Vísir - 25.06.1930, Blaðsíða 12

Vísir - 25.06.1930, Blaðsíða 12
12 VÍSIR sér, svo að liann gleymir þvi, sem honum finst óaðgengilegt. Prédikanirnar komu út 1727, og hafa verið gefnar úl hvað eflir annað á 18. og fram á eftir 19. öldinni, og til húslestra voru þær alment hafðar víða um land fram til 1870. Jón Vídalín liefir mótað trúarlíf landsmanna meira en nokkur annar, frá því hann var uppi og lil 1870. Ef gam- alt, guðhrætt sveitafólk talaði um trúmál, þá vitn- aði það ekki i Nýja Testamentið, lieldur til þess, hvað stæði hjá „meistara Jóni“. Jón Vídalin var magister í guðfræði. Það hevrir ekki undir bókmentir, en undir menn- ingu, að 1703 var hér tekið fulllcomið manntal, full- komið jarða og býlatal, og fulíkomið búpeningstal, af þeim Páli lögmanni Vidalín og Árna Magnús- syni, meira en 60 árum áður en manntal var tekið annarsstaðar á Norðurlöndum. Alt þetta mikla efni er til í góðu handriti, og Hagstofan er byrjuð á þvi að gefa það út. * / V. Hér á landi byrjaði upplýsingaröld i kringum 1750, og fyrsti fulltrúinn, sem sú stefna átti, var Eggert Ólafsson varalögmaður, sem druknaði 1768. Hann var náttúrufræðingur, og ferðaðist hér um landið eftir undirlagi og með aðstoð stjórnarinnar. Ferðabókin var gefin út eftir hans dag á dönsku og var þýdd á þýsku (ef ekki fleiri mál). Eggert var skáld gott og orti mikið. Kvæði hans eru eink- um ættjarðarkvæði, brúðkaupskvæði o. s. frv., og aðalkvæðið hefir jafnan verið talið húnaðarkvæði hans hið mikla. Er það einskonar Bucolika, eins og Vorgill orti. Eggert var víst „Fysiokrat“, og áleit því að náttúran og' jörðin framleiddi öll auðæfi. Kvæði Eggert voru mikið sungin og mikið lesin fyrri liluta 19. aldar og komu út 1832. Þau eru frá- brugðin síðari ára kveðskap að því, að víða er heimspekilegt lesmál innan um kvæðin. Annað skáldið frá upplýsingartímunum var þjóð- skáldið Jón Þorláksson (d. 1819). Hann orti mikið af kvæðum um allskonar efni, brúðkaupslcvæði og erfiljóð. Svo er að sjá, sem fjöldi fólks hafi snúið sér til lians, til að gera vini sína fræga með erfi- ljóðum hans. Hann þýddi töluvert af kvæðum Túll- ins í fyrstu og Tilraun Popes um manninn. Það, sem hann Iiefir mest til sins ágætis, eru þýðingar á tveimur liöfuðverkum eftir erlend stórslcáld. Ilann þýddi Messias Klopstocks úr þýsku og Paradísar- missi Miltons úr ensku. Hann var að þvi leyti hinn mesti menningarfrömuður. Fyrir þýðinguna á Para- dísarmissi ánafnaði Biblíufélagið enska honum 20 pund sterling á ári, en hann mun liafa verið dáinn, áður en fyrsta sendingin frá félaginu kom til lians. Jón Þorláksson var líka gott sálmaskáld, eins og við var að búast af manni, sem orti með þeim létt- leik sem honum var laginn, og auk þess var prest- ur mestan hluta æfinnar. Þriðja skáldið frá þessu tímahili var Magnús Siephensen, konferensráð og háyfirdómari. Hann orti hæði sálma og kvæði veraldlegs efnis. Jafnan er vitnað í upphafið á einum sálmi hans, er byrjar einhvernveginn svona: „Vor guð, Jehóva, Júpíter". I sjávarháska á Sturlungaöld kunni enginn að nefna nafn Guðs hins hæsta, af skipshöfninni. Kvæði Magnúsar Stepliensen eru laklega ort; hann skorti bæði hugmynda-auð og rimsnild. Málið á kvæðum hans var danska að hálfu leyti, og hans er ekki getið liér vegna skáldslcaparins, heldur vegna mesta grúa af ritgerðum, sem liann skrifaði til að fræða almenning um málefni, sem þá liöfðu þýðingu, og voru mikilsverð að einliverju leyti. Ilann dó 1833. Jón sýslumaður Espólín (d. 1836), var lengi í Við- vik og á Frostastöðum i Skagafirði, og samdi þar hið mikla verk sitt Árhækur íslands. Það er stórt, voldugt sögurit í 12 bókum (4 bindum í 4°), sem byrjar þar sem Sturlunga endar, og nær til 1830. Frásögnin er i árbókarformi, sem merkir, að alt sem við ber á hverju ári, og nokkur vitneskja hefir fengist um, er talið upp. Um söguþráð er tæplega að tala. Sá, sem liann vill fá, verður að draga hann hingað og þangað út úr frásögninni, Espólín segir mikið frá dómum, jarðakaupum, misæri og veðr- áttufari. Mannalát eru einna tiðustu atburðirnir. Honum komu annálarnir í góðar þarfir. Um löggjöf og landstjórn var hann fróður, enda lagamaður. Stundum verður frásögnin all-góð, og má þar til nefna lýsinguna á Svartadauða, söguna af Smið og Grundar-Helgu, sögu Jóns Arasonar, landsstjórn Jörgensens og fleira. Þegar Espólín er að lýsa þess- háttar atburðum, þá glepur árbókarformið minst fyrir lesandanum. Espólín sýslumaður liafði allmikið að'gera, uns hann komst á eftirlaun. Hann hafði — auk em- bættisins — búi áð sinna, en konan hans bjó að mestu leyti fyrir hann. Öll þau ósköp, sem hann hefir tínt saman og sett saman, mundi fyrir flesla menn verið liafa fullkomið æfistarf. Hann hefir skrifað manna mest. Þegar hann fór að eldast, skrif- aði hann oft i rúmi sínu, og hafði látið gera sér skrifpúlt, sem náði þvert yfir rúmið og stóð á rúm- stokkunum. Oft fékk hann Gísla Konráðsson (d. 1877) til sín til að láta liann skrifa fyrir sig. Gísli varð læri- sveinn lians í sögufróðleik, og skáldskap mun mega segja. Gisli skrifaði þá, meðan Espólín var uppi, fyrir helininginn af öllum prestum og lireppstjór- um í Skagafjarðarsýslu allar embættisbækur þeirra og reikninga. Hann færði og i letur fjölda sagna af ýmsu tæi, og liefir sumt af því verið gefið út, þó að meira sé óprentað. Voru það sögur einstakra manna, ættasögur, héraðasögur og sögur af ein- stökum sýslum, svo sem Skagfirðingasaga og Barð- strendingasaga. Það er engu líkara, en að Gísli liafi munað alt, sem hann hafði lesið eða heyrt. Hann samdi mesta fjölda af ættartölum, og var ávalt skrifandi, þangað til hann dó, nær níræður að aldri. Þess má geta, að Björn Gunnlaugsson (d. 1868), yfirkennari við latínuskólann í Reykjavík, ferðaðist um Island um 1840, og gerði kort af landinu. Strendur þess liöfðu verið mældar áður, en hann var aleinn að þvi starfi að mæla landið sjálft, og var það hið mesta þrekvirki. Uppdráttur hans af íslandi liefir fengið verðlaun á sýningum og er álit- inn liinn besti. Jón Árnason landshókavörður byrjaði að safna íslenskum þjóðsögum laust eftir 1850, og safnaði þeim í 12 ár. Safnið var gefið út í Leipzig 1862— 64, hjá Brockhaus, og varð sú uppspretta alþýðu- þekkingar hér á landi, sem seint verður ausin þur. Jón Árnason óttaðist uin tíma, eftir að þjóðsögurn- ar komu út, að þær mundu hverfa úr liugum lands- manna, og þótti ilt að liafa orðið til þess, að stöðva þennan íslenska alþýðuskáldskap, en hann mun liafa fengið að sjá það, áður en liann dó (1888), að lindin streymdi enn eins og aldrei liefði verið úr lienni ausið. Siðan hafa mörg þjóðsagnasöfn komið út, en ekkert þeirra náð safni Jóns að list- fengi og gæðum. Þorvaldur Tlioroddsen (d. 1921), sem eiginlega mátti heita uppeldissonur Jóns Árnasonar, var nátt- úrufræðingur, og ferðaðist liér um land í 10 ár eða lengur, til þess að kynna sér jarðfræði íslands. Hann hefir skrifað mikinn fjölda rita um náttúru landsins og þjóðarhagi, m. a. Landfræðissögu Is- lands, Lýsingu íslands, Ferðasögu í 4 bindum, lýs- ingar á eldfjöllum Islands o. fl. Hann hefir skrifað í erlend tímarit meira en nokkur annar íslend- ingur á síðari tímum. Hann lét eftir sig æfisögu sína, fullritaða. Hann fullgerði og jók það, sem Eggert Ólafsson liafði byrjað 100 árum áður. Þor- valdur var stakasli iðjumaður, og gaf sig frá upp- liafi eingöngu við því, sem hann síðar valdi sér að lífsstarfi. VI. Þá er komið að endurreisnartímahili islensks skáldskapar og bókmenta. Það byrjar 1825—1830, og liefst með ljóðagerð Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar. Bjarni amtmaður (d. 1841) er frumlegur og stórvaxinn, myndauðugur og hásigldur í skáldskapnum. Hann stældi ekki Ossian, en minnir oft á hann. Jónas (d. 1845) yrkir „kvæðin Ijúfu, þýðu“. Hann unni mjög Heinricli Heine og Iiefir þýtt margt eftir hann, og yrkir ein- stök kvæði í hans anda. Jónas er mestur málsnill- ingur íslenskur á síðari öldum og í kveðslcap hans rís islenskan í allri tign sinni og fegurð, eftir óra- langa niðurlægingu og afbökun. Sum af erfiljóðum Bjarna eiga sér engan líka í Norðurlandakvæðum, og' „Ferðalok“ Jónasar eru svo glæsileg og fögur, að slík ástaljóð eru fágæt, livar sem leitað er í bók- mentum. .Tónas var og hinn mesti snillingur á óbundið mál, og má vel segja, að han;i liafi valdið aldalivörfum og orðið fyrirmynd flestra íslenskra skálda, alt til vorra daga. Jón Thoroddsen (d. 1868), kemur íiæstur þessum tveirn skáldum. Ljóð lians eru lipur og vel kveðin. Jón Thoroddsen er fyrsti skáldsagnaliöfundur liins nýja tíma. Hann skrifaði „Pilt og stúlku“ og „Mann og konu“, en lauk þó aldrei við síðari söguna. Hafa sögur þessar gert hann frægan með þjóð sinni, og eru lesnar enn af mikilli ánægju. Kristján Jónsson (d.l869),var gæddur ríkri skáld- gáfu, en dó ungur, tæplega þrítugur. Hann byrjaði að yrkja meðan hann var vinnumaður norður á Hólsfjöllum, og vakti eftirtekt á sér með því að þýða þar kvæði eftir Byron. Þar orti hann og fræg- asta kvæði sitt, „Dettifoss“. Samtíðarmaður lians í skóla var Valdimar Briem vígslubiskup (d. 1930). Hann orti mikið af sáhn- um'og andlegum ljóðum. „Biblíuljóð“ lians í tveim- ur binduin, eru ort út af ýmsum frásögnum í Biblí- unni. Þau eru slétt kveðin, en þykja nokkuð lang- dregin. Benedikt Gröndal yngri (d. 1907) kvað ungur Örvaroddsdrápu, hetjuljóð í 12 flokkum, og fjölda annara kvæða af mikilli orðsnild og málskrúði. 1 skáldverkum lians og ljóðum hefir rórnantísku stefnuna borið hæst i islenskum bókmentum. Hann var og fjölhæfur visindnmaður. Hann skrifaði sögu um orrustuna á Heljarslóð, ákaflega skemtilega bók, Þórðar sögu Geirmundarsonar frá Hattardal o. fl. Gröndal er fyndnastur allra islenskra rithöf- unda. Grímur Thomsen (d. 1896), er eitt af skáldunum frá þessu frjósama tímabili. Hann stundaði fagur- fræði erlendis, og ávann sér doktorsnafnbót. Hann varð manna fyrstur til þess að viðurkenna H. C. Andersen i Danmörku. Jónas Hallgrímsson mun og hafa verið á sömu skoðun, en liann skrifaði ekki um Andersen, en það gerði Grímur Thomsen. Grím- ur jer stirðkvæður nokkuð, og lætur best að yrkja um fornaldarkappa og forna atburði. Hann er eitt hið merkasta skáld síns tíma. Steingrímur Thorsteinsson, kennari við latínu- skólann og síðast rektor (d. 1913), var Ijóðskáld og orti mikið. Hann þýddi manna mest úr öðrum málum, bæði í lausu máli og bundnu. Meðal ann- ars þýddi liann Lear konung eftir Shakespeare. Hafa þýðingar lians verið mjög rómaðar. Stein- grímur var söngvinn að eðlisfari, og þegar fariS var að útbreiða ný sönglög meðal alþýðu, orti hann og þýddi fjölda kvæða undir alkunnum erlendum lögum og voru þau sungin um land alt. Matthías Jochumsson (d. 1920) var prestur á Mó- um á Kjalarnesi, Odda og á Akureyri. Um eitt skeið var liann ritstjóri Þjóðólfs. Hann er alment talinn mesta skáld Islands á síðustu áratugum liðinnar aldar. Hann var hinn mesti bragsnillingur, anda- giftin frábær og hugurinn opinn fyrir fegurð og % dásemdum tilverunnar. „Ó, guð vors lands“, þjóð- hátíðarsöngurinn frá 1874, mun vera eitt hið dýr- legasta tækifæriskvæði á Norðurlöndum. Fyrir ut- an fjölda af úrvalskvæðum eftir bestu erlend skáld, sem liann gaf út i samvinnu við Steingrím Thor- steinsson, hefir Matthías þýtt Manfred eftir Byron, og Machelh, Óthelló, Rómeó og Júlíu og Hamlet eftir Shakespeare, og það alt á mesta snildarmál. Leikrit befir Matthías líka skrifað, sem þó tæplega auka neinu við skáldfrægð hans. Páll Ólafsson (d. 1905) liefir ort mikinn fjölda kvæða, öll framúrskarandi lipur og létt. Má óliætt . segja, að hann hafi verið „talandi skáld“, ef þau orð eiga við um nokkurn mann, því að honum varð alt að Ijóði. IJannes Hafstein (d. 1922), sýslumaður og fyrsti íslenskur ráðherra, liefir ort kvæði full af krafti og lífsþrótti. Hann er jafnan vígbúinn í Ijóði, jafnt sem stjórnmálaerjum. Þorsteinn Erlingsson (d. 1914), var ritstjóri og kennari eftir að liann lét af liáskólanámi. Hann er kunnastur sem ljóðskáld. „Þyrnar“, kvæðasafn hans, komu út 1897 og oft síðan. „Eiðurinn“, kvæða- flokkur um Ragnlieiði Brynjólfsdóttur og Daða Halldórsson, kom út 1913. Þorsteinn var hinn mesti formsnjllingur, vandaði alt og fágaði. Stóð um eítt skeið mikill styrr um nafn hans, því að ádeilu- lcvæði hans þóttu bitur og liittin. Þau eru nú að vísu mæta vel kveðin og liin mestu listaverk, eu gleymast munu þau þó og hverfa af vörum þjóð- arinnar á undan hinum yndislegustu kvæðum lians, en meðal þeirra má nefna „Lágnætti“, „Ljóðabréf" o. fl. — Þorsteinn skrifáði og dýrasögur af mikilli list. Bjarni Jónsson frá Vogi (d. 1926) var prýðilega hagorður maður og orti allmikið, einkum ættjarð- arljóð og tækifæriskvæði. Hann sneri á íslensku '• ýmsum afbragðsskáldverkum erlendra höfunda, en frægust allra þýðinga lians er sú, sem hann geríti af Goetlxes Faust (I.). Vann hann að þeirri þýð- ingu árum saman. Bjarni var einhver mesti og ágætasti stjórnmálamaður landsins á síðustu tim- um, ritfær i besta lagi, ræðuskörungur mikill, góðviljaður, þjóðrækinn og kappsamur. Verður nú farið fljótt yfir sögu, því að ekki verða allir nefndir í stuttri blaðagrein. Guðm. Guðmunds- son (d. 1919) var hverjum manní bragslyngari og hefir ort mörg falleg kvæði, svo sem ljóðabækur hans vitna. Af alþýðuskáldum, sem mikið kvað að á öldinni sem leið, skal að eins nefna þá tvo, sem fremstir mega teljast: Bólu-Hjálmar (d. 1875) og Sig. Breiðfjörð (d. 1846). Hjálmar var tröllaukinn í skáklskapnum og spekingur að viti, en Sigurður hverjum manni liprari. Þeir áttu báðir við bág kjör að búa. Andaðist Hjálmar í fjárhúskofa að sögn, en mælt er, að Sigurður liafi dáið úr liungri. Meðal Vestur-Islendinga liafa komið fram allmörg skáld. Ber Stephan G. Slephansson ægishjálm jdir þá alla, og mun hann æ verða talinn meðal stórskálda þjóðar sinnar. Af núlifandi ljóðskáldum íslendinga mun Einar Benediktsson nú mest metinn, enda er liann ein- liver risavaxnasti skáldandi, sem fram hefir kom- ið með þjóðinni. Af öðrum ljóðskáldum má nefna: Þorsteih Gístason, Guðmund Friðjónsosn, Jakob Jóh. Smára, Sigurjón Friðjónsson, Jakoh Thorar- ensen, Jón Magnússon, Davíð Stefánsson, Stefán frái Hvítadal, Huldu o. fl. Þá er sá þátlurinn eftir, sem mest kvað að á guil-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.