Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 5

Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 5
Föstudaginn 18. nóvember 1938 V I S I R öf ÍÞRÓTTAHÖLL BUKHS í OLLERUP AÐ INNAN. Úlveggir eru úr steini. Þakgrindin úr stáli. I gólfinu er malbik, blandað korki og sameinar þessa eiginleika: Endingargott, mjúkt og þægilegt. Lengd: 72 m. Breidd 38 m. HæS um 10 m. Bukh hefir reist þetta stórhýsi af eigin ramleik. Getum við, sameinaðir, ekki leikið þelta eftir honum? Verður í þróttahöllin reist að sumri? Með liverjum deginum fer þeim fjölgandi, sem sjá og skilja nauðsyn þess, að bygt verði hér i bæ stórt og vandað íþróttaskýli eða íþróttahöll. Síð- asti vottur þess er nefnd sú, er þing knaltspyrnumanna skipaði til að atliuga þetta mál og mun nefndin vinna að þessu máli nú og skila áliti sínu á framlialds- þingi knattspyrnumanna, sem kemur aftur saman eftir tvær vikur. Öllum, sem þessu máli unna, mun vera það gleðiefni, að sjá knatlspyrnumenn okkar sýna því réttmætan skilning, og vax- andi áhuga fyrir því, að komið sé hér upp íþróttahöll eða skýli og verður það án efa til að greiða mjög fyrir framgangi málsins. Allir þeir er íþróttum unna, liafa þegar gert sér það Ijóst, að slík bygging sem íþróttahöll er skilyrðislaust mesta nauðsynja- mál íþróttamanna okkar. En slík bygging yrði fleiri en þeim að gagni, því að það liefir oft komið í ljós, að bæinn vantar tilfinnanlega stórt og rúmgott húsnæði fyrir fundahöld, iðn- sýningar, garðyi-kjusýningar o. þ. h. Eg efast um að nokkur höfuðborg i siðuðu landi eigi við jafn þröng kjör að búa í þessum efnum, sem við. Úr þessu verður að bæta og mundi það verða öllum bæjarbúum til 'stórgagns og gleði. Þrjú eru þau vandamál, sem leysa þarf í þessu sambandi. Fyrst, að úlvega nægjanlegt fé til byggingarinnar. Efast eg ekki um að það mál leysist og það mjög hæglega, geri ráð fyr- ir að hest mundi vera að stofna hlutafélag til þess og mundu færri en vildu komast þar að. Enda mundi slík bygging verða fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki og eflaust gefa góðan arð. Annað vandamálið er að fá góða lóð og styrk hjá bæjar- stjórn. íþróttamenn okkar liafa mætl þeirri velvild og skilningi hjá bæjarstjórn Reykjavíkur á síðari árum, að engin ástæða virðist lil að efast um, að hún sýni oklcur ekki fullkominn skilning á nauðsyn jiessa máls og styðji framtakið af bestu getu og láti því í té alla hugsan- lega hjálp, þegar liún sér að hugur fylgir máli af hálfu iþrótlamanna okkar. Þá er það síðasta vandkvæð- ið, en það er, hvort hægt muni vera að fá innflutt efni til slíkr- ar byggingar. Það dylst engum, að þetta mun verða erfiðasti þröskuldurinn. En er nokkur á- stæða til að efast um skilning þeirra manna, sem þeim málum ráða, á þessu mikla nauðsynja- máh allra landsmanna? Eg tel enga ástæðu, að svo stöddu, til að láta hugfallast fyrir þessar sakir. Eg er sannfærður um, að Innflutnings- og gjaldeyris- nefnd mundi ekki hregða fæli fyrir þessa sjálfsögðu fram- kvæmd, ef það yrði á hennar valdi að ráða úrslitum málsins. íþróttamenn og vinir — allir eitt! Upp með íþróttahðllina! Konungsbika rinn Stjórn Í.S.Í. hefir í síðustu Íþróttasíðu vinsamlegast svarað íyrirspurn minni í næstu Íþróttasíðu á undan, og er eg henni þakklátur fyrir þessa staðfestingu á þvi, sem eg áður hafði illan grun um. Það liafði verið eitlhvað svo hljótt um af- hendingu þessa bikars, og henn- ar ekkert minst í dagblöðunum, svo að mig var farið að gruna silt af hverju. Þó liafði mig ekki strax grunað hið rétta í þessu máli, þvi að það virðist vera orðin tiska hér, að afhenda ekki verðlaun frá íþróltamótum fyr en eftír noklcra mánuði. Stjórnin upplýsir í þessu svari sínu, að bikarinn hafi þegar í vor verið afhentur Sigurði Sig- urðssyni frá Vestmannaeyjum, sem liinum rélta vinnanda, fyr- ir afrek, er liann hafi unnið, eft- ir að kepni var lokið, og hafi framkvæmdanefnd mótsins (þ. e. stjórn Glímufél. Ármanns) felt þennan dóm, ásamt form. l.R.R. Langar mig í lilefni af þessu að biðja Vísi fyrir eftir- farandi hugleiðingar. Hvað er íþróttamótið 17. júní? Hvað er Allsherjarmólið? Og hvað er Meistaramótið ? — Eftir því sem eg fæ best séð, er það kepni sú, sem fram fer á jnótinu, en ekki mettih’aunir þær, sem fara oft frani eftir að kepni er lokið og eru sjálfu mót- inu algerlega óviðkomandi. Karl Vilmundarson varð ekki Ls- landsmeistari í stangarstökki i fyrra, þó að hann setti nýtt ís- lenskt met i sambandi við mót- ið, af þvi að annar hafði sigrað hann í sjálfri kepninni. Eins er það með Iþróttamótið 17. júní. Mótið er að eins kepnin i þeim greinum, sem auglýstar hafa verið. Sigurður Sigurðsson sigr- aði í hástökki á síðasla 17. júní móti á 1,75 m., sem gefur eftir finsku stigatöflunni 727 stig, en hann setti nýtt íslenskt met á 1.8214 m. utan mótsins, eftir að kepni var loldð. Hann getur ekki Frh. á 7. síðu. Eókapfregn. Skiðabókin, með formála eft- ir Hermann Jónasson for- sætisráðherra. Útgefandi: Bókaversl. Mímir h.f. — Steindórsprent h.f. Islenskir íþróttamenn hafa löngum átt við margskonar erfiðleika að stríða umfram er- lenda íþróttamenn. Eitt af því sem verið hefir þröskuldur i vegi iþróttamanna okkar, er skortur á góðum kenslu- og fræðibókum um liverskonar íþróttir. Sldðamenn okkar hafa ekki liingað til átt úr miklum bókmenlum að velja á íslenska tungu um iþrótt þeirra og hefir það háð framförum þeirra tals- vert, enda eðlilegt þvi að þeir eru fátækir á fé eins og ölt íþróttafélögin eru, og hafa því lieldur ekki getað ráðið til sín góða og reynda skiðakennara, nema þá stuttan tíma í einu. Er þvi hin mesta þörf fyrir góða kenslubók, sem allir geta hafl not af. En nú liefir úr þessu ræst fyrir skíðamönnum okkar, því hin ágæta kenslubók „Sldða- bókin“, sem bókaverslunin Mímir h.f. hefir gefið út, er án efa með því allra hesta, sem gef- ið hefir verið út á íslensku máli livað íþróttir snertir og tel eg að bókin sé skíðamönnum okk- ar hinn mesti fengur. Bókina hafa 20 bestu skíða- menn Norðmanna skrifað, hver um sig sérfræðingar í sinni íþróttagrein og er það besta trvggingin fjæir því að bókin sé vel skrifuð, enda hefir hún feng- ið ágætar viðtökur i Noregi og maklegt lof. Bókin fjallar um alt sem að skíðaíþróttinni lýtur og er ná- kvæmlega lýst öllu og mvndir til skýringar. Dr. Birgir Hannisdahl skrifar um „Hverjir eiga að iðka íþrótt- ir“ og er það eitt nægjanlegt til að mæla með bókinni og ætti að koma fyrir hvei’s manns sjónir. Helge Lövland, hinn þekti íþróttaþjálfari Norð- manna skrifar um „Undirbún- ings- og kepnisþjálfun skíða- manna“ og er það eins og alt sem frá Iionum kemur framúr- skarandi gott. Hann hefir og tekið saman 30 fimleikaæfingar fyrir skíðamenn og fylgja þeim góðar skýringar ásamt mynd- um. Ælti skíðamenn okkar að eignast bókina sem fyrst. Væri það vel farið, ef við eignuðumst fleiri slíkar bækur um aðrar í- þróttagreinar. Steinþór Sigurðsson, magist- er og Jón Sigurðsson skólastjóri liafa séð um þýðingu bókarinn- ar og tekist vel. P William Pickford | W. Pickford, forseti elsta knattspyrnusambands heims- ins, F. A., er nýlega látinn 78 ára gamall. Hann var og vara- forseti FIFA og með afbrigðum vinsæll maður meðal knatt- spyrnumanna um allan heim. Hafa flest erlend íþróttablöð minst lians og farið lofsamleg- um ummælum um liann og starf hans i þágu knattspym- unnar. Erlendar llróítalréttir LAWTON. Íþróttasíðunni hefir borist fyrirspurn um það, hve gamall Lawton sé, en liann er mið- framherji lijá Everton o,g Eng- landi. Lawton er aðeins 19 ára gamall, en hann hefir samt leikið í tvö ár í fyrstu deild. í fyrra skoraði hann flest mörk allra manna í I. deild, eða 28 á leikárinu. Skoraði þá félag hans 79 mörlc alls. Það sem af er kepninni í ár er Lawton búinn að skora 13 mörk af 30, sem Everton hefir skorað. Svenska Dagbladet veitir ár livert gullverðlaunapening fyrir besta íþróttaafrekið unnið þar í landi. Að þessu sinni er það hinn ágæti sundmaður þeirra, Björn Borg, sem lilotið hefir verðlaun þessi. KNATTSPYRNA. Aðalskrifari ungverslca knatt- spyrnusambandsins, hefir ný- lega samið við FA um að Eng- lendingar keppi þrjá kappleiki á meginlandinu á sumri kom- anda og verða þeir sem hér segir: Pólland—England í Varsjá. Ungverjaland—England í Búdapest. Júgóslavía—England í Bel- grad. —< Ennfremur mun Irland Ieika gegn Ungverjum. Þessir leikar fara fram í maí, að lokinni League-keppni. Knattspyrnan á Englandi. Þessir leikir fara fram á morgun. Nöfn þeirra félaga, er hlaðið telur líklegri til sigurs. eru prentuð með feitu letri. Sé bæði nöfnin með óbreyttu letri er búist við jafntefli: Arsenal Aston Villa Blackpool Brentford Derby Co. Everton Grimsby Huddersfield Portsmouth Sunderland Wolverh. W. Leicester Chelsea Leeds U. Liverpool 'Bolton W. Manch. U. Charlton Birmingham Middlesbro’ Preston N. E. Stoke City Þessir leikar fóru svo í fyrra: Arsenal—Leicester City 3:1; Blackpool—Lecds 5:2; Brent- ford—Liverpool 1:3; Derby Co. —-Bolton W. 4:2; Grimsby— Charlton 1:1; Huddei’sfield— Birmingham 2:1; Portsmoutli —Middlesbro’ 0:2; Sunderland —Preston 0:2 og Wolverh. W. —Stoke C. 2:2. Skíða- skáli K. R. K.R.-ingar liafa undanfarið unnið að því að stækka skíðaskála sinn og eru nú að ljúka því verki. Hafa þeir unnið inikið og þarft verk og enga þóknun fengið fyrir, aðra en þá, aS sjá „verkin tala“, því áhuginn fyrir þessari íþrótt innan félagsins fer mjög vaxandi og þátttaka í skíðaferðum þess í fyrra var svo mikil, að óhjákvæmilegjt þótti að stækka skálann. — Húsið er 9x8,40 m. að stærð — [xn’tbygt. Metið á kr. 15.000, en er rrnm- verulega meira virði. Það geturtekið á móti 120 næturgestum. —- Húsið er bygt í 550 m. hæð yfir sjó og liefir þvi verið mjög erf- itt að koma efni þangað, því enginn er vegurinn. Stökkbrekka er engin, nema hinar ágætu hlíðar, en seinna mun vera hug- myndin að útbúa liana. Kennari félagsins er Stefán Gíslason og. vinnur hann, eins og allir skíðamenn K. R„ kauplaust að áhuga- málum félagsins. ENGLAND—IRLAND. Englendingar keptu við íra á miðvikudag o,g sigruðu þá með 7:0. Hall, innframherji frá Tottenliam Hotspur, setti 5 mörkin, þar af 3 á þrem mín- útum. TENNIS. Danir unnu Svía nýlega i landskepni í tennis með 3—2. — Kepnin fór fram í Stokk- hólmi. BOKAVEDSLUNIN MIMIDS 1938 IHrðttafdlk! Eins og að undanförnu útvegum við SkíDa- og skantasett eftir pöntunum. PRJÓNASTOFAN H L í H Laugavegi 10. KNATTSPYRNUSTJÖRNUR. I næslu Íþróttasíðu hefst greinaflokkur um knattspymtt* stjörnurnai’ ensku, áhugamál læirra o. þ. h. og hefst flokkur- inn á grein um Tom Lawtoa (Everton). I NÆSTU ÍÞR ÓTTASlÐU mun birtast fróðleg grein er Iieitir: Iþróttalifið i Hafnarfirði, eftir Hermann Guðmundssoii, þar í bæ. — GÓÐAR. — ÖDÝRAR. — Einkaumboð á Islandi: HEILDVERSLUNIN HEKLA. LÁTIÐ Cart D. liius 5 Co„ b f. Tryggingarmiðlara annast og sjá um að öllu leyti allar tryggjngar yðar, yður að kostnaðárláustsi íþróttamenn! ungir og gamlir kaupa POKABUXUR, SKÍÐABUXUR, SKAUTABUXUR, HLAUPABUXUR, ÚTILEIKJABUXUR. 1 ÁLAFOS8. ÞINGHOLTSSTRÆTI. 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.