Alþýðublaðið - 25.09.1957, Page 8
Alþýðuh I a8j_ð
Miðvikutlagm- 25. sept. 1957
Harry Maríinson
«ICAUP
Hofum ávall'e fyririiggj-
andi flestar tegundir bif-
reiða.
Bllasalan
Hallveigarstíg 9.
Sími 23311.
I¥HnningarspJöld
Ð, A. S.
fást hjá Happdrætti DAS,
Austurstræti 1, sírni 17757 —
Veiðarfæraverzl. Varðanda,
símí 13786 — Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur, sími 11915
— Jónasi Bergmann, Háteigs-
vegi 52, sími 14784 — Bóka-
verzl. Fróða, Leifsgötu 4,
sími 12037 — Ólafi Jóhanns-
synj, Rauðagerði 15, sími
33096 — Nesbúð, Nesvegi 39,
Guðm. Andréssyni gull^mið,
Laugavegi 50, sími 13769 —
í Hafnarfiröi í Pósthúsinu,
sími 50267.
SamúSarkort
Slysavarnafélags íslands
kaupa flestir. Fást hjá slysa-
varnadéildum um íand allt.
í Reykjavik 1 Hannyrðaverzl-
uninni 1 Bankastr. ð, Verzl.
Gunnþórunnar Halldórsdótt-
ur og í skrifstofu félagsins,
Grófin I. Afgreidd f síma
14897. Heitið á Slysavarnafé- j
lagi-5. — Þa8 bregst ekki. —
Máiflutitingur
Innheimta
SamnÉngagerðir
Máiflutningsskrifstofa
Vagns E. Jónssonar
Austurstræti 9
Leiðir allra, sem ætla aö
fcaupa eða selja
B 1 L
iiggja til okkar
B í I a s a I a n
Klapparstíg 37. Sími 19032
ki Jakðbsscn
Og
hæstaréttar- og héraðs
dómslögmenn.
Málflutningur, innheimta,
samningagerðir, fasteigna-
og skipasala.
Laugaveg 27. Sími 1-14-53..
Vitastíg 8A.
Sími 16205.
Spariö auglýsingar og
hlaup. Leitið til okkar, et
þér hafið húsnæði til
leigu eða ef yður vsntar
húsnæðL
ðnnumst allskonar VBtn»»
oj4 ftltalagnlr.
Hitalagnir
Símar: 33712 og 12899.
prjónatuskur og vað-
málstuskur
hæsta verði.
Álafoss,
Þingholtsstræti 2.
/ NNHEIMT-A
LÖOFRÆQlSTÖKr
Framhald af 6. síðu.
tinsons er mjög í samræmi við
ljóðagerðina. Stíll hans í ó-
bundnu máli minnir á klið-
mjúkt kvæðalag, hann lætur
grasið spretta, blómin brosa og
lindirnar niða, þó að saga
mannsins sé honum efst í huga.
Hana segir hann alltaf með því
að rekja þátt sjálfs sín, en tákr-
ið nær til fleiri, og umhugsun-
arefnið er stærra en svo, að
samfélagið geti leitt það hjá sér.
Þetta skilst hverjum þeim, sem
les skáldsögur hans „Násslorna
blomma“, „Vágen ut“ og Vág-
en till Klockrike". Þær einkenn
ast í fyrstu sjónhendingu af
mikilli íþrótt orðlistarinnar, en
við nánari athugun ræður þar
úrslitum mannrænn boðskapur
og reikningsskil við lífið og til-
veruna. Harry Martinson telst
óvenjulegur fagurkeri, en leið-
ist þó aldrei út í andlegar flug-
eldasýningar, enda er hann
barn jarðar, ábyrgur maður og
heimsborgari, sem vill fagurt
mannlíf, sanna list og farsæla
framtíð. Hann ræður prýðilega
við skapsmuni sína og temur
sér hófsemi og samúð, en til-
finningarnar vaka samt og
minna á þegnrétt sinn í sál hans
og hjarta. Því hefur fagurker-
inn Harry Martinson risið upp
til baráttu gegn kúgun og of-
ríki, og þess vegna þraukaði
hann af harðan þorra æsku sinn
ar og verðasama góu farmennsk
unnar. Vinur blómsins og elsk-
hugi fegurðarinnar er sem sé
skilgetinn sonur Svíþjóðar
hinnar köldu.
Undirritaður man aðeins eft-
ir einu kvæði Harry Martinsons
handbæru á íslenzku. Það heit-
ir Stúlkur og var þýtt af Jó-
hannesi úr Kötlum, meðan
hann nefndi sig Anonymus.
Valið er umdeilanlegt og þýð-
ingin helzt til misjöfn, en hvað
um það. Maður tjaldar því, sem
til er:
Minnizt bernskunnar meyja;
að nokkru leyti sálir
með einræn, skynræn augu;
að nokkru leyti hafin brjóst og
volduera lenda varmur
erfðagripur úr fornri vaðmáls-
sveit.
Köll tannhvassra munna um
sláttinn;
samsöngsins mej'sálmur í hlöðu;
drauinar á hnjánum innanum
rófur;
súrmjólk í steinkrús á reininni.
Önugt nöldrið um Olgu
farna af stað til Idaho.
Margar tómar meyjar sátu
með hangandi sálir;
en margar sátu þar hreyknar;
undursamlega barngóðar
stúlkur
með dapursöngnar raddir
raulandi líkt og úr eddu.
Þar voru meyjar með jómfrúr-
launungu,
með helgisöguna í þrihyrnunni
og þrúðgar spurnir í hindar-
tærum augum.
María gekk
með hvítan andardrátt
yfir heimsins haustkalda svið.
Þar var gílarsins sýtandi himna-
flóð.
Hin kærulausa danspallaþreyja
var þar
og hnakkakerrt matrósadrósin
— skurðgoðadýrkandi gagnvart
sjóliðabúningi.
En furðulegust hauströkkursins
seiðandi draumadís,
skilvindunnar angurmildi, þung-
lamalegi kvenprestur
sem beygði sig og sneri, beygði
sig og sneri
‘hinni mjólkurrymjandi Alfa-
laval,
með aringlóðina speglaða
í leitandi augum.
Þá söng frumgaldur búhyggj-
unnar í sinninu
eins og þungur málmur.
Þrjózkar mæltu raddirnar.
Barnið lá íhugandi í vöggunni,
veiðirakkinn leit upp úr körfu
sinni.
Var þetta ekki eir.s og söngur
um eiiífa bændur?
Eins og málmur úr gjöfulli jörð?
íslendingar, sem lesa sænsku,
ættu sér í lagi að kynna sér
ljóðabækurnar „Nomad“, „Pas-
sad“, „Cikada“ og „Aniara“,
skáldsögurnar þrjár, er fyrr
voru nefndar, og ferðabæk-
urnar „Resor utan mál“
og „Kap farval“. Þar er
að finna listheim, sem getur
með sanni kallazt fögur veröld.
Og veri svo Harry Martinson
velkominn hingað að segja okk
ur frá sænskum bókmenntum.
Helgi Sæmimdsson.
Framhaltl af 7. síðu.
því, að margt fólk, sérstaklega
unga fólkið, sé hætt að þéra.
Hann segir, að búðar- og skrif-
stofufólk þúi bráðókunnuga
viðskiptavini, starfsmenn ríkis-
útvarpsins þúi iðulega þá, sem
þeir eiga orðaskipti við í áheyrn
hlustenda. Svipaða sögu sé að
segja um blaðamenn og allan
þorra kennara í framhaldsskól-
um. Þetta er hárrétt, og væri
íauðvelt að lengja upptalning-
una. Fólk er yfirleitt að verða
fráhverft þéringum. Hreinskiln
islega sagt, sé ég ekki, að þér-
ingar séu neitt sáluhjálparat-
riði fyrir neinn, unga eða
gamla. Sjálfur kannégþúuninni
betur. Hitt er auðvitað sjálf-
sagt, að þeir þéri, sem þéra
vilja. Það er engin ástæða til
að amast við því. En væri „þá
til of mikils mælzt, að hinir
fengju að vera í friði með sínar
þúanir? Svolítið umburðar-
lyndi og tillitssemi gagnvart
siðum og venjum samferða-
fólksins getur stundum átt rétt
á sér.
í lok greinar sinnar heitir
Jón Á. Gissurarson á skóla-
stjóra og kennara að leggja þér-
ingunum lið og vinna að varð-
veizlu þessa hefðbundna kurteis
isforms samræðunnar. Vafa-
laust vill hann unga fólkinu
vel, og þetta er sjálfsagt í góðri
meiningu gert. Mér er sagt, að
hann sé ágætur skólamaður. En
ég held, að hann sé búinn að
missa af strætisvagninum.
Gestur Guðfinnsson.
í Risör í Noi-egi er eitt 70
rúmlesta skip í smíðum og er
eigandi þess Sigurður Lárus-
son o. f 1., Hornafirði. í Djup-
vik í Svíþjóð er í smíður eitt 70
rúmlesta skip, eigandi Óskar
Valdimarsson o. fl., Hornafirði.
í Skagen, Danmörku er í smíð-
um 55 rúmlesta skip, eigandi
Guðmundur í. Ágústsson, Vog-
um. í Strandby í Ðanmörku er
í smíðum 60 rúmlesta skip, eig
andi Páll Ingibergsson o. fh,
Vestmannaeyjum. í Erederiks-
sund í Danmörku eru í smíöum
tvö skip, annað 56 rúmlestir,
eigandi Þorfbjörn h.f., Grinda-
vík, hitt er 60 rúmlestir, og er
eigandi þess Sigvaldi Þorieífs-
son, Ólafsfirði. í Gilleleje í Dan
mörku eru í smíðum 56 rúm-
lesta skip, eigandi Fiskiðjan
Freyja h.f„ Súgandafirði. í
Buckie í Skotlandi er í smíð-
um eitt 70 rúmlesta skip, eig-
andi Kjartan Vilbergsson o. fl.,
Stöðvarfiroi. í Beverlev í Eng-
landi á Fylkir h.f., Reykjavík
700 rúmlesta skip í smíðum. í
| Aalborg í Danmörku á Ei.m-
J skipafélag íslands tvö 2500
rúmlesta skip í smíðum. I
Bremerhaven, V-'Þýzkalandi, er
í smíðu.m 800 rúm’lesta skip,
eigandi Bæjarútgerð Revkja-
víkur. í Fiirstenberg í A-Þýzka
landi eru í srníðum 5 skip 75
rúmlestir hvert og eru eigend-
ur þeirra: Ivaupfélag Skag-
strendinga, Kaupfélag Stöðfirð
inga, Ingólfur Flygenring,
Hafnarfirði, Albert Guðmunds
son, Tálknafirði og Guðmuná-
ur Jónsson, Rafnkelsstöðum. í
Stralsund í A'ustur-Þýzkalandi
eru í smíðum 12 skip 250 rúm-
lesta hvert. Fimm þeirra hefur
ekki verið úthlutað enn, en eig
endur hinna eru: Sigurður
Magnússon, Eskifirði, Einar
Guðfinnsson, Bolungarvík, Leó
Sigurðsson, Akureyri, Sigfús
Þorleifsson, Dalvík, útgerðarfé-
lag á Raufarhöfn, útgerðarfélag
á Vopnafirði.
Samanlagður rúmlestafjöidi
þeirra skipa, sem eru í smíð-
um erlendis, er því um 10327
rl. br.
Þróffyr
Framhald af 9. síðu.
Gíslason. Reyndust þeir hið
bezta í öllu tilliti og. voru á-
gætustu félagar, sögðu farar-
stjórarnir.
Því má bæta hér við, að
Knattspyrnufélagið Þróttur
var stoínað 2. ágúst 1949. Voru
stofnendur 37, en nú eru fé-
lagar um 400. 2. flokkur félags-
ins tók þátt í íslandsmóti í
sumar og varð í 2.—4. sæti, á-
samt Fram og KR, með 6 stig,
en .Valur vann mótið með 9
stig. 5‘—6 leikmenn 2. flokks
leika að staðaldri í meistara-
flokki lika, en Frímann Helga-
j son hefur þjálfað báða þá
I flokka Þróttar í sumar.
Framhald af 4. síðu.
að Húsmæðrakennaraskóli ís-
lands hefji starf á ný sem allra
fyrst og eigi síðar en haustið
1958. Þar sem jafnan sé skort-
ur á lærðurn húsmæðrakennur-
um og engir nýir kennarar geta
bætzt við á næsta vori. Jafn-
framt áleit þingið, að í sam-
bandi við væntanlegan hús-
mæðrakennaraskóla sé óhjá-
kvæmilegt að hafa heimavist
fyrir nemendur.
KJARNORKUSPRENG-
INGAR BANNAÐAR.
Þingið samþykkti eftirfar-
andi ályktun um kjarnorkumál:
„Þing K.Í., haldið 9.—12. sept.
1957, vill vekja athygli þjóðar-
innar á þeirri sívaxandi liættu,
að dómi færustu kjarnorkusér-
fræðinga, sem ógnar öllu mann
kyninu vegna tilrauna stórveld
anna með kiarnorkusprengjur.
íslendingar munu sízt vera í
minni hættu en aðrar þjóðir og
beinir þingið því þeim ein-
dregnu tilmælujn til ríkisstjórn
arinnar, að hún beiti sér af öll-
um mætti til stuðnings algeru
banni við tilraunum íneð kjarn-
orkusprengingar og fyrir raun-
hæfu eftirliti með því, að bann-
inu verði framfylgt.“