Vísir - 14.04.1939, Blaðsíða 7
Föstudaginn 14. apríl 1939.
VlSIR
7.
Vörður mótmælir stjórnar
samvinnu nema með
vissum skilyrðum.
Landsmálafélagið Vörður
hélt fund í gær í Varðarhúsinu
og' var húsið svo þéttskipað
fundarmönnum, sem húsrúm
frekast leyfði.
Til umræðu var gengismálið
og voru umræður fjörugar en
þó mjög prúðmannlegar, en
nokkur hiti í fundarmönnum.
Frummælendur voru þeir Jakob
Möller og Ólafur Thors, en alls
voru 19 ræður haldnar á fund-
inum.
Aðrir ræðumenn voru Bjarni
Benediktsson og af þeirra hálfu
Evrópa í varanlegu
umsátursástandi.
Daladier gerði fyrst nokkura
grein fyrir hver áhrif seinasta
útvarpsræða hans hefði liaft.
Hefði hann sannfærst algerlega
um það, að hann hefði alla þjóð-
ina að baki sér til verndar sjálf-
stæði og frelsi Frakklands. Ev-
rópu allri mætti nú líkja við
land í varanlegu umsáturs-
ástandi. Daladier kvaðst áður
hafa gert grein fyrir nauðsyn-
inni á því, að Frakkar gerði all-
ar nauðsynlegai' ráðstafanir til
þess að verjast — og jafnframt
treysta vináttu- og samvinnu-
böndin við þær þjóðir, sem
vildu varðveita frelsi og réttindi
sín. Á þessurn tveimur stoðuin
liöfum við aðallega hygt, sagði
Daladier, í kyrþey og án hótana
— athugandi ríkjandi ástand —
og vér höfum, sagði hann forð-
ast allan hávaða og blekkingar.
Hernaðarlegar ráðstafanir liafa
verið gerðar til þess að tryggja
landamærin fyrir lárásum, hvað-
an sem þær kynni að koma. í
nafni stjórnarinnar þakkaði
hann öllum, sem með rósemi og
skyldurækni liefði int af hendi
öll nauðsynleg störf í þessu
skyni. Hann þaklcaði hermönn-
unum í virkjunum á landamær-
unum, hersveitunum i hinum
ýmsu herhúðum, skipshöfnun-
um í herskipunum, verkalýðnum j
í landinu — og þakkaði sérstak-
lega þeim, sem vinna að her-
gagna- og skotfæraframleiðsl-
unni.
Samvinna
við aðrar þjóðir.
Þá gei-ði Daladier grein fyrir
samkomulagsumleitunum Breta
og Frakka, sem í náinni sam-
vinnu hefði rætt við fulltrúa
annara þjóða til þess að sporna
við ágengni þjóða, sem liafa þá
aðferð að heita valdi. Samvinn-
an við Breta er traustari en
nokkuru sinni. í fullu samráði
við Bretastjórn lýsti Daladier
yfir:
1. ) Að nauðsyn krefji að
spyrnt sé móti öllum tilraun-
um til ]x>.ss að beila valdi, við
Miðjarðarhaf sem annarstaðar í
álfunni.
2. ) Franska stjórnin er ánægð
yfir pólsk-breska samkomulag-
inu. Eins og Bretar hafa Frakk-
ar og Pólverjar lofað að veita
sem aðhyltust önnur ráð, en þau
sem Alþingi samþykti, auk J.
M., þeir Sigurður Kristjánsson,
Gísli Jónsson, Árni Jónsson frá
Múla, Andrés Þormar og Egill
Guttormsson.
Á fundinum lcom fram tillaga
þess efnis, að Sjálfstæðisfloklc-
urinn skyldi gera það að ófrá-
víkjanlegu skilyrði fyrir þátt-
töku í þjóðstjórn, að honum
yrði falin meðferð fjármála og
viðskiftamála, og var tillaga
þessi samþykt með öllum þorra
atkvæða.
gagnkvæma hjálp, ef til árásar
kemur á landamæri Frakklands
og Póllands.
3.) Frakkland lætur ekkert ó-
gert sem í þess valdi stendur,
til þess að vernda frelsi og sjálf-
stæði Frakklands.
Álit þýskra stjórnmálamanna.
Samkvæmt simfregnum frá
Berhn líta þýskir stjórnmála-
menn svo á, að yfirlýsingar
Cliamberlains og Daladiers
varðandi Rúmeníu og Griklc-
land séu liarla litils virði, þar
sem þessum ríkjum hafi ekki
verið ógnað.
Þýskaland og Spánn.
Þýsk blöð ræða mikið nauð-
syn þess að Spánverjar fái að-
stöðu til þess að aulca áhrif sín
við Miðjarðarhaf. í þessu sam-
bandi vekur mikla athygli fregn
um það, að
Þjóðverjar hafi tekð á-
kvörðun um að senda flota-
deild til Spánarhafna. —
Verða í henni fjögur stór
herskip af sömu stærð og
Deutschland og margir kaf-
bátar.
Spánverjar með ítölum og
Þjóðverjum.
Frönsk blöð telja viðhorf
Spánverja hafa breyst undan-
farið, Bretum og Frökkum í ö-
hag.
Göbbels
í Belgrad.
Göbbels, útbreiðslu-
málaráðherra Þýska-
lands, er sagður vænt-
anlegur til Belgrad í dag.
Roosevelt flytur
ræðu í dag.
Fregnir frá Bandaríkjunum
lierma, að Roosevelt muni lialda
ræðu í dag, og búast menn við
mikilvægri yfirlýsingu frá hon-
um.
United Press.
Viktor Emanuel konungur í
Albaniu.
Oslo, 13. apríl. FB.
Albanska þjóðarsamkundan
hefir samþykt að ganga í banda-
lag við Ítalíu og boðið Viktor
Emmanuel Ítalíukonungi kon-
ungstign í Albaniu. NRP.
Áskorun til
verslunar-
fólks.
Verslunarmannafélag Reylcj a-
vikur hefir fyrir nokkru ákveð-
ið að láta fara fram fullkonma
skráningu alls verslunarfólks í
Reykjavík, og hefir i þeim til-
gangi sent öllum verslunar-
starfsfóllci hér bæ fyrirspurnar-
form lil útfyllingar, sem ber að
endursenda til skrifstofu félags-
ins, Hafnarsjræti 5, lierbergi 16
—17, samkvæmt auglýsingu hér
í blaðinu í gær.
í tilefni af því, að mjög
dræmt hefir gengið að fá þessi
fyrirspurnarform útfylt og end-
ursend viljum vér hérmeð taka
fram eftirfarandi: Verslunar-
fólk má ekki trúa því og óttast,
að rétt svör við fyrirspurnum
þessum verði notuð á nokkurn
hátt til tjóns fyrir starfsfólkið,
lieldur þvert á móti er tilgang-
ur vor sá, að þessar upplýsing-
ar verði starfsfólkinu til hags-
bóta á ýmsan hátt. Þótt segja
megi, að verslunarfólki í
Reykjavík sé alment vel laun-
að, mun þó gæta nokkurs ósam-
íæmis í þessu hjá þeim, sem
lægst eru launaðir, og að ein-
stöku atvinnurekandi eða stofn-
un ráði starfsmann eða konu
fyrir óhæfilega lágt lcaup, sök-
um atvinnuleysis fólksins. Væri
þvi æskilegt, að lágmarkskaup
yrði álcveðið og kaupið sam-
ræmt eftir mentun og starfs-
aldri.
Er hér stefnt að því, að Versl-
unarmannafélag Reykjavikur
verði umbjóðandi starfsfólksins
í ráðningasamningum við at-
vinnurekendur og undirriti
slíka samninga til þess að fyrir-
iiyggja, eftir þvi sem hægt er,
alt misrétti i þeim efnum, sem
getið er hér að framan.
Atvinnurekendur í verslunar-
stéttinni hafa tekið þessari liug-
mynd liið besta, svo fyrirstaða
mun ekki verða frá þeirra liálfu
enda hafa þeir hér í félaginu og
við stjórn þess látið í Ijós mik-
inn velvilja til starfsfólks síns
og margir sýnt hann greinilega
í verkinu.
Að öllu þessu athuguðu von-
um vér, að verslunarstarfsfólk
vilji styðja gott og réttlátt
stefnumið, með því að útfylla
strax fyrirspurnarformin og
endursenda oss þau. Oss hefir
borist til eyrna, að spurningin
um launakjörin fældi marga
frá því að endursenda oss útfylt
fyrirspurnarform. Þótt slíkt að
vísu sé ástæðulaust, þar sem
farið er með þessar upplýsingar
sem algert trúnaðarmál, viljum
vér biðja þá eða þær, sem ekki
vilja gefa upplýsingar um
launakjör sín, að útfylla skjalið
að öðru leyti og endursenda oss
það.
Ef fyrirspurnarformið hefir
glatast í vörslum viðtakanda,
má fá annað nýtt á skrifstofu
vorri.
Stjórn
Verslunarmannafél. Rvíkur.
Gengið í dag.
Sterlingspund .......... kr. 27.00
Dollar.................. — 5.78^4
100 ríkismörk ...........— 231.38
— franskir frankar . . — 1543
— belgur.............. ■—■ 97.27
— svissn. frankar . .. •—• 129.70
— finsk mörk.......... ■—■ 9.93
— gyllini ............. — 306.94
tékkn. kr.............— 20.13
sænskar kr............— 139.34
norskar kr............— 135-84
danskar kr............— 120.54
ÚTVARPIÐ
VIKUNA SEM LEIÐ.
Frh. af 3. siðu.
Þá heldur Sigurkarl Stefáns-
son áfram erindum sinum um
hreyfingu, og talaði á þriðju-
dagskvöldið um afstæðiskenn-
ingu Einsteins. Nafnið Einstein
er á vörum alls almennings,
einslconar óþekt stærð, sem
menn nefna með virðingu að
dæmi sér lærðari manna, án
þss að vita í raun og veru livað
það þýðir. En spyrji maður svo
einhvern af handahófi: Hvað
iiefir þessi Einstein unnið sér til
ágætis? Þá vill viða verða
svarafátt. Það er gott, ef Sigur-
karli tekst að leysa úr þessari
spurningu við alþýðuliæfi.
Kvöldvaka Verlunarskólans
er það útvarpsefni, sem mest
„fútt“ hefir verið í nú um lang-
an tíma. IJún var verulega
skemtileg frá upphafi til enda.
Þarna komu fram góðir og vel
æfðir söngkraftar, sem völdu
sér vinsæl og ánægjuleg við-
fangsefni, alkunn og alþýðleg
lög og ljóð. Og hljóðfæraleikur-
inn var ekki síðri. Erindi Guð-
mundar Árnasonar um hval-
veiðar var skemtilegt og vel
flutt og sama var að segja um
viðtölin og upplesturinn. Sér-
staklega var kvæðaflutningur
Guðbjargar Vigfúsdóttur á-
heyrilegur. Þá rödd væri gam-
an að hejma aftur í útvarpi, svo
óvenju hljómfögur var hún og
blæbrigðarik.
En þá er ótalinn sá dagskrár-
liðurinn, sem var tilkomumest-
ui’ af öllu, scm útvarpið flutti
þessa viku, en það var leikurinn
Egmont eftir Goetlie. tmsum
mun eflaust liafa fundist út-
varpið færast mikið í fang, að
flytja þennan dásamlega leik.
En hér tókst stórum betur en
ef til vill liefði mátt vænta mið-
að við alla aðstöðu. Á leiksviði
gera hinir hollensku og spönsku
16. aldar búningar sitt til að
dýpka álirif þessa leiks og gera
áhorfandann innlifaðan í þá at-
burði, er leikurinn lýsir, en í út-
varpinu verður að láta raddirn-
ar bera alt uppi, og það tókst
leikendum vel. Sennilega hefir
leiklist Þorsteins Ö. Stephensen
komist liæst í lilutverki Eg-
monts. Að minsta kosti má full-
yrða, að í þessu hlutverki hefir
hann skilið eftir djúp áhrif hjá
áheyrendum, sem standast sam-
anburð við áhrif ýmsra frægra
Egmont-leikara erlendis.
Réttindi íslenskra
og danskra sjúkra-
samlagsmeðlima.
Þann 1. apríl síðastliðinn
geklc í gildi samningur rnilli
sjúkrasamlaganna hér og í Dan-
mörku um gagnkvæm réttindi
sjúkrasamlagsmeðlima í Iand-
inu. Er það aðalatriði samnings-
ins, að sjúkrasamlagsmeðlimir
hvors lands, sem flytja búferl-
um til hins, fá full réttindi án
biðtíma.
Þeir njóta einnig réttinda,
sem stunda nám í öðru hvoru
landinu, eða atvinnu.
Þegar menn flytjast héðan
verða þeir að fá flutningsvott-
orð frá sjúkrasamlagi sínu og
verður að afhenda það sjúkra-
samlagi í Danmörku, eigi síðar
en 6 vikum eftir að það er gef-
ið út.
Þá er og í undirbúningi
samningur um réttindi þeirra,
sem dvelja aðeins skamma
stund í hvoru landi og þurfa
Iæknishjálpar.
Sveinn Björnsson sendiherra
undirritaði samninginn fyrir ís-
lands hönd og Stauning fyrir
hönd Dana.
VlSIR FYRIR 25 ÁRUM
5. apríl 1914 (sunnudagur):
Bær eyðist af manndauða: Þetta
er símað í gærkveldi frá Akur-
eyri til Vísis: Á Einliamri í
Hörgárdal bjó bóndinn Jón
Sveinsson með konu, vinnu-
konu og þrem börnum og var
það elsta 12 ára að aldri. Fyrir
skömmu dó konan þar, en dag-
inn sem liún var jörðuð, dó
vinnukonan. Nolckurum dög-
um síðar komu börnin 3 ein
síns liðs til næsta bæjar, höfðu
brotist þelta áfram í illu veðri
og kafsnjó. Sögðu þau, að fað-
irinn væri dáinn.
Um skepnurnar hefir ekki
frést, livort þeim hefir verið
bjargað frá hungurdauða.
6. apríl: Frá Stykkishólmi:
Sökum stöðugra norðanstorma
og frosts er ekki liægt að ná
fiskiskipunum hérna (12 að
tölu) úr vetrarlægi. Er altaf
lagnaðarís um þau. ,
9. apríl: Hafnarfirði í gær:
Felix, botnvörpuskip frá Geste-
múnde (P. A. 88) strandaði á
innsiglingu til Hafnarfjarðar í
morgun. Það náðist strax út, en
hafði bilað nokkuð aftanvert og
stýrið brotnað. Geir var kallað-
ur til og er hann enn að gera
við það.
Skíðaferð: Hera fór inn í
Hvalfjarðarbotn í nótt með þá
skíðamennina, er ætla á skíð-
um undir stjórn Múllers versl-
unarstjóra frá Botnsdal um
Þingvelli og Kolviðarhól hingað
i páskafríinu.
Skyrbjúgur og
pasteoriseruð mjólk.
Eins og kunnugt er hefir því
verið haldið fram, og sjálfsagt
með réttu, að pasteuriseruð
mjólk sé miklu óhollari og
snauðari að bætiefnum en ó-
soðin mjólk, einkum nýmjólk.
Nú er það vitað, að vetrarmjólk
er miklu fátækari, t. d. að C-
fjörvi, heldur en sumarmjólkin.
Hitt segja fróðir menn, að
stundum geti verið eins mikið
C f jörvi í undanrennu, eins og
nýmjólk. Getur undanrennan
því að þessu Ieyti verið eins góð
og nýmjólkin. „Af þvi að C-
fjörvið er vatnsuppleysanlegt,
en ekki uppleysanlegt í fitu, er
hér um hil jafnmikið í nýmjólk
og undanrennu af C-fjörvi, svo
að undanrennan getur verið
mikilsvirði að þessu leyti,“ seg-
ir í hinu mikla riti N. Dungals:
„Um næringu og næringarsjúk-
dóma“. — Áður héldu sumir
sérfræðingar því fram, að
„munurinn á árangrinum af
pasteuriseraðri mjólk og ekki
pasteuriseraðri, væri ekki finn-
anlegur, svo að unt væri að
sýna fram á liann með tölum. I
seinni tíð virðast menn þó Iiall-
ast meira og meira að þvi, að
pasteuriseruðu mjólkinni sé
ekki eins treystandi að þessu
Ieyti. T. d. bar svo mikið á skyr-
bjúg 1901 meðal ungbarna í
Berlin, eftir að eitt stærsta
mjólkurbúið fór að pasteurisera
mjólkina, að ]>að lagði pasteuri-
seringuna niður aftur sam-
kvæmt ráði læknanna. Þar sem
það tíðkast að láta sítrónusafa
út i mjólkina, gerir pasteuriser-
ingin lítið til, en enginn efi er á,
að varasamt er áð treysta C-
fjörvisinnihaldi mjólkur, sem
vei'ið hefir pasteuriseruð.“ —
Margt fleira er um mjólkina
sagt, bæði nýja og gerilsneydda,
í hinu merka riti prófessorsins,
en rúmið leyfir ekki, að út í
]iað mál sé nánara farið að
sinni.
Daladier gerir grein fyrir
afstððn Fratta.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun.
Daladier hefir gert blöðunum i Frakklandi grein fyrir af-
stöðu Frakklands til alþjóðamálanna og hvaða öryggisráðstaf-
anir hafa verið teknar af frönsku stjórninni i samráði við
bresku stjórnina.
O.O.F.l = 120 414 8 ^ / 2
Veðrið í morgun.
í Reykjavík 5 stig, heitast í gær
9 stig, kaldast i nótt o stig. Sólskim
í gær í 5.2 stundir. Heitast á land-
inu í morgun 6 stig, í Vestmanna-
eyjum, kaldast 1 stig, á Siglunesi,
Raufarhöfn, Fagradal og Dala-
tanga. Yfirli:: LægÖ milli íslands
og Skotlands á hægri hreyfingu 5
norðaustur. Horfur: SuÖvestur-
land: Austan gola. SumstaÖar dá-
litil rigning. Faxaflói, BreiÖafjörð-
ur: Austan og norðaustan gola.
Þurt og víða bjart veður.
Skipafregnir.
Gullfoss er í Kaupmannahöfm.
Goðafoss fór írá Hull i nótt, áleið-
is til Hamborgar. Brúarfoss er á
Akureyri. Dettifoss fer vestur og
norður i kvöld kl. 8. Lagarfoss er
á leið til Austfjar.ða frá Leith. Sel-
foss er i Reykjavík.
Súðin
fór i strandíerÖ vestur og norð-
tir í gærkvöldi.
Ný bók.
Nýlega er út kornin á kostnað
Isafoldarprentsmiðju bók ein, sem
mjög mun verða lesin. Titill henn-
ar er þessi: Daginn eftir dauðann.
Lýsing á lífinii fyrir handan. Ein-
ar Loftsson sneri úr ensku. Með
formála eftir Snœbjörn Jónsson.
— Bókar þessarar mun síðar get-
ið hér í blaðinu.
Af veiðum
komu þessir togarar í nótt:
Reykjaborg, með 160 föt lifrar, Jón
Ólafsson með 100, Geir með 80 og
Egill Skallagrímsson með 90 föt.
Hjúkrunarkvennablaðið
1. tbl. þessa árs, er nýkomið út.
í því er þetta efni m. a.: Fram-
haldsnámskeið fvrir hjúkrunarkon-
ur við háskólann í Árósum (Sigr.
Eiríksd.), um berklavarnir (Óf. Óf.
læknir), Hjúkrun á Islandi (Jóh.
Knudsen), Dagskrá 6. norræna
hjúkrunarkvennainótsins, Fréttir o.
fl. —
K.S.V.í.
í innanfélagshappdrætti kvenna-
deildar Slysavarnafélagsins komu
upp þessi númer: 187, 412, 15,59;
2488 og 2916. Munina má sækja á
skrifstofu félagsins i Hafnarhúsinu
við Geirsgötu.
Franski sendikennarinn,
Jean Haupt, les upp úx meistara-
verkuni eftir frönsk skáld á 19. öld
i kvökl kl. 8 i háskólanum.
Skíðafólk K. R.
Þeir, sem dvöklu í skíðaskála
K.R. um páskana, eru beðnir um
að koma saman í Oddfellowhúsinu
í kvöld kl. 9. Verður þar kaffi-
drykkja og sýndar skuggamyndir
frá páskahelginni o. fl. Eru það
ákveðin tilmæli til allra, sem dvöldu
í skálanum, að þeir komi þarna.
Guðspekifélagið.
Reykjavíkurstúkan heklur fund í
kvökl kl. 9. Grétar Fells flytur er-
indi um Éinar Benediktsson. Ein-
söngur: Hermann Guðmundsson.
Upplestur. Organleikur.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarps-
sagan. 20.45 Hljómplötur: Þjóðlög
frá ýmsum löndum. 21.00 Bindind-
isfréttir (Magnús Már Lárussoti,
stud. theol.). 21.20' Fíanóleikur:
Sónata eftir Ánia Björnsson (ung-
frú Guðríður Guðmundsdóttir).-
21.40 Hljómplötur: Harmóníkulög..
Knatíspyrnuíélagið Víkingun.
Skemtifordur
verður Iialdinn í Oddfellowliús-
inu sunnudaginn 16. þ. m. kl. 4
e. b. —
Knattspyrnukvikmynd í. S. f.
og fleira til skemtunar.
Allir 3. og 4. flokks meðlimir
eru boðnir ókeypis.
Æfingatöflunni verður útbýtt.
STJÓRNIN.