Vísir - 01.05.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 01.05.1925, Blaðsíða 4
VÍSIR Föstudaginn, 1. maí |I925.' Verd aðeins kr. 130. Fyrirliggjandi: Mikið úrval af eldavélllin, emailleruðum og svörtum, ofnum og steyptum ofnrörum. •* 1 Verðið hvergi Iægra. Helgi Magnússon & Co. er viðurket af Efuarann- sóknarstofu ríkisins, sem algjörlega óskaðlegt fyrir þvottinn. Það slilur ekk tauin og gerir þvottinn ekki gulan eða blakkan. Notið eingöngu PERSIL til þvotta og haf* ið ekkert saman við það, þá verður þvotturinn altaf mjallahvít- ur og tauið slitnar ekki við þvottinn. PERSIL fæst alstaðar. Varist cftirJíkingar. — Vorðið lækkað. Mest úrval á landinn af: Klukkum, Úrum, vel aftrektum. Reiðhjólum og alt þeim til- heyrandi. B. H. saumavélum. Alskonar silfurborðbúnaði. Að ógleymdum trúlofunar hringunum. Sent út um alt land gegn ---------------------— póstkröfu. ----------------—------ Sigurþór Jónsson, Aðalstræti 9. Sími 341. Hf. MJALLHVÍT Gufuþvottahús. — Vesturgötu 20 Afgr. opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. til kl. 6 e. h. Síml 1401. Minningarorð um porleif Guðmundsson. Vegna ýmsra anna hefi eg ekki, fyrr en þetta, getað minst porleifs lieitins Guðmundssonar, ráðsmanns á Vífilsstöðum. En með þessum fáu línum vil eg aðeins minnast dvalar lians hér, sem starfandi manns, í þessu litla sveitarfélagi okkar, Garðahrepp. pess er sjaldan nægilega minst eða þakkað, hvað framtakssamir og brautryðjandi menn gera, á hvaða sviði, sem er; þeir styðja þjóðar- búskapinn, veita atvinnu og bera .niklar skyldur og skatta, til stuðn- ings heildinni, en þeir gera líka eitt, sem er máske það heilladrýgsta, fyr- ir það sveitarfélag, sem nýtur þeirra, og lengra frá sér. J7að er fyrirmynd- in. pó að hugsunarhátturinn sé á lágu stigi hér hjá okkur íslending- um víða, og sumir segi, þeir gera þetta fyrir sig, þeir hafa efni á því, við getum það ekki, þá er svo guði fyrir að þakka, að ennþá eru til margir menn, sem trúa á sjálfa sig, vilja berjast við örðugleikana og taka sér fyrirmyndir framtakssömu mannanna til stuðnings og eftir- breytni, því að dugnaður og áhugi ryrir hverju einu, hefir miklu meira að segja til framkvæmda en pen- ingar. porleifur heitinn var einn af þess- um mönnum. Hann tók við bústjórn á Vífilsstöðum 1916. Fyrstu árin fór hann fremur hægt og gætilega af stað með jarðræktina, jarðveg- rrinn kringum Vífilsstaði var held- ur ekki árennilegur til túngræðslu, en alt heppnaðist vel, enda var starf- að með áhuga og hyggindum á hverju sviði. En síðari 4 árin voru stór spor stígin í ræktun og fram- kvæmdum, stærri en áður höfðu þekkst hér á landi, og eg er viss um með minni tilkostnaði en nokk- ur getur gert sér í hugarlund, með annað eins stórvirki. En porleifur var í því sem öðru, sérstakur mað- ur að stjórna vinnu með nákvæmri fyrirhyggju. porleifur Guðmundsson var mjög bjartsýnn á alt, er að jarðrækt laut, og mátti vera það af eigin reynslu, enda var hann mjög gramur og stundum harðorðum við okkur sveit- unga sína. Eg man, að hann sagði eitt sinn við mig eitthvað á þessa leið: pið sem aðallega lifið á því að framleiða mjólk, gerið ekkert eða lítið að því, að stækka eða rækta túnin, en kaupið útlendan fóðurbæti fyrir Vs af því, sem kýrin gefur af sér, í staðinn fyrir að léggja helm- inginn af þeirri upphæð í að auka og bæta túnin ykkar. pið eigin eng- an tilverurétt, þið eruð andlega og líkamlega volaðir aumingjar, sem ekki getið lifað á 20. öldinni. J?ið hefðuð átt að lifa á fyrri tímum, þá gátuð þið máske talist með mönnum. — Með þannig löguðum orðum og öðrum, reyndi hann oft að vekja menn til framtakssemi og áhuga fyrir ræktun, og um leið til meiri vellíðanar í sveitarfélaginu. Eg kom oft til p. G.{ og hafði jafnan af bendingum og fram- kvæmdum hans góðan stuðning, enda hafði hann sérstaklega góðan vilja og huga á að leiðbeina, segja frá hvernig sér hefði reynst þetta og þetta, og hvað komið hefði sér að góðu haldi. Eg fyrir mitt leyti, og eg veit, að allir Garðhreppingar og ná- grannar porleifs heitins, geyma minningu hans í hlýjum huga, og reyna að láta heitustu ósk hans ræt- ast í þessari sveit, að þessir litlu móa- og mýrablettir, sem liggja kringum bæina hér, verði ræktaðir og líti út eins og hann var búinn að hugsa sér þá, jafnhliða Vífils- staða stóryrkjunni, sem mun kom- ast í það horf, sem hann hefir lagt grundvöllinn undir, og geymir minn- ingu hans langt fram til komandi kynslóða. Setbergi, 19. apríl 1925, Jóh. J. Reykdal. Frá Alþingi í fyrradag. Ed. samþykti til 2. umr. og í nefnd frv. um breyting á lögum um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra. Síöan hófst 2. umr. um frv. til fjárlaga fyrir áriíS 1926, og stóö til miönættis, en var þá frestað; heldur umræöum áfram í dag. Nd. 1. mál þar var frv. um af- nám laga 20. júní 1923, um breyt- ing á lögum 10 nóv. 1913 (herpi- nótaveiði), og urðu allkappsfullar umræður um þetta frv., sem aðal- lega er borið fram vegna þess, að síldveiða-útgerðarmenn telja lög þessi vera til hnekkis atvinnu þeirra. En þm. Skagfirðinga börð- ust móti frv., og töldu þessi lög næstum vera lífsnauðsyn Skagfirð- ingum. Kom fram till. frá Þórarni á Hjaltabakka, um aS vísa málinu frá, meS þaS fyrir augurn, aS stjórnin tæki öll slík heimildarlög til athugunar, en till. var feld, en frv. um afnám laganna samþykt og afgr. til Ed. • Um næsta mál, frv. um vatns- orku-sérleyfi, urSu ítarlegar umr., sem lauk meS því aS frv, var samþ. meS nokkruríi breytingum og af- greitt til Ed. Fjögur önnur’mál voru tekin út af dagskrá í fundarlok (kl, 7 síSd.) Sigrid Undset -—x—■ Enginn höfundur á NorSurlönd- um hefir á jafnskömmum tíma náS annari eins útbreiSslu og vinsæld- um og Sigrid Undset. Bækur henn- ar eru prentaSar í tugum þúsunda á öllum NorSurlöndum, og auk þess þýddar á tungur flestra menn- ingarþjóSa. ÞaS, sem mest ein- kennir bækur hennar> er hin djúp- sæja þekking á sögu og menning- arástandi þeirra tíma, er frásögur hennar greina frá, og skarpar og ljósar mannlýsingar. Hún er al- ment álitin miklu fremri þeim höf* undum, er hin síSari árin hafa hlotiS Nóbels bókmentaverSlaun. — Sigrid Undset hefir numiS ís- lensku og tekið sér yrkisefni úr íslenskum sögum og æfintýrum. Hún hefir nú í smíSum skáldrit úí sögu GuSmundar biskups góSa. —• Aschehougs bókaverslun í Osló er nú byrjuS á heildar-útgáfu af rit- um hennar og er tekiS á móti á- skriftum í bókaverslun GuSm. Gamalielssonar, símar 263 og 265.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.