Vísir - 18.05.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 18.05.1919, Blaðsíða 2
v í SIR iafa á lager: í tuiinum ^185 st. hvítt Gardlnutau keypt beint frá enskum verksmiöj- um, uýkomið í fallegu úrvali. r Egill Jacobsen \\V Atlandshafsflugið. Amerísku flugskipin nr. 1 og 3 lögðu af stað frá Trespassy- firði á Nýfundnalandi í Atlants- hafsflug síðdegis í gær, en sneru aftur og eru nú að ferðbúa sig á ný. Loftskip úr Bandaríkjaflotan- um kom til St. Johns i gær og hafði flogið frá Long-Island, 900 enskar mílur. Um kveldið gerði vestanveður og barst þá loftskipið út á sjó. Lotískeyti London í gær. \WiIson og bandamenn ætla að láta kné fylgja kviði. Blöðin í París eru þess full- trúa, að þjóðverjar muni undir- skrifa friðarsamningana, þó að J»eir hafi í hótunúm og mótmæli skilmálunmn til málamynda. — lil þess að vera við öllu búnir, hafa þó fulltrúar stórveldanna þriggja gefið Foch hershöfS- iugja algerlega frjálsar hendur og hann hefir þegar gert allar nauðsynlegar ráðstafanir. Á fundi, sem Foch átti með Clemenceau, Lloyd George og Wilson, gaf Wilson honinn þessa skipun: „Gerið ráðstafanir, sem nauðsynlegar kynnu að vera, ef þjóðverjar vilja ekki skrifa imdir.“ Frá Arkangelsk vígstöðvunum berast þær frétt- ir, að flotadeild Breta herji nú sem óðast á bolshvíkinga. Nýtt morð í Afghanistan. Fregn hefir borist um það, að Nasrullah Khan, föðurbróðir amirsins í Afghanistan, hafi ver- ið myrtur í fangelsi. Kaupskip Austurríkis. Aíráðið er, að skifta kaup- skipastól Austurríkismapna upp á milli bandamanna. $ Townshend, „hetjan frá Kut-el-Amara“, á að sögn að taka við yfirherstjórn mdverska hersins. Friðarskilmálar Austurríkis. Times segir, að Austurríki verði gert að skyldu að afnema herskyldu, og hafa að eins örlít- inn landher. Vopnabúr sín á það að rífa niður og þar á meðal hergagnasmiðjuna miklu í Skoda. , Jóh. Jóseísson kominn heim. Ef nokkura tslending mætti með réttu kalla æfintýramann, þá er það Jóhannes Jósefsson, glimukappi. í samfleytt 10% ár hefir hann ferðast erlendis og komið til allra landa i Evrópu, nema Balkanlandanna, og síð- ustu sex árin hefir hann ferðast um Bandaríkin og Canada. það er engu likara, en í hon- um sé endurborin hreysti og hetjuandi Halldórs Snorrasonar eða annara því likra kappa, sem I sögur vorar herma frá, en fáiun eða engum þóttu likindi til að rísa mundu upp öðru sinni á' íslandi. í æsku vakti hann jafnaldra sína eins og af dvala; um- hverfis liann risu upp glímu- menn hver um annan þveran og íþróttaáhuginn í'ór eins og eldur í sinu um land alt, þó að þess sæi ekki alsstaðar jafnmikil merki. • / En Jóhannes sætti sig ekki við að vinna sér frægð að eins heima. Að fornum sið fór hann úr landi til að leita sér fjár og frama, og sigri hrósandi kemur hann nú heim,' og hefir hver- vetna haldið uppi sæmd og hróðri lands vors, og værí það alí mikilla frásagna vert. Eg hafði ekki séð hann nema j einu sinni áður; það var í Leith Verslun B. H. Bjarnason Heildsala. Smásala. Fékk nú með „Lagarfossi“ og Gullfossi“ mestu kynstur af allskonar járnvöruin, þ. á m. Naglbíta um 30°/0 ódýrari en lélegir nagfbitar annarsstaðar, Tangir alskonar, Hamra frá kr. 0,70—5,50 Hjólsveifar, Þjalir, Sagir, Sporjárn o. m. ö. verkfæri, Smekklásar Eldhúsvogir, Kaffikvarnir, Rykskúffur, Kolaausur, Vegglampa m. m. fl. . Ennfremur ýmisk. nýlenduvörur, þ. á m. alskonar kryddvör- ur, hvergi ódýrari, Sveskjur, Gr. Baunir, Reykt svínslæri, þurk. Apricoser óg Epli og alskonar Dósaávexti. Hellulitur m. m. fl. Hvergi betri vörnr. Hvergi lægra verð. — Vörur afgreiddar út um alt land. Minnist þessa! Ljáblöðin þjóðfrægu, Ljábrýnin þjóðk., Klöppur og Steðja, alsk. Stiftasaum og Skilvinduoliu kaupa allir i verslunjundirritaðs þvi er ábyggileg vissa fyrir því, að menn fá góðar vörur fyrir lægst verð. Versl. B. H. Bjarnason. smnarið 1907. Nú hitti eg hann á Hótel ísland, og Varð mér fyrst að undra mig á, hve lítið hann hefði breyst i sjón. — Hann var enn jafn unglegur sem þá, glaður og skemtinn, og er eg beiddist tiðinda, lofaði nann mér að sjá myndir og úr klippur úr blöðum, sem hann báfði haldið saman. Ekki þurfti eg lengi að blaða í þeim skjölum til þess að sjá, að víða hefir hann komist í krappan dans. þar var fjöldi mynda af mönnum, sem hann liafði fengist við, alt austan frá- Moskva og vestur að Kyrrahafi. Voru þeir sumir líkari tröllum en mönnum. En ekki þarf að scgja frá leikslokum — allir lutu þeir lágt að lokum, og um suma þeirra mun Jóhannes hafa getað sagt með sanni, það sem Egill Skallagrímsson sagði um Ljót bleika: „Jafn var mér gnýr geira gamanleik við hal bleikan.“ Al'armikil aðsókn hefir hver- vetna verið að sýningum Jóh. Jósefssonar og hreysti hans og afburða karlmenska er heims- fræg orðin. En dýrkeypt hefir sú frægð verið honuni að því leyti, að oft átti hann við af- skaplega örðugleika að etja meðan hann var að brjótast á- fram, félítill eða félaus, og öll- um ókunnur. En hann var ráð- inn í þeirri köllun sinni, að bera hreystiorð íslendinga um lieim- inn og þeim vilja hans urðu all- ir erfiðleikar að lúta — og hafa lika gert það! Nú er hann kominn til að sjá ísland og vini sína og kunningja, en fyrst og fremst þó til þess að vitja aldurhniginna foreldra sinna á Akureyri, sem mjög hafa þráð heimkomu hans, og eg skildi það á honmn, að aðaler- indið heim, væri að eiga með þeim nokkra glaða sumardaga. Kona hans, frú Karólína Jós- efsson, hefir verið með honum á öllum þessum ferðalögum. — pau eiga dætur tvær, er heita Hekla og Saga. Önnur þeirra er fædd í London en skírð í Kaup- manahöfn, hin fædd í Rússlandi og skírð í New York. Jóh. Jósefsson hefir nú tekið sér sumarleyfi, en þarf að vera kominn vestur 1. ágúst n. k. Hann ætlar norður til Akureyr- ar með fyrstu ferð, en mun dveljast hér eitthvað síðar í sumar, áður en hann fer vestur. Félagar hans, liinir íslensku, eru vestra, en stunda ekki í- þróttasýningar meðan hann er hér heima. Jl. ,»h »1« tít U« íh »1« Bæjarfrétti?. Botnia kom hingað í gærkveldi. Far- þegar voru um 70 með skipinu og þar á rneðal: Kaupmennirnir J. L. Jensen-Bjerg, L. Gunnlögs- son, Olgeir Friðgeirsson, Emil Strand, Bernhard Petersen, N. B. Nielsen, Þorsteinn Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Björn Gísla- son, Elías Pálsson, Jón Björnssoo frá Borgarnesi,Kristján Gíslason frá Sauðárkróki, Stefán Guðjohnsen frá Húsavík, Ólafur Thors frkstj. og kona hans, Sören Kampmann lyfsali og kona hans, Andersen lyfsali og kona Jtans, Oddur Gísla- son yfirrjettarmálállutningsmaður, Rolf Zimsen liðsforingi, Schlesch •fnafræðingur, Smith símaverkfr- »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.