Vísir - 06.12.1936, Qupperneq 7

Vísir - 06.12.1936, Qupperneq 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 BÍLVEGIR í ÞÝSKALANDI. Þjóöverjar hafa aÖ undanförnu lagi áherslu á að leggja sem mest af hílvegum um landið. Þykir vegagerð þessi mjög til fyrirmyndar. Hér sést kafli af nýja bílveginum milli Berlínar og Stettin. haldið þið, áð hann fari að þvi? Hann gerir við skófatnað fá- tækra barná ókeypis. Nú haldið þið kannske; að írinn geti ekki orðið mörgum börnurn að liði á þennan hótt, hann komist ekki yfir það. En það er nú öðru nær, því að liann er orðinn efnaður maður, og hefir skó- viðgerðarstofur í mörgum bæj- urm Eitt árið lét hann sóla og hæla skó fyrir 600 fátæk böm ókeypis, m. a. fyrir tvö barna- hæli, og eins fyrir öll börn, sem Hjálpræðisherinn og Rauði Krossinn háðu hann að hjálpa. Pátæku börnin, sem verða þess- ar hjálpar aðnjótandi, eiga hana því að þakka hvað Rooney litli var góður drengur og pabbi hans minnugur sólskinsstund- anna sem Rooney litli hafði veitt honum. Hverafnglar. Það er alkunna, að ýmsir menn hér á landi hafa þóttst sjá fugla á sundi í sjóðheitu hveravatni. — Þessir „hvera- fuglar“ eru oftast tveir saman. Þeir synda þarna aftur og fram, en stinga sér svo þegar minst varir, og koma ekki upp aftur í brá8. — Hálfdan lögréttumaður Jóns- son á Reykjum í ölfusi minnist lítilsháttar á hverafugla í „Lýs- ing ÖlVeshrepps 1703“ og far- ast honum orð á þessa leið (Andvari 1936): „Ei er gleymandi að skrifa nokkuð um það varma vatn og vellandi hveri, er nálægt Varmá liggja. — Fyrir vestan Reykja- foss kallast Hverageröi. I þvi plássi eru margir hverir, sumir með miklu dýpi og þó vellandi. Einn þessara liggur hér um einn faðm frá almenningsveginum, er liggur vestur Hellisheiði, og er með hergi að austanverðu, en sandmel annarsstaðar, hér vits tvegggja álna hátt að vatni, nær því kringlóttur og viður sem lítið hús. Hann er vellandi með smásuðu, en ei stórkost- legri, mjög djúpur og dimmur að sjá. Á hér téðu hverkeri hafa skilríkir og sannorðir menn (hverjir enn eru á lífi og sumir sálaöir) séð, þá veginn liafa ferðast, tvo fugla synda,að vexti sem litlar andir, með fölsvört- um ht og hvítum haugum, eður so sem hringum kringum aug- un. Þá þessir fuglar hafa um lítinn tíma synt á hvernum, hafa þeir sér í vatnið stungið og ei úr vatninu upp aftur komið, þó menn liafi nokkra stund þar dvalið, væntandi þeirra aftur- komu. Hér liafa allir, er þetta séð liafa, sama sagt.“ Bryan oij „skál“ signr- vegarans. Þegar William Jennings Bry- an, hinn lieimskunni stjórn- málamaður og ræðuskörungur, var ráðherra, ferðaðist hann umhverfis hnöttinn og sat þá m. a. veislu í Japan. Var það skömmu eftir hina miklu sigra Togo aðmíráls yfir Rússum. Ræður höfðu þegar verið haldnar fyrir Bandarikjunum og Japan. Þá kvað við rödd, sem hrópaði: Látum oss drekka skál sigurvegarans, Togo aðmír- áls —! Japanirnir risu á fætur og lyflu kampavínsskálunum. En ferðafélögum Bryans var vel kunnugt um, að hann var mik- ill bindindismaður og alt af reiðubúinn að verja þann mál- stað. Þótti þeim nú, sem liann væri í nokkurum vanda.er hann var staddur í opinberri veislu sem embættismaður ríkis sins, en eklci sem óbreyttur ferða- maður. Virtist þeim honum vera nauðugur einn díostur, að drekka skál sigurvegarans, því að öðrum kosti mundi talið, að hann hefði móðgað Japani. Biðu menn nú með eftirvænt- ingu þess sem verða vildi. Bry- an var löngum ráðslyngur og revndist svo enn. Og fvndinn þótti hann i besta lagi. Hann reis á fætur og mælti: —< Vinir minir! Látum oss fvrir alla muni drekka skál sigurveg- arans. En Togo aðmíráll vann hina miklu sigra sína á vatni. Og fyrir því fer hest á því, að við drekkum skál hans í vatni! Þelta vakti ódæma fögnuði .1 apanir settu frá sér kampa- vínsskálarnar,og gltjðióp jjeirra: „Banzai!“ ómaði og enduróm- aði um allan veislusalinn. „Marg-t er manna bölið“. Eins og kunnugt er, geta sumar manneskjur ekki grátið, sakir þess að tárakirtlarnir eru í einhverskonar ólagi, en grát- urinn er til mikils léttis í margs- konar andlegum þrenginguxn og þjáningum. — Sumir hafa altaf ofmikinn blóðliita, án þess að bent veröi með vissu á sér- staka orsök, sem því valdi. — Sumir fá óþolandi kvalir, svona stund og stund, og verða þá þannig lialdnir, að ekki blæðir, ef þeir t. d. skera sig i fingur. Og til er fólk og þaðekki fátt, sem hefir svo gallaða sjón, aö það gi'einir ekki nema nokk- urn liluta þess, sem það horfir á. Standi t. d. maður fyrir framan slika sjónvillinga og horfi þeir á hann, getur vel komið fyrir, að þeir sjái ekki nema helminginn af honum. — Þetla er nú aö vísu alt heldur smávægilegt hjá öðru verra, sem mannkindin verður að þola, en „böl“-vanlegt er það þó að vera svona! Ef það veltur á buxunum. — Frú Simpson og drengurinn hennar hafa tekið sér sæti í sporvagninum. Frúin ætlar að greiða fargjaldið og réttir þeim, sem heimtir gjaldið, tvo miða, fullorðins og barns. Innheimtumaðurinn: Nei, lcæra frú, þelta er ekki nóg. Drengurinn er nú kominn i skó- síðar buxur og þér verðið að borga fvrir liann, eins og um fullorðinn mann sé að ræða. Frú Simpson: — Yelti það á buxunum, lierra minn, þá skilst mér að eg ætti að geta komisL af með liálft gjald! SADMAVÉLAR nýkomnar. Mikill fjöldi ánægðra notenda um land alt ber vitni um gæði saumavéla okkar. Fyrirliggjandi: Stígnar vélar og handsnúnar. Greiðsluskilmálar hagkvæmir. Terslnnin Fálkinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.