Vísir - 13.09.1936, Blaðsíða 6

Vísir - 13.09.1936, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ PULQUE. Frh. af 3. síðu. um. Þetta er tákn fornrar vel- megunar í þessu landi, sem styrjaldir og vígaferli hafa enn ekki megnað að útmá. Hér gef- ur og að líta fátæka, berfætla Indíána, í rifnum og skitnum leðurhuxum, með götótta strá- Iiatta á höfði. Þeir eru komnir langt utan úr sveitum landsins, til að selja strámottur sinar, lleirker og uppkveikjuefni. Þeg- ar verslun þeirra er lokið, koma þeir hingað og kaupa sér pul- que fvrir meirihlutann af þess- um fáu koparskildingum, sem þeir seldu fyrir. -— Á meðan bíða konur þeirra þolinmóðar úti og gæta að grindhoruðum asna! í andstæðu við ]>etta ]>reiða efnamennirnir gullnar voðir á reiðskjóta sina og ganga sjálfir i litklæðum, er stinga mjög i augu innan um þenna aragrúa af illa búnu fólki. Eftir nokkur pulqueglös færist einhver seið- andi ró í yfirhragð og augu Indíánanna og gerir svip þcirra þunglyndislegan. En í svip setu- gestanna, sem oft bera einkenni þess, að vera af spænskum uppruna, leynir sér ekki eld- heita æsingablóðið! Eg lief svo oft veitt eftirtekt þessum einkennilegu mann- fundum og glaðværðinni sem rikir í pulquebúðunum! Eg hef undrast mjög hvílík ósköp grannvaxinii Indíáni getur hvolft i sig af þessum súra, bragðvonda niiði, án þess að verða meint af. Eg hef mætt löngum flutningaiestum, ldöðn- um flciri þúsund pulquetunn- um, er á hverjum morgni komu veltandi inn í Mexico City —■ og úr þessum tunnum rennur svo lállaus ölstraumur út yfir borg- jna. Eg hef heyrt hringlið í klif- berabjöllum klifjaðra asna og lieyrt þá glamra hófunum við steindar göturnar áður en dagur var runninn. Þetta eru pulque- salarnir á Ieið til sölustöðvanna, og á burðarösnum þeirra vagga sér rauðbrúnar ölkrukkur. Einu sinni ákvað eg svo að taka mér ferð á hendur til j>ul- quelandsins, til að sjá þar, með eigin augum, hvernig þessi dáði drykkur yrði til. Árla morguns, í blikandi sól- skini, ók eg út úr Mexikó City álciðis til pulque-ekru einnar, sem mér liafði verið boðið að skoða. Eftir þriggja klukkustunda ferð nam lestin staðar í lijarta I pulque-landsins, og á mjórri * sporbraut, er lá samhliða járn- brautinni, beið mín maður með vagn og sex múldýr til að flytja mig heim til ekrueigandans. Á miðjum vagnpallinum hafði verið komið fyrir tveimur horð- stofustólum i tilefni af komu minni, því endranær var þessi vagn notaður til ölflutninga nið- ur til járnbrautarstöðvarinnar, en sá akvegur var nálægt 10 kílómetrum. Eg lek mér sæli ó öðrum borðstofustólnum og Indíánaek- illinn lætur svipúólar sínar ó- spart glymja á lendum múldýr- anna, meðan við leggjum leið okkar í gegn um pulqueekrurn- ar — því hvert sem við lítum gnæfa „blómhjarkirnar“ við himinn. I 4>ráðbeinum, mílu- löngum röðum með jöfnu milli- bili varpa þær skuggum sínum á skraufþurran jarðveginn. Yfir hóla og liæðir, dali og dældir halda raðirnar áfram eins og miklar og voldugar fótgöngu- liðshersveitir. Eftir klukkustundar öku nemum við staðar framan við ibúðarhús ekrueigandans. Hann kemur út og biður mig velkom- jnn. Það er maður fríður sýn- um, liár vexti, bjarthærður og bláeygur, og höfði hærri en nokkqr i hópi ekruverkamanna hans, sem allir eru móbrúnir, lávaxnir Indíánar. Ekrueigand- inn er að vísu af gamallri, mexi- kanskri aðalsætt, en einn for- faðir hans liafði vcrið Skoti, og þaðan hefir liann erft bláu aug- un og þcnna ljósa yfirlit. Mexikönsku púlque-ekrunar eru liver fyrir sig eins og víg- girtar borgir. Umhverfis þær eru ramníefldir múi’ar og á hornum múranna eru varð- turnar, eða: einskonar vígi gegn árásum vojinaðra þjöfá og ræn- ingjaliðsveita. Enn er árdegi og annriki mikið á ekrunum. Þó eru f jTstu aftaj>j>ararnir, tlachiqueros, á heimleið með asna sina horaða og illa til reika. í trékyrnurnar, sem ]>eir hera, gullar nýdrepið blómbjarkarsaftið, hunangs- vatnið svonefnda, sem nú á að gera úr pulque. I fylgd með ekrueigandanum og' gönilum og reyndum tapp- ara legg ieg leið inina út til vinnustöðvanna til að kynna mér leyndárdóm pulquefram- leiðslunnar. Það þarf þolinmæði til að rækta blómbjarkir. Það er ekki fyrr en plantan er 10—12 ára, að hægt er að íappa af henni „hunangsvatnið“. En litið þarf fyrir henni að hafa þessi upp- vaxlarár — 'aðeins að gróður- setja Iiana og síðan að losa frá henni rótarblöðin við og við. „Blómbjörkin" er aðdáanlega liarðgerð og þurftarlítil planta, sem þolir sólskin og þurka mánuðum saman og þess á milii næturfrost og hörkur. Ár eftir ór þokar hún rótarspírum sin- um hæt og hægt langt niður í magran og eldbrunnan jarðveg- inn — og svo vex hún og vex, þangað til hlöð lienar, þung og safamikil, eru 2—3 metra löng og 20 cm. þykk. Þá er „blóm- björkin“ ]>að liá og mikil um sig, að hún getur leynt i skugga sínum riddara á hestbaki! En það er engin hætta á, að ekru- eigandinn gleymi blómbjörk- inni sinni. Það er náttúrulög- mál hennar að bera aðeins einu sinni blóm, en þegar líður að blómgunartímanum, og hún á fyrir að skreyta sig stórum, gul- um blómklösum, kemur manns- hönd með hárheittan, íbjúgan liníf og sker af klasaknúppana hvern á fætur öðrum. Úr Iiinu íbjúga sári vætlar lijartablóð „blómbjarkarinnar“ dag og nótt, og tvisvar á dag lieimsældr aftapparirin hina blæðandi björk, til að hirða hunangsvatnið. Eftir 3—4 mán- uði er hjörkinni blætt út í— en þá er ung jilanta, sömu teg- undar, gróðursett á leiði hinnar látnu! .... Uppgötvun, er græða mætti á mikið fé. Domingo taj>j>ara langar ákaft til að sýna mér hye „blóm- björkin“ er nytsöm jilanta. —- Hann beygir sig fram vfir stórt blað, alsett þyrnum, bítur í enda þcss munnfylli sína og togar í af öllu afli. Ilægt og hægt dreg- ur hann langar trefjar, eða þræði út úr blaðinu og er hreyk- inn af að geta sýnt mér, að nú liafi hann náð sér bæði i „nál og spotta“ ur bjarkarblaðinu því arna. Úr þessum blaðtrefj- um má bæði gera fíngerðustu kniplinga og sterka kaðla. Því næst dregur Domingo uj>j> sjálf- skeiðung sinn, sker fyrir á blað- inu og flær flipu af blaðhúðinni — „pergament41 — segir hann. „Þetta er nú; það efni, sem Aztekarnir gömluskráðu á bæk- I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.