Vísir - 16.09.1938, Page 2

Vísir - 16.09.1938, Page 2
2 VlSIR Föstudaginn 16. sept. 1938. VÍSSB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Dregur til styrjaldar? P FTIR að Hitler flutti ræðu ^ sina í Niirnberg á dögun- um, virtist í fljótu bragði sem ófriðarliættan mundi „liðin hjá í bili“, eins og það var orðað í erlendum fréttum blaðanna. Nú virðist sem það gengi krafta- verki næst, ef það tækist, að af- stýra ófriði. Það liafði verið búist við þvi, að Hitler mundi í ræðu sinni gera grein fyrir þvi, hvaða kröfur Þjóðverjar gerðu fyrir hönd þýska minnihlutans í Tékkóslóvakíu, Sudeten-Þjóð- verja, og það var búist við því, að aðalkrafan yrði um þjóðar- atkvæði í Súdetahéruðunum um örlög þeirra. En í ræðu sinni gerði Hitler engar kröfur fyrir hönd Súdeta, hvorki um þjóð- aratkvæði né annað. Hinsvegar lýsti hann því yfir, að Þjóðverj- ar mundu koma Súdetum til hjálpar, ef þess gerðist þörf. Og í svipinn mun sú yfirlýsing all- alment liafa verið skilin sem „hreystiyrði44 eingöngu gefin af hálfu Þjóðverja, en í rauninni mundu þeir ekki sjá sér annað fært, en að láta nokkuð undan síga í liðveislunni við Súdeta, eftir að Bretar höfðu tilkynt, að þeir mundu ekki sitja lilut- lausir hjá, ef til styrjaldar drægi út af deilunni í Tékkó- slóvakíu. Nú virðast hinsvegar allar líkur til þess, að yfirlýsing Hitlers hafi verið gefin af ráðn- um hug um það, að skiljast ekki að svo búnu við mál Súdeta, en láta skeika að sköpuðu um, hvort styrjöld hlytist af afskift- um Þjóðverja af þeim. Sudetar virðast vera í þann veginn að stofna til borgarastyrjaldar í Tékkóslóvakiu, og getur því rekið að því, þá og þegar, verði þeir þurfandi fyrir þá „hjálp“ Þjóðverja, sem Hitler gaf fyrir- lieit um, og að Þjóðverjar fari með her inn í landið. En það er auðsætt, að bresku stjórninni hefir ekki þótt til setunnar boð- ið, er hún sá livað verða vildi, og því er það, að ráðin hefir verið för breska forsætisráð- herrans til fundar við Hitler, hver sem árangurinn kann að verða af henni. En líklega á sú för sér ekkert fordæmi í ver- aldarsögunni, enda hefir hún þótt miklum tíðindum sæta og er talin sönnun þess, live yfir- vofandi hætta sé á því að styrj- öld hrjótist út. Líkurnar fyrir því, að styrj- öld verði afstýrt, úr því sem komið er, virðist i rauninni hverfandi litlar. Þjóðverjum yrði það óbætanlegur álits- hnekkur, ef þeir létu nú brjóta Sudeta á bak aftur, án þess að hafast nokkuð að, eftir að hafa gefið jieim fyrirheit um hjálp, og þannig i rauninni óbeinlínis livatt þá til þess að leila réttar sins sjálfir. Ilinsvegar virðast litlar líkur til þess, að óeirðirn- ar í Tékkóslóvakíu verði stöðv- aðar með samningum liéðan af. En þó að Bretar vildu fara að ráðum „Times“, og beita sér fyrir því, að Sudetahéruðin verði sameinuð Þýskalandi, þá er þess varla að vænta, að Frakkar geti fallist á þá lausn málsins. Frakkar geta vart skil- ist þannig við málstað Tékka. Hinsvegar geta Bretar ekki skil- ist við Frakka, þó að þeir fengi þessu framgengt. — En vel má vera, þó að aldrei fáist vitneskja um það, að Þjóðverjar hafi ráð- ið sínum ráðum í því trausti, að þessi tillaga „Times“ mundi runnin undan rifjum bresku stjórnarinnar, og talið sé víst, að að henni yrði farið að lokum. En ef svo væri, þá er það mikil ábyrgð sem á blaðinu livílir, enda liefir það fengið þunga dóma fyrir framkomu sína, og þykir nú nokkuð brugðið þess- um fornfræga „stjórnmála- áttavita“ breska heimsveldisins. I.O.O.F. 1=1209168V2=9 III Veðrið í morgun. I Reykjavík 5 st., heitast í gær 10, kaldast í nótt 9 st. Úrkoma 1,8 mm. Sólskin 2,3 st. Heitast á land- inu í morgun 7 st., á Reykjanesi, kaldast 2 st., á Siglunesi, Raufar- höfn, Grímsey og Fagradal. — Yf- irlit: Lægð skamt vestur af Bret- landseyjum á hreyfingu í austnorS- austur. — Horfur: Alt landið: Hægviðri. Þurt og víða bjart veður. Skipafregnir. Gullfoss kom til Leith í morgun. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss kom kl. 11 í morgun frá útlönd- um. Dettifoss er á Akureyri, Lag- arfoss í Kaupmannahöfn. Selfoss er fyrir norðan. Ármann. Innanfélags drengjamót félagsins fyrir drengi innan 16 ára, hefst á Iþróttavellinum á morgun kl. 5 og heldur áfram kl. 10 á sunnudag. Kept verður í 80, 400 og 1500 m. hlaupum, hástökki, langstökki, þrí- stökki og stangarstökki, kúluvarpi, kringlu- og spjótkasti. — Ollum drengjum innan félagsins, sem eru innan 16 ára aldurs, er heimil þátt- taka. Mætið stundvíslega! Friðrik Hjartar, skólastjóri í Siglufirði, er fimt- ugur í dag. Dansleik halda knattspyrnufélögin Fram og K. R. annað kvöld að Hótel Borg. Verður þar áreiðanlega margt um manninn, þar sem þessi vel- þektu félög slá sér saman um haust- dansleik fyrir knattspyrnumenn og knattspyrnuvini. — Ætti fólk að tryggja sér aðgöngumiða tímanlega. Hlutavelta K. R. Þeir, sem eru að safna á hluta- veltuna, eiga að skila dráttunum í dag og fyrir kl. 6 á morgun, á skrifstofu K. R. í K. R.-húsinu. Golfkepnin. „Semifinalinn“ í meistaraflokki fór svo, að Hallgr. Hallgrímsson vann Gunnar Kvaran og Helgi Ei- ríksson vann Frímann Ólafsson. — I I. fl.: Sig. Jónsson vann Gunn- laug Einarsson og Ól. Gislason vann Magnús Kjaran. Ávarp. Reykvíkingar! Nú, þessa dag- ana, er verið að safna munum til hlutaveltu, er Málfundafél. Óðinn hefir ákveðið að halda sunnudaginn 25. þ. m. Tilgangur félagsins með þessari hlutaveltu er sá, að koma á fræðslustarfsemi fyrir félagsmenn nú í vetur. — Þess skal jafnframt getið, að í félaginu eru einungis fátækir verkamenn, sem sökum fjárhagsörðugleika ekki hafa getað aflað sér nauðsynlegustu fræðslu. Væntum við þess, að Reykvíkingar sjái nauðsyn þessa máls, og bregð- ist vel við og styrki málstaðinn með því að láta eitthvað af hendi til hinnar fyrirhuguðu hlutaveltu. — Hitler og Chamberlain hittast aftur i Godesberg við Rín i næstn vikn EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Frá Berchtesgaden er símað, að Chamberlain muni fljúga aftur til London í dag, en hitta Hitler aftur innan fárra daga. Chamberlain var tekið ágætlega í Þýskalandi og mæltist það vel fyrir þar, sem nærri allstaðar annar- staðar, að hann fór þangað þeirra erinda, að ræða per- sónulega við Hitler, í von um að afleiðingin yrði, að leið fyndist til lausnar deilum Súdeta og Tékka. Var ekki búist við í gærkveldi, að viðræðum Hitlers og Chamberlains yrði lokið fyrr en á laugardag, en orsök þess að hann kemur aftur fyrr en búist var við er tal- in sú, að Hitler hafi rætt við hann tillögur, sem Cham- berlain vill ræða á fundi með stjórn sinni. Það vekur því engu minni eftirtekt að Chamberlain kemur fljótt aftur, en hversu skyndilega hann tók á- kvörðun um að fara til Þýskalands. Og ekki dregur það úr athygli þeirri, sem fregnir um þetta vekja, að fregnir frá Prag herma, að Runciman lávarður komi til London, sennilega í dag, til þess að taka þátt í um- ræðum Chamberlains og bresku ráðherranna. Sá fréttaritari, sem nánastar fregnir hefir símað um þetta mál alt, er Ward Price, fréttaritari Daily Mail, sem í seinni tíð hefir vakið á sér mikla athygli fyrir hve fljótt hann hefir aflað sér frétta um það, sem er að gerast í Ítalíu og Þýskalandi. Er talið, að hann hafi samband við menn, sem eru Hitler mjög handgengnir. * Ward Price segir, að þýska ríkisstjórnin muni senda stjórn Tékkóslóvakíu harðorð mótmæli út af meðferð þeirri, sem Súdetar sæti. Muni þýska stjórnin hóta því í orðsend- ingu þessari, að handtaka ýmsa tékkneska menn, sem búsettir eru í Þýskalandi, og halda þeim sem gislum, uns Súdetar sé í öllu Iátnir njóta sömu verndar og öryggis sem aðrir borgarar ríkisins. Ward Price segir ennfremur, að Chamber- lain og Hitler muni hittast aftur í Hotel Dres- den í Godesberg við Rín í næstu viku. Undir viðræðunum lagði Hitler áherslu á það, að knýjandi nauðsyn væri að finna leið til róttækrar lausnar á deilumálinu eins fljótt og auðið væri og gerði því næst Chamberlain grein fyrir skoðun sinni á því, hvernig leysa mætti deiluna. BRESKA HERSKIPIÐ „CORNWALL“ Á LEIÐ TIL ÍSLANDS í HEIMSÓKN FÆR SKIPUN UM AÐ snOa heim. Fyrir nokkru var tilkynt breska konsulatinu hér að her- skipið Cornwall, sem er 10 þús. smálestir að stærð, mundi koma hingað í heimsókn. Yar búist við að skipið kæmi hingað í gær. í stað þess kom skeyti sem tilkynti að skipið hafi fengið skipun um að snúa við og fara til Bretlands. Sýnir þetta meðal annars að Bretar búast við hinu versta og eru við öllu búnir. Krhtján Loftsson lauflavörínr er sjötíu og fimm ára í dag. Hann hefir fyi'ir nokkru látið af varðarstöðu við þvottalaug- arnar, en henni hefir hann gegnt um 17 ár, og dvelur nú á heim- ili sonar síns, Einars B. Krist- jánssonar trésmíðameistara á Freyjugötu 37 hér í bænum. Kristján er fæddur 16. sept. 1863, að Hallsstöðum á Fells- strönd og ólst hann upp í þvi héraði, en fluttist síðan til Snæ- fellsness. .>: Kristján kvongaðist Ingi- björgu Einarsdóttur, hinni á- gætustu konu, en hún lést i fyrra. t Reykjavík hefir Kristján dvalið rösk 20 ár og er hér mörgum kunnur og öllum að góðu, enda getur ekki vingjarn- legri né þægilegri mann i allri umgengni. Þrátt fyrir aldurinn er Kristján ern og ungur i anda, glaður og reifur og liinn hress- asti. Við vinir hans óskum honum innilega til hamingju i tilefni dagsins og þökkum honum alla góða viðkynningu og vel unnin störf. K. G. Eigum við að dansa? heitir amerísk mynd, sem Gamla Bió sýnir i kveld. Er þetta dansa- mynd, eins og nafniS ber meS sér, og leikur dansparið góðkunna Ginger Rogers og Fred Astaire ac5- alhlutverkin. Hafa þau jafnan þótt næg meSmæli meS myndum, sem þau leika í. Næturlæknir. Bergsv. Ólafsson, Hávallag. 47, sími 4985. •— NæturvörSur í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. Skemtun í Jósepsdal. Á sunnudaginn keniur verður haldin útiskemtun i JósepsdaL, til ágóða fyrir skiðaskála Ár- manns, ef veður verður gott. Skemtunin hefst kl. 3 með stuttri ræðu, en þar á eftir fer fram fimleikasýning (1. flokk- ur kvenna úr Ármanni), glíma, knattleikskeppni, pokahlaup, skriðukapplilaup o. fl. Á eftir verður dansað á upplýstum palli. Nægar veitingar verða í skálanum og merki verða seld til ágóða fyrir staðinn. Þamá verður ágætt tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast Jósepsdal og umhverfi hans, því bílferðir verða alveg upp að skála. Fjall- göngumenn ættu heldur ekki að sitja sig úr færi með að ganga nú á fjöll, ef bjart veður verður. Ferðir verða frá B. S. í. frá kl. 2 e. h. og greinilegt merki er við veginn, þar sem vegurinn í Jó- sepsdal liggur að akveginum. Togarar á isMveiðum. Belgaum og Þórólfur fóru á ísfiskveiðar i gær. Eru nú all- margir togarar, sem voru á síldveiðum, komnir á ísfiskveið- ar, þ. e. Baldur, Kári, Hannes ráðherra, Karlsefni, Bragi og Gulltoppur. Togararnir veiða fyrir Þýskalandsmarkað og hafa sölur verið góðar það sem af er. Aðrir togarar og l.v. Ólafur Bjarnason búast á ísfiskveiðar. Nýja Bíó j heldur áfram að sýna Heiðu með Shirley Temple, og er ekkert lát | á aðsókninni. ! Chamberlain mun nú ræða við stjórn sína það, sem Hitler lagði til. Loks ætlar Ward Price, að Hitler hafi gefið Chamberlain nýjar upplýsingar varðandi deilumál Súdeta og Tékka, upp- lýsingar, sem Chamberlain var áður með öllu ókunnugt um. Deilumál Súdeta og Tékka var eina málið, sem Chamber- lain og Hitler ræddu ítarlega. United Press. Munum verður veitt móttaka í Varðarhúsinu, uppi, næstk. laugar- dag kl. 4—7 e. h. Sömuleiðis verða þeir sóttir heim til fólks, ef þess er óskaS, og er þá fólk vinsamleg- ast beðið að hringja í síma 3315 og 2339. /. H. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur: Norræn- ir söngvar. 19.50 Fréttir. 20.15 Er- indi: Vinnuskólar, I (LúSvig Guð- mundsson skólastj.). 20.40 Strok- kvartett útvarpsins leikur. 21.15 Hljómplötur: a) Sónötur eftir Brahms. b) Harmóníkulög. BRESKAR HERNAÐARFLUGVÉLAR af nýjustu gerð sjást á myndinni hér að ofan. Flugvél ein af slíkri gerð flaug nýlega frá Ed- inborg í Skotlandi til Lundúna með 408,75 mílna hraða á klst. Flugvélar þessar eiga að hafa bækistöð í Englandi, en geta flogið inn yfir Evrópu, eftir því, sem þörf gerist.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.