Vísir - 01.05.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 01.05.1925, Blaðsíða 2
VÍSIR ÍHD) HinlTlHlinMNl 1 ÖLSEflÍÍ J gggj* Qg 1 dag Nýkomið: Rúgmjöl, Hálfsigtimjöl, Stransyknr, Kandis. Símskeyti Khöfn 30. apríl. FB. Gullmynt í Englandi. SímaiS er frá London, aS um leiö og Churchill hafi lagt fram fjár- lögin, hafi hann haldiö ræftu og skýrt frá því, aS stjórnin hafi á- kve'öiö aö lögleiöa gull-myntfót á ný, meö því að veita Englands- banka samstundis leyfi til þess aö flytja út gull. Ríkissjóöur ætti samansafnað xóo miljónir -dollara og loforð væri fyrir 300 miljóna láni til Ameríku til stuðnings doll- arsgengi. Ef nauösynlegt væri.yrði munaðarskattar hækkaðir og erfðafjárgjöld, en tekjuskattur lækkaður um 6 pence á pundið. Haldið yrði sömu stefnu um borg- un ríkisskulda, sem hafa stórlega minkað seinustu árin. Frá Hæstarétti 27. apríl. Málið Sigurður Þorvarðsson gegn Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps. Áfrýjandi þessa rnáls, Sigurður Þorvarðsson, er kaupmaður og út- gerðarmaður í Hnífsdal í Eyrar- hreppi. Hann er og eigandi Lang- eyrar í Álftafirði í Súðavíkur- hreppi, og hefir rekið útgerð það- an að rneira og minna leyti síðan 1916, og greitt árlega útsvar til Súðavíkurhrepps, þar til haustið 1923, að hann neitaði gagngert að hann væri þar útsvarsskyldur, en þá hafði honum verið gert að greiða þar 5000 kr. útsvar. Hreppsnefndin krafðist lögtaks á útsvarinu, og 31. mars 1924 úr- skurðaði bæjarfógeti á ísafirði, að lögtakið ætti fram að fara. — í úrskurðinum segir meðal annars svo: „Neitun sína byggir gerðarþoli á þvi, að hann, sem er búsettur í Eyrarhreppi, og greiði Jxar auka- útsvar, sé undanþeginn aukaút- svari í Súðavikurhreppi,samkvæmt lögurn nr. 29 1922, 1. gr. 5. málsgr., er banni að leggja aukaútsvar á Ávextir i dósnm Ananas, Perur, Aprikosur, Ferskjur, Blandaðir ávextir, fást í verslun Hannesar Úlafssonar. Sími 871. Grettisgötu 1. útvegsmenn ,úr öðrum hreppi í sanxa sýslufélagi, eða við sama fjörð eða flóa, sem útræðið er, ef á þá er lagt útsvar í sveitarfél. þeirra. En um það er enginn á- greiningur í málinu, að gerðarþoli greiði aukaútsvar í Eyrarhreppi." „Það er enginn ágreiningur um það í málinu, að síðastliðið ár stundaði gerðarþoli útgerð síldar- og þorskveiða á Langeyri á 4 eða 5 vélbátum, er eiga heima þar, að skipin lögðu upp afla sinn á Lang- eyri, að hann var verkaður þar, og að gerðarþoli hafði og hefir þar lýsisbræðslu og sildarbræðslu. Ennfremur hafa 38 rnenn x Súða- víkurhreppi vottað undir éiðstil- boð í skjali dags. 12. mars þ. á., að gerðarþoli hafi haft sérstakt herbergi á Langeyri, þar sem hann hafði ýrnsar vörur til sölu, að harm hafi rekið fiskkaup x stórum stíl, brætt 2000—3000 tunnur síldar og selt beitusíld. Gerðarþoli hefir að visu mótmælt skjali þessu og vott- orðsgefendum eigi gefist kostur á að staðfesta vottorðið. En hins vegar er það kunnugt hér í ná- grenninu, að siðastliðið ár hefir gerðarjxoli keypt fisk til verkunar á Langeyri, að hann á þar 2 skipa- bryggjur, fisktöku og fiskgeymslu- hús, og fiskreita, er hann notar við atvinnurekstur sinn, auk íbúðar- hússins, og að hann rekur þar síld- arbræðslu og lýsisbræðslu, eins og áður segir. Að réttarins áliti er hér um arð- sarna atvinnu að ræða, er gerðar- beiðanda var heimilt að jafna á aukaútsvari, sbr. lög hr. 29, 19. jxiní 1922, 1. gr. 2. málsgr. Undanþága téðra laga í 1. gr. 5. rnálsgr. kemur hér eigi til greina sbr. Landsyfirréttardóm 13. nóv. 1916. Því úrskurðíxst: Umbeðið lögtak á franx að fara.“ Hrnx. Björn P. Kalnxan sótti málið í Iíæstarétti, en verjandi var hrm. Jón Ásbjörnsson. fengum við fjölda margar nýjar tegundir a£ Kvenskóm úr lakki, striga og venjulegu leðri. Karlmannaskóm, brúnum og svörtum af ýmsum gerðxun. (Einnig með lirágúmmísólum), og ýmislegt fleira, L d. lakk- skór fyrir fermingarstúlkur. Komið og kaupið meðan nógu er úr að velja. HVANNBER6SBRÆÐUR. Prófessor Einar Arnórsson skip- aði enn dómarasæti L. H. Bjarna- son. Dómur Hæstaréttar var upp kveðinn 29. f.m. Úrskurður fógeta- íéttar var staðfestur, og áfrýjanda gert að greiða 200 kr. í málskostn- að. Frá Alþingi í gær. i í Ed. var lokið við 2. umr. fjár- laganna, og þau samþ. til 3. umr.; verður síðar skýrt nánar frá breyt- ingum þeim, sem fjárl. hafa tekið í deildinni. Fjögur önnur mál voru á dagskrá, en þeim var frestað, því fundi var slitiö kl. 7 síðdegis. í Nd. var að eins 3 klst. fundur. Þar var frv. Bjarna frá Vogi, um mannanöfn, samþ. til 3. umr. með 16:10 atkv. Unxr. urðu talsverð- ar og allfjörugar með köflum. Frv. um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis (frá 1915) var samþ. til 3. umr. Um frv. unx sérleyfi handa Otto B. Arnar o. fl„ til ^ð reka útvarp (broadcasting) á íslandi, var byrj- að á 2. umr, en varð eigi lokið, og umr. frestað. Sex mál önnur voru tekin út af dagskrá og frestað, þar á meðal frv. um varalögreglu. □ KDDA5925527 — (iaugard. fyrirl.*. Br.‘. L.\ P.\ Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 4 st„ Vestmannaeyjum 5, ísafirði 4, Akureysi 8, Seyðisfirði 4, Grinda- vík 5, Stykkishólmi 5, Grímsstöð- um 2, Raufarhöfn 2, Hólum í Hornafirði 5, Þórshöfn í Færeyjum 6, Kaupmannahöfn 9, Utsire 6, Tynemouth 6, Leirvík 5, Jan Mayen 1 St. — Loftvog lægst við Vesturland. — Veðurspá: Suð- j austlæg átt. Skúrir á suðvestur- landi. | , Adam Poulsen j lék i síðasta sinni i gærkveldi við í nxikla aðsókn, og var alúðlega fagixað að vanda. Að leikslokum bauð hann leiköndum hressingu, j flutti þeim lofsamlega ræðn, en frú Nýtískn dömutöskur Manicure-, ferða- og toilet-etui, buddur og seðlaveski, skjalamöpp- ur, barnatöskur 0. fl., 0. fl. ný- komið. Lægst verð, sem hér þekk- ist. — LEÐURV ÖRUDEILD HLJÓÐFÆRAHÚSSINS. Stefanía Guðmundsdóttir svaraði og afhenti hr. Poulsen vandaðan, útskorinn ask, til minningar um samvinnuna við Leikfélagið. Eftir það skemti leikfólkið sér við söng og annan gleðskap fram yfir mið- nætti. Vísir er sex síður í dag. Botnvörpungamir tveir, sem Fylla tók, voru dæmdir til þess að greiða 2000 ’ kr. hvor (hlerasekt). — FB. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá Tótu, 5 kr. frá Soffíu, 5 kr. frá B. H., 5 kr. frá H. N„ 4 kr. frá N. N„ 5 kr. frá F„ 15 kr. frá B. S„ 6 kr. frá G. G„ 3 kr. frá K. E„ 5 kr. frá B. H. H. Gengi erl. myntar í morgun. Sterlingspund ..... — kr. 26.85 100 kr. danskar.......— 103.11 100 — sænskar ..........— 148.48 100 — norskar ...—• 90.94 Dollar ................. — 5-50 Prófum er lokið í Vélstjóraskólanum, Kennara- skólanum og Verslunarskólanum. Botnia fer héðan kl. 12 í kveld. Meðal farþega verða : Præfectus Meulen- berg, Geir Thorsteinsson, Pétur Ólafsson, sira Friðrik A. Friðriks- son, Buch skrifstofustj., frú Lys Thoroddsen, Friðrik Bjarnason og frú hans, Gunnar Einarsson kaup- nxaður, frú Irsa Stefánsson, ung- frúrnar: Sigríður Helgadóttir, Anna Jónsdóttir og Sesselja Sig- urðardóttir. Þegnskaparvinnan á íþróttavellinum var svo vel sótt í gærkveldi, að sjálft æfinga- rvæðið varð hreinsað og lagfært, eins og þarf, og hefjast æfingar í kveld, eins og ráðgert var. Háustrigningar verða leiknar á sunnudaginn kl. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.