Vísir - 22.03.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 22.03.1931, Blaðsíða 3
VISIR Hessian. Bindigarn. Sanmgarn. Veröiö mikið lækkað. Þðrðnr Sveinsson & Co. geti'ð, að eldhætta geti stafað frá rafniagnslögnum, ef raki komist í þær og eyðileggi ein- angrun þeirra; sérstaklega hættulegt i timburhúsum — jú, því eru steinhús bvgð, að eld- hætta er þar minni! Hann lætur þess ekki getið, að lagningakerfi það sem oftast er notað hér i ibúðarhúsum, þ. •e. rörlagnir, ber mikið af liætt- unni i sjálfu sér,-sökum þéttun- ar-eiginleika röranna, má l. d. nefna: rör sem liggja í útveggj- um, einkum í timhurþiljuðum steinlnisum; rör sem liggja í loftum úr hituðum lierhergj- nm í sárköld herbergi; rör sem liggja úr tróðfyltu rúmi í tróð- lausl rúm, sem einkum keinur fvrir í kvistum og útskotsbygg- ingum efstu húshæða. Annars tillieyrir það ckki mér, að svara fyrirspurnum bvggingameistar- ans. Heldur ætla eg að beina nokkurum fvrirspurnum til ráðamanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eg man nú í svipinn eftir fjórum húsum, er kviknað hef- ir í (þar af tvö brunnið til kaldra kola); eldsins hefir orð- íð, að fyrstu sjónarvotta sögn, vart á ]jann liátt, að logar koma niður úr loftum eða upp úr gólfi í (miðjum?) herbergjum. í þremur af þessum tilfellum hefir, að mig minnir, því verið lýst yfir, af rafmagnsstjóra, að samkvæmt rannsóknum liafi eldurinn ekki stafað frá raf- magni. Þó hefir, mér vitanlega, engin önnur tilgáta um eldsupp- tökin komið fram. Hvaða grundvöll hefir rafmagnsstjóri fvrir þessum yfirlýsingum sín- um? Hvað getur hann grafið upp úr brunarústum húsa, sem afsannar eðlilega lilgátu manna, studda. við frásögn fyrstu sjónarvotta um eldsupp- tökin? Um eitt tilfélli (Lækjargötu 0) er engin yfirlýsing lcomin, en heyrst Iiefir að hroðvirknis- Iegri vinnu hafi verið þar um að kenna. Lögnin i þvi húsi mun vera 8—10 ára gömul og ætli hún því samkvæmt frá- sögn eftirlitsmannsins að hafa 3—1 sinnum verið „nákvæm- iega skoðuð og prófuð einangr- un. hennar og samin skýrsla vf- ír á stand lagnarinnar yfirleit l“. — Þó tókst nú svona til. En ef uú eldurinn hefði brotist út á þeim tíma nætur, sem enginn umgangur var um lnisið, og það verið orðið alelda þegar slökkvi- liðið kom á vettvang — eru þá ekki líkur til, að rannsóknarað- ferð rafmagnsstjóra eða hans „sérfróða“ manns, Iiefði sannað 1 það, að ekki hefði kviknað úí frá raflögn? Mér er það fyllilega Ijóst, að ekki þarf altaf að vera sviksam- legri vinnu um að kenna, þ<) ao í kvikni út frá rafmagnslógn. Gamlar lagnir, sem liggja á ó- heppilegum stöðum, eða i illa bygðum, rökuin og gisnuin timburhúsum, geta valdið íkveikju, ])ótt vandað hafi verið til þeirra í byrjun, bæði að efni og vinnu. Eftirlitsmaðurinn gerir mik- ið úr löggildingunni; á hún visí að vera til þess, að tryggja bæj- arbúum góðan varning vel upp séttan, fyrir sainigjarm verð. Eiga þetta að vera „þar tii hæfir menn“ o. s. frv. Til skamms tima mátti þó með réttu um flesta þeirra segja, að undir- menn þeirra tækju þeim mjög fram að þekkingu og „fag“- fræði“. En á síðustu árum hef- ir viðhorfið allmikið breyst, ])annig, að nú má telja að nem- andi leiðheini nemanda. Af um 55 mönnuin, sem nú vinna að raflögnum i liúsum, eru nálægt 35 nemendur. Mel eg lítils áhyrgðartilfinningu þeirra lög- giltra rafvirkja, sem selja vinnu eftirlitslauss nemendahóps, sem fullkomin og vönduð verk. Það hefir líka sýnt sig, að óvendni við þessa iðn gelur leynst leng- ur en eitt ár. Ehda er löggilding, eins og henni nú er háttað, í mínum augum frekar prang- araheimild en atvinnúréttindi. Þá virðisl reglugerðin um rafmagnslagnir í Reykjavík (útg. 1921) vera í huga eflirlils- mannsins einskonar „Koran“, sem að öllu leyti sé framfylgt og heri að fylgja, þótt hann liafi manna mest unnið að því, að breyta flestum ákvæðum lienn- ár, með skriflegum og munn- legum fyrirmælum og tíðum undanþágum. Það er ekki ýkja langt siðan eiun velþektasti, víð- förlasti og best menlaði löggilt- ur rafvirki þessa bæjar komst svo að orði, að liann þekti engar gildandi reglur um rafmagns- lagnir hér aðrar en þær, sem væru í höfði Nikulásar Frið- rikssonar. Annar rafm.-fáfræðingur. Booker T Washington. —o— • Fyrir 50 árum har svo við, að blökkumaður nokkur stofnaði skóla handa þjóðbræðrum sín- um í hæ, sem heitir Tuskegce í Alabamafylki í Bandaríkjum. Skóli ]>essi er nú einn kunnasti skóli í heimi, og stofnun hans markaði tímamót i sögu blökku- manna. Fáum árum áður, eða þegar horgarastvrjöldinni lauk i Bandaríkjum Norður-Ameríku, hafði Ahraham Lincoln forseti undirritað hina frægu frelsis- skrá, ])ar sem svo er að orði kvcðið: Allir þrælar eru, og skulu héðan af vera frjálsir. En með því að blökkumcnn voru bæði óvanir frelsinu og harðla ])ekkingarlausir, ])á var varla annars að vænta, en að frels- inu vrði misheitt. Fyrstu tíu eða fimtán árin gætti þess lítt í öðru en þvi, að þeir voru leystir und- an vinnu. Með hverju ári fór vaxandi iðjuleysi hinna óróagjarnari blökkumanna, svo að til vand- ræða horfði. Báru margir kvíð- boga fyrir að heill þeirra og hag yrði stefnt i voða. En þá vildi svo vel til, að aldarandinn uppvakti mikinn ágætismann, Booker T. Washington, Iiinn mikilhæfasta blökkumann, sem sögur.fara af í Bandarikjunum, PET-mj ólkina þekkja allir. Fæst i öllum verslunum. — Heildsölubirgðir. M. Benediktsson & Co. Sími 8 (fjórar línur). og varð slarf lians liið hcilla- drýgsta, bæði þjóðbræðrum hans og Bandaríkjunum í heild sinni, og það var hann, sem stofnaði skóla þenna, sem áð- ur er nefndur. Booker Wasliington fæddist í ])rældómi á baðmullarbúgarði einum í Virginíufylki. . Móðir lians var ]>ar matreiðslukona. Þau bjuggu í litlum bjálkakofa, sem hæði var heimili þeirra og eldhús húgarðsins. Engar rúður voru þar i gluggum, en birta féll inn um vindaugu á kofan- um, og kuldinn smaug þar inn á vetrum. Hurð átti að heita fyrir kofanum, en hjarir voru lélegar, rifur á hurðinni og hún féll illa að stöfum, svo að ibúð- in varð óvistlcg, og gólfið var moldargólf. A þeim árum svaf drengur- inn aldrei í rúmi. Tuskur voru hreiddar á moldargólfið og komu í stað rúmfata. Ekki hafði hann heldur tómstundir til þess að leika sér. Þrælabörnum var haldið til vinnu, og þó að Boo- ker væri lítill, þá hafði liann nóg að starfa. Hann var látinn hreinsa húsagarðinn, sækja vatn og flytja korn til myllnu til möl- unar. Stóð honum mikill ótti af þeim kornflutningum. Stóruni langsekk var fleygt yfir hest- hakið og korninti skift jafnt á háðar siður. En stundum fór svo, að baggamunur varð og sekkurinn snaraðist og féll til jarðár. Drengurinn var of lítill og hurðalaus til ])ess að lyfta hon- um upp aftur, og varð að bíða, ef til vill klukuslundum saman, þangað til einhver færi um veg- inn og hjálpaði honum. Þess háttar óhöpp seinluiðu oft ferð hans, og stundum náði hann ekki heim, fvr en langt var lið- ið á kveld. Yegurinn var óvnd- islegur og lá sumstaðar um þykkan skóg, þar sem margir strokuhermenn voru sagðir á sveimi. Var þvi ekki að undra, ])ó að vesalings drengurinn væri smeykur. En þó tók það út vf- ir, að hann var oftast atyrtur eða flengdur, þegar liann kom seint heim. Hann mundi aldrei til þess, að hann liefði séð fjölskyldu sína setjast að máltíð saman og matast að siðaðra manna hætti. Þrælábörn fengu mat sinn hvar og livenær sem vera skyldi, eins og skepnurnar. Þrælum var aldrei kent, og þá komst hann næst skóla, þeg- ar liann fylgdi dóttur húsbænda sinna og bar bækur hennar að dyrum skóíans. Hugur hans varð fjöðrum fenginn, þegar liann sá drengi og stúlkur sitja að nánii, og honum fanst, að það mundi likast himnaríkis- sælu að mega komast i skóla. Þegar þrælum hafði verið veitt frelsi, var liann ekki í rónni fyrr en hann komst í skóla. Þegar borgarastyrjöldinni lauk með sigri norður-ríkja- manna, hlutu þrælar frelsi sitt. Booker Washington segir, að blökkumcnn hafi þá orðið ásátt- ir um tvent: Að taka upp ný nöfn og yfirgefa baðmullar-bú- garðana, að minsta kosti nokk- ura daga, lil ])ess að sannfær- ast um frelsi sitt. Á þrældómsárunum voru þeir að eins kallaðir einu nafni, Jolvn eða Súsau, eða citthvað þvi um likt. Booker mundi ekki til þess að liann liefði nokkuru sinni verið kallaður annað en Booker. Og liann fann aldrei til þess, að hann þyrfti á öðru nafni að halda, fyrr en honurn fór að vaxa 'metnaður og liann kom i skóla. Þegar skólabörnin voru spurð að heiti, komst hann að þvi, að þau hétu að minsta kosti tveim nöfnum. En af því að hann átti sér ekkert ættarnafn, þá tók liann sér það í einni svipan, og þegar að þvi köm, að á hann væri kallað við inn- ritun i skólann, þá sag'ðisl liann lieita Booker Washington, og eftir það var hann jafnan kall- aður því nafni. Þegar frelsið var fengið, flutt- ist fjölskvlda hans til vestur- hluta Virginiufylkis. Hin fátæk- legu föt þeirra og innanstokks- munir voru látnir á vagn, og börnin gengu mestan hluta leið- arinnar á eftir vagninum, en það voru nokkur lnmdruð enskra mílna, og settust þau að í miðju saltbrensluhverfi. Þar áttu þau að sumu leyti lélegri aðbúð en í hjálkakofanum. Þar var lítils þrifnaðar gætt, og sóðaskapurinn í hinum nýja kofa þeirra var nálega óbæri- legur. Stjúpfaðir Bookers sendi liann til vinnu í saltbrensluhúsi, og þar varð hann að strita, þó að ungur væri. Yarð hann oft að fara til vinnu sinnar klukkan fjögur að morgni. Framh. I.O.O.F. 3 = 1123238 = Fl. □ Edda 59313247 — 1. Fyrirl. Dánarfregn. Á morgun ver'Súr til moldar bor- in ekkjan Guðfinna SigurSardóttir. sem andaðist nýlega að heimili sínu, Ránargötu 29 hér i bæ. — Öllum þeim hinum mörgu, sem ])ektu Guð- finnu sál., var hin mesta unun að koma á heintili hennar. Húu var hin mesta gæðakona, greind vel, víð- lesin og holl i ráðum, vinur vina sinna, Guðfinna var hinn mesti barnavinur, og hændust börn mjög að henni og voru ætíð kærkomnir gestir. Að Guðfinnu sál. er hin mesta eftirsjá og mun minning hennnar lengi geymast á meðal þeirra, sem ])ektu hana sem trygg- an vin. Guð blessi minning hennar. A. Veðurhorfur í dag. í dag eru horfur á fremur hægri vestan átt og allgóðu veðri, að minsta kosti fram eftir deginum, en sennilega bregður til sunnan átt- ar með kveldinu, vegna nýrrar lægð- ar, sem var suður af Grænlandi i gærkveldi og mun vera að nálgast ísland. Vísir er sex síður í dag. Samsöngur. Karlakór K. F. U. M. endurtek- ur samsöng sinn í Gamla Bíó í dag kl. 3 e. h. í gærkveldi voru miðar nær uppseldir. og er ])ess að vænta, að kórinn syngi enn einu sinni, því að verðleikum fær' hann jafnan góða aðsqkn. Söngskráin er fjöl- breytt. Einsöngva syngja þeir Garð- ar Þorsteinsson. Jón Guðmundsson (í „Dettifoss“ eftir próf. Sv. Svein- björnsson) og Sigurður Waage, og átti hann sérstökum vinsældum að fagna siðastl. fimtudag. Er það i fyrsta sinni, sem hann syngur ein- söng hér. Þeir Páll ísólfsson og Dr. Mixa leika á flygil undirspil við „tvo hetjusöngva" eftir Pál, en þeir eru úr „hátíðar-kantötu" hans frá því i fyrra. Njóta þeir sín vel i meðferð kórsins og munu „Iifa“ í meðvitund manna. Leikhúsið. Öktóberdagur leikinn i síð- asta sinn í kveld. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands held- ur fund máúudag 23. þ. m. kl. 8V2 siðd. í K.R.-húsinu (uppi). Þess er vænst, að fjölmenf verði á fundinn, bæði af þeim, sem þegar eru gengnar í félag- ið og öðrurn, sem verða vilja stuðningsmenn ]tessa góða mál- efnis. Sundlaugarnar. Eins og kunnugt er. hefir sund- laugaleiðslan úr ])vottalaugunum verið biluð í vetur, en nú er búið a'ð gera vi'ð bilunina og-verða laug- arnir oj)naðar aftur til almennra nota í dag (sunnudag). Munu allir sundvinir fagna því. Hinir á- gætu sundkennarar, Jón og Ólafur Pálssynir, gæta lauganna og kenna hina fögru og nytsömu sundlist, öll- um. sem þess óska. (Frá Í.S.Í. FB). íþróttanefndaskipun. Sundnefnd hefir í. S. í. nýlega skipað, til þess. að velja dómara og starfsmenn á sundmót og prófa þá. Eiga sæti i nefndinni: Erlingur Pálsson, form.. Eiríkur Magnússon og Þórarinn Magnússon. — Einnig hefir verið skipuð nefnd til þess að prófa dómara og starfsmenn á almennum leikmótum, og eiga sæti i þeirri nefnd: Ólafur Sveinsson, form., Guðmundur Ólafsson, Helgi Jónasson frá Brennu, Jón J. Kaldal og Stefán Björnsson. (Í.S.Í. FB.). Hilmir kom frá Englandi i gærkveldi. Gullfoss fór héðan í gærkveldi, áleið- is til útlanda. Farþegar voruí Helgi lngvarsson og frú, Karó- lína Lárusdóttir, Margrét Lárus- dóttir, Guðmundur Guðmunds- son og Sigríður Jóliannesdóttir. Málverkasýning Kristjáns Magnússonar í Góð- templarahúsinu er opin i dag i síðasta sinn, því að listamaður- inn er nú á förum til Bretlands um stundarsakir. — Sýningín er opin frá kl. 10 árd. til 10 síðd. Utvarpið í dag. Kl. 16,10: Barnasöguv (Guðjón Guðjónsson, skólastj.). — 17,00: Messa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). — 19,25: Hljóm-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.