Vísir - 24.12.1927, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1927, Blaðsíða 12
Laugardagitifí 24. des. 1927. VÍSIR GLEÐILEC JÓL! l/ersl. Björn Kristjánsson. VERZLVN BEN. S. pÓRARINSSONAR óskar öllum viÖsi(ijtavinum smum , GLEÐILECRA JÓLA! m CLEÐILEG JÓL! Vv- g GLEÐ/LEC RA JÓLA OG NÝÁRS ó$l(ar öllum Verslun G. Zoéga. GLEÐILEGRA JÓLA óskum viS öllum okkar viSskiftavinum. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. GLEÐILEG RA JÓLA óska eg öllum viSskiftavinum mínum nœr og fjœr. jes Zimsen. GLEÐILEGRA JÓLA ósfta eg öllum viSskiftavmum. O. EUingsen. * GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum mtnum mörgu viSsl?iftauinum. GuSm. B.Vikar. CLEÐl LEGRA JÓLA óskar öllum viSsI?iftaVÍnum s'mum Skóverslun Lárus G. LúSvígsson EKll! Í.™. ÍB)) IMarmH & OiLsiai (( heima hjá föður mínum, Indriða Jónssyni, sem bjó síðustu 30 ár æfi sinnar rausnarbúi á Ytriey á Skagaströnd í Húnavatnssýslu. —o— Mó'öur mína rnisti eg' þegar eg \ar 4 ára. Ólst eg því upp hjá föð- ur mínum, ásamt sjö systkin- um rnínum, sem kornust til full- oröins ára. Eldri systkini mín tindust i burtu smátt og smátt, líkast til af því, a'ð þeim hefir ekki likaö við ráðskonuna, en við tvær, sem yngstar vorum, dvöldum lengst heima og nutum mestrar umönnunar föður okkar, því hann var ljúfmenni hið mesta í öllu dagfari. En þrátt fyrir atlot hans og blíðu þótti okkur oft skamm- degið heldur kalt og dirnt. Það var því ckki að furða, þó við hlökkuðum til jólanna, enda gá.t- unt við ekki sofið af tilhlökkun seinni part nætur síðustu vikuna fyrir jólin, og vöktum við pabba okkar með gauraganginum, þvi við sváfúm báðar hjá honum. A Þorláksmessu var byrjað að Jóða jólanratinn, búa til laufa- brauðið, en það var hveitikökur, al!ar út-rósaðar, og sumar með stöfum þeirra, sem áttu að njóta, og fengum 'við stelpurnar vinnu við að punta þær; var það okkar mesta gleði. Á aðfangadaginn var byrjað á að búa til kaffibrauðið, scm var vanalega lummur, vöfflur og efilskífur. Klukkan 3 á að- fangadag var borðaður jólagraut- ur, sem kallað var. Var það mjólk- urgrautur, með rúsínum, og þótti okkur milcið til hans koma, því svoleiðis grautur var aldrei búinn tii nema á jólunum. Þar næst fór ráðskonan með okkur í fjósið, til að þvo okkur hátt og lágt, og var það með nokkuð öðrum hætti en nú gerist, og mundi þykja sóða- legt á þessum tímum, því kýmar voru látnar leggja til sápuna. Þóttu slík höfuðböð óbrigðul til þess að auka hárvöxtinn. Sápan þótti líka of dýr i þá daga, en auðvitað var höfuðið skolað úr vatni á eftir. Síðan klæddi hún okkur i hátíða- fötin. Fengum við þá eitthvað nýtt til að fara í, svo að við íærum ekki í Jólaköttinn. Eg tala nú ekki um íslensku, hvítbrydduðu sauð- skinnsskóna og leppana, sem við sjálfar prjónuðum. Skórnir þóttu hreinasta þing, — búnir til af lag- hentustu vinnukonunni. Þegar inn kom úr fjósinu, var alt til reiðu; óvanalega vel skrúf- að upp í lampanum, kökumar komnar á borðið og kafíið heitt, 4 potta brennivínskúturinn kominn í rúmshornið hans pabba, — því þó að hann væri ekki drykkjumað- ur sjálfur, þá hafði hann alla tíð brennivín á kútnum, til að gefa kunningjum sínum. Eg man eftir einu sinni, að mér varð hált á að totta kútinn, sem í það sinn var tómur. Eg vakti þá yfir vellinum og var kalt, svo eg hitaði mjólk og Iét í kútinn og drakk svo úr honum. En eg varð fárveik af öllu saman. Þegar búið var nú að clrekka kaffið og gefa þeim í staup- inu sem það vildu, og við stelp- urnar búnar að tina rúsínurnar úr efilskífunum og telja gluggana á vöfflunum, var byrjað á að lesa húslesturinn; þennan langa Jóns- bókar-lestur, sem stóð oft yfir í 2—3 tíma með söngnum.' Áttum Gleðilegra jóla óskum við öllum. Sykui* fypipliggjandi t Mok- og stransyknr ódýrarl en dagsverO erlendls. A. ObenhHnpt, CLEÐILEG JÓL! Smjörlíkisgerðin Ásgarður. GLEÐILEG J Ó L< Verstun Egill Jacobsen. CLEÐILEGRA JÓLA og góðs komandi árs, óskar öllum stnum viSskiftavinum Sig. B. Runólfsson. við að vera stiltar á meðan, því pabbi ætlaði að spyrja okkur út úr guðspjallinu. En heldur var það lítið sem við mundum. Að þessu loknu var byrjað að skamta hátíðamatinn, og gefa öllum stór tólgarkerti, sem vcrtm sett í flösk- ur eða kertasjaka við hvert rúm. Svo komu laufakökurnar 3 á hvern disk, hálfur súr magáll, hálfur bringukollur súr, og heill súr lundabaggi, pottkökusneið og smjörbiti. Að máltíðinni lokinni bvrjaði fólk að skeggræða; segja ýmsar andlegar sögur, — því nú mátti ekki segja draugasögur eða spila gosa, þó einhvern langaði (il þess; það var álitin synd. Við stelpurnar vorum orðnar þreyttar á að vera stiltar alt kvöldið, svo að við fórum í fyrra lagi að hátta, og lét pabbi okkur lesa fleiri bæn- ir en vanalegt var. Voru það jóla- sálmar, sem hann hafði ort sjálf- ur, þvi hann var vel hagorður. En aldrei lærði eg þá, því að við lás- um þá aðeins á jólunum. Jóladagsmorguninn heilsaði okk- ur með kaffi og kökum. Svo fór fólkið að búa sig til kirkju. Ein stúlka átti að passa, að við létum ekki illa um messutímann. Þegar fólkið kemur heirn, er byrjað á að drekka kaffi og heitar lummur, sem sú bakaði, er heima « var um daginn. Að því loknu byrj- aði fólk aö skemta sér eftir vild; spila, tefla o. fl. Klukkan 9 um kveldið kom aðalhátíðamaturinn, sem var borircn inn í stórum trog- um eða byttum, og pabbi og hús- freyja byrja aö skamta á stóra diska eða trédalla. Fór þá að lyft- ast brúnin á ílestum, því matur- inn var aðaíjólagjöfin. Það, sem skamtað var, var hangikjötslæri handa karlmanninum, bringukoll- ur og partur af sauðarsíðu, mikið af lundabagga, hálfur magáll, tvær stórar pottkökusneiðar og stór smjörbiti. Sama skamt fékk hven- maðurinn, nema lítið eitt minna af hverri tegund. — Eg man eftir að svipaður matur var skamtaður á sumardaginn fyrsta; — faðir minn hafði miklíar mætur á þeim degi. — Þennan. mat átti fólkið kanske heila viku eða lengur. — Eg spurði pabba eitt sinn hvað bann slátraði mörgum kindum til hátíða, — vanalega var margt fólk hjá okkur, — og gaf hann mér ekkert út á það. — An.nar dagur jóla var líkur sunnudegi, nema hvað nágrannafólkið kom þá að skemta sér, og var þá farið í ýmsa leiki og spilað, og skemti fólk sér hiö besta. — Þar meö var jóla- gleöin á enda. Sigurlaug, Indriðadóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.