Vísir


Vísir - 24.12.1927, Qupperneq 6

Vísir - 24.12.1927, Qupperneq 6
VÍSIR ínu í Hólkoti. Hún er roskin tkkja, í töluveröum álnum, og mér var ekki grunlaust um, aö hún heíði eitthvað litið til mín hýru auga, síðan maðurinn hennar sál- aðist. — Þegar eg var búinn að borða mig saddan og jaína mig, tók eg spóninn úr vasa mínum og fór að skoða hann og fægja. — jafetína sat andspænis mér á rúm- mu sínu og hafði ekki augun af mér og spæninum. Datt þá í mig að segja við hana rétt si-sona: Þetta er síðasti nautshyrningurinn, sem eg hefi smíðað (auðvitað skrökvaði eg því) og líklega sá langfallegasti. — Svo dró eg ann- að augað í pung, en skotraði hinu á hana og bætti við: Eg smíðaði haun nú eiginlega handa þér, Ja- fetína, og hjarta mitt sagði mér, að eg skyldi grafa á hann þrjú alkunn og látlaus orð. Síðan rétti eg henni spóninn. Hún dáðist mjög að honum, brá honum hvað eftir annað í munn sér og sagði, að altaf væri listaverkin auðþekt frá handverkinu. Mér hitnaði öllum innvortis, þegar hún sagði þetta, því að það er ekki svo oft, sem snillingamir fá viðurkenningu. — En hvað heldurðu að svo hafi skeð? — Hún var þá bara fluglæs á höfðaletur og dreyrroðnaði nið- ur á bringu, undir eins og hún leit á það. — Með eldingarhraða var hún flogin í fangið á mér, og cg held, þó að eg segi sjálfur frá, að ekki hafi verið nein sérstök elli- mörk á ástum okkar næstu mín- úturnar. — Þvílík faðmlög, dreng- ur! — Og núna á þorraþrælinn ætlum við að giftast, ef guð lof- ar, því að þá verður hún nákværn- lega fimmtíu og níu ,ísak hallaðist út af á koddann og eg spurði með hægð, hvort Jjpnn hefði nú ekki lyst á svolitl- um magálsbita. — Hann neitaði því harðlega, en þó sá eg ekki betur en að hann kyngdi munn- vatni sínu nokkuru örara. — Litlu síðar sagði hann: „Eg held að eg komi engu niður, en eg er að vona, að góður guð gefi mér matarlyst- ina, þegar á daginn líður.“ Eg fór að tygja mig í húsin. fsak lá hræringarlaus í rúminu, en áður en eg fór, l>auðst hann til að reyna að matbúa handa okkur meðan eg væri úti. Eg tók því þakksamlega. —o— Eg var lengi í húsunum og kom ekki_aftur fyrr en birtu var tekið að bregða. — ísak virtist nú heill heilsu og var hinn kátasti. Eg veitti þvi athygli, að annar mag- állinn var horfinn. Hann hafði bú- ið til hnausþykkar lummur, ósköp- in .öll, og stærðar pottkaka var fcomin í glóðina. Hann spurði eftir laufabrauði og kleinum, en hvor- ugt var til, og lét hann það gott heita, sagði sem satt var, að ekki væri hægt að ætlast til þess, að eg hefði staðið í bakstri. — Hann var állur á hjólum og undur-blíð- ur, kallaði mig elsku Steina sinn og talaði ósköpin öll um gæfu- spóninn, Jafetínu og ástina. f . búrkistu fóstru minnar var mikið af kertum, sem hún hafði steypt um haustið. Við báruni ]>au inn og kveiktum. Að þvi búnu þvoði eg mér og hafði fataskifti. ísak hafði þvegið sér áður en eg kom, en nú kembdi hann sér af miklum dugnaði. — Eg þóttist all- vel búinn, er eg hafði troðist í fermingarfötin, en þau .stóðu mér nú svo meinlega á beini, að saum- ur snrakk við hverja hreyfingu. — Við sátum hljóðir hvor á móti öðrum og biðum þess, að hátíðin gengi í garð. — Eg veit ekki með vissu, hvað ísak hugsaði á þessum augnablikum, en mér var þungt um h’artaræturnar. í þessu lága hreysi hafði eg lifað mörg „gleði- leg iól“. — Mér var ljóst, að þetta mundu verða síðustu jólin mín í Hvammshlíð. Gamla klukkan á veggnum sló sex högg. Jólin voru gengin í garð. CLEÐILEG JÓL! Tóbaksverslun íslands h.f, CLEÐILEC JÓL! Cuðni Jónsson, úrsmiður, Austurstræti I. GLEÐILEC JÓL! Jón Djörnsson 6r Co. F'ólkið á Lœk. Jólasaga eftir Axel Thorsteinson. Á Þorláksmessu, tæpum áratug eftir aldamót, voru miklar manna- ferðir í Tunguhéraði. Frost var og heiðríkja og auð jörð að kalla. Reiðfæri var gott og allar ár á ís. í afturelding hafði verið lagt á hesta á flestum bæjum i héraðinu, en kveldinu áður hafði víða verið skaflajárnað. Og í birting var af stað haldið, ekki vegna þess hvað dagurinn var stuttur, því héldist heiðviðrið, eins og útlit var á, þá var sama hvort heim var þeyst á íiótt eða degi. Og víst hlakkaði í sumum gömlu mönnunum, að spretta úr spori á heimleið, hýrir af erfidrykkjubrennivíninu. Stök- ur og fyndin orð myndu fljúga af vörunt. Svell og vötn ogfjöllsveip- uð glitrandi skikkju tunglskins og norðurljósa myittli'alt vekja skáld- legar kendir í hugunum. En það voru ekki eingöngu ferðalags- hugsanir í hugum manna. Öðru nær. En þær slæddust svona með. í brjóstum flestra, einkum gamla iólksins, var eins og dálítið hefði þrengst um hjartað. Því hún Þuríður á Læk var horfin úr hópn- um, og í dag átti hún að fara síð- ustu ferðina, um þverbak, í hvílu- staðinn hinsta í kirkjugarðiniun í Holti. Hennar kall var komið, sögðu gömlu konurnar, og báru svuntuhomið upp að auganu. Og angurværar hugsanir um þessi fáu, óstignu spor sjálfra þeirra vöktu klökkva í brjósti. Og görnlu ínennirnir mintust líka Þuríðar á Læk, og fleiri en einn hugsuðu langt aftur í tímann, þegar I>uríð- ur var blómlegasta heimasætan í héraðinu, og hafði biðil á hverjum fingri, en tók sanit snauðum, en inannvænlegum pilti, komst í ósátt við fólk sitt og tók aldrei eyrisvirði af ættarfé sínu fyrir þær sakir, og hóf einyrkjabúskap með piltinum sínum á Læk, ör- litlu rýrðarkoti. Og svo hafði hver áratugurinn liðið á fætur öðrum. Börnunum fjölgaði, en efnin voru altaf smá. En Þuríður hélt allri virðingu sinni eins og lyrr. Há var hún vexti, og dökk- hærð og grannvaxin lengst af æf- innar. Göfgi var í öllum svip hennar og gangur hennar prúð- mannlegur. Engum gat dulist, að einyrkjakonan á Læk var höfðingi í lund, sem hélt fast á rétti sín- um, en vildi öllum gott gera og ' langt um efni fram. Og hann Þórður sómdi sér vel við hlið hennar. Hann komst í hreppsnefnd og hann varð oddviti. Og gangna- kóngur var hann á hverju hausti. Og það var haft á orði urn hann, að gott væri ráð til hans að sækja. Börnin þeirra voru mannvænleg. Hún Anna var elst og lík móður sinni. Hún var gefin efna-bónda, sem hafði numið trésmíðar, en þau fóru vestur um haf. Og svo fóru synirnir báðir, sem voru hag- leiksmenn á tré og járn, vestur um haf á eftir þeim. Þá var að- eins yngsta barnið eftir, dóttir, sem var heitin eftir móður sinni. Hún var ljós yfirlitum og lik föð- ur sínum hið ytra, en móður sinni hið innra. Hana dreymdi víst sína drauma, dóttur einyrkjans. Frænd- fólkið vestra vildi fá hana til sín, eti — heima var nú svo mörgu að sinna, er hún óx upp; móðir henn- ar við rúmið seinustu tvö árin, og íaðir hennar útslitinn og gigtveik- ur. En hún var kyr á Læk, hjá íoreldrum sínurn, hún Þuríður, og gekk að öllum verkum með föður sínum, þær stundirnar, sem hún gat farið frá móður sinni. En þær voru fáar sumarið, sem nú var lið- ið, og haustið. Þuríður gamla, móðir hennar, gat þá ekki reist sig upp lengur, þótt hún tæki báð- um höndum í léttann. Dóttir henn- ar varð að mata hana og hirða að öllu leyti, en aldrei kom æðru- orð yfir varir hennar. Það sagöi líka enginn annað, en að það væri sómafólk og virðingar, sem byggi á Læk, og margur óðalsbóndason- urinn mundi glaður hafa riðið á brott með Þuríði sem brúði. En þeir leituðu ekki til hennar í bón- orðserindum, — húu varð að sinna köllun sinni, þangað til gamla kon-. an fengi hvíldina. Það v^r því ekkert kjmlegt, þótt hópar manna riði niður að Læk þessa Þorláksmessu. Því þótt eng- inn veraldlegur auður væri fyrir á Læk, þá var þar fyrir annað og betra, sem hafði heillað hjörtu hér- aðsbúa, vakið samúð þeirra allra: góðar, grandvarar og guðhræddar manneskjur, sein verið höfðu öðr- um fyrirmynd með líferni sínu. Þeir riðu allgeyst um héraðið, hóparnir, en það var eins og menn hægðu ósjálfrátt á sér, þegar kom- ið var heim undir Læk. Og síð- asta áfangann riðu menn hljóðir og íóru aðeins fetið. Og þegar heim á tún var komið, fóru menn sér að engu óðslega. Karlmenn- irnir sprettu af og fóru sér hægt og dunduðu svona eitthvað úti við. Karlarnir röbbuðu saman í hálfum liljóðum og börðu utan baukana, en konur þeirra struku höndunum upp og ofan um svuntur sínar, oft og mörgum sinnum. Svo fóru þær að smátínast inn til Þuríðar og Þórðar. Karlmennirnir dokuðu enn dálitla stund útivið. Svo kom presturinn, á þeim moldótta, Jarð- arfarar-MoIda, eins og hann var kallaður, því presturinn reið hon- um altaf í slíkum ferðum, en sjald- an endranær. Presturinn heilsaði hændum, en fór bráðlega inn, og fóru þá hinir að síga inn; fyrst einn og einn, svo fleiri saman, en ekki komust þeir allir inn, því húsakynnin voru þröng. Á miðju baðstofugólfinu var kistan, sem Þuríður hvíldi í, og var kistan smíðisgripur Þórðar sjálfs. Sálmur var sunginn og hús- kveðja flutt, lesið „Faðir vor“ og aftur sunginn sálmur. Það, sem presturinn sagði var alt slétt og felt, en einhvern veginn var ekki ylur í því, fanst Þórði., En hann hafði líka elskað lAiríði svo heitt, að það var ekki von, að nokkur prestur gæti vakið hlýjari kendir í hug hans en fyrir voru. Því Þur- íður hafði gert svo bjart í kring- um hann. Minningin um hana var eins og birtan frá jólastjörnunni, birta eilifrar ástar. Söngurinn dó og glugginn var sleginn út. Hestar Þórðar stóðu tygjaðir á hlaði, einn með hnakk, annar með söðli, bogalausum, er gamla konan hafði átt, en nú dótt- ir hennar, og sá þriðji með reið- ing. Og á hann var kistan reyrð um þverbak. En á meðan kistan var út tekin, stóðu allir berhöfð- aðir og lutu höfði. Þórður lagöi fyrstur af stað og teymdi sjálfur, en Þuríður dóttir hans fór næst kistunni, þá prestur- inn, og svo hver af öðriím. Og svo var áfram haldið, um frosnar mýr- ar og mela og ísi lagðar ár, að hinsta hvílustaðnum í Holti. Á heimleiðinni sprettu margir úr spori, en sumir ræddu þó um, að ekki væri vert að reyna gæðingana ,.í svona ferðalagi". Kvöld var komið, er allir voru aftur komnir í'.ð Læk. Þar var vel veitt, eins og á ríkismanns heimili væri, hangikjöt og kartöflur. Brennivín veitti Þórður og, en í hófi. Eigin- lega var honum það fjarri skapi, en héraðssiðnum vildi hann fylgja. En um miðnætti voru allir af stað íarnir, sumir allvel hreifir, því inargir þeirra höfðu sjálfir haft glas upp á vasann. Og nú var þeyst og sungið. Það dundi í svell- um og fellum. Sumir kváðu við raust, en fleiri riðu þögulir. Heima á I^æk voru þau Þórður og dóttir hans, bæði að verkum. Hún inni við, hann í peningshús- um. Honum þótti vissara að ganga í öll hús, af því annar hafði gefið skcpnunum um kvöldið. En er hann hafði fullvissað sig um, að skepnurnar hefði fengið fylli sína af heyi og vatni, þá hélt hann heim í baðstofu. Þá var Þuríður háttuð. Hann settist á rúmstokk- ínn hjá henni og tók i hendina, sem, hvíldi ofan á sænginni. Hönd hans var eins og kræklótt grein, óinjúk og stirð, en þegar hún lagð- ist.um smáu, en sterklegu dóttur- höndina, gat Þuríður ekki lengur haldið aftur af táraflóðinu; hútt: hafði líka borið sig eins og hetja allan daginn. Tár, hagli lík, komu' fram í augu einyrkjans. Hann vildí' svo feginn hugga hana, en hanrt: fann engin orð. En þeim var báð- um svölun í að sitja svona. Loks seig svefn á augu Þuríðar. Þá drúpti gamli einyrkinn höfði og byrgöi andlitið í höndum sínum, Einhvern veginn -var Ijúfast að sitja þarna. Og Tryggur gamlt kom og lagði löppina á hné hans.- Og kræklótt höndin lagðist á kolí seppa. Þau höfðu öll mist svo mik- ið. Því hver getur mist meira eit þeir, sem horfa á eftir ástvini og tryggum félaga, yfir landamæríit miklu? Þannig sat einyrkinn ennj, er lýsti af degi. Nýr dagur var ris- inn, ný verk þurfti að vinna, líf- inu varð að lifa, og altaf reis þó' sól af nýju, þó sarni dagurinn kæmi aldrei aftur. Það ætlaði þá að verða fram- hald á hreinviðrinu. 1 kvöld, að' loknu verki, fanst honum, gæti hann kanske betur huggað dóttur sína og hún kanske hann. Nú værí þau ein og gæti hvilst og minst. Það yrði svo friðarríkt, þegar degí hallaði og kveld væri komið. Þur- íður myndi lesa fyrir liann, uiff jólabarnið, vitringana og stjörn- urnar, því nú voru jólin að korna, Blessuð jólin!

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.