Alþýðublaðið - 25.09.1957, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 25.09.1957, Qupperneq 1
Símar MaSsImt Augiyslngar 14öm», Aug!ýs!ngar og af- ■I greiðsla: 14900. XXXVIII. árg. Miðvikudagur 25. sept. 1957 216. tbl. Eisenhower sviítir Faubus völdum yfir þjóðvarnarliði Arkansasríkis Gefur Wflson, landvarnaráðherra, ieyfí til a$ beita fastahernum, ef þörf krefur NEWPORT, þriðjudag. Eisen hower forseti gaf í dag xit til- skipun um, að þjóðvörður Ark ansasríkis skufli settur undir stjórn sambandsríkisins og svifti Faubus ríkisstjóra þann- ig mögiljí. Jlanum á að nota þjóðvarnarliðið til að hindra þeldökk skólabörn í að komast í æðri skólann í Litle Rock. I tilskipun forsetans segir, að í- búar Little Rock hafi ekki far ið að fyrri tilinælum hans um að t'orðast að blanda sér í af- nám kynþáttamismununar við skólann. Eisenhower hugðist fljúga til Washington frá Newport seint í kvöld og halda ræðu í útvarp og sjónvarp á aðfaranótt mið- vikudags. Tilskippun forsetans nær að eins til hermanna og flugvéla, sem tilheyra þjóðverðinum. Jafnframt gaf Eisenhower landvarnaráSherranum, Wil- eon, vald til að nota fastaher- menn að svo miklu leyti sem páðherrann tqlji nauðsyni'íegt til að halda uppi ró og reglu í Little Roek. I tilskipun sinni sagði Eisen- hower, að enn væru lagðar hindranir í veginn fyrir því, að framkvæmd væri tilskipun sambandsdómstólsins um af- nám kynþáttamismunar við skólann. „Hætt er við, að slík ; íhlutun haldi áfram“, sagði í tilskipuninni. — Blaðafulltrúi forsetans, sem birti úrskurð- inn. kvaðst ekki vita hvað hefði fengið försetann til að taka þetta skref. Á mánudagskvöld kom til nýrra óeirða, er níu þeldökkir nemendur höfðu komizt inn í skólann ,en hins vegar var til- tölulega rólegt í dag, er negr- arni gerðu ekki tilraun til að | komast inn í skólann. m 200 manns hafði safnazt saman við virki lögreglunnar við skólann, en ekkert gerðist. Formaður negrasamtak- anna í Arkansas, frú Bates, kvað aðgerðir Eisenhower gleði legar og spor í rétta átt, en fleiri tryggingar yrðu að koma til, áður en hún gæti ráðið börn unum til að hefja skólagöngu þarna að nýju. „Ég verð að vea alveg örugg um að þau verði vernduð. áður en ég ræð þeim til að reyna á nýjan leik“, sagði hún. Vesfurveldin vísa á bug orðsend- ingu Rússa LONDON, PARÍS WAS- HINGTON, þriftjudag, (NTB- AFP). Vesturveldin þrju vísuðu í dag á bug síðustu tillögu Sovétríkjanna um, að Banda- ríkin, Bretland, Frakkland og Sövétríkin undirriti saineigin Jega yfirlýsingu, þar sem lagzt sé gegn valdbeitingu sem lausn á vandamálunum fyrir botni Miðjarðarliafs. Var þetta til- kynnt með afhendingu orðsend inga í Moskva. í orðsendingunni ákærðu vesturveldin einnig Rússa um að auka þensluna í þessum heimshluta með því að senda mikið af vopnum til vissra ríkja þar. I svari brezku stiórnarinnar segir m. a., að vandamálin í Austurlöndum nær sé of djúp- stæð og margslungin til að hægt sé að leysa þau með stór- veldayfirlýsingu, eins og þeirri, sem Rússar stingi upp á. Þá vísar orðsendingin einnig á hug ákærum Rússa á hendur Bretum í sambandi við það, er Bretar skárust í leikinn í Jem- en og Oman. í orðsendingu sinni stingur brezka stjórnin upp á, að menn hætti að skrif- ast á um þetta mál, þar eð vafasamt sé, að slík bréfaskipti þjóni nokkrum tilgangi. Eeit aS skipbrojsmöRrsuiii á Pamir Aðeins fimm hafa bjargazt af 86. KAUPLAGSNEFND hefur reiknað út vísitölu framfærslu- | kostnaðar í Reykjavík hinn 1. september s. 1. og reyndist hún vera 191 Stig. (Viðskiptamálaráðun., 23.9. ’57) Hamborg, þriðjudag, (NTB-DPA). f ÆÐISLEGU kapphlaupi við tímann hélt leitin að liinum eftirlifandi af þýzka sltólaskip- inu Pamir áfram í dag, en það fórst í óveðri á Atlantshafi á laugardaginn. Björgun fimm Ráðherrum Skoqs í finnski Eru enn meðlimir flokksins og halda þingsœíum. HELSINGFORS, þriðjudag, (NTB-FNE). Fulltrúar and- stöðu-minnihlutans í finnska jafnaðarmannaflokknum, seni saíti eiga í stjórn Sukselain- ens, voru í dag reknir úr þing j flokki jafeaðannanna. „Þeir . fjórir ráðherrar jafnaðar- j manna, sem íilheyra hinum svo ; —-—-——------------------j BIÐSKÁKIR voru tefldar í gærkvöídi. Biðskákir úr 6. um- ferð fóru svo, að Stáhlberg og Ingi gerðu jafntefli og Pilnik vann Bjöm. Biðskákir úr 7. umferö fóru svo, að Guðmund- ur P. og Björn gerðu jafntefli. Biðskákir úr 8. umferð fóru svo, að Pilnik vann Gunnar, en biðskákir Arinbjarnar og Guðmundar S. og Guðmundar Ág. og Ingvars fóru aftur í bið. — Piinik er nú efstur með 6V2 v. og Friðrik næstur með 6 v. I kallaða Skog-armi eða and- stöðu-arnii flokksins og cru að- ilar 'áð þingflokki jafnaðar- mannaflokksins, hafa rm-ð eig- in aðgcrðum sínum sagt ski'ið við þi'igflokkÍTo“, seyir í álykt un, s?m i ch'g var •:-?.’nþykkt á fundi í þi"'gSþ'kk"inn. „Þetta þýðir. að ráðVi r'irnr f jórir eru útilokaðiv úr .ingflokki jafnfíðarmanna. Þcssir fjóiir :á?’r.rrar eru: Aarra Sú'non'r:. ■ r ioraætis ráð’ic.ra. Air.o Maikanaski, fé lagsmálbráðhcrr-•. . l .: Lapi- stö . samgöngun'álarsó'iiirra. Firnmti fulltrúi ánrhtöí iarms- ins í stjórninni, Olli Uoti vara- félagsmálaráðh'rra, á ekki sæti á þingi. Hinir f '/ :ir brott reknu ráðherrar halda eftir sem áður áíram að vera meðlimir i flokknum og halda sætum sín- um á þingi. manna af 86 manna áhöfn hef- ur styrkt vonina um að finna fleiri á lífi. Bandaríska vöruflutninga- skipið Saxon bjargaði þessum fimm, sem voru í björgunar- báti. Voru þeir síðan fluttir um borð í bandaríska herflutninga skipið Geiger, sem er á leið til Casablanca. EKKI FUNDIZT FLEIRI. í kvöld höfðu samt ekki fundist fleiri menn, né heldur nk.okur björgunarbátur frá Pamir. Auk 25 skipa taka 19 flugvélar þátt í leitinni. í fvrstu hamlaði veður leitinni, en í dag 1 var veður og skyggni miklu j betra en áður. Samkvæmt fram I burði fimmmenninganna tókst að koma út tveim björgunar- bátum, er óveðrið skall á. Pam ir var á leiðinni frá Buenos Aires þegar það fórst. Hmn nyi siaioatur, JMuni. Fyrsli slálbáturinn frá Austur-Þýzkalandl kom lil Reykjavíkur í gær Eigandi hans er hlutafélagið Iiúnvetningur á Skaga- strönd og nefnist báturinn Iiúni, HU. 1. í GÆR kom til Reykjavíkur fyrsti stálbáturinn frá Austur- Þýzkalandi. Hann cr byggður fyrir íslendinga í Fiirstenberg, á vegum H. f. DESA i Reykja- vík og nefnist M. s. Húni, HU 1. Frcttamönnum var boðið að skoða bátinn í gær. Eigendur þessa skips er hlutafélagið Húnvetningur á Skagaströnd, en þangað kom báturinn 18. þ. m. Skipstjóri á bátnum er Hákon Magnússon og sigldi hann bátnum heim ásamt þeim fyrsta vélstjóra Gunnari Albertssyni, stýri- manni Eðvarð Kristjánssyni ög 2. vélstjóra Sigmundi Magnús- syni og Hjalta Björnssyni. Skipið fék kslæmt veður milli Noregs og Færeyja og telur á- höfnin hann vera hið bezta sjó skip o-g líkaði í alla staði prýði- lega. STUTT LÝSING Á SKIPINU. Skipið er smíðað eftir teikn- ingum og lýsingu Hjálmars R. Bárðarsonar, skipaverkfræð- ings og undir eftirliti skipa- skoðunar ríkisins og hefir eftir litsmaður með smiðinni ytra verið Stefán Jónsson, iðnfræð- ingur. Aðalmál skipsins eru sem hér segir: Öll lengd 23,08 m, Lengd milli lóðlína 20,00 m. Breidd á ! bandi 5,60 m. Dýpt 2,78 m. Áætlað er að stærð skipsins verði um 75 rúmlestir brúttó, I Framhald á 3. sí(ðu. f-verksmiðj- i íösludag a Opinberir síarfsmenn í Frakldandi hóía aðgerðum. Stjórnin talin muni falla, þótt Algier-frum- varpið verði samþykkt. Fersefihjénin verða viS úíför fekenar ¥IS. á þriBjud. FORSETI ÍSLANDS, Ásgeir Ásgeirsson, og forsetafrú, Dóra Þórhallsdóttir, munu verða við stödd útför Ilákonar VII. Nor- egskonungs, sem fram fer næst komandi þriðjudag. Munu þau j fara utan á sunnudaginn með flugvél Loftlciða. París, þriðjudag. 1 FRÖNSKU stjóminni var í dag tilkynnt, að 60.000 starfs- mcnn hinnar þjóðnýttu Ren- ault-verksmiðja muni gera sólarhringsverkfall n. k. föstu- ! dag sein aðvörun um alvariegri aðgerðir síðar, ef kröfum þeirra urn hæri laun er ekki sinnt. Auk verkfallsboðsins í bifreiða iðnaðinum liggur einnig fyrir 1 hótun um aðgerðir af hentli ! félags ríkisstarfsmanna, cu meðlimir þess, 1,2 milljónir að tölu, krefjast uppbé-ta vegna hækkaðs framfærslukostnaðar. Þeir, sem vel fylgjast með, telja, að tilraunir stjórnarinn- ar séu í, mikilli hættu, ef al- mcnnar kröfur um launahækk- anir verða upp teknar meðal i franskra verkamanna og em- bættismanna. j Stefna stjórnarinnar í efna- i hagsmálum er þó í enn bráðari hættu í þinginu, þar sem ríkir ! mikil löngun til að steypa stjórn Bourges-Maunourys : vegna sparnaðarstefnu hennar. Vegna þessa telja menn vafa- samt, að stjórnin muni lafa mikið lengur jafnvel þótt þing- ið féllist á hið umdeilda Algier frumvarp nú í vikulokin. 'Næstkomandi mánudag mun stjórnin gera stefnu sína í landbúnaðarmálum að fráfarar atriði, og þá kann svo að fara, að forsætisráðherrann komist að raun um, að tilslskanír þær, sem stjórnin hefur gert gagn- vart bændum, hafi ekki verið nægjanlegar til að draga úr andstöðu þeirri, sem upp kom. er stjórnarvöldin lækkuðu verð á hveiti og niðurgreiðslur á öðrum landbúnaðarafurðum, segja menn. Talið er, að fulltrúar Frakka á fundi alþjóða gjaideyrissjóðs- ins hafi fengið fyrirskipanir um, að biðja ekki um frekari aðstoð sjóðsins eða amerísku stjórnarinnar. Hins vegar er sagt, að Gaillard hafi fergið loforð um stuðning frá Wall Street, ef sparnaðaráætlun hans ber ávöxt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.