Vísir - 23.06.1939, Blaðsíða 2
VISIR
Föstudagínn 23, júní 1939.
VÍSiR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: Hverfisgötu 12
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Það, sem
unnist hefir.
her„ í blaðinu var í gær nokk-
uð rætt um aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar, að því er snertir
framleiðsluna og atvinnuvegina
í landinu. Á það var bent, að
framleiðendur þættust kenna
hagstæðra veðrabrigða eftir
stjórnarskiftin. Þeir fyndu til
örfunar og skilnings á atvinnu-
lífinu fram yfir það sem áður
var. Þessvegna legðu þeir ó-
trauðari, en ella hefði verið, út
í baráttuna. Yiðreisn alvinnu-
lífsins er aðalhlutverk stjórnar-
innar. Það sem gerst hefir í
þeim efnum fram til þessa, gef-
ur auknar vonir um farsælan
árangur þeirrar samstarfstil-
raunar, sem gerð hefir verið.
Þegar litið er til þess ástands,
til þess hugsunarháttar, sem
ríkt liefir, til þeirrar lömunar,
sem gripið hafði um sig i at-
vinnurekstri og' framleiðslu, er
ekkert óeðlilegt, þótt ýmsir
væru farnir að kvíða þvi, að sá
stórliugur, sem einkent hefir
athafnalíf íslendinga síðasta
mannsaldnrinn, hefði beðið
varanlegan hnekki. Árið sem
leið varð þjóðin fyrir miklum
vonbrigðum. Lánstrausti lands-
ins var svo komið út á við, að
fé var ófáanlegt til þeirrar
glæsilegustu * framkvæmdar,
fjárhagslega og' menningarlega,
sem nokkurn tíma hefir verið
ráðist í hér á Iandi. Þegar hita-
veitan stöðvaðist, fékk þjóðin
fluttan heim sanninn um það,
að hér væri lítillar viðreisnár
von „no óbreyttum kringum-
stæðum'S
Nú er hitaveitunni borgið.
Hún færir Reykvíkingum upp
undir miljón krónur árlega i
hreinan arð. Hún sparar þjóð-
inni allri á aðra miljón árlega
í erlendum gjaldeyri. Hún veit-
ir hundruðum manna atvinnu.
Hún bætir heilbrigði bæjarbúa
og eylcur þrifnað utan búss og
innan. Hún getur fremur öllu
gert liöfuðstað íslands að fag-
urri og heilnæmri borg. Hún
vekur meiri og eftirsólcnarverð-
ari athygli á þjóðinni erlendis
en nokkur önnur verkleg fram-
kvæmd, sem til liefir verið
stofnað á þessu landi.
Hefði hitaveitan komist á, ef
ekld liefðu orðið stjórnarskifti?
Það er fullvíst, að traustið á
landinu liefir aukist við stjórn-
arskiftin. Menn geta þakkað
þetla því, að útlendingum þyki
fé sínu betur borgið, þegar þrír
stærstu flokkar þjóðarinnar
hafa tekið höndum saman um
viðreisnina. Menn geta líka
þakkað þetta því, að sá flokkur,
sem áður hafði vakið traust er-
lendra fjármálamanna fyrir
hyggilega fjármálastjórn, tekur
nú þátt i stjórn landsins. Senni-
lega á hvorltveggja þetta sinn
þátt í því, að ísland er nú litið
öðrum augum í fjármálaheim-
inum, en áður var — „að ó-
breyttum kringumstæðum“.
En á fleira er að líta. Hita-
veitan er mál Sjálfstæðisflokks-
ins. Andstæðingarnir liafa rétti-
lega komið auga á, að Sjálf-
stæðisflokkurinn mundi auka
vinsældir sínar vegna baráttu
sinnar fyrir þessu máli. Andúð-
in á floi|kknu|m snérist upp i
andúð á málinu. Jafnvel eftir
að samstarfið var komið á, og
vitað var að stöðvun hitaveit-
unnar mundi leiða til sam-
vinnuslita, gátu sumar af á-
hrifamestu mönnúm samstarfs-
flokkanna ekki á sér setið um
hótfyndni og tregðu. Það er
þessvegna engum blöðum um
það að fletta, að ef ekki hefði
orðið breyting á stjórn lands-
ins, væri Iiitaveitan óleyst mál
enn þann dag í dag, bæði vegna
skorts á lánstrausti landsins og
vegna skorts á áhuga vaklhaf-
anna.
Önnur stórmerkileg fram-
kvæmd hefði sýnilega einnig
orðið að bíða, ef ekki hefði orð-
ið breyling á stjórninni. Smíði
hins nýja glæsilega farþega-
skips Eimskipafélagsins hefir
sætt svo harðvítugri gagnrýni
frá formanni Framsóknar-
flokksins, að engin líkindi eru
til þess að sá flokkur hefði leyst
það mál, ef liann hefði farið
einn með völd.
Hitaveitan og nýja' skipið eru
glæsilegir ávextir af tilkomu
Sjálfstæðismanna í stjórn
landsins. Hinar auknu athafnir
við framleiðsluna eru runnar af
sömu rót. Þannig hefir stórhug-
ur, metnaður og framtak þjóð-
arinnar færst 1, aukana, þótt
ekki séu nema tveir mánuðir
síðan Sjálfstæðisflokjcurinn
fékk íhlutun um æðstu stjórn
málefna á íslandi.
!!Éll!l 3
m\\ tÉ il ð
til lii.
Er þaö aö Vogum í
Vargjárlandi.
Sjálfstæðisfélögin á Akur-
eyri, Yörður, félag ungra sjálf-
stæðismanna, Sjálfstæðisfélag
Akureyrar og gjálfstæðis-
kvennafélagið Vörn, hafa tekið
land á leígu í Yogum í Vargjár-
landi, en það er að austanverðu
við fjörðinn, rétt þar sem veg-
urinn liggilr yfir til Vaðlaheið-
ar. —
Er ætlunin að halda þar uppi
skemtisamkomum í surriar og
útifundum. Vex-ða reist tjöld á
staðnum, komið upp danspalli,
og sjá Akureyringar þar fyrir
veitingum. Virðist staðurinn
mjög lienlugur til slíkra sam-
koma, einkum af því að hann
er nærliggjandi og liinn feg-
ursti. Er þangað ekki nema 10
mín. akstur, eða liðlega það, en
fótgangandi fara menn á stað-
inn á 40—5Ó mín.
Leiga á staðnum hefir aðeins
verið hundin við yfirstandandi
sumar, en gefist staðurinn vel,
má ætla að þessu verði áfram
haldið, enda er enginn efi á því,
að slikar útisamkomur efla
mjög félagssamtök og áhuga
meðal fólks. Um það bera sam-
komurnar að Eiði best vitni. —
Fyrsta skemtunin á staðnum
verður haldin 6. júlí n. k. og
verður mjög til hennar vandað,
enda fer þá fram vigsla staðar-
ins.
óttast
leiðingar aí töku Swatow,
Vildu vara skip annara
þjóða við hættunni af
að liggja þar.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morsun.
Japanir eru farnir að óttast afleiðingar af því
frumhlaupi sínu, er þeir skipuðu öllum er-
lendum þjóðum að láta skip sín fara tafar-
laust frá Swatow. Bretar og Bandaríkjamenn sýndu
þá strax að þeir ætíuðu að láta skipunina eins og vind
um eyru þjóta og í stað þess að láta herskip o£ önnur
skip sín fara frá Swatow, gáfu þeir herskipum skipan
um að búast til bardaga og fara hvergi. Hefir þessi ein-
beitni þeirra, Breta og Bandaríkjamanna, orðið til
þess að lækka risið á Japönum og þora þeir ekki að að-
hafast frekar gagnvart þeim í Swatow.
Talsmaður utanríkismáladeildar japönsku stjórnar-
innar kallaði alla erlenda blaðamenn í Tokyo á fund
sinn í morgun og skýrði þeim frá (hinni nýju) afstöðu
Japana. Sagði talsmaðurinn að Bretar og Bandaríkja-
menn hefði mjög misskilið hina vingjarnlegu aðvörun
Japana til þeirra. Bretar og Bandaríkjamenn hefði tek-
ið þetta svo sem þetta væri einskonar stríðsyfirlýsing
Japana þeim á hendur, en svo væri alls ekki.
Þessi aðvörun hefði að eins lýst því, að Japanir væri
altaf jafn hlyntir ogvinveittir þessum stórveldum. Þeir
hef ði að eins verið að láta á sér skilja, að þeir þyrði ekki
að bera ábyrgð á því, að skipin og farmar þeirra yrði
ekki fyrir tjóni, ef óeirðir yrði við höfnina.
Við það að Japanir hertóku
í fyrradag kínverska hafnarbæ-
inn Swatow, er alment litið svo
á að horfurnar í Austur-Asíu
hafi versnað mjög. Hernám
borgarinnar hefir í för með sér
alvarlegan hnekki fyrir fjár-
hagslíf Kína, og ískyggilegt tjón
fyrir breska siglingaflotann.
Símað er frá Swatow í gær að
japanska flotamálastjórnin hafi
sent erlendum herskipum, sem
liggja í höfn í Swatow, einskon-
ar úrslitakosti, og kröfðust þau
þess, að skipin létu úr höfn fyrir
kl. 1 í gær.
í þessum úrslitakostum segir
svo, að japönsk yfirvöld sjái sér
ekki fært að taka ábyrgð á lífi
eða eignum útlendinga í borg-
inni að þeim tíma liðnum,
Eins og sakir standa liggur.
breski tundurspillirinn, Thanet,
í höfn í Swatow, og ennfremur
ameríski tunduspillirinn Pills-
bury. Benda engar líkur til þess
að herskipin muni gefa gaum að
úrslitakostum Japana.
Samkvæmt síðari skeytum,
sem.borist hafa fráSwatowhefir
flotamálastjórnin breska ákveð-
ið að Tundurspillirinn Thanet
liggi áfram í höfn í Swatow til
þess að vernda hagsmuni
breskra þegna þar í borginni.
Tundurspillirinn Pilsbury mun
einnig halda þar kyrru fyrir.
Tvö skip, annað breskt, en
hitt norskt liggja í Swatow og
er verið að flytja konur og börn
um borð í þau, með því að við-
búið er að bardagar hef jist um
borgina í dag, þar eð Kínverjar
munu gera gagnárás á hverri
stundu.
Úrslitakostir Japana ná til
allra erlenda skipa, — einnig til
herskipanna.
Breski tundurspillirinn Scout
hefir lagst uían við höfnina í
Swatow og er viðbúinn að grípa
inn í, ef þörf verður á að að-
aðstoða Thanet. í dag fer ame-
rískur fallbyssubátur af stað
frá Hongkong til Swatow.
Nýjar miðlunar-
tillögur Breta?
London, í morgun.
I Utanríkismálaráðuneytið til-
kynnir, að ný tyrirmæli hafi
j verið send sendiherra Breta í
Moskva í gær.
J Er gert ráð fyrir að honum
hafi þar verið tilkynt að bæía
mætti nöfnum Eystrasaltsland-
anna inn í hvaða samning, sem
Rússar krefjast að þau verði
sett í. Annars töluðu sendimenn
Breta og Frakka ekkert við Mo-
lotov í gær.
United Press.
T.t
Úrhellisrigning
. -_jíj
og eldingar valda
stórtjóni í Noregi
Tveir menn hafa
ðruknað i flódunum.
NRP.—FB.
Við Lillehammer hefir ofsa
íigning valdið miklum skemd- |
um, og hafa skriður fallið yfir j
járnbrautarteinana á alllöngu
svæði. Mildir vatnavextir eru !
í ám og lækjum ,sem orsakað
hafa flóð, og Otta hefir vaxið
svo gífurlega, að flætt hefir yf-
ir þjóðhrautina, og er vatnið á
j henni yfir einn melri á dýpt.
| Allar héraðsbrautir í Ringebu
hafa eyðilagst.
Frá Guðbrandsdal berast enn
fremur þær fregnir, að lijón
um fertugt hafi druknað í
vatnsflóðinu, og stöðugt hei-ast
nýjar tilkynningar um eyðilegg-
ingu, sem flóðin hafa valdið.
Mikil verðmæti hafa eyðilagst
vegna flóðanna, og eldingá, sem
lostið liafa niður.
KU KLUX KLAN. — Leynifélagsskapurinn Ku Klux Ivlan í
Ameríku er mjög voldugur. Hann berst gegn kaþólskri trú og.
svertingjum í Bandaríkjunum. Aðalaðsetur sitt hefir félagið í
Atlanta, liöfuðborg Georgia-fylkis. Hér sjást félagsmenn á
skrúðgöngu þar í borginni. Fáninn til hægri er fáninn sem.
Suðurríkin börðust undir í Þrælastríðinu.
Frakkar og Tyrkir
sæítait iirii Ijllii-
Asíiiniáliii.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
Hin gömlu deilumál Frakka og Tyrkja í Litlu-Asíu virðast
nú loks til lykta leidd með friðsamlegu samkomulagi. Herma
skeyti frá fréttaritara United Press í Ankara, höfuðborg Týrk-
lands, að í dag eigi að fara fram undirskrift sáttmála milli
þessara tveggja ríkja, þar sem Frakkar afhenda Alexandretta
og Sandjak til Tvrkja. Frakkar fá ekkert í staðinn að heitið
getur.
Lítil síldveiði við
Norðurland.
Fréttaritari Vísis á Siglufirði
skýrir blaðinu svo frá. að þang-
að hafi engar síldarfréttir bor-
ist. að öðru leyti en því. að
seint í gærkveldi kom M.s. Kári
inn með 150 mál, sem hann
hafði fengið vestur af Flatey á
Skjálfanda. Var síldin seld í
beitu.
I dag er bjart veður og sól-
skin, norðan andvai'i og all-
þungur sjór. Hafði engin bát-
ur séð síld. að því er vitað er.
Tveir bátar fengu síld út af
Austfjörðum í gær, en það
voru Sæfinnur, er fékk 160 mál
og Jökull, er fékk 60 mál síldar.
Engar aðrar síldafregnir hafa
borist til Siglufjarðar.
Jafnframt er tilkynt að Fi-akk-
ar og Tyrkir muni um leið und-
irrita handalag um að koma
hvor öðrum til hjálpar, ef á þá
verður ráðist. Er sá samningur
næstum alveg samhljóða þeim
samningi, sem Bretar og Tyrkir
hafa gert um þetta efni.
Tyrkir og Frakkar hafa deilt
unx þessar borgir síðan á stríðs-
tímunum, er þær voru lagðar
: undir Sýrland, én Frakkar ráða
i þar. Hefir hvað eftir annað legið
við að hlossaði upp úr milli
Tyrkja og Frakka út af þess-
um borgum, en þó ekki orðið
af því. Samningar um þær hafa
farið franx livað eftir annað, en
oftast slitnaði upp úr þeirn.
United Press.
(Alexandretta var stofnuð af
Alexander mikla. íbúafjöldi er
um 10 þús,).
Bifreiðarslys við
Eidsvold.
Lengsfu jarðgöng
í Norður-Evrópu.
Hraðamet í vinnu.
NRP,—FB.
Það slys vildi til í gær, að
farþegavagn frá Álasundi, sem
í voru 21 farþegi, hlektist al-
varlega á. Ilann var á leið til
Osló, en eitt hjólið datt af lion-
um í grend við Eidsvold og koll-
steyptist þá vagninn. Sex menn
-slösuðust, og þar af fjói'ir rnjög
alvárlega, og hafa þeir verið
lagðir inn á sjúkrahúsið í Eids-
vold.
Unnið er nú af miklu kappi
að lengstu jarðgöngum í Norð-
ur-Evrópu, sem eru 9065 nxetr-
ar að lengd, og liggja þau á
Sörlandsbrautinni í Noregi. Á
viku hverri eru grafnir 33 metr-
ar heggja vegna, og telja sér-
fræðingar, að það sé met í
hraða slíkra framkvæmda við
járnþrautalagningu. Búist er
við, að ef sarni vinnuhraði lielst,
muni jarðgöngunum að fullu
lokið í febrúarmánuði að ári
komanda.
NRP.—FB.
I