Vísir - 28.09.1932, Blaðsíða 5

Vísir - 28.09.1932, Blaðsíða 5
V Heildsölubi rgdir I GIRÐIN GANET, 68 cm. á hæð — 100 m. á lengd. GADDAVÍR, / No. 12% og 14. — Frá Olympínleikunnin í Los Angeles. Kringlukast kvenna (úrslit): Iíringlukast stúlknanna endaði alt öðruvísi en búist var við, því átrúnaðargyðja flestra, ung- frú Wajosowna frá Póllandi, tókst ekki að vinna nema brons- medabuna. Hin roskna og ram- eflda ungfrú Copeland, frá Bandar., vann sigur í siðasta kastinu yfir samlöndu sinni Ruth Osbum, sem var fyrst frá byrjun og fram að þessu. Ung- frú Copeland kastar ákaflega sterklega. 1 kasti því, er hún vann á, , náði hún 40.56 m. (drengja kringla), sem er nýtt heimsmet fyrir stúlkur. Ungfrú Osburn er mjög ókvenleg, og það er jafnvel dregið í efa, að hún sé kona. Hún er algerlega flatbrjósta og í málfari og fram- komu líkari karli en konu. Ung- frú Wajosowna er lítil vexti, en fríð og falleg á velli, og kastar af aðdáanlegri fimi og' snerpu. Hún var svo óheppin, að öll köst hennar voru of lág, svo að hún var um fjórum metrum miður sín en venjulega. Ungfrú Heublein, frá Þýskal., brást mjög vonum manna og kastaði styttra en búist var við. — Röð- in var þessi: — 1. Copeland, Bandar., 40.56 m.; 2. Osburn, Bandar., 40.11 m.; 3. Wajos- owna, Póll., 36.94 m.; 4. Flei- scher, Þýskal., 36.08 m.; 5. Heu- blein, Þýskal., 35.64 m.; 6. Stella Walsli, Póll., 33.48 m. Langstökk (úrslit): Lang- stökkið varð ekki eins frækileg- ur kappleikur og margir höfðu búist við. Þetta var þó ekki keppendum að kenna, heldur því, að stokkið var móti all- snörpum vindi og langstökks- brautin var síst allra brauta á leikvanginum. Bandaríkjamaðurin Barber var átrúnaðargoð flestra í þess- jari íþrótt. Hann hafði stokkið yfir 8 metra á æfingum fyrir leikana, svo að búist var viðt, að hann myndi jafnvel setja heimsmet á leikunum, en hon- um mistólcst hrapallega og stökk miklu styttra en liann var vanur. Hann varð að eins fimti með 7.36 m. stökki. Sigurvegari varð svertinginn Gordon, liár og grannur maður. Hann tók stutta atrennu með löngum og fjaðurmögnuðum skrefum. Uppstökkið 'var gott, en sérstaklega var það merki- legt, hve langt hann gat kastað fram fótunum í niðurstökkinu. Hann vann á fyrsla stökk sitt, sem var 7.64 m. I næsta stökki komst liann 7 m. slétta, en stökk aftan við plankann. Þriðja stökkið mældist 7.43. Atrenna Gordon’s var mjög ójöfn, og úrslitastökkin urðu öll ógild, vegna þess að hann steig fram yfir plankann. — Gordon er Bandarik j amaður. Önnur verðlaun vann Banda- ríkjamaðurinn Redd, sem af mörgum var álitinn hestur allra keppenda. í fvrsta stökki sinu stökk hann 7.85 nxetra, en var i svo óheppinn, að hann rétt snerti brautina framan við plankann, svo að stökkiði varð ógilt. 1 næstu tilraun stökk hann 7.60 m., og það var nægilegt til að vinna á önnur verðlaun. — Hin stökkin voru styttri. Besta lagið af öllum keppend- um i langstökkinu haf ði Japan- inn Nambu, — sem er heims- metshafi i langstökki með 7.98 m. stökk. Einkanlega var upp- stökkið ágætt. Hann hafði feng- ið beinhimnubólgu við æfing- una undir Olympiuleikana, og var ekki búinn að ná sér full- komlega, er hann kepti þarna; var þvi ekki við að búast, að hann næði besta árangri sin- um. Einnig hann stökk lengst i fyrsta stökki sínu, 7.45 m. — Þrjú af stökkum hans voru ö- gild vegna yfirstigs. Önnur gild stökk lians voru 7.32 og 7.39 m. Einn Norðurlandabúi kepti í langstökkinu, Sviinn Svensson, og varð fjórði maður. Hann stökk 7.41 í þriðja stökki. Kepti hann, að sögn, að eins til að reyna stökkbrautina, því hann ætlaði að keppa í þrístökki — sem var aðalgrein hans — á þessari sömu braut einhvern næstu daga. Stökk hann að eins fjögur stökk, og voru öll gild. Hin stökkin voru 7.27, 7.24 og 7.06 m. Sjötti varð Japaninn Tajima; stökk 7.15 m. Það var sameiginlegt ein- kenni keppenda, að þeim tókst best í fyrsta stökkinu. Brautin var svo laus, að hún varð strax upp-urin og versnaði með hverri atrennu. Úrslitastökkin voru lika stokkin á annari braut, en liún var litlu betri en hin fyrri, og engum tókst að bæta hin fyrri afrek sín í undanstökk- unum. Það er eftirtektarvert við langstökkið — og kúluvarpið — að afrekin þóttu heldur lít- ilfjörleg og' varla sambóðin Olympíu-kappleik, en fyrir 10 árum voru heimsmetin lægri en þessi afrek, og liöfðu þá stað- ið óhögguð um tugi ára! Lýkur hér að segja frá 3. degi á aðalleikvanginum. (slenskt kveld. Mér þóttu tíðindi, er eg heyrði, aÖ Eggert Stefánsson væri hingað kominn og hefði i fórum sínum heila syrpu nýrra laga eftir íslensk tónskáld, — það er að segja hin yngri. Eggert sjálfan þarf eg ekki að kynna bæjarbúum, — Eggert er Eggert, — list hans svo ótviræð, að hann hefir sérstöðu meðal ís- lenzkra söngmanna. í þetta sinn ætlar hann sér að syngja ný, gull- falleg smálög inn í huga almennings, lög, sem verða rauluð og sungin í vetur. — Eg hefi séð söngskrána og heyrt lögin. 1 meðferð Eggerts verða þau ógleymanleg. Tvö ný lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Vöggu- Ijóð (kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness) og einkum þó Hvide Pige (við dásamlega fagurt kvæði eftir Friðrik Á. Brekkan) eru VlSIR Mlnnlngarstef um Gunnar Hinriksson vefara. —o— Hann var „einn að austan“ með yfirhtið bjarta. Orðstír átti traustan um iðni og göfugt hjarta. Glæddur guðdóms-neista gæddur manndóms-lundu, drottins dásemd treysta dirfðist hverja stimdu. Gunnar þótt sé genginn gleymd er ei hans snilli. Ef til vill finst enginn enn, er sæti’ hans fylli. Verk til virkta mat hann; — væri slangan rakin — sinn við vefinn sat hann, sofinn æ og vakinn. Þökk, er þjóðar skylda, þegni’ að gjalda mætum, „snjallsteininum“ snilda, snillingi fágætum. Vina að muna manninn, meta lund hans hlýja, sýna kynslóð sanninn: Svo skal landsheill drýgja! — Páll Jónsson frá Hjh. sennilega hið fegursta sem Sigvaldi hefir látið frá sér fara. — Tvö lítt þekt tónskáld á Akureyri, Askell Snorrason söngkennari og Karl Ó. Runólfsson, eiga þar nokkur undurfögur lög‘. Þau eru eftirminnileg og bera vott um miklar gáfur. — Þrjú lög ætlar Eggert að syngja eftir Jón Leifs. Tvö þeirra við sálma eftir Hall- grim Pétursson (Upp, upp mín sál og Vertu guð faðir, faðir minn), en einna sérkennilegast er þó lag Jóns, Máninn líður, dauðinn ríður (kvæði eftir Jóhann heitinn Jóns- son, sem fyrir skömmu andaðist í Þýskalandi). Þetta lag eitt er þess virði, að húsið verði fylt, þegar Eggert syngur það, svo vel nær hann þar „draugastemningu" lags- ins. — Eg veit það fyrir víst, að þetta íslenska kveld verður merkur atburður í hljómlistalífi Reykjavík- ur. Eggert á förum til Rómar til að dvelja þar langvistum með konu sinni, sem þar býr. Eru nú fá tæki- færin til að heyra hann áður en hann fer af landi burt. /. N. Símskeyti Aberdeen, 27. sept. United Press. FB. Ágreiningur um björgunar- laun. Skipshöfnin á Lord Talbot, breska botnvörungnum, sem bjargaði Hutchinson og sam- ferðafólki lians, gerði verkfall, þar eð kröfur hennar um björg- unarlaun voru ekki teknar til greina. Einnig krafðist skips- höfnin lengra landleyfis. — Ný skipshöfn var ráðin á Lord Talbot, sem er lagður af stað til Grænlands á ný. Manchester, 27. sept. United Press. - FB. Vefaradeilan. Atvinnurekendur og vefar- arnir hafa ' sameiginlega sam- þykt til fullnustu samninga þá, sem gerðir voru til lausnar á deilumálunum. Verkfallinu er því lokið og hefst vinna á ný á morgun (miðvikudag). Miðvikud. 28. sept. 1932. Kaupið ítalska Netjagarnid með íslenska fánanum á merkinu. Hefir verið notað hér við land í mörg ár. Besta tegund, sem fáanleg er. Fæst í veiðarfæraverslunum. /itf. i PhotomatoD 6 myndir 2 kr. Tilbúnar eftir 7 mínútur. Templarasundi 3. Opið 1 til 7 alla daga. Ný tegund af ljósmyndapappír komin. Myndirnar skýrari og betri en nokkru sinni áður. Ódýrt I Rafmagnsstraujárn, Kjötkvam- ir, prímusar, járnpottar, alu- miniumpottar, flautukatlar á 1 krónu, hitabrúsar, blikkfötur, emaileraðar fötur og katlar á hálfvirði. — Það er ómaksins vert, að athuga verð í Fílnum. Verslunin Fíllinn, Laugaveg 79. Sími 1551. Fyrlr heilsnna. Frá alda öðli hefir salt ver- ið mjög þýð- ingarmikið fyrir heils- una — nátt- úran krefst þess. — Það er ekki hægt að vera án þess. Veljið þvi hið besta, hreinasta og þurasta salt, — Cerebos salt þar sem ekki eitt kom fer til spillis. Fæst í öllum helstu versl- unum. Norskar loftskeytafregnir. Osló, 25. sept. NRP-FB. Hroðalegur atburður. Hroðalegur atburður varð á bændabýlinu Hopdal i Stats- bygd í Þrændalögum í gær. Kona að nafni Elisabet Belling, 37 ára gömul, varð skyndilega brjáluð og gerði tilraun til þess að bana 5 börnum sínum, á aldrinum 9 mánaða til 7 ára. Því næst gerði hún sjálfsmorðs- tilraun. Búist er við, að takast muni að bjarga lífi þriggja yngstu barnanna, en hin eru í mikilli hættu. Konan liafði ver- ið taugaveikluð um skeið og ái við mikla erfiðleika fjárhags- legs eðhs að stríða. Málaferli. Úrskurður undirréttar í máli frú Mörthu Steinsvik var upp kveðinn í gærkveldi seint. Frú Steinsvik var ákærð fyrir æru- meiðandi ummæli um bæjarfó- getann í Kristianssand, Norem að nafni, er hafði dæmt í undir- rétti í máh hennar og kaþólsks prests, sem Riesterer heitir. Ásakanir frú Steinsvik voru í höfuðatriðum þær, að Norem hefði verið hlutdrægur í dóm- arasæti, hann liefði verið mjög alúðlegur viði Riesterer en ókurteis við sig. Ákæran á hend- ur frú Steinsvik var frá yfir- völdunum komin. Undirréttur sýknaði frú Steinsvik af öhum atriðum ákærunnar, en þegar skeyti þetta er sent er enn óvíst hvort ummæli hennar um No- rem verða dæmd ógild. Knattspyrna. Hinn mikli knattspyrnukapp- leikur Dana og Norðmanna fer fram á UUevaal Stadion á morgun. 18,000 sæti liafa verið seld fyrirfram. Sæti eru á vell- inum fyrir 33,000 manns og er búist við, að öll sæti verði upp- seld. Frá Kaupmannahöfn kem- ur . aukaskip með áhorfendur og er beðið með óþreyju eftir úrslitunum bæði í Danmörku og Noregi. — Síðari fregn: Dan- ir báru sigur úr býtum. við íslenskan búning fáið þið best og ódýrast unnið úr rothári. Versl. Goðafoss, Laugaveg 5. Sími 436. Biiageymsla Tek til geymslu bíla yfir lengri eða skemri tíma, í upphituðu húsi. — Verðið mjög sanngjarnt. Látið bílana ekki standa í slæmu húsi, það styttir aldur þeirra að mun. Eglll Viihjálmsson, Laugaveg 118. Sími 1717. Taflmenn, Taflborð, Halma-spil, Spilapeningar, Spil. Sportuörutiús ReykjauíRur. Bankastræti 11. Verðskrá: Niðursuðuglös 1.20. Hitaflöskur 1.35. Vatnsglös 0.50. Matardiskar 0.50. Desertdiskar 0.35. Ávaxtadiskar 0.35. Kaffistell, japönsk, 19.75. Dömutöskur 5.00. Barnatöskur 1.25. BoVðhnífar, ryðfriir, 0.90. Vasahnifar 0.50. Höfuðkambar, fílabein, 1.00. Postulín. Silfurplett borðbúnaður. Búsáhöld. Tækifærisgjafir o. m. fl. » [imrsiöf \ Irpsrp Bankastræti 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.