Vísir - 16.09.1938, Side 7
Föstudagiim 16. sept. 1938.
V I S IR
%
| Jens B. Waage |
JP fyFFism bankastjópi. ^
Jens Benedikt Waage var
fæddur í Reykjavík 14. dag
marsmánaðar 1873 og dvaldist
hér alla ævi, utan þau árin,
sem liann var að námi i Kaup-
mannahöfn. Hann andaðist að
heimili sinu 10. þ. m., eins og
frá hefir verið skýrt hér i blað-
inu.
Foreldrar hans voru þau
Eggert stúdent og kaupmaður
Waage og kona lians Krislín
Sigurðardóttir. — Eggert
Waage var sonur Magnúsar
bónda í Stóru-Vogum Jónsson-
ar dannebrogsmanns Daníels-
sonar sama staðar. Kona Magn-
úsar Waage var Guðrún Egg-
ertsdóttir, prófasts í Reykholti
Guðmundssonar, tugthússráðs-
manns iVigfússpnar, og konu
hans Guðrúnar Bogadóttur
hins gamla i Hrappsey Bene-
diktssonar.
Kona Guðmundar Vigfússon-
ar var Guðrún Þorbjarnardótt-
ir hins ríka í Skildinganesi
Bjarnasonar, Bergsteinssonar
á Airnarhóli í Rjeykjavík, og
er sú ætt ein hin fjölmennasta
með Reykvíkingum, áð því er
Klemens Jónsson telur.
Guðmundur „ökonómus“ var
sonur Vigfúsar í Hjörsey Sig-
urðssonar, Einarssonar, Þor-
steinssonar sýslumanns í
Þykkvabæ Magnússonar.
Móðir Guðmundar var Sig-
ríður Guðmundsdóttir, sýslu-
manns Signrðssonar lögmanns
Jónssonar i Einarsnesi. Er það
Einarsness-ælt. En lcona Guð-
mundar frá Einarsnesi var
dóltir Eggerts Björnssonar liins
ríka á Skarði og Valgerðar
dóltur Gísla lögmanns Hákon-
arsonar.
Jón bóndi Daníelsson í
Stóru-Vogum, langafi J. B. W.,
var einn liinn gagnmerkasli og
kunnasti bóndi sinnar tíðar hér
á landi og lifir minning hans
enn um Suðurnes. Kallaður var
liann einkennilegur um margt
og ekkí allra vinur, rammur
að afli, manna vitrastur og
drengur í raun. Ilafa margar
sögur af honum gengið og sum-
ar verið hirtar í sagnakverum.
Foreldrar frú Kristínar
Waage, móður Jens banlca-
stjóra, voru þau Sigurður stú-
dent á Stóra-Hrauni, Magnús-
son frá Gróttu á Selljarnar-
nesi; og kona hans Ilalla Jóns-
dóttir frá Minna-Núpi. Henn-
ar er getið í Kambsránssögu,
þvi að gefin var hún áður Jóni
Geirmundssyni, þeim er komst
í Kambsránið, en skilin voru
þau, er það mál varð. Hafði
hún aftekið að vera samvist-
um við hann og var talið, að
liún grunaði hann um hvinn-
sku, þó að ekki léti liún það
uppi. Þótti Bjarna skáldi Thor-
arensen, er sýslumaður var i
Ái'rnesþingi áriin 1820—1822
hún vera ein hin mesta kven-
hetja og skörungur, er hún fór
frá manni sínum og fékst ekki
til að greina neinar ástæður.
Voru slíkar tilteklir ekki öll-
um lientar á þeirri tið, er
almenningsálitið fordæmdi
hjónaskilnaði og tók ekki hvað
sist hart á konum, ef þeirra
voru upptökin. Halla þessi var
systurdóttir Jóns sýslumanns
Guðmundssonar í Vík í Mýr-
dal, þess er mikill þótti í munni
og fara kvaðst með hernaði
gegn Jörundi hundadagakongi,
ef hann freistaði þess, að lieim-
sækja Skaftfellinga. Þess er
einhversstaðar getið, að Halla
liafi dvalist með Jóni sýslu-
manni frænda sínum í æsku,
og að faðir hennar hafi verið
afkomandi Magnúsar í Bræðra-
tungu og Þórdísar Jónsdóttur,
biskups Vigfússonar.
Jens B. AVaage var ungur til
menta settur og laulc stúdents-
prófi vorið 1891, átján vetra
gamall. Sigldi þá lil háskóla-
náms i Kaupmannaliöfn og
lagði stund á lögvísi, en lauk
ekki embættisprófi. Kom heim
liingað laust fyrir aldamótin
og fékst við kenslu og fleiri
störf hin næstu misseri, en mun
ekki hafa liaft fasta stöðu, uns
Islandsbanki tók til starfa.
Gerðist hann þá þegar fastur
starfsmaður bankans, og var
þar æ siðan, meðan heilsan
leyfði. Fyrst aðstoðarmaður,
siðar aðal-bókari og loks banka-
stjóri, skipaður í þá stöðu árið
1924. En þá var lieilsan senn
að þrotum komin. Þrem árum
síðar var lionum snögglega
kipt úr opinberu lífi og starfi.
Arorið 1927 fékk liann heila-
blæðingu og gat eftir það eng-
um störfum sint og tók aldrei
á heilum sér. Fyrst í stað var
honum naumast liugað líf, en
smám saman hrestist hann þó
svo, að liann hafði ferlivist oft-
ast nær. Síðustu dagana fyrir
andlátið var hann all-liress og
hýr og ljúfur að vanda, en
þyngdi snögglega snemma
morguns hinn 10. þ. m., og var
þá skamt umskiftanna að bíða.
— Ellefu ár og f jóra mánuði —
eða fullan sjötta liluta ævinn-
ar — var hann reyrður sjúk-
dóms-fjötrum svo liörðum, að
hann fékk nálega enga björg
sér veitt. Það voru þung örlög
og miskunnarlaus. En liann
kvartaði ekki. Eg kom til hans
nokkur hundruð sinnum þessi
árin og lieyrði hann aldrei
mæla æðru-orð né kvarta. Slíkt
var andlegt þrek lians, þolin-
mæði og stilling. — Hann var
einn af hetjunum í krossför
lýðsins.
J. B. W. var þannig af guði
gerður, að liann vildi alt böl
bæta, og livers manns vand-
ræði leysa. Brjóstgæðin voru
svo mikil, að hann mátti ekk-
ert aumt sjá. Hann var ávalt
boðinn og búinn til liðsinnis,
liver sem i hlut átli, og þó eink-
um, ef snauðir menn og um-
komulitlir áttu við þungt að
etja. Og þeir voru áreiðanlega
margir, sem leituðu hans i
nauðum sínum og söknuðu vin-
ar í stað, er hann var á sjúkra-
heð lagstur. Hann var miklu
örlátari en svo, að honum gæti
haldist vel á fé og orðið efn-
aður maður. Honum mun og
ekki liafa þótt mjög undir þvi
komið, að safna þeim auði,
sem mölur og ryð mega
granda. Ilann var kærleikans
maður og barn i hjarta.
Jens B. Waage kemur mjög
við sögu leiklistariímar hér á
landi. Hann var einn af braut-
ryðjöndunum í því mikla
menningarstarfi, sem „Leikfé-
lag Reykjavíkur“ vann liér um
langt skeið, og lagði þar á sig'
mikið erfiði. Og liann var ó-
neitanlega sá maðurinn, sem
mótaði starfsemi félagsixis
einna mest — með leik sínum,
leikritavali og leiðbeiningum
þeim, sem hann lét öðrum leik-
öndum i té. Hann var áreiðan-
lega frábær leikari að eðlisfari
og mundi hafa komist í fremstu
röð meðal leiklistarmanna, ef
borinn hefði verið fjölmenn-
ari þjóð og mannaðri i þeim
efnum og helgað listinni starf
sitt. Svipað mundi og mega
segja um suma aðra íslenska
leikendur, bæði lífs og liðna.
Honum var og einkar sýnt um
að leiðbeina öðrum og fá þann
svip á leikinn, að úr yrði sam-
ræmd og listræn heild .
J. B. AV. var fjölhæfur leik-
ari, lék á marga strengi og oft-
ast með miklum ágætum. En
bestur fanst mér liann þó að
öllum jafnaði í alvarlegum
hlutverkum — lilutverkum
með þungri undiröldu vold-
ugra ástriðna og lieitra tilfinn-
inga. Þar var hann einatt stór
og stærstur er mest á reyndi.
En það er aðalsmark hinna
miklu leikara, að vaxa með
verkefnunum. —
Eg sá hann leilca mörg lilut-
verk, sum harla lærdómsrík og
merkileg. Þessi eru mér einna
minnisstæðust nú í svipinn:
Iversen í „Apanum“, Prinsinn
í „Heidelberg“, John Storm og
Sigurður Braae í samnefndum
Ieikrituxn, Dr. Stockmann í
„Þjóðníðiixgnum“, síra Mand-
ers í „Afturgöngum“, Álfa-
konungurinn í „Nýársnóttinni“
Tengdapabbi i samnefndu
leikriti, Þorgeir i „Syndum
annara“, Galdra-Loftur í sam-
nefndu leikriti og Röd liöfuðs-
maður i „Auguixi ástarinnar“.
Þegar saga leiklistarinnar
bér á landi verður skráð, mun
Jens B. Waage getið þar sem
þess manns, er eklci hvað sist
bar hita og þunga dagsins á
frumbýlingsárum hinnar göf-
ugu listar.
Jens B. AVaage kvongaðist
9. september 1902 ungfrú Eu-
femíu Indriðadóttur skálds
Einarssonar og frú Mörtu Pét-
ursdóttur (Guðjohnsen), flug-
gáfaðri konu, skemtilegri og
óvenjulega fjölfróðri í mörg-
um greinum, en þó einkum i
sögu þjóðarinnar og ættvisi.
Ilefir sambúð þeirra lijóna
verið eins og tilhugalíf eða
ljómandi ásta-vor alla tið, og
frú Eufemía sýnt það greini-
lega í langvinnum veikindum
manns síns, hversu mjög hún
hefir unnað honum og alt vilj-
að fyrir liann gera, er létt gæti
hinn þunga sjúkdóms-kross.
Árum saman hefir hún setið
yfir lionum með sárum kvíða,
þvi að við þvi mátti búast, að
engill dauðans kæmi þá og þá
og svifti hana þeim ástvinin-
um, sem alt hennar líf var
lielgað. Og oftar en nokkurn
grunar, mun hún hafa lifað í
huganum þann þunga harm,
sem yfir hana liefir nú gengið.
Þeim varð átta barna auðið
og lifa nú af þeim lióp aðeins
tveir synir: Indriði, banka-
maður og leikari, og Hákon,
starfsmaður i Sanitas. Sex
börnnm hafa þau orðið á bak
að sjá, sumum stálpuðum, og
síðast — fyrir rúmum tveim
árum — einu dótturinni, sem
•
eftir lifði, yndislegri stúlku á
tvítugasta ári. Þau vonuðu í
Iengstu lög, að þau fengi að
hafa telpuna sína hjá sér, en
hún var líka frá þeim tekin.
Það var þungbær missir, en
þau buguðust ekki og voru
þó illa undir það svöðusár bú-
in. Menn segja, að timinn mýki
meinin og má það til sanns veg-
ar færast. En hitt mun þó ekki
síður, að sá sem ræður sendi
— að ósýnilegum leiðum —
huggun og styrk öllum þeim,
sem þjást og sakna.
Jens B. Waage var trú-
hneigður maður, hugsaði mjög
um andleg mál og þótti golt
um þau að ræða. Hann liefir
nú verið leystur úr fjötrum
lirörnaðrar tjaldbúðar ogkvadd-
ur til nýrra heima. Og lionum
mun vel farnast, þvi að hann
var góður drengur.
Páll Steingrímsson.
Smjör
altaf nýtt
Laugavegi 1.
Útbú, Fjölnisvegi 2.
Ostarnir fást nú með heildsöluverði og er því sjálf-
sagt fyrir hvert heimili að birg ja sig upp af ostum. Þeir
eru m.jög holl fæða og innihalda mikil bætiefni svo sem;
Fituefni, eggjahvítuefni, sölt og f jörefni.
Pantið sunnudagsmatinn strax í dag, þá f áið þér góð-
ar vorur.
í matinn:
Hjörtu.
Lifur.
Nýsviðin Svið.
Dilkakjöt.
Frosið kjöt, lækkað verð.
Kjöt af fullorðnu.
Hangikjöt.
Hakkað buff.
Bjúgur. Pylsur.
Kjöt- og fiskfars.
Ostar með heildsöluverði
Jðn Mathiesen
Símar: 9101, 9102, 9301.
Svínakötelettnr
Svfnasteik
Laugavegi 48. Sími 1505 Í5
|
söoísooccíscocoooooíscoooísoo;
sooísooooíxsoooooooísísoooísooí
Nýtt |
Dilkakjöt f
Nýsviöin svið
Buff — Steik
Gullasch
Hakkabuff
Frosið dilkakjöt.
Nýjar rófur og
kartöflur
og allskonar
GRÆNMETI.
Ö
p Gleymið ekki
II ódýra kjötinu.
jn
i KjöíbUöin
I Herðnbreið,
S’ Mafnarstrseti 4
| Sími 1575.
soo; soooo; xsooo;sooo; soooo; soo;
Dilkasiátur
fæsí í ðag og
á morgun.
Sláturiélag Snðnrlands,
Nýslátrað
Svlnakjöt
Nýtt
Nantakjöt
Kjöt &
Fiskup9
Símar 3828 og 4764.
Smálúöa
Stntnopr
Ýsa
Glænýtt
Fæst i öllum útsölum.
Jðns & Steingrims
Nýslátraö
Dilkakjot
Frosin
Ðilkalæpi
Nýreykt
Sauðnkjöt
Kindabjúgu.
Miðdagspylsur.
Wienarpylsur.
Hakkað kjöt.
Hvítkál. Gulrætur.
Blómkál. Agúrkur.
Tómatar
og fleira.
Kjöt og
fiskmetisgeFðin
Grettisgötu 64. Sími 2667.
Fálkagötu 2. Sími 2668.
V erkamannabústöðunum
Sími 2373
Reykhúsið. Sími 4467.