Vísir - 13.09.1936, Blaðsíða 7

Vísir - 13.09.1936, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ BWMnWBBBnnPDHMaHBMMWMUflÍáMMi 7 ur sínar — mælti ekrueigandinn — og livað lialdgæði snertir jafnast það vel á við pappír eða pergament, en því miður hafa þeir góðu menn látið hina leyndardóms fullu verkunarað- ferð fylgja sér í gröfina — þvi blaðhimnu þessari er gjarnt að harðna upp og verpast með aldrinum. Og þó f jölmargir vís- indamenn liafi lag't sig í líma til að koma í veg fyrir þetta, hefir alt orðið árangurslaust. Hugsið þér yður hvaða þýðingu það gæli liaft fyrfr Mexiko, ef mönnum tækist að leysa þetta mál,“ gagði ekrueigandinn og benti á þessar þrotlausu „blóm- bjarka“-raðir, er umkringdu oss á allar hliðar. .... Eg fylgi eftir liunangs- vatninu til bruggstöðvarinnar og hitti þar fyrir bruggstjórann, sem að mannvirðingum stend- ur næstur ekrueigandanum, í þessari iðju á þessum stað. Að gera pulque úr hunangs- vatni er margbrotin og leyndar- dómsfull list, er fáir kunna, —- en list, sem allajafna gengur í erfðir manri fram af manni. Hvernig gerðja á hunangsvatn- ið er út af fyrir sig sérstök vís- indagrein, sem krefst mikillar nákvæmni. Smávegis vangá eða óhreinka nægir lil að eyðileggja gerðkveikjuna og um leið alt bruggið. Bæði ölgerð og vín- framleiðsla fer nú öll fram sam- kvæmt vísindalegum athugun- um sérfróðra manna, — en enn- þá hefir vísindamönnunum ekki tekist að gefa nein ráð við pul- quegerðjun, og þess vegna er alt komið undir dugnaði og reynslu bruggstjórans. Sá eini, sem ekkert má vanta. Milli ölkerjaraðanna þýtur móbrúnn, svartskeggjaður Indí- áni fram og aftur og skipar fyr- ir verkum. Iiann hefir strangt eftirlit með nýaftappaða hun- angsvatninu á meðan þvi er helt í kerin, —- mælir rúmtak þess hita og sykurmagn — og þegar ausið er upp úr stöðnu keruri- um, ákvarðar hann og aðgrein- ir liinar ýmsu pulque-tegundir. „Hér er nú forstöðumaður- inn fvrir öllu saman,“ sagði ekrueigandinn og klappaði vin- gjarnlega á herðarnar á brugg- stjóranum. „Hann er sá eini, ó þessari vinnustöð, sem fær alt, er hann óskar eftir. Honum þori. eg’ekki að neita um neitt, jafnvel þó liann heimtaði spunk- urnýja. bruggstöð, j)á mudi bann fá vilja sínum framgengt. í rúm tuttugu ár hefir hann liaft yfirumsjón með þessu sama verki — en hann nam iðnina af föður sínum og erfði stöðuna eftir liann.“ . . . . Dagur að kvöldi kaminn. Það liallar að kvöldi og vinnu- deginum er viðast livar lokið. En á hlaðinu fyrir framan bruggstöð ekrueigandans er vinnan enn i fullu fjöri. Þung vagnldöss af fóðurbyggi, handa hestum og múldýrum ekrueig- andans, er ekið heim. Hópur af klepruðum ösnum, stríhærð, mórauð svín, grindhoraðir hundar og mýgrútur af livolp- um, sumir flakandi í sárum, gengur hér livað innan um ann- að og veltir sér upp úr aurn- um. Utan við dyraskonsurnar á ilitlu, myrku kytrunum, þar sem verkafólk ekrueigandans býr, sitja Indíánakonur á hækj- um sínum og linoða „tortilli- osa“ — j). e. einskonar pönnu- kökur úr mæisméli — er bak- aðar eru á rist og hafðar til kvöldverðar. Framan við aðal- dyrnar á bruggstöðínni bíða verkamennirnir í þéttum hóp, þangað til búið er að mæla hverjum j)eirra 6—8 lítra af pulque — er siðar kemur upp í kaup j^eirra. Þeir geta, livort sem er, ekki lifað á tómum baunum og ristuðum mæiskök- um, manna greyin! — Yerka- mennirnir ganga hver á eftir öðrum fram lijá bruggstjóran- um, sem útbýtir drykknum og liellir honum á svinabelgi.Þann- ig gengur hver heim til sín, með drjúgan skerf af dagkaupinu i svinabelg á bakinu. * * * Sólin var að síga bak við heið- ardrögin í vestri og varpaði síð- ustu geislum yfir skraufþurran jarðveg mórauðra pulqueekr- anna .... Undir stofninum á stórri „blómbjörk“ sitja nokkr- ir verkamenn ekrueigandans og leika á gítar og syngja gamla mexikanska jíjóðsöngva um ástir, sól, blóm og hið guðdóm- lega pulque: Sabe que es pulque — Licor divino? Lo beben los Angeles en vez de vino '. .. . Væri ég stnlka, — mundi eg alls ekki fara á dansleiki, ef eg kynni eldci að dansa. — mundi eg' ekki jafnt og þétt koma fimm mínútum of seint í skólann á hverjum morgni. „Nahlin“ — listisnekkja Edwards VIII. — Um borð í j)essu skipi stjórnaði hann Bretaveldi á meðan hann var á leið suð- ur til miðjarðarhafslandanna í suinarlevfi sínu. Nú er konung- ur í þann veginn að koma heini úr þessari ferð. — mundi eg ekki mála mig svo mikið, að eg „smitaði“. — mundi eg aldrei grípa til jiess örþrifaráðs, að Játa sem eg fái svima, j)egar eg er „uppi“ í einhverju, sem eg hef aldrei lesið. — mundi eg' ekki stríða þeim, sem skotnir eru í vinstúlku minni. — mundi eg ekki vera fok- vond í fimm daga, j)ó kennar- inn segði, að eg væri níðlöt j)egar eg veit líka að J)að er alveg ýsatt. — mundi eg ekki látast liafa vit á jazzmúsilc — J)egar eg lief lieldur ekkert vit á J)vi. — vildi eg ekki fá lánaða aura hjá skólabræðrum mínum — með jiað fyrir augum, að endurgreiða J)á aldrei. — mundi eg ekki látast vera vitlausari en eg er. — mundi mér ekki detta í liug, að reyna að líkjast Gretu Garbo, Jóan Crawford eða Gcr- trude Micliael. — mundi eg skjót mig sjald- an í strákum, en reyna að halda vináttu við þá fáu útvöldu! — mundi eg ekki gang um göfurnar' með handaslætti og höfuðringjum. Þessi kona heiíir Anna Skau og á hún heima i Haderslev í Dan- mörku. Hún er 107 óra gömul og J)ar með elsti núlifandi horg'- ari í danska konungsríkinu. — Bauarsjóðurinn*í Haderslev gaf henni 107 krónur í afmælisgjöf. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.