Vísir - 28.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1938, Blaðsíða 3
Föstudaginn 28. október 1938. VISIR 3 KanpfélBgin njóta óefllilegra friflinda í útsvars og skattagreiðslum. Ákvæði sem upphafiega var skotid inn í lögin til bráða- birgöa, gerir kaupfélögin í rauninni útsvarsfrjáls. Fátt sýnir ljósar fláttskap og hlutdrægni núverandi ráða- flokka í landinu, en löggjöfin og framkvæmd hennar á sviði skattamálanna. Engri heilbrigðri meginreglu er þar fylgt, sem gerir öllum jafnt undir höfði, heldur lítur svo út að takmark löggjafans og stjórnendanna hafi öllu frekar verið hitt að traðka skóinn ofan af hælum sumra, en klæða aðra í klofhá vaðstígvél til þess að þeir gætu vaðið sorann án þess að finna verulega til þess. Af soranum er nóg í þjóðfélaginu umfram það, sem ástæða hefði þurft að vera til og þá einkum á sviði skatta- og tollamálanna. Ekkert er ömurlegra við að búa en misrétti í hvaða mynd, sem það klæðist, en ekkert mis- rétti liefir tekið á sig þykkari blæju en dekrið við kaupfélags- skapinn í landinu. Kaupfélögin hafa undanfarin lár rekið starf- semi sína á þann hátt að þau hafa fyrst og fremst verið rek- in sem hrein ágóðafyrirtæki, og sannar vöruverð þeirra það, bæði áþeim stöðum,þar sem þau ein ráða öllu um verðlagið og einnig þar, sem þau starfa í samkeppni, að þar er ekki fyrst og fremst verið að liugsa um hag fjöldans, heldur koma þar alt önnur og lakari sjónarmið til greina, sem ekki er ástæða til að rekja frekar. Frá upphafi hefir löggjafinn búið svo að kaupfélagsskapnum i landinu, að liann á einn allan réttinn og almenningur verður i ýmsum myndum að taka á sig þær byrðar, sem eðlilegt hefði verið að kaupfélagsskapurinn hefði horið. Því til sönnunar nægir að benda á það ákvæði útsvarslaganna, að kaupfélög og öimur samvinnufélög skuli að eins -greiða útsvar af arði „síðasta útsvarsárs, sem leiðir af skiftum við utanfélagsmenn, eftir sömu reglum og kaup- menn sama staðar“. Frá upphafi hefir þetta á- kvæði reynst svo, að kaupfélög- in hafa að mestu leyti verið út- svai*sfrjáls, en þegar þar við bætist að þau hafa á hinum síð- ari árum notið sérstakra frið- inda í verslun og viðskiftum, þá virðist ekki óeðlilegt að þetta ákvæði útsvarslaganna væri lekið til endurskoðunar að nýju. Ákvæði þetta var upphaflega sett i lög er kaupfélagsskapur- inn var á byrjunarstigi og á- kvæðinu var laumað inn sem bráðabirgðaákvæði, sem af- numið myndi verða er kaup- félagsskapurinn liefði náð nokkurri fótfestu liér í landi. Þetta reyndist vfirskinsástæða og nú lítur út fyrir að málsvar- ar samvinnufélagsskaparins ætli að lialda dauðalialdi í þessi óeðlilegu forréttindi, þrátt fyrir það þótt tekjur bæjar- og sveita- félaga fari rénandi með ári liverjiú og byrðar almennings þyngist með vaxandi erfiðleik- um með hverjum degi sem líður. Nú er svo komið málum, að valdhafarnir hafa um margra ára skeið unnið markvist að jiví að koma kaupmannastéttinni í landinu á kné, og má lieita að þeim liafi orðið vel ágengt í þvi efni. Samfara versnandi liag kaupmanna dregur úr þeim gjöldum, sem þeir liafa greitt til opinberra þarfa. Þótt sam- vinnufélögin aukist og marg- faldist í skjóli óréttlætisins, neita þau að bera byrðarnar, en lieimta réttindin. En liver borg- ar brúsann? Það verður al- menningur að gera, og er þann- ig óbeint skattlagður vegna kaupfélagsstarfseminnar í landinu. Það eitt nægir ekki að kaup- félögin hafi þau forréttlndi að greiða engin útsvör, lield- ur sleppa þau einnig að mestu við að greiða slcatt og er algert ósamræmi milli ákvæða skattalaganna ef miðað er við samvinnufélög annarsvegar, en einstaklinga eða hlutafélög hins- vegar. Það yrði oflangt mól að rekja það misrétti í þessari grein, enda vei'ður það rakið síðar. Hitt er höfuðskömm að innan þessa þjóðfélags skuli slíkt mis- rétti þolast, sem að framan greinir, og almenningur verður að krefjast þess að kaupfélögin taki á sig skyldur í réttu hlut- falli við þau fríðindi sem þau njóta frá hendi valdhafanna á verslunarsviðinu. Það er óeðli- legt að almenningur greiði skatt til kaupfélaganna, umfram það, sem eðlilegt væri að hann greiddi til í’íkis, bæja og sveitar- félaga og þá verður að krefjast að hlutdrægnin víki fyrir rétt- lætinu, og ráðin verði bót á þessu hneyksli þegar á næsta þingi. Þegar kaup vinnustúlkna hækkaði létu amepískar liús- mæður eiginmennina annast liúsvepkin. Sú var tíðin, að hjónaband og lieimilistörf voru talin eina virðulega staðan, sem konum stóð til boða. Þá var það, talinn sjálfsagður hlutur, að engin vinna félli konunni eins vel og heimilisstörfin. Nú er liugsunar- hátturinn orðinn annar, sem eðlilegt er. Hvert einasta starf í þjóðfélaginu stendur, að lög- um, eins opið kvenmanni og karlmanni. Nú á dögum er verkahringur konunnar síður en svo bundinn við heimilisstörfin ein, heldur má sjá liana vinna við lilið karlmannsins í því sem næst hverri starfsgrein. Afleiðingin af þessum breyttu liögum konunnar er meðal ann- ars sú, að fleirum giftum kon- um þykja heimilsstörfin fá- breytt og leiðinleg, en áður var. Óánægðar liúsmæður eru á liverju strái, ef vel er að gáð. Undir niðri finst þeim æfin fá- breytt, sifelt sama vinnan frá morgni til kvölds, eins og æfin verði að engu, eða eyðist í ó- skemtiíegt hversdagslegt strit. Margar af þessum óánægðu konum hafa átt góða daga og notið mikils frjálsræðis áður en þær giftust. Þær liafa dvalið í skólum og notið álíka frelsis og karlmennirnir. Svo fellur þeim allur ketill í eld, þegar þær verða að vera bundnar mestan liluta dagssins við matreiðslu og allskonar heimilisstörf. um kasta þúsundir kvenna frá sér ungmeyjafrelsinu og leggjaá sig fjötra hjónabandsins. Frjáls- íæðið verður létt á metunum, jafnvel þótt það sé samfara auð og allsnægtum, ef þvi fylgir ekki ástalíf karls og konu, móð- urást og barnagleði. I Það eru ekki sjálfir lilutirnir j eða vinnan, sem eru leiðinlegir. ! Leiðindin og fábreytnin búa í mönnunum sjálfum. Sama kon- S an getur stundum verið í besta 1 skapi við heimilisstörfin, stund- J tim þykir henni þau þrældóm- Fyrir nokkru rakst eg á nokk- ur heilræði, sem enskt hlað gaf þessum óánægðu húsmæðrum. Fyrsta spurningin, sem hlaðið vill leggja fyrir óánægðu liús- móðurina er þessi: Vildir þú iieldur vera ógift og ein þíns liðs? Vitaskuld kærni fæstum konum það lil hugar. En jafnvel þó að konan vildi frekar vera gift en ekki, getur æfi hennar þrátt fyrir það verið olt annað en skemtileg. En þá er galdurinn sá fyrir hverja hús- móður, að gera sér hana skemti- lega, og það er undir liverri ein- stakri húsmóður komið, livort slaða hennar verður það eða ekki. Þá má hin óánægða kona liugsa út í það, að á degi hverj- ur og strit. Sannleikurinn er sá, að öll störf, sem eru unnin með liangandi liendi, verða leiðinleg. Öll störf, sem eru unnin vel og með fullkominni alúð, verða skemtileg, og meira að segja fjölbreytt. Það er varla svo einfalt verk til, að ekki megi vinna það bet- ur og léttar en gengur og ger- ist. En þá dugar ekki að fylgja gömlum vana. Það þarf að brjóta heilann um það, gæta vandlega að hverju smáræði, æfa sig í starfinu, þangað til alt leikur í höndunum á manni. Það langt síðan kaup ^innu* stúlkna í Bandaríkjunum liækk- aði svo, að flestar lnismæður verða að vera án þeirra. Hvað tóku húsmæðurnar til hragðs? Þær fóru að hagnýta sér alls- konar uppgötvanir hugvits- manna og áliöld, sem léttu vinn- una. Þar, sem rafmagn var fá- anlegt, kom rafmagnseldavél, rvksuga, fægivél og allskonar ný eldhúsáhöld, þvottavélar, jafn- vel þvottavélar fyrir matarílát. Sjálft eldhúsið kastaði ellibelgn- um, og varð margfalt hentugra en áður. Alt þetta létti vinnuna um lielming. Og þær gerðu meira, ame- rísku konurnar. Þær skiftu húsverkunum ým- islega niður milli allra, sem vet- ling gátu valdið á heimilinu. — Sum erfiðustu verkin lentu á húsbóndanum, mörg létt verk á börnunum, en um mestan hlutann sáu konurnar. Þær ÍTALIR í BERLÍN, 30.000 verkamenn voru sendir frá Ítalíu til Þýskalands á síð- aslliðnu sumri, til þess að aðstoða við uppskeruna, með því að skortur var þar mikill á vinnuafli. Komu þeir sér saman um þetta Mussolini og Hitler. Hér á myndinni er liópurinn staddur í Berlín, og var þeim sýnd borgin og nágrennið, en því næst dreifðust þeir um Mið- óg Suður-Þýskaland. skiftu líka tímanum niður, og skyldi livert verk unnið á á- kveðnum tima. Niðurstaðan varð sú, að það varð nógur tími til allra heimil- isstarfa, og góð frístund á hverj- um degi til þess að heimsækja aðra, taka á móti gestum og þvíl. En þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Það þurfti margra manna liugvit, reynslu ótal húsmæðra og mörg ár til þess að koma þessu í kring. Hver stúlka í pilsum getur orðið húsmóðir, að nafninu til, en það er mikil list, að vera góð húsmóðir. Og liún er svo sein- lærð, að sá skóli tekur mikinn hluta æfinnar. Samvinna í flugmálum milii Japan og Norðurlanda. Oslo, 26. október. Á Norðurlanda-flugmálaráð- stefnunni, sem stendur yfir þessa dagana í Kaupmannahöfn, er rætt um samvinnu milli Jap- ana og Norðurlandaþjóðanna um að koma á reglubundnum flugferðum milli Japan og Norðurlanda yfir Sihiríu og lvína. Af Norðmanna liálfu taka þátt í umræðum um þetta Ru- dolf Olsen aðalræðismaður og Riiser-Larsen flugkapteinn. -— NRP. — FB. U. P.-í Róm. Enda þótt bifreiðafram- leiðslan ítalska liafi fyrstu sex mánuði þessa árs verið 45.2% meiri en á sama tíma í fyrra, getur framboðið hvergi nærri fullnægt eftirspurninni. Það er ófriðarblikan, sem orsakar þessa gifurlegu eftirspurn, sem liefir farið vaxandi altaf síðan Abessiníustyrjöldin liófst. ítölsku bifreiðaverksmiðj- urnar vinna 24 stundir á sólar- hring fyrir stjórnina. Auk þess sem þær framleiða bifreiðar fyrir einkaeign, framleiða þær einnig riffla, fallbyssur o. þ. h. verkfæri, svo að Italíu verði ekkert að vanbúnaði, ef strið skellur á. En það er lika annað, sem þarna kemur lil greina. Síðan ítalir voru heittir refsiaðgerð- unum, keppa þeir að því að verða sjálfum sér nógir iá sem flestum sviðuin og draga úr inn- futningnum á þeim efnum, sem ekki fást á ítaliu. ítalir framleiða ekkert stál og mest af þvi stáli, sem inn er flutt, fer til hernaðarþarfa. Af þessu leiðir, að liver sá Itali, sem vill eignast bíl, verður að greiða hann fullu verði og vel það — og bíða mánuðum sam- an eftir að fá liann afgreiddan. Á tímabilinu 1. jan. til 30. júní nam framleiðslan 31.391 vagni, en á sama tíma í fyrra að eins 21.626 vögnum. Af framleiðslu þessa árs voru 21.021 fremur léttir ferðavagn- ar, en í fyn-a nam framleiðsla þeirra 12.672. Er því aukningin á því sviði 65.9%. Af vörubílum voru á þessu ári framleiddir 3197, á móti 2285 í fyrra og er aukningin þar 40%. Ahnennustu bílarnir á ítaliu er Fiat og Lancia, en þar næst koma hinir heldur dýrari Bianchi. Fiat og Lancia eru auk þess notaðir um alla Evrópu og hefir Fiat sérstaka verksmiðju á Frakklandi. 1 dýrasta flokki er Isotta- Fraschini og hinir kraftmiklvt kappakstursbílar Alfa—Romeo og Maserati. Þar til fyrir tveim árum voru Alfa-bilarnir bestu kappakstursbílar lieims, en þá fóru hinir þýsku Mercedes- Benz og Auto Union fram úr þeim. Það er enginn vafi á því að eftirspurn yrði enn meiri, ef verðið væri ekki svo liátt sem það er. Minsta og ódýrasta gerð- in á markaðnum er 4 cyl. Fiat, kallaður Topolino (Mickey Mouse) í daglegu tali, og kost- ar 12 þús. lírur (ca. 2800 kr.). Fiatarnir, sem eru á stærð við Ford eða Chevrolet, kosta 30 þús. lírur (ca. 7 þús. kr.). Batnandi atvinnulíf í Bandaríkjunum. Oslo, 26. október. Viðskifta- og atvinnulífshorf- ur fara batnandi í Bandarikjun- I unum að undanförnu yfirleitt, j þó í sumum greinum sé um aft- j urför að ræða. Frá þvi er ófrið- I arliættan gekk um garð liefir , færst mjög til betra horfs og virðist batinn hvíla á traustum grundvelli og gefur hinar bestu vonir. NRP — FB. Farsóttir og- manndauði í Reykjavik vikuna 9.—15. októher (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 76 (79). Kvefsótt 116 (109). Gigt- sott 0 (1). Iðrakvef 19 (11). Kveflungnabólga 0 (6). Taksótt 0 (1). Skarlatssótt 6 (4). Hláupabóla 2 (3) . Ristill 2 (0). Mannslát 1 (9). — Landlæknis- skrifstofan. — (FB). PÓLVERJAR HALDA INN 1 TESCHEN. Þegar pólsku hersveitirnar héldu inn í Teclien fagnaði þeim múgur og margmenni, eins og myndin ber með sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.