Alþýðublaðið - 06.10.1957, Síða 6
A I þ ý SublaSíS
Sunnudagur 6. okíóber 1957.
öavíd WiEEiáins:
Otgeíandl: Alþýöuílokkurlnií.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálxö&rsioa.
AugiysmgaStjóri: EmiÍÍE SamOeLsdottis
ftitstjórnarsímar: 14901 og 14902
Auglvsingasítai: 14906.
Afgreíðslusími: 14900.
í^nsæíiisdSia Alþýðublaðsin*, Hverfiagftta S—
n
ÞJÓÐVLLJINN hefur und
anfarið birt aðsendar grein-
ar undir dulnefni um stjórn-
mál og verkalýðsmái, en höf
undur þeirra mun vera
fiannibal Valdimarsson fé-
lagsmálaráðherra. Þar ar
því haldið fram, að einhverj
ir vondir hægri menn vilji
ríkisstjórnina feiga. Þetta
hefur átt að líta út sem-gagn
rýni á Alþýðuflokkinn, svo
fjarri sem slíkt er þó öllum
sanni. En nú má öllum ljóst
vera, hvað liggur þessum
jkrifum til grundvallar. Til-
efnið er heimilisástand Al-
þýðubandalagsins. Hanni-
bal Valdimarsson mun eiga
enn eina orrahríðina fyrir
höndum og að þessu sinni við
vini sína úr síðustu alþing-
iskosningum. Brynjólfur
Bjarnason er að færa sig
upp á skaftið, og raunveru-
iega er átt við hann og fé-
laga hans í áminnztum Þjóð
viljagreinum. Sönnun þessa
er forustugrein Þjóðviljans í
gær, sem er því líkust, að
Brynjólfur sé sjálfur höfund
ur hennar.
Greinin fjallar um það,
að í gær voru ellefu ár lið-
in síðan Keflavíkursamn-
ingurinn var samþykktur á
alþingi, en Rrynjólfur not-
aði það tækifæri til að velta
sér úr ríkisstjórn af ímynd
aðri hlýðni við Rússa og
málstað þeirra, eins og
allir muna. Og nú spyr
Þjóðviljinn eftir venjuleg-
an formála, þar sem stefna
íslendinga í varnarmálun-
um undanfarinn áratug er
harðiega fordæmd: ,,Er ver
ið að leika sama leikinn
einu sinni enn?“ Og svo
kemur þessi buna: „Fyrir
kosningarnar í fyrra sam-
þykkti meirihluti alþingis
að hernáminu skyldi aflétt.
í kosningunum hétu allir
frambjóðendur vinstri
flokkanna því að fram-
kvæma þá stefnu og hlutu
að iaunum fylgi mikiis
meirihluta þjóðarinnar. Og
þegar eftir kosningar var
mynduð stjórn sem hét því
að hafa brottför hersins
sem eitt aðalatriði stefnu
sinnar. En síðan ekki sög-
una meir. Þegar taka átti
upp samninga við Banda-
ríkin um brottför hersins
var samningum frestað „í
bili“ og síðan hefur ekkert
heyrzt um undirbúning
þess að taka þá upp á nýj-
an leik. Þvert á móti eru all
ar starfsaðferðir Guðmund
ar í. Guðmundssonar slík-
ar, að engu er líkara en að
hann telji það forsendu at-
hafna sinna að ísland verði
hernumið um langa framtíð
og leggi sig í líma til þess
að afnema þær litlu tálm-
anir sem áður höfðu þó ver-
ið setíar við frjálsu fram-
taki dátanna hér á landi.
íir roti
Og sagt er að fátt sé honuin
meira kappsmál en að her-
námsframkvæmdir hefjist
af kappi á nýjan leik ‘.
Og svo korna hótanir, sem
sverja sig greinilega í föður-
ættina. Þjóðviljinn segir
orðrétt um viðhorfin í dag:
„Það er ástæða til að
segja það afdráttarlaust að
við svo búið má ekki
standa. Loforðið um brott-
för hersins er einn af hyrn-
ingarsteinum núverandi
stjórnarsamvinnu, og því
aðeins stendur sú samvinna
að Ioforðið verði efnt.
Stjórn sem sættir sig við
hernám Iandsins verður
aldrei kölluð vinstri stjórn
og hún mun ekki njóta
stuðnings vinstri manna í
landinu. Fyrir 11 árum
sundraðist nýsköpunar-
stjórnin vegna þess að svik
in voru heit í sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar, og enn
sem fyrr munu hernáms-
málin ráða úrslitum um ör-
lög og gengi hverrar stjórn
ar sem mynduð er á Is-
landi.“
Þessu er því til að svara,
að ráðherrar og þingmenn
Alþýðubandalagsins eru hér
í sörnu sök og Þjóðviljinn
vill koma á Guðmund I. Guð
mundsson utanríkisráðherra.
Hér hlýtur þess vegna að
vera um að ræða innanrikis-
mál í Alþýðubandalaginu. Og
auðvitað liggur í augnm
uppi, hvert er tilefnið. Sósía-
listaflokkurinn heldur þing
sitt á næstunni. Þá verður
ákveðið, hvort hann eigi að
lifa eða skuli ganga aftur.
Brynjólfur Bjarnason mun
ekkert hrifinn af heilsufari
flokksins og hyggst láta til
skarar skríða. Ráðherrarnir
og þingmennirnir eru fallnir
í ónáð hjá honum, og nú vill
hann sýna og sanna einu
sinni enn, hver sé komimui-
istapáfinn á íslandi. Hér skal
engu spáð um úrslit þeirra:?
viðureignar, sem fer í hönd.
Hitt liggur í augum uppi, að
Brynjólfur og lið hans hal’i
til þess unnið, að Hannibal
Yaldimarsson kalli það
hægri menn, þó að nafngiít-
inni sé komið á framfæri
undir rós. Morgunblaðið hef-
ur einmitt verið að mæiast
til þess, að kommúnistar
rjúfi stjórnarsamvinnuna
vegna stefnunnar í varnar-
málunum. — Brynjólfur
Bjarnason er þannig síðasta
hálmstrá íhaldsins í von-
lausrf og lánlausri stjórnar-
andstöðu.
Sennilega gleður það
Bjarna Benediktsson, að
Brynjólfur rakni úr rotinu
ag hugsi sér til hreyfings.
Og svo er aðeins eftir að
vita, hvort vinátta tekst með
fleródesi og Pílatusi. Það
sannast á þingi Sósíalista-
flokksins í haust.
Ándúð á ríkisreksfri og Menon spiiiir fyrir
RÍKISSTJÓRN og almenn-
ingur í Bandaríkjunum stend-
ur andspænis .þýðingarmikilli
ákvörðun á næstunni. Indland
hefur farið fram á lánveitingu
til annarar fimm ára áætlunar
sinnar, sem er að strandi kom-
ið. Nú er eftir að vita, hvort
Bandaríkjamenn láta þessa
hjálp í té, eða hvort þeir láta
fimm ára áætlunina stranda
fyrn Indverjum með því að
halda að sér höndum, og eiga á
hættu að það hafi hinar alvar-
legustu stjórnmálaafleiðingar.
Indverski fjármálaráðherr-
ann, T. T. Krishnamachari, hef-
ur fyrir skömmu verið á ferð í
Washington með fjölmenna
nefnd að fylgd til að ræða þetta
við ábyrga stjórnmálamenn.
Flestir fjármálasérfræðingar
stjórnarinnar hafa mikla sam-
úð með Indverjum, og dást að
því hve miklu Indverjar hafa
komið í verk fyrir þann styrk,
sem þeir hafa fengið frá Banda-
ríkjunum, og hve áreiðanlega
þeir hafa staðið í skilum með
greiðslur af öllum lánum sín-
um.
HOLLISTER ÞRÖSKULDUR
f VEGI. j
En því miður hefur þannig
verið undir þetta mál tekið á
æðstu stöðum í Bandaríkjunum,
að vart verður talið bera vitni
öðru en sérlegri heimsku eða
fljótfærni. John B. Hollister,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
ICA hefur gefið út stjórnmála-
lega „skilgreiningu“ gegn því t
að Bandaríkjamenn veiti námu-
og iðnrekstri í ríkiseign í
nokkru landi efnahagslega að- '
stoð. 4
I Hollister er. ljóst dæmi um þá
hneigð' Eisenhowers, að gera þá
menn að framkvæmdastjórum
ýmissa mikilvægra stofnanna,
sem alls ekki hfa neina trú á
þeim. Áður en Hollister var út-
nefndur framkvæmdastjóri
ICA, var hann meðlimur sparn-
aðarnefndar á vegum ríkisins,
undir stjórn Herberts Hoover,
og hafði hann þá beitt bandar-
Nehru.
íska aðstoð við erlend ríki mik-
illi gagnrýni. Það bezta, sem
sagt verður um hann, sem fram
kvæmdastjóra ICA er það, að
honum hafi ennilega verið ljós-
ara á eftir mikilvægi þeirrar
stofnunar. En nú hefur hann
komið ríkisstjórninni í hin
mestu vandræði með þessum
mótmælum, einmitt þegar Ind-
verjar, sem komið hafa á hjá
sér víðtækum ríkisrekstri, biðja
um efnahagslega aðstoð í Banda
ríkjunum.
MENON SPILLIR
VINÁTTUNNI.
1 Hollister hefur hlotið harða
gagnrýni fyrir þetta, en samt
er engum vafa bundið, að til-
tækið’ hefur talsverð áhrif, bæði
á ríkisstjórnina og almennings-
álitið.
Um leið verður ekki gengið
fram hjá því, að sömu g'agnrýn-
endur láta í Ijós kvíða sinn
vegna þess, að indverski her-
varnamálaráðherraíin. Khrisna
Menon, skuli taká sæti sem full-
trúi Indlands á þingi Samein-
uðu þjóðanna að þessu sinni,
en þeir segja, að enda þótt eng-
inn efist um frábærar gáfur
hans, hafi hann öðrum fremur
orðið til þess að spilla vináttú
Bandaríkjanna og Indlands.
TÆKIFÆRI FYRIR
EISENHOWER.
Sá mikli niðurskurður, sem
þjóðþingið bandaríska hefur
gert á efnahagslegri aðstoð við
erlend ríki, hefur þau áhrif, að
erfitt er um vik fyrir ríkisstjórn
ina að verða við beiðni Ind-
verja, þótt væri hún öll af vilja
gerð. Til þess mundi þurfa sam-
þykkt þjóðþingsins, og nú hefur
sá íhaldssami sparsemispámað-
ur, Mansfield ölungadeildar-
þingmaður, látið svo um mælt,
að ekki sé þeim peningum illa
varið, sem fari til styrktar frarn
tíð Indlands, og beri þinginu að
veita samþykki sitt ef með
þurfi.
Hér er tækifæri fyrir Eisen-
hower forseta að taka foryst-
una, því að enn er óumdeilt að
hann beri þar öðrum hærra, og
margir Bandaríkjamenn vona,
að hann sýni sig enn einu sinni
vandanum vaxinn.
Mjólkurbú Flóam.
Framhald af 1. slífn.
því, að enn væri möguleiki á
því að auka fjölbreytnina.
Nýtízku vélar frá Þýzkalandi
voru keyptar til framleiðslu
bræddra osta, en slíkur ostur
var fyrst framleiddur í Sviss
árið 1909, en nú færist osta-
framleiðsla mjög í þetta horf.
Danskur framleiðslustjóri
hefur dvalizt að undanförnu
hjá Mjólkurbúi Flóamanna og
lætur mjög vel af íslenzku ost-
unum, kveður þá sízt standa að
baki sams konar erl. ostum.
Helztu kostir bræddra osta eru
þeir, að þá má pakka í alls
konar umbúðir og þeir endast
miklu betur en aðrar ostagerð-
ir. Osturinn er látinn geril-
sneyddur í 125 gramma pakka
og þannig geta þeir geymzt í
5—6 mápuði.
Sala ostanna hefur verið gíf-
urleg fyrstu dagana, framleidd-
ir hafa verið 25 þús. pakkar og
allt selzt jafnóðum, sagði mjólk
urbússtjóri að bragðefnin í ost-
ana væru flutt flugleiðis til
landsins, nema hvað hangikets-
osturinn er algjörlega íslenzk
uppfinning.
Mjólkurbússtjóri nefndi sem
dæmi, að af allri ostaneyzlu
Bandarkjamanna væri 60%‘ í
formi bræddra osta og 30—35
af hundraði ostaneyzlu Breta
og V-Þjóðverja.
Árið 1947 fluttu Danir út
437 tonn bræddra osta,en 1952
6500 tonn. Svo ört hefur fram-
leiðsla bræddra osta aukizt að
undanförnu.
Bræddu ostarnir, sem nú eru
komnir á markaðinn, valda
byltingu í ostagerð íslendinga
og bæta úr mikilli þörf fyrir
aukna fjölbreytni, enda munu
húsmæður vera mjög ánægðar
með þessar nýju tegundir.
Salan er svipuð- því og þegar
of ’litlar eplasendingar komu í
búðirnar í gamla daga, sagði
einn kauþmánna í vikunni.
Bæjakeppnin
Framhald af 12. síðu.
Gunnsteinn (Þróttur)
Jón Sig. (KR)
Sigurður (KR)
Magnús (KR)
Pétur (KR)
Varamenn: Gísli Þorkelsson,
og Óskar gónsson (KR) og Óm-
ar Magnússon og Haukur Þor-
valdsson (Þrótti).
Lið Austurbæjar:
Sigurður (Fram)
Ólafur (Val)
Hrannar (Fram)
Reynir (F)
Hans (Val)
Hallgrímur (Fram)
Skúli (Fram)
Einar (Fram)
Davíð (Val)
Bergsteinn (Val)
Helgi (Val)
Varamenn: Helgi Númason
(Val), Ólafur Geisson, Ingólf-
ur Óskarsson og Þorgeir Lúð-
víksson (Fram).
íþróttir
Framhald af 9. síðu.
5. Cambadel, Grikklandi 54,3
6. Swarzt, Svíþjóð 56,1
10 000 m. hlaup:
1. Mihalic, Júgóslavíu 30:21,6
2. T. Thögersen, Danm. 30:45,8
3. R. Áhlund, Svíþjóð 30:52,4
4. Rantala, Finnlandi 31:35,6
5. Kutchov, Búlgaríu 32:37,2
6. Bartsev, Búlgaríu 32:37,6
Langstökk:
1. Valkama, Finnlandi 7,60
2. Micer, Júgóslavíu 7,31
3. Porrasalmi, Finnlandi 7,08
4. Slavkov, Búlagríu 6,94
5. Sörn, Rúmeníu 6,69
6. Finni 6,65
800 m.: 1. Dan Waern, Sví-
þjóð 1:48,1 mín. 2. Olavi Salon-
en, Finnlandi 1:49,6. 3. Depast-
as, Grikklandi 1:49,7. 4. B. An-
dersen, Noregi 1:50,1. 5. Con-
stantis, Grikkl. 1:50,4. 6. Vam-
os, Rúmeníu 1:51,4.
Kringlukast: 1. Arvidsson,
Svíþjóð 53,08. 2. Ardosevie,
Júgóslavíu 51,75 m. 3. Milev,
Búlgaríu 50,62. 4. Lindroos,
Finnlandi 50,61. 5. Konadis,
Grikklandi 50,28. 6, Edlund,
Svíþjóð 49,77 m.
1000 m. boðhlaup: Í. Norður-
lönd 1:57,7 mín. 2. Balkanríkin.
1:58,5 mín.