Alþýðublaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 6
r A I þýðublaStS Sunnuclagur 13. cvkt. 1957 JJtan úr Jieimi: Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson ilaðamenn: Biörgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson Luglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 149&6 Afgreiðslusími: 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 Tríi Sjálfstœðisflokksins BLEKKINGAR Morgun- blaðsins um efnahagsmálin í tilefni af fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru satt að segja furðulegar. Það reynir að draga upp kol- svarta mynd á veggnum til að mála yfir arfinn frá þeiin árum, er Sjálfstæðisflokkur- inn hafði úrslitaáhrif um þjóðarbúskapinn. Áróðurinn er svo gegndarlaus, að engu tali tekur. Verðbóngan og dýrtíðin eru núverandi rík- isstjórn að kenna. Fram- kvæmdirnar, sem til hefur verið stofnað undanfarin ár, eru hins vegar al’lar Sjálf- stæðisflokknum að þakka. Og svo ber Morgunblaðið sig ósköp mannalega og spyr, hvað Eysteinn Jonsson ætli nú til bragðs að taka f.l að geta látið tekjur og gjöld ríkissjóðs standást á. Sjálf- stæðisflokkurinn beíur eng- ar raunhæfar tillögur fram að bera. Hann spyr bara um afstöðu stjórnarflokkanna. Hins vegar er þess skemmst að minnast, að 1 Morgunblaðið benti á Ieið, sem núvcrandi rikisstjórn ' hlýtur að hafa augastað á. Það hellti úr skálum reiði sinnar yfir stuSningsflukka hennar á dögunum og sagði, að geigvænlegar skattabyrðar hefðu verið 1 iagðar á almenning. Jafn- íramt sá Morgimhíaðið á- síæðu til þess að minna á, að vinnandi stéttir hefðu orðið harðast úti, enda myndi vinstri stiórnin alls ekki hafa hug ý aö ganga hart að efnamömiunum. Þessi málflutningur ein- kennist mjög af því, að Sjálfstæðisflokkurinn er nú í stjórnarandstöðu og hæjarstjórnarkosningar standa fyrir dyrum. Iíík- isstjórnin er alls ekki sek um þá óhæfu, sem Morg- unblaðið gefur í skyn. Þvert á móti. Hún forðað- ist um síðustu áramót að skerða Iíf§kjör almennings með því að hækka nauö- synjavörur í verði. Það var hins vegar miskunnar- laust gert á valcladögum Sjálístæðisflokksins — og síðan er óréttlætið. En vel fer á því að Morgunhlaðið viðurkenni. aðförina að lífskjörum almcnnings og minni á, að efnamennirnir hafi sloppið betur en rétt- látt geti talizt gagnvart öðrúm þegnum samfélags- ins. Nú er fyrir vinstri stjórnina og stuðnings- flokka hennar að ganga að dalakútnum. Víst er því ekki að neita, að efnahagsmálin eru erfið viðureignar. En það er ekki nýtilkomið. Þau voru í því- líku ófremdarástandi, þegar núverandi stjórn tók við völdum, að fyrrverandi sam- starfsmenn Sjálfstæðisflokks ins gáfust upp á því að stjórna landinu með þeim. Afkastamestu framleiðslu- tæki þjóðarinnar höfðu stöðv azt um sérhver áramót. Landið logaði í verkföllum. Þjóðarskútan var strönduð. Slíkur og þvílíkur var við- skilnaður Sjálfstæðisflokks- ins. En nú ætlar strandkap- teinninn að gera sig digran og halda því fram. að ailir erfiðleikar séu öðrum að kenna, en hins vegar eigi þjóðin að þakka honum fram kvæmdirnar, sem komið hafa til sögu, Samt er það staðreynd, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði á síðasta þingi ekkert til málanna aö leggja um lausn á vandan- um. Ætlar hann að halda uppteknum hætti á því þingi, sem nú er hafið? Og gerir hann sér í hugarlund, að Morgunblaðið geti málað yf- ir fortíðarmynd Sjálfstæðis- flokksins með svartasta á- róðri og furðulegustu blekk ingum? Sannarlega verður Sjálfstæðísflokkurinn fyrir eftirminnilegum vonbrigð- um, ef hann lifir í slíkri trú. íslendingar vita sannleikann og láta ekki Morgunblaðið hugsa fyrir sig. Fjölskylda þjóSanna LJÓSMYNDASÝNIN GIN Fjölskylda þjóðanna hefur orðið mikill viðburður. Að- sóknin er ævintýraleg á ís- lenzkan mælikvarða, og all- ir Ijúka upp einum munni ■ um, að sýningin sé stórmerki leg. Hún flytur mannlegan og alþjóðlegan boðskap, en ékki áróður. Hún er ákall og viðvörun að öðrum þræði og hinum lofgjörð um manninn og lífið á jörðunni. Gesti eins og ljósmynda- sýninguna Fjölskyldu þjóð- anna þurfum við að fá fleiri hingað í framtíðinni. Og þess ætti að vera kostur eftir að ísland er komið í þjóðbraut. ALÞYÐUFLOKKSÞINGIÐ í Brighton í vikunni sefti leið get- ur vel -.orðið hið áhrifamesta, sem háð hefur verið síoan flokk urinn var stofnaður fvrir hálfri öld síðan. Það mun þegar hafa djúpstæð áhrif á brezk stjórn- mál. Flokksþingið táknar ekki að- eins að loks hafi tekizt að jafna hinar hættulegu deilur innan flokksþingsins, er hófust þegar Bevan dró sig út úr ríkisstjórn Attlees 1951. Á þær deilur var nú sætzt með grundvallanai breytingum. Þessi nýja skil- greining mun ráða afstöðu flokksins til ýmissa vandamála á stjórnmálasviðinu á komandi árum. Deilunni um stefnurit flokks- ins „Iðnaðurinn og þjóðfélag- ið“ lauk með algerum sigri stjórnarinnar. Umræðurnar urðu mjög harðar, andstaðan ekki bundin vinstri armi flokks- ins heldur voru það öldungarn- ir, þeir Herbert Morrisson og Emmanuel Shinwell, sem höfðu forystuna, og nutu stuðnings fullírúa járnbrautarfélaganna. Hugh Gaits'kell svaraði gagn- rýninni með frábærri ræðu, og var henni betur tekið en nokk- urri annarri, sem hann hefur flutt síðan hann varð foringi flokksins. Deilan snerist einkum um það hvort þjóðnýting skyldi fram- vegis verða meginatriðið í kenn ingafræði alþýðuflokksins — sem öruggasta leiðin til að tryggja félagslegt eftirlit með iðnaði landsins. í þessu nýja stefnuriti er þjóðnýtingin ekki útilokuð sem fær leið til að leysa vandamál- in í einstökum iðngreinum, en því er fram haldið að í stjórn- arandstöðu skuli flokkurinn ekki skuldbinda sig til að þjóð- nýta neinar tilteknar iðngrein- ír. aðrar en þær sem áður hafa verið þjóðnýttar og íhaldsstjórn síðan aftur sett í einkarekstur — auk vatnsvirkiana þeirra, en ennþá eru í höndum einstak- linga. Að því slepptu, raun næsta alþýðuflokksstjórn aðeins þjóð- nýta atvinnurekstur ef nákvæm rannsókn hefur leitt í ljós að sérstakar ástæður fyrir því séu fyrir hendi. Og Gaitskell lýsti því, að það væri harla ólíklegt að næsta alþýðuflokksstjórn mundi framkyæma nokkra nýja þjóðnýtingu, að minnsta kosti þrjú fyrstu árin, sem hún sæti að völdum. Þegar allt kemur til alls eru rök. sem lögð eru til grundvall- ar þessari nýju afstöðu til þjóð- nýtingarínnar, mikilvægari en sjálf ákvörðunin að hefja ekki nýjar þjóðnýtingarframkvæmd- ir. í ritinu „IðnaðUrinn og þjóð- félagið" er á það bent að sú mynd, sem sósíalistar dragi venjulega upp af auðvaldsþjóð- skipulagi, sé að litlu leyti svip- uð því hagkerfi, sem raunveru- lega ríki á Stóra-Breílandi, þar sem fimm hundruð rnjög stór fyrirtæki ráði atvinnulífinu, og sé stjórn þeirra ekki í höndum hlutafjáreigendanna. Það sem á veltur sé ekki lengur það, hver eigi iðnaðinn, heldur hitt hver stjórni honum, og hvern- ig bezt verði haft eftirlit með stjórn hans í þágu alþjóðar. Þetta er vandamál, sem er jafn aðkallandi úrlausnar í Sov ét-samveldinu og Bandaríkjun- um. Því miður er þetta atriði ekki nákvæmlega rætt, í fyrrnefndu riti, heldur slegið úr og í með því að leggja til að næsta alþýðuflokksstjórn verji allrniklu fé til kaupa á hluta- I e I % H e 1 þ 1|.| tí mt Essp bréfum í einkafyrirtækjum, ekki til þess að hafa eftirlit og ítök hvað stjórn snertir, heldur til auðjöfnunar. Og það vár ’ein- mitt sú tilhugsun, að alþýðu- flokksmenn færu að fást við kauphallarbrask sem mesta and úð vakti, einkum þegar svo virt- ist sem það ætti að ko.ma í stað þjóðnýtingarinnar. Deilurnar um nefnt rit hefðu sennilega ekki orðið jafn harðar, ef þessi hugmynd hefði ekki verið gerð þar að jafn miklu atriði. Engu að síður hafði sarnkomu lagið um ritið þau áhrif að Gait- skell varð fastari í foringjasess inum, og einkenndist þingið mjög af afstöðu hans til mál- anna, jafnvel persónu hans. Ný áætlun um tryggingar var sam- bykkt með miklum meirihluta atkvæða, þar sem ellitrygging- ar verði miðaðar við verkalaun viðkomandi. Þarna er enn um að ræða fráhvarf miðað við sam þykktir á flokksþinginu 1955. Þegar svo Bevan lýsti yfir fylgi sínu við stjórn flokksins, sem varð enn áhrifameira fyrir það að hann lýsti því yfir á fundi, sem hans eigin áhang- endur stóðu fyrir, var ávéfengj anlegt að stjórnin væri föst í sessi. Og það er meira að segja vafasamt að stjórnin hefði get- að haldið velli í deilunum varð- andi afstöðuna til kjarnorku- vopnanria, hefði hún ekki notið frábærrar varnar Bevans. Borgarastyrjöldinni innan flokksins er þar með lokið með fullum sættum leiðtoganna, og afnámi flokkadráttanna inn- byrðis. Framtíðarhugsjónin er vitanlega enn í fullu. gildi, en þeir Bevan, Wilson og Cross- man eru nú tryggir vopnabræð- ur Gaitskells og hans manna. Bréfakassinn: HINN 27. sept. s.l. ræddi for- maður umferðamálanefndar í útvarpinu um akstur og slysa- hættu hér í Reykjavík og ýmis- legt fleira, er viðkemur um- ferð á götum bæjarins. Auðvit- að kom margt mjög athyglis- vert fram í ræðu formannsins, sem af alúð og þekkingu gat rætt mál þessi. En einna mest fannst mér til um niðurstöður athugananna á tíðni slysanna, þá er dimma tekur, myrkustu mánuðina, nóvember og desem- ber. Þá er oft snjór og svell á götum, regn og hríð í lofti, dimmt og erfitt að ferðast fyrir gangandi fólk. Fjölmenni er þá og mest í bænum. Ýmis þessi rök taldi ræðumaður orsök hinna mörgu alvarlegu öku- slysa á götunum. Við getum öll skilið þessi rök, því að þau eru sönn og birtast okkur á hverj- um vetri í daglegu lífi okkar. Veðráttan er lík á ým |im tím- um hvern vetur. Göturnar eru líkar, jafnbreiðar og margar gangstéttalausar, en bílunum fjölgar ár frá ári. Slysahættan vex af þeim or- sökum. Marg kemur til greina til þess að draga úr umferða- slysunum, og fjölmargt hefur ' verið rætt og ritað af kunnáttu- mönnum um þennan vandasama þátt féiagsmála okkar, og fer ég ekki að rekja það nánar hér. En ég tel þetta félagsmál, sem við öll þurfum að íhuga og finna lausn á, annars getum við ekki búið farsællega saman í þétt- býlinu. Ég efast um, að ráða- menn þessara mála taki hlut- ^ verk sitt alvarlega — að skapa 1 öryggi í umferð. — Þá er fram- kvæma skal öryggisregiur í þessu máli, getur svo farið, að skerða verði frelsi einstaklinga !að einhverju leyti, vegna al- jmennings, og það er oft gert. Umferð með ljósamerkjum hnígur í þessa átt, og einnig ^ ,,stöðumælar“. Það sannar bezt, að eitthvað verður að gera, það ;er ekki nóg að tala, þó að fag- urt sé mælt og af rökvísi. Gæt- um við ekki hugsað okkur að fækka bílum á götum bæjar- ins dimmustu mánuði ársins? Væri nokkur skaði, þó að ýmsir einkabílaeigendur ækju ekki milli Austurstrætis og Hafnar- strætis? Þó skyldi ekki taka einkabíla alveg úr umferð þenn an tíma, en reyna að minnka umferðina með benzínskömmt- un. Ég set. þetta fram til alvar- legrar íhugunar. Mér finnst við þurfa þess til þess að draga úr slysahættunni á þessu umrædda tímabili, vegna þeirra rök- semda, sem ég hef getið hér og formaður umferðamálanefndar gat í ræðu sinni. Þurfum við þess ekki líka til þess að spara gjaldeyri? Við þurfum sterkara framkvæmdavald hér í ýmsum .efnum,. ef vel á að fara, og forð- ast siðleysi kunningsskaparins. Yegfarandi. i mmm gegn geislum haidið í ielgsu NÁMSKEIÐ í vörnum gegn geisluavirkri kjarnorku verður haldið í Mol í Belíu á vegum WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofn unarinnar) í þessum mánuði. í námskeiðinu taka þátt 20 manns frá Evrópulöndum og frá löndunum við botn Miðjarð arhafsins. Sérfræðingar f rá mörgum löndum flytja fyrirlestra á námskeiðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.