Vísir - 06.12.1936, Síða 4

Vísir - 06.12.1936, Síða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ „/ sofur“. Haustið 1895, um réttaleytið, átti eg leið um Skagafjörð. Við vorum nokkurir saman, ungir menn og glaðir, allir eða flestir innan við tvítugt og sumir ný- lega fermdir. Við höfðum gist í Langadal utan verðum nóttina fyrir og lagt seint af stað um morguninn. — En austur yfir Héraðsvötn vildum við ná um kveldið. Riðum við nú sem leið liggur „norður“ Stóra-Vatnsskarð og komum að Víðimýri i það mund, er birtu tók að bregða. Þar bjó þá rausnar búi Jón heit- inn Jacobson, síðar landsbóka- vörður. Þungt var i lofti og blæ-kyrt síðari liluta dagsins. — En liklegt þótti að hvessa mundi og rigna, er á kveldið liði. Viðdvöl varð lítil eða engin áVíðimýri og þótti okkur miklu skifta, að komast austur yfir Vötnin í skímu. Jón heitinn Jacobson réð okkur frá þvi, að ríða Vötnin. Kvað slikt ekki hent ókunnug- um unglingum. — Við skyldum heldur nota kláfferjuna. Hún væri hjá Mikley, hið mesta þing, og mundi fleyta okkur og hest- unum yfir á þurt land. Hurfum við að þvi ráði og gekk alt held- ur seint, en'slysalaust. En hrædd- ir voru hestamir og skulfu sem strá í vindi meðan yfir var far- ið. Og feginsamlega stigu þeir fótum á jörð austan Vatna. — Dimdi nú óðum af nóttu og þyngdi i lofti enn meir. Við spurðum ferjumanninn um náttstaði, en hann kvað ekld allskostar ráðlegt, að halda lengra en að Silfrastöðum. Á bæjunum þar fyrir framan gæti orðið óhægt um gistingu svo mörgum mönnum. — Kvöddum við nú ferjumann og lögðum þvi næst af stað. — Var þá svo dimt orðið,að naum- orðrómur um, að hennar hefði orðið vart i Milano, en lækn- unum var mútað til þess að lýsa yfir því, að dauðameiniS hefði verið þetta. En eigi tókst þó að varðveita leyndarmálið svo, að eigi vitnaðist er frá leið, hvernig i öllu lá. Og hver mun þá neita þvi, að afbrýðin sé sem eiturslanga, cr blindar augu manna, ef sannleikurinn var ekki sá, að afbrýðin hafði firt Galeazzo vitinu. A. Th. þýddi úr ensku. ast gat talist farljóst, en sunn- anstormur lagðist í fangið og fylgdi lamnings regn. — Þótti nú heldur vandast málið, er fæstir okkar höfðu áður komið á þessar slóðir. — Gall þá einn við, sá er elstur var og mest lét yfir sér: „Verið óhræddir, drengir mínir. Eg rata um Skagafjörð, þveran og endilang- an, og þekkja mun eg Silfra- staði, þegar þar að kemur“. Við létum það gott heita. -— „Foringinn“, sá er allar leiðir kunni, reið fyrir flokkinum og kvað vísur eftir Bólu-Hjálmar. — Munu þær hafa verið úr Göngu-Hrólfs-rímum. Sumar voru um Grím ægi. Einkum man eg greinilega eftir erind- inu, sem endar á þessum ljóð- línum: Gæðasljór með glæpa-fans Grimur fór til andskotans. Næsta vísa mun vera um við- tökurnar i Víti, þegar Grímur kemur þangað. Ilún byrjar ein- hvernveginn á þessa leið: Hitti að bragði satan sinn, sönn fram lagði skilríkin .... Hinn kunnugi maður hafði bersýnilega mikla nautn af því, að fara með þessi mergjuðu er- indi. — Áfram var haldið í regni og stormi og við kveðskapar- glaum „foringjans“. — Stund- um nam hann staðar í kveð- skapnum, hara til þess að láta okkur vita, að Bólu-Hjálmar væri Iang mesta skáldþjóðarinn- ar að fornu og nýju. — En þarna væri þó „liátindurinn". Vísurnar um Grím ægi bælri af öllu öðru, sem þetta frábæra skáld hefði kveðið. Okkur sóttist lieldur seint leiðin, því að hægt var farið. Loks náðum við þó að Silfra- stöðum. En þar voru allir til hvílu gengnir og hvergi ljós i glugga. Og nú var ekki ann- að fyrir hendi, en að guða á glugga og „vekja upp“ sem kallað er. — Tókst það bráð- lega. — Heimamaður sá, sem til dyra gekk, virtist all-mjög við aldur. Hann dró loku frá liurð og held- ur seinlega, en við stóðum fyrir dyrum úti og hélt hver i sinn reiðskjóta. — Heimamaður sá, að við vorum margir saman og mun vafalaust hafa getið sér til um erindið. — Og allir munum við hafa fundið til þess, hversu leiðinlpgt það er, að þurfa að gera daglúnu fólki.ónæði, þeg- ar það er loksins búið að taka á sig náðir. Samt var nú ekki um annað að ræða, en að bera upp erindið og beiðast gistingar. Hinn aldni greppur var seinn til svars. Hann þokaði sér út á bæjarhelluna, leit yfir hóp- inn og mælti af stundu: „Þið eruð seint á ferð, piltar, og farið margir saman. — Ein- hverju mun þurfa að buga að ykkur, ferðlúnum og votum. — En hér eru allir komnir í sofur. — Eitthvað mælti hann fleira og er það nú úr minni liðið. En heimila lét hann gisting- una og áttum við þarna hina ágætustu nótt. Eg hafði ekki áður heyrt svo lil orða tekið, að fólk væri „komið í sofur“, er það væri til rekkna gengið. Og eg hefi ekki heyrt það siðan. — Við ræddum um þetta daginn eftir, félagarnir, er við riðum „norður“ Öxnadalsheiði. Það hafa sjálfsagt verið viturlegar umræður. — En „foringjanum“ geðjaðist ekki að þeim allskost- ar. Hann sagði: „Þegi þið nú, strakar! Þetta er svo andlaust hjá ykkur. Nú ætla eg að lofa ykkur að heyra fáeinar vísur um hann Grím ægi og viðtök- urnar sem hann hlaut hjá kong- inum í undirheimum“. P- Skilaboðin. „Viljir þú finna vin þinn, þá farðu strax.“ Þeir voru æskufélagar og vin- ir, sira Jón skáld Þorláksson á Bægisá og Ilalldór konrektor Iljálmarsson á Hólum. Um það atriði segir svo dr. Jón Þorlcels- son, þjóðskjalavörður: „Vinátta þeirra Halldórs kon- rektors og síra Jóns var mjög fölskvalaus og stafaði í önd- verðu frá samvistum þeirra á yngri árum, þegar þgir voru skrifarar saman, fyrst hjá Magnúsi amtmanni Gíslasyni og síðan, hjá Ólafi amtmanni Stephánssyni, á árunum 1762— 1768. IJalIdór var tröllunum tryggari vinum sínum og ágæt- ur maður að öllu leyti, stórlega lærður og einn hinn þarfasti fræðimaður hér á landi á sinni tíð, í kyrþei; liefir það sýnt sig siðan og mun j'afnan sýnast. Sira Jón og hann voru og mjög jafngamlir, Halldór ári yngri“ (f. 1745). Halldór konrektor hafði bú í Hofstaðaseli í Skagafirði. Hann andaðist 10. dag júlí- mánaðar 1805. Hefir síra Jón kveðið eftir hann fagurlega, svo sem hans var von og vísa. Það bar við, er Halldór lá banaleguna, en sira Jón Þor- láksson sat heima á Bægisá, að honum þótti hvíslað að sér í vöku þessum orðum: „Viljir þú finna vin þinn, þá farðu strax!“ Sira Jón vissi þá ekkert um líð- an Halldórs konrektors. En lagt mun hann hafa af stað vestur að Hofstaðaseli þá þegar og væntanlega náð vini sínum lif- andi. Daginn, sem Halldór and- aðist (10. júlí), var steypiregn, en þann dag var sira Jóh á leiðinni vtestur, eftir því jsem hann segir sjálfur í kvæði um þau hjúliin bæði, Halldór og konu hans, Guðrúnu Jónsdótt- ur. Hún andaðist nokkurum mánuðum síðar en maður henn- ar. Sira Jón segir svo í kvæðinu: Nær að hins fyrra láti leið, loftið grét yfir jörð, teiknandi hversu tjón því sveið tilstofnun henni gjörð. mér spáðu, því svo mjög á reið, missi í þvílíks vinar deyð tíð skýja-tár á svörð. Það er augljóst af kvæði sira Jóns um Halldór látinn, að hann hefír trúað því, að frá guði sjálfum hafi liann fengið hendinguna um það, að vestur skyldi hann fara og hvata för sinni. — Hann segir: Hver var ella, sem hvatti mig, hvíslandi mér í brjóst fúsum að sjá og finna þig í f jarlægð áður en dóst, við efsla lífsins staddan stig, af stað þá héðan bjóst, án þess að nokkur sýndi sig, sem mér það gjörði Ijóst? Sira Jón liefir og verið þeirr- ar skoðunar, að framliðnum mönnum væri leyft að líta eftir vinum sínum hér í heimi og verða þeim til aðstoðar og hlessunar að einhverju leyti. Hann segir að Halldór vinur sinn hafi alla stund verið boð- inn og búinn til hverskonar lið- veislu við sig, meðan liann dvaldist hér og liann væntir þess auðsjáanlega, að svo kunni enn að verða, þó að Halldór hafi fluttst í „fegra heim“. Um það kemst skáldið svo að orði: Nær sem aðstoðar var mér vant, vottaði hjálp þín sig. og hvað þú jafnan gáðir grant að greiða’ en bágu stig! Hver veit nema þér enn sé ant um það, sem hendir mig, og þú víst bætir öll, sem kant, áföllin hryggilig!

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.