Vísir - 25.06.1930, Side 3

Vísir - 25.06.1930, Side 3
VISIR 3 hér á landi. Þeir höfðu ríkar gætur á þvi, hvernig aðrir sendimenn Hákonar konnngs, er hann sendi hingað oft, ef til vill árlega, síðustu 20 ár lýðríkis- tímans, ræki erindi konungs.' Og þeir fylgdust líka nákvæmlega með starfsemi íslensku höfðingjanna, sem konungur hafði náð tangarliáldi á, í þágu kon- ungs, og skýrðu honum svo jafnan frá því, hvernig þeir færi með erindum lians. íslensku Iiöfðingj- arnir áttu lengst um í ófriði sín á milii og vóg- ust á. Gizur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi drápu niður Sighvat Sturluson og 4 sonu lians á Örlygs- stöðum, og Snorra Sturluson lét Gizur drepa 1241, eftir boði Hákonar gamla Noregskonungs. Síðan fer Gizur utan á konungs fund og gerist heitbund- inn konungi um að koma landinu undir hann. Hafði konungur nú tekið þann upp, að stefna utan á fund sinn íslenskum höfðingjum. Gerði hann sér þá og flesta handgengna, enda höfðu þeir Gizur Þorvalds- son, Þórður kakali og Þorgils skarði allir svarið konungi eiða og heitbundist um það að koma land- inu undir hann. En þó brugðust þcir komingi, nema Þorgils, sem virðist bafa verið honum alveg trúr. íslensku höfðingj arnir fengu konungi goðorð sin í hendur, en tóku þau svo að léni af honum aftur, eins og Oddaverjar 1251. 1258 gaf konungur Gizuri Þorvaldssyni jarlsnafn, skipaði hann yfir mikinn hluta Iands, og kom hann þá út. En eigi gerði hann neitt til þess að vinna landsmenn á mál konungs. 1260 sendi Ilákon konungur trúnaðarmenn sína og lét þá beinlínis bera upp á Alþingi tilmæli sin til íslendinga um það, að þeir gengist undir skattgjald og þegnskyldu við hann. En því var synjað, og kendu konungsmenn Gizuri um. Árið eftir sendi konungur hingað út Hallvarð gullskó, hirðmann sinn, og átti liann að reka smiðshöggið á mál kon- ungs. Hefir Gizuri nú verið hótað hörðu, ef erindi Hallvarðs gengi eigi fram. í annan stað náði Ilall- varður Hrafni Oddssyni, sem var mestur maður á. Vesturlandi, á sitt band, og gengu nú allar þær sveitir landsins, sem Gizur og Hrafn Oddsson réðu fyrir (Vestfirðingafjórðungur, Norðlendingafjórð- ungur og Sunnlendingafjórðungur vestan Þjórsár), undir Noregs konung, sem kunnugt er. Árin næstu, 1263 og 1264, sóru höfðingjar í þeim lilutum lands- ins, sem eftir voru (Oddaverjar og Austfirðingar) konungi trúnaðareiða. Með þeim liætti lagðist íslenska lýðríkið niður og landið komst undir erlenda þjóðliöfðingja. II. Tímabilið 1262—1662. 1. Islendingar liöfðu gerigið Noregskonungi á hönd með ýmsum skilyrðum. Þeir hétu honurn og örfum hans trúnaði og skatti. Skatturinn var sið- ar 20 álnir, og skyldi hver búandi maður, sem átti skuldlaust liundrað á landsvísu á liverja mann- eskju, er liann átti að færa fram, gjalda skatt. Og einhleypir menn og ómagalausir áttu að gjalda skatt, ef þeir áttu 10 hundruð á landsvísu skuldlaust. Helmingur skattsins gekk í þingfararkaup til sýslu- manna, er svo áttu að gjalda lögréttumönnum þókn- un fyrir þingför þeirra þar af. Síðar, með lögbók- unum Járnsíðu, sem lögtekin var 1271—1273, og Jónsbók, sem lögtekin var 1281 og gilti siðan að flestu leyti margar aldir, undirgengust landsmenn að gjalda konungi þegngildi fyrir mannvíg og sekt- • ir fgrir flest refsiverð brot. Komust með þeim hætti stóreignir undir konungsvaldið. Og er þaðan upp- haf jarðeigna konungsvaldsins hér á landi, sem sið- ar voru margar aldir seldar einstökum mönnum á leigu, ásamt klaustraeignunum, sem konungsvald- ið sölsaði nndir sig á siðaskiftaöldinni. í móti lieitum íslendinga komu skuldbindingar konungs. Hann lofaði að láta landsmenn ná friði. 1 þess.u heiti falst það, að konungur átti að friða landið, halda uppi lögum og rétli meðal lands- manna. En þar með varð konungur æðsti vörður laga og réttar, æðsti liður þess valds, sem nú er nefnt framkvæmdarvald. Upphaflega er svo að sjá, sem enginn einn maður hafi verið skipaður yfir landið, heldur hafi tveir eða fleiri verið skipaðir yfir hluta þcss. En snemma komst þó sá háttur á, að einn maður var yfir alt land slcipaðnr, og var liann venjulega nefndur hirðstjóri fram á 16. öld, en síðar höfuðsmaður. Höfuðsmannsdæmið stóð til 1684. Hirðstjóri og höfuðsmaður var æðstur maður á landinu, og skyldi reka hér erindi konungs. Hann sá um, að aðrir embættismenn gerði skyldu sína, þar á meðal um innheimtu konungstekna af land- inu. Á 14. öld var landið stundum beinlinis selt á leigu, en síðan varð sá liáttur á, að hirðstjórar og höfuðsmenn áttu að skila gjöldunum og fengu laun fyrir starf sitt (,,reikningslén“). Þeir sátu á Bessa- stöðum, eins og kunnugt er. Ilafði Snorri Sturluson átt þá jörð, en konungur lagði hana undir sig eftir víg hans (1241), og var hún síðan i eign konungs, þar til Grímur skáld Thomsen félck hana í skiftum fyrir Belgsholt i Melasveit. Hirðstjórar voru margir islenskir menn á 14., 15. og fram á 16. öld, en eftir siðaskifti voru þeir jafnan erlendir, danskir cða norskir. Oft sátu þeir erlendis á vetrum eða jafn- vel árum saman, eins og Henrik Bjelke, sem eigi kom til landsins eftir 1662, en létu umboðsmenn sína (fógeta) fara með embætti sitt. Voru fógetar þessir sumir lítf mentir og sumir heldur misendis- menn. 2. Með framkvæmdarvaldið í einstökum hlutum landsins fóru sýslumenn. Goðorðin liurfu vitanlega úr sögunni, og þar með trúnaðarsamband það, er verið liafði milli goðorðsmanna og þingmanna þeirra. Konungur eða hirðstjóri (Iiöfuðsmaður) fjTÍr hans hönd, skipaði sýslumenn, og var þar livergi Ieitað vilja héraðsbúa. Landinu var skift í 12 þing, en eigi fór sýsluskiftingin eftir þingskift- ingunni. Sýslurnar urðu, þegar fram í sótti, miklu fleiri en þingin. I Þorskafjarðarþingi (Vestfjörð- um) eru sýslurnar t. d. orðnar 3 á 17. öld. í Múla- þingi verða þær 2 o. s. frv. Sýslumenn voru yfir- leitt ekki á föstum launum, heldur skyldi þeir hafa hluta af sektum þeim, er til féllu árlega í embættis- tíð þeirra í sýslunum eða þeir skyldi hafa tekjur af sýslunum og gjalda svo árlega ákvcðna fjárhæð eftir sýsluna. Á 17. og fram á 18. öld virðist þetta alltílt. Aðalhlutverk sýslumanna voru réttarvarsla og gjaldlieimta. Þeir áttu að hafa gæslu á því, að landslögum væri hlýtt, og að menn fengi dóm íyrir refsiverðar athafnir, svo að konungsvaldið fengi sektir fyrir þær. Eins og áður gelur, fengu sýslu- raenn sjálfir og sektir að meira eða minna leyti, og gerðust þeir þvi margir eftirgangssamir um sekt- argreiðslur og eltingasamir um smávægileg afbrot. Leiddi þcdta að sögn til þess, að sýslumenn og prófastar fyrir kirkjuna — gerðu samninga við bændur um það, að þeir skyldi árlega greiða til Sýslumanna gjald nokkurt, er nefnt var gjaftollur, en sleppa fyrir það við málarekstur út af smávfir- sjónum. Sýslumenn áttu að sjá um, að dómar gengi um mál manna í héraði og að sakamönnum væri refsað. Létu þeir því einatt taka menn af á héraðs- þingum um sveitir landsins, einkum þjófa, eins og margt er til vitnis um. Gjöld öll, svo sem skati, gjaftoll, manntalsfiska í ýmsum verstöðvum, tíundir kommgs siðar og svb sektafé alt, áttu sýslumenn að heimta fyrir konungsvaldið og standa umboðs- manni þess skil á gjöldum þessum. Gerðu sýslu- menn það fram eftir öldum um Jónsmessuleytið á Bessastöðum og síðar á Alþingi, enda var þar tek- ið að bjóða upp sýslur og lén og að krefja sýslu- menn reikningsskila og auglýsa það, ef þeir stóðu eigi í skilum. Vildi stundum verða nokkur brest- ur á því, einkum eftir liörð ár, og ef þeir höfðu tekið sýslur eða lén á leigu og undirgerigist að greiða of hátt leigugjald, sem einatt vildi verða. Oft höfðu sýslumenn lika klaustraeignir og aðrar konungs- jarðir að léni, en oft voru þessar eignir og seldar á leigu öðrum mönnum gegn ákveðnu eftirgjaldi, og var það þá á áhættu lénsinannsins, hvort jarð- irnar bygðust og hvort svo mikið gyldist eftir þær, að liann slyppi skaðlaus eða ekki. Fór svo um þetta sem uni sýslurnar, að lénsmennirnir buðu einatt of liátt „festugjald“, sem kallað var, og biðu stór- tjón af. 3. Hreppaskifting, hreppstjórn og fátækrafram- færsla fór með sama hælti að öllu verulegu, á þessu tímabili, eftir Jónsbók, sem verið liafði í fornöld, eins og áður segir. 4. Dómsvaldinu var svo fyrir komið, að í hér- aði nefndu sýslumenn dóma um mál manna á þing- um. Voru venjulega i dóma nefndir með þessum liætti 6 bændur, er svo sömdu dóm, en sýslumaður samþykti hann svo venjulega. 5. Lögsögumannsembættið livarf úr sögunni jafnskjótt sem stjórnarskipun og dómaskipun Járn- síðu og Jónsbókar komst á. En þá voru lögmannsdæmin stofnuð. í öndverðu var einn lögmaður og lögbækurnar virðast gera ráð fyrir því skipulagi. En landinu var þó bráðlega skift í tvö lögdæmi: Suður og Austurlögdæmi og Norður- og Vesturlögdæmi. Stóð svo til 1800, þegar lögmannsdæmin voru niður lögð. Lögmenn skip- aði konungur, venjulega þó samkvæmt kosningu bestu nianna landsins á Þingvelli, þar til 1696. Lög- menn voru aöallega dómendur. Þeir riðu bæði um land og nefndu dóma um inál manna, eins og sýsln- menn, og stóðu fyrir lögréttu á Alþingi, svo sem síðar greinir. Þar til 24-manna dómurinn komst á (1593 venjulega talið) mátti enginn breyta lög- mannsúrskurði, nema lconungur með ráði bestu manna. Og varð það svo í framkvæmd, að kon- ungur var æðsti dómari ásamt ríkisráðinu, fvrst liinu norska, og síðan, eftir 1536, hinu danska, þetta tímabil. Eftir 1593 varð 2)-manna dómurinn (vfir- rétturinn) áfrýjunardómstóll yfir lögmönnum og lögréttu, en dómum hans mátti svo skjóta til kon- ungs og ríkisráðs. 6. Alþingi. Það var látið haldast eftir að stjórnarskipun lög- bókanna var á koinin, þótt mikil breyting hlyti að verða á skipun þess, með því að goðorðin voru úr sögunni og þiijgið sniðið eftir norskri fyrirmynd. Fjórðungsdómarnir, fimtardómur og prestadómur og lögberg féllu og úr sögunni, enda týndist það alveg, hvar lögberg liefði verið, og er það ágrein- ingsefni enn í dag, sem kunnugt er. Eftir stóð þá einungis lögrétta. Síðar kom ijfirréttur, prestastefn- ur Skálholtsbiskupsdæmis og gestaréttur á Þing- velli. Þingið skyldi hefjast á Pétursmessu og Páls, 29. júní, og stóð svo þetta timabil. Annarhvor lög- manna setti þingið og sagði því slitið. Skyldi menn vera í griðum liver við annan í þingreið og á Þing- velli. Var þessara ákvæða enn þörf á 13. öld og lengi síðan, þvi að vigaferli og ofrikisverk voru altíð hér á landi langt fram á l(i. öld, enda lagð- ist vopnaburður almennings ekki niður með öllu t'j'rr en eftir 1600. Lögrétta. Eins og áður segir, var landinu skift í 12 þing, samkvæmt Járnsíðu og Jónsbók. Skyl'di sýslumenn nefna til þingreiðar fyrir páska skilrika bæudur í þingi liverju. Þessir meiin voru kallaðir nefndarmenn eða lögréttumenn. Eftir Járnsíðu voru menn þessir 140 að tölu. Þegar þess er gæti, áð einungis 36 þessara manna voru kvaddir til selu í lögréttu, þá er einsætt, að óþarflega rnargir voru þingreiðarskyklir, þar sem mestur liluti þeirra hafði ekkert að gera, meðan þingið stóð. Þess vegna var nefndarmönnuin fækkað i Jónsbók i 84. Siðar (1305) virðist enn bafa átt að fækka þeim um helm- ing, niður i 42, en aldrei konist sú fækkun í fram- kvæmd, því að lögréttumannatöl i Alþingisbókum 17. aldar sýna alveg óvéfengjanlega, að nefndar- menn eru þá svo margir sem .Tónsbók segir. Af nefndarmönnum þeim, sem til Alþingis áttu að koma, nefndu lögmenn sína 18 hvor, eða 36 menn alls, til setu i lögréttu. Þessa menn, 6, 12 eða jafnvel 24, þegar mestu þótti um varða, nefndu svo lögmenn til þess að dæma og álita mál, sem til lögréítu komu. Lögrétta var jafnan liáð undir beru lofti alt þetta tímabil, og settar upp stengur og bönd sett á þær, ér nefnd voru vébönd, og var lögréttan innan í böndum þessum. Var þar griða- staður og friðar og refsingar lagðar við, ef lögrétta var trufluð. Það liefir aldrei orkað tvímælis, að lögrétta bafi liaft dómsvald. Ekki verður lieldur bo.rið á móti þvi, aö bún gerði ýmsar samþyktir og dæmdi ýmsa dóma, sem löggjafareðlis voru, og til skýringar og fyllingar gildandi tögum, og jafnvel stundum til breytingar á þeim, þótt slíkt muni hafa verið sjald- gæft. í öndverðu bar konungsvaldið líka nndir Alþingi tagafrumvörp sín til samþyktar, svo sem Jónsbók 1281. En ágreiningur virðist liafa verið um það, hvort Alþingi gæti ncitað að samþykkja það, er mönnum þælti ekki heppilegt, eða að þeir skyldi samþykkja bókina í heild sinni og biðja síð- an konung miskunnar á þvi, er þeim þætti ekki við mega lilita. Umboðsmaður konungsvaldsins liélt síðarnefndn kenningunni fram og virðist líka liafa haft hana fram. Þeirrar skoðunar verður annars vart langt fram á 16. öld og jafnvel lengur, að kon- ungur geti eigi sett lög alment, nema Alþingi sam- þykki þau, enda hafði hann lofað að láta lands- mcnn ná íslenskum lögum 1262. En þegar kemur fram yfir 1630, þá verður þess varla vart, að ís- lendingar mótmæli neinum þeim lagaboðum, sem konungsvaldið sendi þeim til eftirbreytni. Þau eru venjulega birt í lögréttu, en samþykkis þingmanna ekki leitað. Enda hætta þeir nú að verja landsrétt- indi sin. Konungsvaldið hafði stórmagnast um siðaskiftin liér, eigi síður en í Danmörku, og gæt- ir sjálfræðis Alþingis stórum minna eftir miðja 16.- öld en áður liafði verið. Höfuðsmennirnir gerast þá og miklu afskiftasamari um flest mál en áður hafði verið, enda fengu þcir og í lok 16. aldar hlutdeild í dómsvaldinu, þegar yfirrétturinn var settur. Höfuðsmaður varð forseti hans og nefndi með sér 24 bestu menn til setu í dóminum. Til þess voru valdir sýslumenn, lénsmenn klaustra og um- boðsjarða og lögréttumenn eftir því sem ó þurfti að halda. Yfirrétlur varð yfirdómstóll lögmanna og lögréttu, og er ljóst, að þessi ráðstöfun miðaði til þess að auka veg og vald liöfuðsmanns, en lækka lögmenn og lögrcttu, enda hlaut virðing þingsins og völd að fara smáminkandi alla tíð frá siðaskift- um, þótt miklu meira minkaði síðar, á 18. öld. Á þessu tímabili (1631) var Alþingisskrifari selt- ur, og liélst það embætti síðan uns þingið var lagt niður. Skrifarinn hélt gerðabók lögréttu, Alþingis- bækur, sem enn eru til óslitnar frá 1631—1800. Auk dómsslarfa og löggjafar fóru ýms störf önn- ur fram í lögrétlu á þessu timabili. Þar voru lög birt og' fyrirskipanii* yfirvaþla ýmsar, og ýmislegt, er varðaði einstaka menn, svo sem lýsingar lands- mála, óskilafjár, áskoranir ýmsar, fyrirspurnir o. s. frv. 7. Á hag kirkjunnar islensku urðu meginbreyt- ingar tvisvar ó þessu tímabili: Vöxtur liennar og vald á fyrra hluta þess og niðurlæging og vald- skerðing á siðara hlutanum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.