Alþýðublaðið - 02.10.1957, Side 3

Alþýðublaðið - 02.10.1957, Side 3
Miðvikudagur 2. október 1957. Alþýðublagjg ÞA® VA RHiííAI á grasi d sunnudagsmorgunmn. Rirki- hríslurnar eru nrðuar bleik- ar, reyniviðucin rauðbrúnn, en Alaskaöspin stendur víð- ast hvar graen, sums staðar rúin sumarblómanurn, en ])að er þá at' því að sveppur iiefur sótt á iiana, sjúkdómar hafa gert vart við sig i AlaskJÖsp • inni. Það þarf að fylgjast vel með vexti hennar hanr. er mikill og ör, en hún vivðist næm tyrir kviiium, stendur sig þó furðanlega. HAUSTIÐ er komið og haust- rigningarnar, eftir yndislegt sum ar, eitt hið besta, sem við höf- um átt í manna rainnum, svo gott, að maður sér jafnvei eftir nokrum vikum, sem maður eyddi í öðrum löndurn, Ég er ekki einn um það. Ég hef talað við marga, sem harma þá týndu sumardaga. Maður fer stundum langt yfir skammt í ieitinni að því sem hugurinn girnist. LITLU BÖRNIN skokka í skól ana með töskur á baki, ákaflega rog'gin fyrstu dagana, en heldur lúðulakari þegar þau fara að venjast. Eldri börnin verða köll- uð til skólagöngu í þessari. viku, og þar með byrjar ballið hjá þeim, kennurunum og íoreldr- unum. Ég öfunda börnin af skólagöngunni, en það er ekk- ert að marka það, ég er orðinn Hrím á grasi, fallandi lauf í haustrigningum. Börnin kölluð til skyldu- náms. Eigum við að gera til- raunir á þeim? Tómstundaiðkanir langra vetrarkvölda. svo gamall. Líkast til ófunda þau mig og mína jaínaldra. að hafa lokið allri skólagöngu fyr- ir löngu. KENNARAR hafa látið þá skoðun í ijós við mig, sumir á- kaflega háværir og sárir, aðrir elskulegir og skilningsgóðir, að ég væri mikið á móti kennurum. Sú skoðun stafar af því, að ég hef verið að gagnrýna flökt og tilraunafikt við lestrarkennslu. En ekkert er fjær mér en að vera á móti kennurum, ég var það ekki einu sinni þegar ég var í barnaskóla. En ég álít það stórhaettulegt að vera allt af að breyta um kennsluaðferðir, vil ekki að gerðar séu tilraunir á börnum. Það er engum blöðum um það að fletta að tilraunafikt hefur valdið mörgum börnum miklum erfiðleikum og foreldr- um þeirra og kennurum áhyggj- um. EN SLEPPUM ÞVÍ. Allir reyna að gera eins vel og þeir hafa vit á. Tilraunirirnar eru víst viðleitni til þess að finna bestu leiðina, en stundum verð- ur sú leit til þess að menn hrökklast afvega, — það hefur gerst í lestrarkennslunni gagn- vart ýmsum börnum. — Nú er hópur ungra kennara að koma heim eftir að hafa sótt nám- skeið erlendis í lestrarkennslu. Við skulum vona að hann hafi lært eitthvað. gagnlegt. IIAUSTIN vekja fjölmarga til margvíslegra nýrra viðfangs- efna. Fólk vili eyða ahustkvöld- um og vetrarkvöldum til gagn- legra iðkana, náms eða vinnu. Námsflokkar, handíðaskólar, vefnaðarnámskeið, leikfimi, í- þróttir, saumaklúbbar, taflfélög, spilakvöld. Allt þetta fer í gang og fólkið flykkist til þess. Þetta er gott og blessað. Vetrarkvöld- in eru löng, tómstundirnar dýr- mætar. Það er gott að verja þeim vel. Hannes á horninu. Nemendum í Reykjavík gefinn kosfur á að skoða Ijósmyndasýninguna í fylgd með bennurum sínum. Sérstakt sýningarrit fyrir æskufólk gefið út og efnt verður til ritgerðarsamkeppni meðal skólafólks um sýninguna. ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa skólaæsku Reykjavíkur sérstakt tækifæri á að skoða hina alþjóðlegu ljósmyndasýn- ingu í Iðnskólabyggingunni við Vitastíg. Það eru þrír aðilar, scm hafa beitt sér fyrir þcssum heimsóknum skóiaæskunnar, Æskulýðsráð Revkjavíkur, Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurbæj- ar og sýningarnefndin í samráði við skólastjóra og kennara bama- og unglingaskólanna í bænum. — Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna hefur einnig sýnt hinn mesta áhuga á fram- kvæmd þessara hcimsókna skólaæskunnar og veitt ýmsan stuðning í því sambandi. Stuttu eftir að almenn ■ n. k., og mun sérstök nefnd kennsla liefst í skólum bæjar-1 dæma um þær ritgerðir, sem ins, mun hverjum skóla gefinn ■ berast kunna í þessari sam- kostur á að að senda hóp nem- keppni. Heitið hefur verið verð enda í fylgd með kennurum til launum fyrir þrjár beztu rit'- þess að skoða þessa merku sýn- gerðirnar, að dómi nefndarinn- ingu. Flestir kennarar við ar, en þessi verðlaun er skraut- barna- og gagnfræðaskóla útgáfa af myndabók þeirri, sem Reykjavíkur hafa kynnt sér sýn á sínum tíma var gefin út af Farþegafjöldi Loflleiða jéksl um rúman fimmlung I sumar frá því í fyrrasumar. Vetraráætlun félagsins gengur í gildi 15. október. 1. nóv. lækka fargjöld á leiðinni ísland—Bandaríkin. VETRARAÆTLUN Loftleiða gengru í gildi 15. október nk. og gildir til 17. maí 1958. Á þessum tíma verða farnar 8 ferðir í viku um Reykjavík milli Bandaríkjanna og megin- lands Evrópu eða Bretlar.ds. Vikulegar ferðir verða til Lund úna, Gautaborgar, Glasgovv og Stafangurs, tvær ferðir í viku til Hamborgar og Oslóar, en þrjár til Kaupmannahafnar. Héðan rnunu flugvélavnar fara austur á bóginn nokkru fyrr en í sumar eða kl. hálfníu að morgni, en brottfarartíminn til Bandaríkjanna verður svip- aður og í sumar, klukkan átta að kvöldi. LÆKKUÐ FARGJÖLD Á tímabilinu frá 1. nóvem- ber til 1. apríl lækka fargjöld Loftleiða mjög á fiugleiðinni milli íslands og Bandaríkjanna, en Loftleiðir munu veta eina flugfélagið þeirra, er heldur uppi föstum áætlunarferðum yfir Norður-Atiant.shafið, sem býður þessi sérstöku fargjöld. Nemur lækkun þessi rúmum 700 krónum fyrir hvern þann farseðil, sem keyptur er fvrir flugfar fram og til baka miili New York og Reykjavíkur og kostar hann því ekki nema rúmar 4 þúsund krónur á þessu tímabili. F J ÖLSKYLD UFAKGJ ÖI .1» 'Þá munu Loftleiðir einnig halda áfram að bjóða hin lágu fjölskyldufargjöld, er i gildi verða sömu vetrarmánuði og hin lágu almennu fargjöid. Helztu reglur um fjöiskyldu- fargjöld eru þær, að fyrirsvars- maður fjölskyidu greiðir íullt gjald fyrir farmiða s.nn, en frá Útför Hákonar andvirði hvers farmiða, sem hann kaupir að auki fyrir börn eða maka dregst jáfnvirði 160 Bandaríkjadala, sé f'arið fram og aftur milii New York og stöðva Loftleiða í Evrópu. í fyrravetur varð reyndin sú, að margar fjölskyldur völdu tímabil þessara Jágu fargjalda til ferðalaga milii Bandaríkj- anna og Evrópu, en i því sam- bandi má t. d. gata þess að þau gjöld, sem Loftleiðir gera hjón- um með tvö uppkomin börn að greiða fyrir fano fram og aítur milli íslands og Arneríku eru ekki nema rúmar 10 þúsund krónur. MIKIÐ ANNRIKl Mikið annríki haifúr verlð hjál Loftleiðum í sumar og var farþegatalan í sl. ágústlok orð- in rúmlega þrem þúsundum hærri en á sama tma í fyrra, en það samsvarar rúmlega 20% aukningu. Þessi auknnig, ásamt hinum mörgu bréfum, er stjórn félags- ins berst jafnan frá farþegum, er róma fyrirgreiðslu aiia, sann ar að Loftleiðir eiga nú mjög vaxandi vinsældum að fagna í hinni hörðu samkeppni á flug- leiðunum yfir Norður-Atíants- hafið. Framhald af 1. sléu. prins af Danmörku og Fleming prins af Rosenborg. Næstir gengu svo Sverre Grecte hæsta réttardómari, Oscar Torp, for- seti stórþingsins, og Einar Ger- hardsen forsætisráðherra og síðan fulltrúar erlendra ríkja og ýmissa stofnana, mnlendra og erlendra. Drottningar og forsetafrúr og prinsessur óku í bifreiðum beint frá höllinni til dómkirkj- unnar. inguna, enda var þeim sérstak- lega boðið til þess, og munu þeir þannig geta skýrt eðli henn ar og tilgang enn betur fyrir börnunum. SÉRSTAKT SÝNINGARRIT. í sambandi við þessar heim- sóknir skólanna hefur einnig verið ákveðið að gefa út sér- stakt sýningarrit, sem ætlað er æskufólkinu. í því verður stutt orð skýring á eðli og tilgangi þessarar ljósmyndasýningar, en auk þess verður þar prentaður listi spurninga, sem eiga að beina athygli skólanemenda að ýmsum þáttum og emkennum sýningarinnar og vekja þá til umihugsunar um boðskap henn- ar. RITGERÐARSAMKEPPNI UM SÝNINGUNA. Ennfremur skal þess sérstak- lega getið, að efnt verður til ritgerðarsamkeppni um sýn- inguna meðal æskufólks. Skóla nemendur, sem taka þátt í sam- keppninni skulu skila ritgerð til kennara síns fyrir 20. okt. tilefni opnunar sýningarinnar „Fjölskylda þjóðanna“ í Nú- tímalistasafninu í New York, sem þá hélt upp á 25 ára af- mæli sitt. Verða þessi verð- launaeintök sérstaklega árituð til þeirra nemenda, sem skiiað hafa beztu ritgerðunum um þessa merku alþjóðiegu ijós- myndasýningu. Ms. H. J. Kivig fer frá Reykjavík um 7. októ- ber, til Kaupmannahafnar. — Flutningur óskast tilkynntur sem fyrst. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. Erlendur Pétursson. ÖRYGGI Íþróttir ÞÆGINDI LEIKIR íslands í undan- keppni iHM í h.mdkmttleik verða sem hér seg'.r: ísiand gegn Tékkóslóvakíu 27. febrú- ar, ísland : Rúmenía 1. marz og ísland : Ungverjaland 2. marz. Loftleiðis landa milli.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.