagðir með rayon, komu fyrst á markað- inn árið 1937 og í ár verða þeir notaðir í rúmlega 99% af þeim ibfreiðum, sem framleiddar verða. HLJÓÐDEYFAR í ÞOTUR INNAN fimm ára yerður bú- ið að finna ráð til þess að draga úr hávaða frá þotuhreyflum, þannig að hann verði „þolanleg ur“, segir John N. Tyler frá Pratt and Whitney Company, sem er einn stærsti framleið- andi flugvélahreyfla í Banda- ríkjunum. Segir Tyler, að nú sé unnið að framleiðslu hljóðdeyfa, sem eiga að draga úr hávaðanum frá þotuhreyflunum með því að kljúfa aðalloftstrauminn, sem stendur eins og stórkur aftur af flugvélarstélinu, í . smærri strauma, og mun hljóðið frá þeim hafa svo háa tíðni, að mannlegt eyra skynjar það ekki. HRAÐSKREIÐAR ELDKÓLFAFLUGVÉLAR í FRAMTÍÐINNI VÉLFRÆÐINGAR hjá fyrir- tækinu General Electric í Bandaríkjunum spá því, að eft- ir 25 ár verði hægt að komast hvert sem er í heiminum með eldkólfaflugvélum á tæpum tveimur klukkustundum. Slík farartæki segja þeir að verði knúin áfram með eld- kólfum fremur en þotuhreyfl- um, vegna þess að frá teknisku sjónarmiði eru afnotamöguleik ar eldkólfanna svo að segja „ó- takmarkaðir“. Eldkólfarnir bera sjálfir þann súrefnisgjafa, sem með þarf til þess að brenna eldsneytinu, og þannig eru þeir eina knúningsorkuvélin, sem getur „andað“ ofan við gufu- hvolf jarðar. NÝR ÚTBÚNAÐUR TIL ÞESS AÐ AUKA ÖRYGGI ÞOTA FYRIRTÆKIÐ Sperry Gyro- tilkynnt, að það sé að láta scope í Bandaríkjunum hefur framleiða rafeindaútbúnað í flugmannsklefa, þar sem hægt verður að fylgjast með þotu- hreyflinum. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir. að með þess- um útbúnaði verði „tryggt“ aukið öryggi þeirra, sem fljúga með þotum, en þeim fer ört fjölgandi, einkum þegar teknar verða í notkun hinar mörgu farþegaþotur, sem nú er verið að framleiða. Með aðstoð þessa nýja raf- eindaútbúnaðar verður flugmað urinn strax var við, þegar hætta gæti verið á ferðum, t. d. ef óvenjulegur eða „ókennileg- ur“ titringur verður í þotu- hreyflinum, og ef titringurinn verður meiri en eðlilegt og hættulaust er. Þannig getur flugáhöfnin alltaf fylgzt ná- kvæmlega með gangi þotuhreyf ilsins, meðan flogið er, og fund ið út hvað er að, áður en bilun- in verður alvarleg. NÁTTÚRUUMBROT í HAFINU: Maiskev prófessor við sjávarvísindaháskólann í Moskvu, hefur sent deild samein- uðu þjóðanna FAQ upplýsingar um náttúruumbrot, sem tal- in eru hafa átt sér stað í Arabíska hafinu. Eftir þvi sem skýrslan segir flutu milljónir tonna af dauðum fiski fyrir skönimu á yfirborði Arabíska hafsins á svæðirm 60 til 70 gráö- ur austur lengdar og 10 til 12 gráður norður breiddar. Vegna ófullnægjandi upplýsinga er ekki hægt að fullyrða nákýæm- lega hve mikið er um að ræða af fiskí, en auglióst þykir, að stórfelld náttúruumbrot hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingunum frá Moskvu. sem byggðar eru á fréttum frá rússnesku skipi. er nýlega átti leið um þetta svæði, segir að um það bil 10 dauðir fiskar hafi verið á hvern kvaðratmetrá, en svæðið. þar sem þessi umbrot hafa átt sér stað, mun vera um 200,000 kvaðratmetrar. Fiskurinn var 20 til 25 sentimetrar á lengd, og að meðalt.ali um 100 grömrn. að þvngd. Ef álvktað er að á aðeins 10 hluta af þessu svæði sé svo mikið um dauðan fisk, býðir bað um 20 milljón tonn af fiski. En það er sem næst iafnmikið og öll fiskframleiðslan. í heiminum. En ef þéttleikinn af dauðum fiski væri samur mn al.'í svæðið verður talan um 200.000 milliónir tonna af fiski. Þetta er ósennilegt, en þó er ekki hægt að útiioka. að mögu- leiki geti verið til þess. En þó aðeins sé reiknað með að einn hundraðasti hluti svæðisins sé bakinn svo béttu magni af dauðum fiski, eru það samtals um 2.milli. tonna, sem út- af fyrir sig er stórfellt náttúrufyrirbæri. NÍU VESTUR-ÞÝZKIR togarar, stunduðu saltfiskveiö- ar við Grænland í sumar. Fóru þeir að heiman um miðjan, maí-mánuð og voru um sex vikur í veiðiferðinni. Einn þess- ara togara fór beint af veiðisvæðinu til Portúgal bar sem aflinn hafði verið seldur, En hinir lönduðu í heimahöfnum, en megnið af þeim afla var selt til Ítalíu og. Norður-Afríkri. Einn þessara togara fór aftur á saltfiskveiðar, en í þá veiði- ferð var farið til veiðisvæðanna við Svalbarða. DANSKT VÖRUFLUTNINGASKIP Aida kom til Reykjavíkur s. 1. miðvikudag, og er það með urn 500 til 600 tonn af vörum til hins nýia orkuvers við Sog. Skip þetía var smíðað í Hollandi, var kiolurinn að því lagður í októ- ber s. 1. en því hleypt af stokkunum í febrúar bessa árs, og sex mánuðum frá því að kiölurinn var lagður var skipið full- smíðað og því siglt til heimahafnar í Danmörku. Þeir, sem fylgjast með skipaferðum hér í Reykjavík- urhöfn, munu hafa veitt því athygli undanfarið, að mikið kemur hingað af erlendum skipum af þessari eða svipaðxi stærð, fullfermd vörum. Eru það einkum sænsk, dönsk og þýzk skip, op flest ný af nálinni. Þó er hér öðru hvoru á ferðinni gamall kunningi, nú undir sænkum fána, en það er togarinn Ceresio, sem einu sinni var gerður út frá Hafn- arfirði til saltfiskveiða af Englendingum (Hellver) með íe« lenzkri skipshöfn. Hann var seldur til Svíþióðar fvrir um það bil 10 árum og brevtt þar í vöruflutningaskip. Og flytur nú að mestu smáfarma af saltfiski, sem íslendingar frano- leiða ennþá. En af ferðum allra þessara smáskipa hingaú virðist auglióst, að okkur íslendinga skorti skip af stærðun- um 500 til 800 tonn, til þess að annast ýmiskonar flutninga af slíkri farmastræð og þá einkum fvrir hafnirnar úti um land. Mun þar aðallega vera um að ræða saltfiskfarma Og freðfiskfarma, sem safna verður saman á fleiri höfnurn. Þáð hefur lengi verið um það rætt, að Sölusamband ífi- lenzkra fiskframleiðenda keypti sér skip til sinna þarfa í þessu efni, en ennþá ekki orðið úr framkvæmdum. Hins- vegar hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna nú tvö skip í förum á sínum vegum með hluta af framleiðslu sinni. SÍLDVEIÐIN NORÐAN LANDS er nú að dragast sam- an, eru allmargir bátar hættir veiðum og komnir til heima- hafna. í Vestmannaevium munu vera komnir heim um 20 vélbátar og svipaður fiöldi til verstöðvanna hér við Faxa- flóa. Flest af því fólki, sem leitaði til síldarsöltunarstöðv- anna norðan lands, mun einnig komið heim. Ennþá verður þó vart síldar við Norðausturland og djúpt út af Austfjörð- um, nokkur skip hafa fengið sæmilega veiði, sem flutt heá:- ur vcrið til Austfiarðanna, en veiðiútbúnaður skipanna nær aðeins takmörkuðu nia.gni af því, sem mögulegt væri, ef önn- ur veiðitækni væri fyrir hendi. AMERISKT FYRIRTÆKI RANNSAKAR BRÆÐSLUORKU HJÁ fyrirtækinu General Electric í Bilndaríkjunum1 er nú verið að rannsaka möguleika á því að nota bræðsluorku til þess að framleiða ódýrt raf- magn úr vetnisatómi. Fer það þannig fram, að brædd edu saman létt atóm, þannig að þau mynda þyngri atóm, en við það leysist orka. Myndast þá hiti, sem. hægt væri að nota til þess að breyta vatni í gufu. Síðan gæti gufan knúð áfram rai'- magnsaflvaka. Guy Suits, stjórnandi þessara rannsókna, sagði fyrir nokkro, að sennilega yrði ekki hafi:ó framleiðsla á bræðsluorkn næstu 20 árin. Á þessum tíma myndu kjarnorkustöðvar, sem nú er víða verið að byggja, sennilega verða keppinautar orkustöðva, sem nota kola-, ol- íu- eða vatnsorku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.