Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 3
Föstudaginn 18. nóvember 1938 V I S I R 3 Gunnar Thoroddsen; Atökin í verkalýðssamtökunum og afstaða Sjálfstæðisflokksins til þeirra. CHVALKOWSIvY, utanríkismálaráölierra Tékkoslóvakíu, kemur af fundi Hitlers. —Chvalkosky liefir verið tilnefndur ríkisforsetaefni í Tékko- slóvakíu og verða ekki aðrir i kjöri. Þjóðþingið kýs ríkisforset- ann. Itóloia teilast oreiner Bayda. Eftir Stewart Brown fréttaritara U. F. í Röm. Niðurl. Hvaða stjórnmálastefnu eiga verkamenn að fvlgja? Afstaða verkamanna til stjórnmálanna hlýtur fyi'st og fremst að miðast við það, hvaða stefna er líklegust til þess að fjörga atvinnulífið og skapa þeim stöðuga vinnu, og hvaða flokkur hefir gerl mest til þess, að skapa hér l)lómlegt atvinnu- líf o,g þar með aukna velmegun alls alniennings. Þann saman- hurð þarf Sjálfstæðisflokkurinn elcki að óttast. Enda er það nú orðið áberandi, hversu verka- menn liafa á síðustu árum fylkt sér í flojkk með Sjálfstæðis- mönnmn og yfirgefið þá flokka, sem öllu lofuðu, — gulli og grænum skógum, —- en sem ekkert af því gátu efnt. En auk þessa stóra áhúga- máls, sem er stöðug atvinna, þá eru auðvitað mörg hagsmuna- mál, sem yerkamenn eiga, og sem samtök þeirra ættu að beita sér fyrir. Það eru meðal annars Ijætt vinnuskilyrði, meiri holl- usta á vinnustöðvum, bygging- armál þeirra, mentun þeirra og barna þeirra o. fl. Sérstaklega vil eg minnast á eitt, sem ungir Sjálfstæðismenn hafa einkum beitt sér fyi'ir, og það er, að verkamenn o,g aðrir starfsmeiin fyrirtækja fái hlutdeild í arði þeirra. En að þessu er ekki tími til að vikja hér. En næsta spurn- ingin er sú, hvaða leiðir þessi stétt á að fara, til þess að fá kröfum sínum um kjarabætur og hagsmunamál framgengt. Stéttasamtök. Þar til er fyrst að svara, að hún á auðvitað, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, rétt á að mynda sér stéttarsamtök. Hvcr stétt þjóðfélagsins hefir sam- eiginleg hagsmuna- og baráttu- mál, og því sjálfsagt og eðlilegt, að þeir sém henni Vilheyra, bindist samtökum um það að liera þessi mál fram til' sigurs. Slík stéttasamtök eiga vitanlega ekkert skylt við stéttabaráttu og stéttaliatur kommúnismans. Alveg sama máii gegnir urn verkamannastéttina, hún á full- komna og réttmæta kröfu á að liafa sín eigin stéttarsamtök, sem berjist fyrir liennar áliuga- málum, og sem fult tillit sé tek- ið til. Verkamannafélögin. Þess vegna hafa verið stofn- uð hér á landi verkamannafélög á öllum þeim stöðum, þar sem nokkura verulega atvinnu er að fá. Það er einnig svo komið, að verkamannafélögin eru alstað- ar viðurkend sem fullgildur samningsaðili við atvinnurek- endur, um kaup og kjör verka- manna. Og loks mun það orðin gildandi regla víðast hvar, að enginn getur fengið vinnu nema hann sé félagsbundinn í verka- mannafélagi þar á staðnum. í þessum verkamannafélög- um eru vitaskuld menn af öll- um stjórnmólaflokkum. Is- lenskir verkamenn skiftast auð- vitað eins og aðrar stéttir milli stjórnmálaflokkanna, eftir lífsskoðun og eftir sannfæringu um það, livaða stefna sé heil- brigðust, og livaða stjórnmála- flokkur liafi unnið þjóðinni mest gagn. En þegar svo er komið, að | allir verkamenn eru í verka- mannafélögum, og að enginn getur fengið nokkura atvinnu nema að hann sé félagsbundinn í slíkum stéttarfélögum, -— þá er liitt líka augljóst, að í lýð- ræðisríki, sem byggist á al- mennum kosningarétti og jafn- rétti manna, hlýtur það að vera skýlaus krafa, að allir verka- menn njóti sömu réttinda í verkalýðsfélögunum og í alls- herjar sambandi þeirra. Lýðræðið fótum troðið í A iþýðusambandinu. En hér á íslandi liafa þau tíð- indi g)erst, að þessi sjálfsagða mannréttinda- og jafnréttis- krafa verkamannanna er fótum troðin. Verkamannafélögin um land alt liafa myndað með sér allsherjarsamband, Alþýðusam- bandið. Þetta samband á að vera landssamband eða samtök allra verkamannafélaga á land- inu, það á að berjast fyrir hags- munamálum þeirra, sem í því eru. En þá gerist það furðulega fyrirbrigði, sem tæplega munu dæmi lil í noklcru lýðfrjálsu landi, að sumir verkamenn í þessum félögum eru sviftir þeim einföldustu mannréttind- um að vera kjörgengir á sitt eigið stéttarþing. Alþýðusam- bandið hefir síðan 1930 liaft í lögum sínum svoliljóðandi á- kvæði, sem áður var 14. gr. lag- anna, en er 49 gr. í nýju lögun- um: „Kjörgengir á sambandsþing og í aðrar trúnaðarstöður inn- an Alþýðusambands íslands og Alþýðuflokksins eru þeir menn einir, sem eru alþýðuflokks- menn og ekki tilheyra neinum öðrum stjórnmálaflokki. Hver fulltrúi er skyldur til, áður en kosning hans er sam- þykt á sambandsþing, að undir- rita hjá stjórn sambandsins yf- irlýsingu um, að hann skuld- bindi sig til að blýða i öllu lög- um sambandsins, stefnuskrá Al- þýðuflokksins, samþyktum sambandsþinga o,g samþyktum sambandstjórnar milli þinga“. Með þessum fyrirmælum eru allir verkamenn, sem elcki ját- ast undir jíólitiska skoðun og stefnuskrá Alþýðuflokksins, sviflir þeim rétti, að gela orðið fulltrúar fyrir sína stétt og fyr- ir sitt verkalýðsfélag á stéttar- þingi verkamanna, sviftir rétti til að komast í stjórn verklýðs- samtakanna, sviftir rétti til að komast i lýð nýstofnaða verka- málaráð, og í sérhverja trúnað- arstöðu innan Alþýðusambands- ins. Á þeim verkamönnum, sem ekki fylgja Alþýðuflokknum, hvíla liinsvegar sömu skyldur og á alþýðuflokks-verkamönnum. Þeir eru skyldir að vera í verk- lýðsfóJagi til að fá vinnu, og þeir eru skyldir til að greiða gjöld sín til verklýðsfélaganna, og þar með til Alþýðusambands íslands. I verkamannafélaginu Dagsbrún verður hver ein- asti verkamaður að greiða 16 kr. á ári í félagsgsgjald, og af þessu er álitleg fúlga tekin í sjóð Alþýðusambandsins. Og svo langt er gengið, að þessum peningum, sem verkamenn eru neyddir til að gre'iða, er svo varið til pólitískrar starfsemi, sem mikill þorri verkamanna er algjörlega andvigur. Þeir verka- mcnn, sem t. d. fylgja Sjálf- stæðisflokknum að málum og vita, hvilíkt tjón Alþýðuflokkur- inn hefir unnið í atvinnumál- um landsins, þeir eru skattlagð- ir til þess að styðja baráttu þessa flokks og þá stefnu, sem að þeir vita, að leiðir til niður- dreps fyrir atvinnuvegina. Eg fullyrði, að slíkt einræði, sem fram kemur í jiessum of- beldislögum Alþýðusambands- ins, á livergi sinn líka i nokkr- um stéttarsamtökum liér á landi, né í nokkru af okkar ná- grannalöndum. Alþýðublaðið vitnar í það stundum, að áNorð- urlöndum ráði social-demokrat- ar í verkalýðssamtökunum. — Það mun vera rétt, en það staf- ar ekki af því, að i verldýðs- samtökum Norðfirlanda séu slík ofbeldisákvæði sem hér gilda, lieldur eingöngu af hinu, að þar hafa social-demokratarnir meiri liluta vérkalýðsins að baki sér og liafa þess vegna á lýðræðis- og jafnréttis-grundvelli öðlast sinn meiri hluta og valdaað- stöðu. Og þvi hlálegra er þetla einræði og ofbeldi Alþýðu- flokksforkólfanna, þar sem það eru einmitt þessir sömu menn, sem altaf eru að berja sér á brjóst og telja sig málsvara lýð- ræðis og jafnréttis, mennirnir, sem aldrei þreytast á því, að á- saka Sjálfstæðisflokkinn fyrir einræðis- og nasista-tillineiging- ar. En svo eru það þessir sjálf- skipuðu og ímynduðu postular lýðræðisins, sem setja þau mestu einræðis- og ofbeldis- ákvæði inn í lög þess félagsskap- ar, er þeir hafa umráð yfir, sem dæmi eru til i nokkrum félags- skap hér á landi. Það er því ekki að undra, þótt verkamenn, er Sjálfstæðis- flokknum fylgja að málum, berjist eindreginni baráttu á móti þessum ofbeldislögum, vilji hrista af sér klafann og eðlast full mannréttindi til jafns við aðra verkamenn. Krafa Sjálfstæðismanna er og hefir verið sú, að Alþýðusambandið verði gert að óháðu fagsambandi verkamanna. Það yrði ópólitíslct stéttarsamband verkamanna- stéttarinnar, á sama liátt og aðr- ar stéttir hafa sín stéttarsamtök, t. d. Farmannasambandið og Landssamband iðnaðarmanna. Þeir hafa krafist, að skipulag verklýðssamtakanna yrði þann- ig, að allir verkamenn hefðu jafnrétti til allra trúnaðarstarfa. En hvernig stendur á þvi, að Alþýðuflokkurinn harðneitar að breyta þessum lagaálcvæðum? Hvernig stendur á því, að flokk- urinn, sem þykist eiga svo mik- il ítök í islenskum verkalýð, þorir ekki að afnema þessi ákvæði og reyna að vinna meiri hluta í alþýðusamtökun- um á grundvelli jafnréttis og lýðræðis? Það er eingöngu vegna þess, að Alþýðuflokkur- inn veit það, að hann er orðinn í minni hluta meðal verka- manna, og með þvi móti einu, að viðhalda þessum ofbeldis- ákvæðum, getur hann liangið við völd í Alþýðusambandinu. Ef þar væru frjálsar kosningar og jafnrétti allra verkamanna, þá væri Alþýðuflokkurinn orð- inn þar undir og búinn að missa stjórn á þessum samtökum. En fjdgisleysi flokksins sést best á því, að sum verkamannafélög hafa ekki getað sent fulltrúa á Alþýðusambandsþing vegna þess, að enginn Alþýðuflokks- máður var til i þeim! Mök við kommúnista. Alþýðublaðið hefir gert sér tíðrætt um það, siðan atkvæða- greiðslan fór frarn i Dagtsbrún, að Sjálfstæðisflokkurinn sé bú- inn að gera bandalag við kommúnista. Blaðið þreylist ekki á því, að reyna að telja les- öndunum trú um, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé genginn i nokk- urskonar fóstbræðralag við kommúnista. Auðvitað þarf ekki mörgum orðum að fara um þessa fjarstæðu; allir vita það, sem nokkuð fylgjast með íslenskum stjórnmálum, að eini flokkurinn, sem hefir sýnt kommúnistum vei-ulega og á- kvcðna andstöðu og er algjör- lega hreinn af öllum mökuin við þann flokk, er Sjálfstæðis- flokkurinn. Bæði Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn liafa hvað eftir annað gerst berir að J>ví, að makka við kommúnista, njóta þeirra at- kvæða, semja við þá um stuðn- ing, og jafnvel sitja á sameigin- legum listum með þeim við kosningar. Við þurfum ekki að fara lengra en til síðustu bæjar- stjórnarkosninga, þegar jafnað- arrnenn gengu á sameiginlegan lista með kommúnistum, og nú- verandi forseti Alþýðusam- bandsins, Stefán Jóhann Stef- ánsson og Haraldur Guðmunds- son sátu þar með Einari Olgeirs- syni og öðrum kommúnistum. Og Framsóknarflokkurinn á mörg sín þingsæti að þakka stuðningi kommúnista. Sjálf- stæðisflokkurinn liefir aldrei og mun aldrei liafa nokkur mök við þenna flokk. Lífsskoðanir og stefnumál þessara tveggja flokka eru svo gjörólík, að þar getur aldrei orðið um nokkurt samstarf að ræða. Sjálfstæðis- iflokkurinn lítur ekki á Komm- únistaflokkinn sem íslenskaii flokk, heldur sem lijáleigu er- lendra valdhafa, og sem óþjóð- legan landráðaflokk. Það er þvi fáránleg fjarstæða og lieimska, að bendla Sjálfstæðismenn við kommúnista, þó að svo hafi viljað til i þetta skifti, að skoð- anir þeirra hafi fallið saman i einu einstöku atriði. Er nokkur maður svo skyni skroppinn, að lialda því fram, að Sjálfstæðis- menn hefðu átt að falla frá fyrri kröfum sinum, fyrir þá sök eina, að svarnasti andstæð- ingur þeirra, Kommúnistaflokk- urinn, var þeim samþykkur og tók undir þær? En þrátt fyrir það hefir blaðinu Tímanum þótt ástæða til að fylgjast með Al- þýðubl. og taka undir þann róg, að Sjálfstæðisflokkurinn sé genginn i „opinberl bandalag við kommúnista“, og virðist Timinn, þessi málsvari lýðræð- isins, talca í sama streng og Alþbl. að vegsama ofbeldið i Alþýðusambandinu. í þessu sambandi má minn- ast á afstöðu hinna nýbökuðu kommúnista, Héðins Valdimars- sonar, Sigf. Sigurhjartarsonar o. fl. Þessir menn hafa nú for- ystuna fyrir liði kommúnista i baráttunni móti ofbeldislögum Alþýðusambandsins. En það ev einmitt þessi sami Héðinn, sem 1930 var liöfundur hinnar al- ræmdu 14. gr„ um að svifta alla verkamenn kjörgengi, er ekki fylgdu Alþýðuflokknum. En hvað veldur því, að Héðinn hef- ir söðlað um, að hann liamasl nú gegn sinu eigin afkvæmi og talar af heilagri vandlætingu um ofbeldið? Því veldur það eitt, að áður tryggði ofbeklið völd hans og ]>e.ss flokks, sem hann þá var í, nú bitnar það á honum sjálfum og flokki hans. Systir lians, Laufey Valdimars- dóttir, kemst því alveg réttilega að orði um þessar breyttu kringumstæður í Þjóðviljanum 29. okt.: „Eg hefi litið svo á, að eðlilegt væri, að stjórnmála- flokkur alþýðunnar væri ráð- Frh. á 7. siðu. Ritstjórnargreinarnar. sem | oftast valda mestum óróa í stjórnardeildum Evrópu, eru skrifaðar á ferðaritvél af litlum manni, sem er allur snjáður i útliti. Maðurinn er Virginio Gayda hin „opinbera óopinbera mál- pipa“ Mussolinis og utanríkis- málaráðherra hans, Galeazzo | Cianos. Ritstjórahreiðrið í Gior- ; nale d’Italia er heimur Gayda. Það snýr lit að götunni, sem liggui' milli Palazzo Venezia og Palazzo Cliigi, aðsetursstaða Mussolinis og Cianos. Gavda er rólyndur og skol liærður, notar gleraugu og er mjög lítillátur i allri fram- komu. Þegar liann skrifar á rit- vélina sína, hamast liann eins og hann væri orðinn alt of seinn með „leiðarann“ sinn. Enda þótt liann sé erlendis kallaður „málpípa“ Mussolinis, er liann fyrstur manna til þess að neita því. II Duce vill lieldur ekki að neinn haldi, að liann láti menn tala „fyrir sig“, og Gayda veit það ofurvel. Þeir liittast í mesta lagi tvisv- ar til þrisvar á ári. Þeir þurfa ekki að talast við, því að Gá.yda fær púðrið í ritstjórnarbreiðsíð- ur sínar frá skrifstofu Cianos. Á hverjum morgni, hvernig sem viðrar, skýst Gayda út úr greni sínu, þar sem alt flýtur í bókum og bregður sér yfir i utanríkismálaráðuneytið. Þar hefir hann tal af Ciano eða ein- liverjum öðrum embættismanni um afstöðu ftala til lielstu utan- rikismála dagsins. Síðan snýr liann aftur til skrifstofu sinnar, sest við ferðaritvélina og rubb- ar upp „leiðara“, sem er 1000 —3500 orð. Gayda er ekki liáður neinni ritskoðun. Hann sendir handrit- in beint til setjarans. Hann veit hvað hann má segja og hvað ekki, en það kemur þó fyrir, að hann gangi of langt og fái ofanigjöf lijá utanríkismála- ráðuneytinu. En þar sem hann segir að jafnaði það sem Musso- lini býr brjósti, er jafnótt sím- að til vitlanda það, sem hann segir og greinar hans eru lesn- ar með áfergju í öllum sendi- sveitum. Enginn þekkir Gayda þegar hann kemur eða fer frá rit- stjórninni, því að ahnenningur þekkir hann að eins sem nafn. Almúga-ítalinn veit að erlend blöð birta umrnæli Gayda, cn þrátt fyrir það finst honurn greinar lians langar og leiðin- legar. Þeir skilja ekkert í því, lvvað liann getur skrifað milcið fyrir blaðið (um 300 þúsund orð árlega) og gefið jafnframt út tvær til þrjár bækur árlega. Gavda er þetta nvögulegt, því að hann vinnur frá morgunverði til háttatima. Meðan hann er ekki skrifandi, er liann Iesandi. Hann les öll stjórnmála- og fjár- málarit, er úf koma á ensku, frönsku og þýsku og dagblöð á enn fleiri tungumálum. Alt flýt- ur í timaritum á skrifstofu hans, svo að hverg er hægt að drepa niður fingri. Hann er ólíkur öðrum ttöl- um að því leyti, að liann er ó- mannblendinn, þögull og liugs- andi. Hann er hlédrægur, litl- látur — og það er gott í hans starfa. Ilann hefir unv 3000 kv. inánaðarlaun sem ritstjóri Gior- nale d’Italia og það eru ágtet laun á ítaííu. Gayda er 53 ára gamall. Haml er fæddur i Róm og lagði stund á lög og hagfræði. Ritferil sinn lióf liann skömmu eftir alda- mótin og árið 1908 gerðist liann blaðamaður við hið áhrifamikla La Stampa i Torino. Ferðaðist hann mikið fjvir það um Balk- anlöndin og Mið-Evrópu, en þeim eru fáir kunnugri en Gayda. Þegar heimsstyrjöldin hófst, var Gavda i Rússlandi fyrir Stampa. I>á gekk liánn í þjón- ustu ítölsku sendisveitaríimar, en sneri lieim 1918. Eftir þaö fór liann margar sendiferðir sem trúnaðarmaður utanríkis- málaráðuneytisins til Englands, Frakklands og Svíþjóðar. Árið 1921 var hann gerður ril- stjóri Roma Messagero og héít þvi starfi til 1926, en þá gerðist hann ritstjóri Giornale d’Italia, og hefir gegnt því starfi siðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.