Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið C^efiÖ *it af AJþýOuflolckuiuii. 1920 líiðvikudaginn 5. maí 100. tölubl. Alþbl. er blað allrar alþýðu! Jrá sambanðsrikinu. Khöfn, 3, maí. Danska sjómannaverkfailinu heldur áfram. Sjómannaverkfsllinu heldur á- íram. Ekkert útlit fyrir að því létti af. Nýja ráðuneytið i Danmörku. Christensen fserðist undan að mynda ráðuneyti sökum heilsubil- unar. Konungurinn hefir i dag beðið Neergaard að ssynda ráða- aeyti. Christensen verður kirkju- mála (og kenslumála) ráðherra. Friður við Ungverja. Khöfn, 3. maí. Frá París er símað, að sendi- ¦aemd Ungverja verði fengið upp- kast að friðarsamningum 6 maí. JFáÍ Uagverjar 10 daga frest til svars. Verkföll. Khöfn, 3. maí. Frá Parfs er sím&ð, að ýmsum verkföllum, sem voru hafin I. maí, ihaldi afram. Franirás Pólverja. Khöfh, 3. maf. Frá Parfs er símað, að Pólverj- •ar hafi f gær (2. m&i) haldið inn 4 Kieffi ¦ • Ijorgarstjérakosningin. „Spekúlanta" viljum vér enga hafa! Síðast er eg ritaði hér í blaðið um borgarstjórakosninguna, fasrði eg fram dæmi um framkvæmda- semi Knúts. Dæmið var af ásettu ráði tekið af pví, sem lítilfjörleg- ast má teljast í óstjórn þeirri, sem átt hefir sér stað í framkvæmdum bæjarins upp á síðkastið. En ein- mitt það, hve vanrækslan á þessu sviði er í sjálfu sér smávægileg, hjá mörgu öðru, þá er deginum Ijósara, að því auðveldara hefði verið fyrir Knút að láta hana aldrei eiga sér stað. Margt smátt gerir eitt stórt, og smáyfirsjónir borgarstjóra ættu einar að nægja til þess, að engum heiðvirðum manni, sem áhuga hefir á velferð bæjarins, ætti að koma til hugar að styðja Knút til borgarstjóra í annað sinn. Einmitt dæmið um Austurvoll sýnir svo Ijóslega búhyggju- og framkvæmdarsemisskort borgar- stjóra, og það af þeirri ástæðu, hve auðvelt hefði verið að fram- kvæma það verk, sem bæjar- stjórnin í þessu falli fól honum. Af verkunum skuluð þér þekkja þá. ;/'¦¦' Þvf miður hefir Knútur stærri syndir á borgarstjórasamvizku sinni en Austurvöll. Og er sú stærsta, sem er opinbert leyndarmál, af- skifti hans at Helga Magnússyni & Co. ÖHum hlýturað vera það Ijóst, hve fjarri það er öllu lagi, að æðsti starfsmaður bæjarins og framkvæmdarstjóri hans skuíi vera hluthafi í" fyrirtæki, sem einna mest viðskifti hefir við bæinn. Slfkt líðst hvergi, ekki einu sinni í Ameríku, nú orðið, jafnvel þó það um eitt skeið væri þar alsiða, meðan óstjórnin og fégræðgin var algerlega látin leika lausum hala. Þeir munu fáir, sem geta stað- ist freistinguna, að vera hliðhollir sínu „firma", þegar um gróðavoa er að ræða, hversu samviakusamir sem þeir annars kunna að vera. En eins og menn vita, er Knútur talinn mjög duglegur maður, og er það líka, þegar .fósturbörnin" hans eiga í hlut. Þegar bærinn þarf að láta gera eitthvað, t. d. leggja holræsi, gas- pípur eða reisa timburhús, — er þá nokkuð eðlilegra, en að borg- arstjóri, s«m á í félögum, sem verzla með það, sem til þessa þarf, gefi þeim bendingu um hitt og annað, sem öðrum ekki verður Ijóst? Lengi frestinn, sem settur er á útboðunum, eða eitthvað annað, sem hans „firma" getur komið vel? Hvað sem þessu Iíður, þá vita allir að félög þau, er Knud Zim- sen er hluthafi í, hafa orðið hlut- skörpust, á einn eða annan hátt, þegar bærinn hefir boðið út verk, sem þau gátu Ieyst af hendi. Grunsamlegt er nú þaðl En eng- um dettur í hug að væna Knút um sérdrægni. Hann gerir það, sem bænum er fyrir beztu! Engin hætta. Óg hver er sjálfum sér næstur. Því skyldi hann vera að taka aðra fram yfir H. M. & Co.f Hann getur bezt séð um að fé- lögin sin .snuði" ekki bæinnl En sem sé, allra hluta vegna, væri heppilegast, að borgarstjórí væri ekki bundinn neinum skyld- um eða samgróðaböndum við gróðafélög, því ilt er að treysta ágirnd manna. Þess vegna kjósa alþýðumenn Sig Eggerz, að hann er laus við slík bönd. Því spekú- lanta viljum vér enga hafa! Kvásir. Landveg að norðan koma þeir Páll Eiaarssou hæstaréttardómari, Aage Schiött og Richard Beck mentaskólanemar. Þeir lögðu af stað ríðandi sl. föstndag frá Ak- ureyri. -\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.