Vísir - 03.04.1915, Síða 8

Vísir - 03.04.1915, Síða 8
V I S 1 R í BRAUÐGERÐARHÚSINU _ f _ — ÞIN&HOLTSSTEÆTI 23 — tmr eru ódýru tu brauð bæjarins mtt EYJÓLFUR & KRISTINN. ar sínir bitu á sólaleður og myndu ekki bíta ver á sjóara. Hugrekkið misti sem sé hvorugur málsaðilja, þótt þeir yrðu að hætta um stund. Hásetarnir héldu svo í burtu án þess nokkur tæki eftir. Skósmiöur- inn var enn nokkra stund, en dratt- aðist svo einnig af stað. Og skömmu þar á eftir fór eg líka, með spánska reyrstafinn í annari hendi og silfurbúnu pípuna í hinni, Ketilinn gat eg varla komist með, enda þótt eg væri á alveg nýjum broddskóm, svo stöðugum, að á þeim hefði mátt standa, þó að dauð- ar kerlingar fykju um í loftinu. Þaö var fullur mílufjórðungur heim til mín. Þegar eg var kominn inn í mitt skógarþyknið, barst alt í einu mér að eyrum eitthvert hið versta neyð- aróp, sem eg hefi heyrt á æfinni. Eg get ekki líkt því við annað betra, en þegar fjandinn ætlar að klófesta prest. Það heyrist líklega eitthvað svipað þá. Og eg rann á hljóðið. Myrkrið var þegar skollið á, en eg hélt mig í Ijócglætunni mitt á milli greni- trjánna, og þegar eg loks komst þangað, sem neyðarópin gullu, kom eg auga á eitthvað svart, sem bylt- ist um niðri í dýkinu. Það væri ósvífið að setja á prent þau orð, sern eg öskraði að þeim sem þarna voru að veltast, eg kæm- st þá fljótlega í ónáð hjá kven- fólki og guðsorðabollum, en það hreif samstundis. # Ópin hættu og þrír karlmenn skreiddust upp á veginn. — Erðað Engström? Þá hjálp- aðu mér í herrans nafni, heyrðist með rödd skósmiðsins. — Hvaða helv.... kvikindi er það, sem vill fara að sletta sér fram í það sem honum kemur ekkert við, æptu hinir báðir sem einum munni. — Komdu þá, ef þú þorir, því hérna eru drengir sero eru ekki ‘hræddir við eitt ár í steininum! Eg kem mér heldur ekki að því að fara að segja hér hverju eg svaraöi, eg nærri því skammaðist mín fyrir það sjálfur. En þaö hafði þau áhrif, að þeir ætluðu að rjúka á mig. Eg hopaði dálítið og hélt spánska reyrstafnum reidd- um, en eg helði ekki þurft þess, því þeir skullu báöir niður á freðna götuna, og varð af dynkur eins og þegar mjölsekkur veltur ofan af hlassi. Þeir voru broddalausir og gátu því ekkert. Þeir fóru að þylja bænir þarna sem þeir lágO, og það voru bænir, sem hefðu ekki átt við í öllum kirkjum. — Elsku góði Engström, fylgdu mér nú heim, þeir ætla alveg að gera út af við mig. — Ráðstu bara á þá, skóari, svo skal eg jafna leikinn, eg skal láta þessa snáða fá sína vöru selda! Þeir höfðu nú getað komist á fætur og reyndu að renna sér fót- skriðu að mér, og voru um leið að Iofa því að skera mig niður í kæfu. Frh. Sendisveinar fást ávalt í Söluturninum. Opinn kl. 8—11. Sími 444. FÆÐI F æ ð i fæst á Laugav. 17. H e i t u r matur fæst allan dag- inn á Laugav. 23. Kr. Dalstedt. Barnakerra óskast til leigu nú þegar á Bjargarstíg 3. Stúlka óskast í hæga vist 14. maí. Lindargötu 9 (niðri). N ú þ e g a r getur ein stúlka fengið tilsögn við saum hjá Krist- rúnu Brynjólfsdóttur, Bergstaða- stræti 11 A. T e 1 p a um fermingu getur feng- ið sumarvist á Bókhlöðustíg 9, hjá Steindóri Björnssyni. Duglef og þrifin stúlka ósk- ast til eldhúsverka 14. maí. Frú Johanne Havstein Laugav. 38. R ö s k a n dreng vantar mig nú þegar. L. Bruun »Skjaldbreið«. KAUPSKAPUR O ó ð u r vagnhestur til sölu á Vitastíg 8. Dömustígvél ogkrakkastíg- vél fást með tækiiærisverði á Norð- urstíg 5, niðri. H U SNÆÐI Rakarastofan í Þingholtsstr 1. er til leigu uppl. hjá Áma Böðv- arssyni rakara, sími 510. H e r b e r g i til leigu nú þegar með eða án húsgagna. Fæði á sama stað. Afgr. v. á. 2 sólrík herbergi til leigu með eöa án húsgagna frá 14. maí. Fæði á sama stað, ef óskað er. Afgr. v. á. 2 stofur, hentugar fyrir þing- mann, til leigu frá 14. maí eða 1. júlí, nálægt Þinghúsinu. Fæði fylgir ef óskaö er. Afgr. v. á. Stofa til leigu fyrir einhleypa eða fámenna fjölskyldu. — Vita- stíg 8. Á g æ t sólrík stofa með forstofu- inngangi til leigu 14. maí. Uppl. á Skólavörðust. 17 B. þetta má bæta ýmsu fleiru, en þetta eru okkur nægilegar Ieiðbeiningar í málinu.« Lestrade hló. »Eg verð að játa, að eg er ennþá -vantrúaður*, mælti hann. »Kenningin getur verið mjög góð fyrir yður; en hræddur er eg um, að hún komi að litlu haldi fyrir breskum kviðdómi, skilnings- sljóvum.* »Við sjáum það nú síðar«,svar- aði Holmes stillilega. »Þér nolið y ð a r aðferð og eg fer eftir minni. Eg mun hafa nóg að gera síðari hluta dagsins, og sný að líkindum aftur til Lundúnaborgar með kvöld- lestinni.« »Og skilja við málið ókarað?« »Nei, fullkarað.« »Og leyndardómurinn?* »Er skýrður.« »Hver er morðinginn?* »Maðurinn, sem eg lýsti áðan.« »En hver er hann?« »Ójá, það verður nú líklega vandalítið að grafast fyrir það; sveit- in hérna er fámenn.* Lestrade ypti öxlum. »Eg er hagsýnn maður«, mælti hann, »og vil ekki færast í fang, að leita að örvhendum manni höltum, um alla sveitina. AUir starfsbræður mínir myndu þar að auki draga naprasta dár að mér.« »Rétt er það«, mælti Holmes stillilega. »Eg hefi veitt yöur tæki- færi til þess, að finna morðingjann. En hérna búið þér; verið þérsælir. Eg skal gera yður orð, áður en eg fer heim.« Eftir að Lestrade fór úr vagn- inum, ókum við til veitingahússins, sem við bjuggum í; var þar matur á borð borinn handa okkur. Hol- mes þagöi og var niöursokkinn í hugsanir sínar, og andlitið var mjög þreytulegt, eins og honum liöi illa. »Heyrið þér, Watson«, mælti hann, þegar tekið hafði verið af borðinu; »setjist þér nú þarna á stólinn, og lofið mér að hjala dá- lítið við yður. Eg er í vafa um, hvað gera skal, og vil gjarnan heyra hvað þér leggið til málanna. Kveyk- ið yður nú í vindii, áður en eg byrja.« »Jæja, nú er eg tilbúinn að hlusta á yöur.« »Það er ágætt; heyrið þér nú til. Það eru tvö atriði í framburöi Mc. Carthy’s yngra, sem vöktu þegar athygli okkar, þótt við skildum þau ekki báðir á sama veg; mér fanst þau bæta fyrir honum, en hjá yður vöktu þau grun. Hið fyrra var, að faðir hans hafði kallað »Cooee!« áður en hann sá hann, og hitt var síðasta orð gamla mannsins um rottuna. Eitthvað tautaði hann fleira, eins og þér munið, en sonur hans heyrði ekki nema þetta eina orð. Á þessum grundvelli verðum viö að byggja málsrannsóknina, og við gerum þegar ráð fyrir, að sonur hans hafi skýrt rétt frá.« »Það er auðsætt, að gamli maö- urinn hefir ekki beint þessu oröi til sonar síns, því að hann hlaut að halda, að hann væri í Bristol. Það var aðeins vegna sérstaks at- viks, að hann var svo nærri, að hann gat heyrt það. Nei, hann hef- ir hrópað »Cooee!« til þess að kalla á þann, sem hann átti að mæta við vatnið. En »Cooee« er auströlsk upphrópun, og er oft notuð af Australíubúum. Af þessu virðist mega álykta, aö maðurinn, sem Mc. Carthy beið niður við vatnið, hafi áður dvalið í Australíu.« »En rottan?* »Já> °g rottari?* % Sherlock Holmes tók samanbrot- ið pappírsblað upp úr vasanum og breiddi á borðið. »Þetta er uppdráttur af Viktoríu- nýlendunnic, mæiti hann. »Egsím- aði eftir honum til Bristol í kvöld.* Hann lagði hönðina yfir nokkuð af uppdrættinum ogspuröi: »Hvað lesið þér hérna?« »A ra t«*) les eg.« »Og hvað lesið þérnú?« spurði hann og tók höndina af pappírnum. »B a 11 a r a t.« »Já, og það er einmitt sama orð- ið og maðurinn sagöi, en sonur hans hefir ekki heyrt nema tvær síðustu samstöfurnar. Hann hefir ætlað að nefna nafn morðingjans. Einhvers frá Ballarat.* »Þetta er dásamlegt«, mælti eg. *) »A rat« er enska og þýðir rotta.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.