Vísir - 13.09.1936, Blaðsíða 1

Vísir - 13.09.1936, Blaðsíða 1
Vígbúnaöur Rússa. Ekkert ríki heimsins hefir jafn mikla vélaorku í þjón- ustu vígbúnaðarins eins og Rússland. Enda þótt Rauði lierinn, sem Trotzky kom á laggirnar, í bylt- ingunni rússnesku, liafi verið fyrst og fremst œfður í þvi skyni að Iryggja bolsivikkastjórninni völd í sínu eigin landi, þá leið ekki á löngu; uns það sýndi sig, að þessum her var ætlað, auk þess annað hlutverk, það að færa út veldi Rússa á kostnað nágrannalandanna. Um vígbúnað Rússa má samt telja að yerið liafi fremur liljótt á Vesturlöndum. Menn tóku lengi vel trúanlegar þær fullyrð- ingar kommúnista, að höfuðvígi þeirra, ráðstjórnarríkin, legðu kapp á að varðveita friðinn í lieiminum, og það verið óspart látið í veðri vaka, að það væri auðvaldsríkin ein, er þeir nefndu svo, er verðu miljónum og miljörðum í vígbúnað. Samt sem áður gat það ckki orðið til lengdar neitt launkofamál, að hinum austræna risa var allt annað en friður í hug. Ráð- stjórnarríkin hafa vígbúist hraðar og stórstígar en nokk- url annað stórveldi heimsins hin síðustu ár og nú leynir það sér ekki lengur, að heimsfriðnum stafi hætta af þeim milda víg- búnaði ef hervæðing er á annað horð háski fyrir friðinn. Lengi vel var yfirstjórn rúss- neslca liersins í höndum svo- nefnt byltingarherráðs, en það •var nefnd liáttsettra lierforingja. En 1934 var sú breyting gerð, að einu manni, Woroschilow að nafni, var fengin yfirstjórnin í hendur og heyra öll hermál undir einskonar ráðuneyti, er hann veitir forstöðu. Árið 1931 og 1932 er talið, að árlegur her- kostnaður Rússa liafi ekki farið fram úr 1,6 miljarða rúblna. En 1934 er varið 5 miljörðum rúblna til vígbúnaðar og síðasta ár mun þessi kostnaður hafa orðið 6,5 miljarðar. Landlierinn. Sjálfur rauði hérinn er nú 4,5 miljón manns á friðarlíma, eru það samsvarar því, að á ófriðar- tíma geti ráðstjórnarríkin lcallað til vopna minstakosti 8,5 miljón manna. En þetta eru aðeins sá hluti af heræfðu liði í landinu, sem gengur undir nafninu lier. Ýms landvarnafélög eru starf- andi í landinu, sem leggja stund á reglulegar heræfingar. Fjöl- mennast þeirra er Osoviachim, sem telur 13 miljónir meðliina. Meðlimirnir ganga undir próf í skotíþróttum, meðferð mótor- hjóla, þjálfun riddaraliðshesta og öðru því, sem lýtur beint að hernaðarstörfum. Þá kveður heldur ekki litið að þátttöku kvenna í vígbúnaðin- um. Hálf miljón ungra stúlkna liafa lokið námi í sjúkralijúkr- un og vörnum gegn eiturgasi, og ef trúa má frönsku blaði er um þessi mál ritaði 1934, hefir ríkið látið æfa heilar lierdeildir kvenna í ýmiskonar vopnaburði, jafnvel meðferð á þungum vél- byssum. Er gert ráð fyrir að konur, sem veiti slíkum her- deildum forustu, liafi lokið liðsforingjanámi. Stórar her- deildir liafa verið æfðar fyrir árásir með eiturgasi, aðrar í l'jallahernaði og ýmsum öðrum sérgreinum á þessu sviði. Floti. Sjóhernaður Iiefir aldrei ver- ið Rússlands sterka hlið. Það hefir liaft mjög takmarkaðan aðgang að hafinu, einkum vegna þess, að það á lítið af islausum liöfnum. Samt hefir ráðstjórnin aukið mjög vígbúnað sinn, á þessu sviði, upp á síðkastið — sérstaldega hefir neðansjávar- bátunum fjölgað. Eiga Rússar nú neðansj ávarbáta, ekki aðeins við Eystrasalt, Svartahaf og Norður-íshafið, heldur einnig líka við Kyrrahafið. Þeir hafa mikinn hug á að auka við þá strandlengju, af íslausum liöfn- um, er þeir hafa nú lil yfirráða og er þvi ekki ástæðulaus sá beigur, sem ýmsir Norðmenn liafa af því, aðRússar muni sitja um tækifæri til að hremma liluta af Norður-Noregi i því skyni. Er þá lieldur ekki úr vegi að á- lykta, að þeim mundi einnig geta leikið hugur á íslandi til að byggja þar upp flotastöð með hentugri afstöðu til Englands og Bandaríkjanna. Lofthertnn mikli. Þó að hinn geisilegi landlier og vaxandi floti Rússa gæti tal- ist nægilegt áhyggjuefni fyrir Evrópuríkin, þá kastar fyrst tólfunum þegar farið er að virða fyrir sér hinn geigvæna vígbúnað þeifra í lofti. Árið 1932 liafa hernaðarflugvélar þeirra verið um 1700, en 1935 eru þær komnor upp í 4300 og eru nú orðnar rúml. 6000. Alls telur flugfloti þeirra 70 flota- deildir mannaðar 40 þúsundum manna. Tuttugu og sjö flota- deildirnar, þ. e. eittlivað 800 flugvélar, eru búnar sprengjum, og í engu auka Rússar nú eins liratt vígbúnað sinn eins og þessu. Megnið af flugflotanum hefir hækistöðvar sínar á vest- urtakmörkum ríkisins. Er það m: a. ein ástæðan fyrir liræðslu Þjóðverja við ógurlegar loftá- rásir á Þýskaland yfir Rúmeníu og Tekkóslóvakiu. Loks kveður ekki litið að byggingum kastala og virkja á svæðinu milli Ladogavatns og Svartahafsins. Allt bendir nú á, að Rússar eigi enn eftir að auka vígbúnað sinn að stórum mun. Þeir láta altaf í veðri vaka, að vígbúnaður þessi sé aðeins gerður í því skyni að verja ráðstjórnarlýð-. veldin fyrir væntanlegum árás- um fjandsamlegra þjóða, svo sem Þjóðverja að vestan og Japana að austan — en öll bygging og útbúnaður þessa risavarna herjar bendir miklu frekar á, að leikurinn sé frem- ur gerður til sóknar en varnar. Einkum má í því sambandi benda á hina miklu notkun vélknúinna ökutækja til lier- flutninga og aðra notkun véla og nýjustu upiifindingar tækn- innar, hæði til aukningar hraða og afkasta á sviði hernaðarins. Sjötíu af hundraði rússneska hersins liafa yfir vélaafli að ráða. Árið 1929 féllu 2,6 hestöfl á Iivern hermann, 1930 3,7 hest- öfl, 1933 hafði hver hermaður að meðaltali yfir 7,74 hestöflum véla að ráða. Svo mikinn véla- kraft liefir ekkert ríki í heimin- um í þjónustu vigbúnaðarins. Auk þess er Rússland eina ríkið heimsins sem hefir sérstakar eiturgasliðssveitir á mótorlijól- um og bifreiðum. Það er talið víst, að Rússland eigrnú alt að 3000 skriðdreka. Nú eru þeir framleiddir í rússn- eskuin verksmiðjum. Þegar þess er gætt, að skriðdrekar alls Bandaríkjahersins eru nú um 1000 Japana um 750, Eng- lendinga og Pólverja 600, rná nærri geta, að tala hinna rússn- esku bryndreka sé nú í hraðri aukningu. Loks má geta þess, að sá andi, sem ríkir í rússneska hernum gefur fult tilefni til að álykta að markmið lians sé árás- arstríð. Einn af leiðtogum lier- málanna hefir sagt: „Rauði herinn er póliliskur skóli.“ Þau orð verða ekki skilin á annan veg en þann, að öllum meðlimum hersins sé innprent- uð kostgæfilega trúin á lieims- byllinguna, hatrið til þeirra þjóða, sem best liafa varist

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.