Vísir - 23.06.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 23- júní 1939.
VlSIR
Viðtal við frú Sigríði Eiríksdóttur:
Fjölsótt hj úkrunarkvenna-
mót verður haldið hér í
Reykjavík í lok næsta
mánaðar.
Stavangerfjord kemur hingað
með hina erlendu gesti.
Fjórða hvert ár halda hjúkrunarkonur á Norðurlöndum með
sér mót, til þess að ræða um ýms áhugamál hjúkrunarkvenna,
bæði að svo miklu leyti, sem þau vita að almannahag, og einn-
ig að því leyti sem þau varða hagsmuni hjúkrunarkvenna, sem
stéttar. Miða samkomur þessar fyrst og fremst að því að auka
hjúkrunarkunnáttu og bæta hjúkrunarskilyrðin, en með því að
Jfundir þessir eru haldnir til skiftis í öllum Norðurlöndunum
auka þeir mjög á þekkingu og skilning þessara þjóða innbyrðis.
Að þessu sinni hefir verið ákveðið að mót þetta verð' haldið
hér á landi, og hefst það seinni hluta júlímánaðar hér í bænum.
Tíðindamaður Vísis sneri sér
ftil frú Sigríðar Earaksdóttur,sem
■er formaður Félags islenskra
hjúltrunarkvenna og á þessu ári
formaður í Samvinnu hjúkrun-
arkvenna á Norðurlöndum, og
léitaði hjá henni tíðinda um
fyrirhugað mót. Skýrði frúin
svo frá undirbúningi og tilhög-
un mótsins.
Þátttaka í mótinu.
Við liöfðum gert ráð fyrir
þvi að um 600 hjúkrunarkonur
af Norðurlöndum myndu koma
hingað til lands, en vegna hinna
tvísýnu horfa í alþjóCamálum
verður þátttakan nokkuru
minni en búist var við. Að því
er best verður vitað munu
hjúkrunarkonurnar verða 425
talsins, sem liingað koma, en
þátttakan verður frá hverju
iandi sem hér segir: Frá Dan-
mörku koma 200 hjúkrUnar-
konur, frá Noregi 45, frá Finn-
landi 40 og frá Sviþjóð 130.
Svo kann að fara að tölur þessar
breytist að einhverju leyti frá
þvi, sem þær liggja nú fyrir, að
sumar þær, sem innritast hafa
til fararinnar, kunni að hverfa
frá þvi, en aðrar koma þá í
staðinn.
Skipið Stavangerfjord hefir
verið leigt til fararinnar, og var
samið um leigu á þvi með tilliti
til þess að þátttakan í förinni
yrði meiri, en raun hefir á orð-
ið, en til þess að ráða bót á
þessu var það ráð tekið, að alt
að 200 farmiðar verða seldir til
annara, en aðallega mun það þó
verða venslafóllc hjúkrunar-
kvennanna, sem þannig kemur
með skipinu.
Það mætti geta þess að kostn-
aður við förina verður ekki til-
finnanlegur. Fyrir farið og alla
þjónustu, sem farþegum er lát-
in i té um borð í skipinu verða
þeir að greiða frá kr. 290.00—
625,00, alt eftir því hvort um
eins manns klefa með öllum
þægindum er að ræða, eða sam-
býli. Er þó svo um samið að
skipið fari héðan til Akureyrar
auk siglingarinnar milli landa.
Móttökur og fundahöld.
Stavangerfjord kemUr liingað
til bæjarins að morgni 22. júlí
og mun liafa hér 5 daga við-
stöðu, en þeim dögum öllum
verður varið til fundahalda og
skemtiferða um nágrenni
Reykjavíkur, þannig að þátttalc-
endum gefist kostur á að kynn-
ast landinu að nokkuru og hin-
um markverðustu fyrirtækjum
hér i grend. Strax að morgni 22.
júlí fara þátttakendur mótsins
til Þingvalla og skoða staðinn,
en er komið verður aftur til
hæjarins um kvöldið hefir
Karlakórinn Fóstbræður góð-
fúslega lofað að lialda söng-
skemtun fyrir þátttakendurna í
Gamla-Bió.
Að morgni hins 23. júlí hefst
svo mótið sjálft. Kl. 10 að
morgni verður messa, og flytur
þá ræðu herra biskupinn, Sig-
urgeir Sigurðsson, en setning
mótsins hefst kl. 11.30 og verð-
Ur henni útvarpað. Af hálfu fé-
lags íslenskra hjúkrunarkvenna
flytur varaformaður félagsins,
frk. Kristín Thoroddsen ávarps-
orð til liinna erlendu gesta og
| býður þá vellcomna. Borgar-
: stjórinn, Pétur Halldórsson,
I mun einnig ávarpa þátttakend-
| ur mótsins og bjóða þá vel-
1 komna til bæjarins, en frú Sig--
| ríður Eiríksdóttir, sem er for-
| maður „Samvinnu hjúkrunar-
kvenna á Norðurlöndum“ flyt-
| ur aðal setnignarræðuna. Þá
( munu formenn lijúkrunarfélag-
anna í hverju landi flytja á-
| varpsorð og kveðjur frá sinu
lieimalandi Milli x-æðanna leik-
\
ur hljómsveit þjóðsöngva við-
komandi landa.
Eftir hádegi vex-ður komið
saman að nýju í Gamla-Bíó og
verður þá sýnd íslandskvik-
myndin, til þess að hinir er-
lendu gestir megi fi'æðast nokk-
| uð um landið, áður.en lengi'a er
haldið.
Nokkur áhugamál
hjúkrunarkvenna.
Þennan sama dag hefjast svo
fundir fyrir alvöi'u. Vei'ða fyrst
gefnar skýrslur um hjúkrunar-
málefni í hvei’ju hinna einstöku
Noi’ðui'landanna, en því næst
verður rætt um afstöðu hjúkr-
unarkonunnar til þjóðfélagsins
yfirleitt. Starf hjúki'unai'kon-
unnar er orðið mildu víðtækara
en það var áður. Nú beinist það
fyrst og fremst að heilsuvei-nd,
en áður beindist það aðallega
að hjúkmn. Sú stefna nær ávalt
ríkari tökum á þjóðunum, að
réttara sé að fyrirbyggja sjúk-
dóma i tínxa og vei’ja til þess fé
og kröftum, en leggja áhersluna
á hitt eitt og út af fyrir sig að
lijúkra sjúkum. Þá má og geta
þess, að erlendis. tíðkast það
rnjög, að hjúkrunai’konur eru
teknar í lögi-egluliðið, til þess
fyrst og fremst- að þær annist
alment lögreglueftirlit, en þó
sér i lagi harnavei-nd og eftirlit
með siðferðismálum, að svo
miklu leyti, sem það getur tal-
ist hentara en að lögregla hafi
]xað með höndurn, svo sem við
þekkjum liana. Þá verður rætt
um starfsfíma og aðbúð hjúkr-
unarkvenna. Hjúkrun er lýj-
andi stai-f, og víðast á Norður-
löndum sækir nú í ]xað liorf að
daglegur vinnutimi hjúkrunar-
kyenna verði ákveðinn 8 stund-
ir á degi hverjum, en hér á landi
vlnna þær vfirleitt í 10—11
stundir á degi.
I Noregi ganga hinn 1. júli n.
k. ný lög i gildi, sem ákveða að
vinnutími lij úkrunarkvenna,
sem vinna á vegum rikis eða
bæjarfélags, skuli vera 8 stund-
ir á degi, og mun Noregur vera
kominn lengst í ]>essu efni, með
því að bein löggjöf hefir verið
um það sett. Þetta mál skiftir
okkur liinar íslensku lijúkrun-
ai'konur mjög, enda liefir það
vei’ið ofarlega á baugi í félagi
okkar nú um nokkiirt skeið, og
Island er eina landið, ]>ar sem
elcki er að einhverju leyti byrj-
að á styttingu vinnutímans.
Rætt verður ennfremur um
nám hjúkrunarkvenna og fram-
haldsmentun. Talið er nauð-
synlegt að hjúkrunarkonur,
sem nám hafa stundað hér á
landi öðlist sérmentun eða
framhaldsmentun erlendis í
starfi sínu, til þess að undirbúa
sig til þess starfs sem þær hafa
hugsað sér að snúa sér að síðar.
Fyrir milligöngu „Samvinnu
hjúkrunarkvenna á Norður-
löndum“ hafa íslenskir lijúkr-
unarnemar fengið aðgang að
sjúkrahúsum erlendis til fram-
haldsnáms og er það mjög mik-
ils virði.
Þá má geta þess að hér á landi
er aðhúð lijúkrunarkvenna öll
önnur en vera skyldi, einkum
að því lejdi. að þær búa á
sjúkraliúsunum, og geta ekki
um frjálst höfuð strokið í frí-
stundum sínum, en starf þeirra
er þó þannig, að þeim veitir
sannarlega ekki af þvi, að njóta
einkalífs og glaðværðar eins og
aðrir. Hér vantar hjúkrunar-
kvennabústaði í sambandi við
sjúkrahúsin.
Ennfremur nná geta þess, að
rætt verður um matarhæfi
sjúkhnga á sjúkrahúsum, og
breytt fyrirkomulag um starfs-
tilhögun hjúkrunarkvenna
sjúklingum í hag. Til dæmis
mætti taka, að mikið hefir verið
Um það rætt erlendis, að rétt
væri að dagurinn byrjaði ekki
svo snemma á. sjúkrahúsum,
sem tíðkast liefir til þessa, og
aðallega stafar af nauðsynlegri
vinnu á sjúkrahúsunum. Það er
áriðandi að sjúklingarnir fái
næga livíld, en um ]>etta eru
skiftar skoðanir og liefir verið
um deilt, án þess að verulegur
árangur liafi náðst til þessa.
Þá verður rætt um berkla-
; veiki og berklavarnir, en ein-
mitt á því sviði þurfum við að
| vera valcandi og kvnna okkur
. öll nýmæli til bóta. Hjúkrunar-
konurnar eru önnur hönd lækn-
| anna í baráttunni gegn berkla-
veikinni, og starf þeirra verður
rætt sérstaldega. Fyrir okkur Is-
lendinga liefir þetta milda þýð-
ingu, með því að við þurfum að
hefja allsherjar Nbaráttu gegn
]>essu faraldri og vinna bug á
þvi.
Ferðir og skemtanir.
Auk ferðarinnar til Þingvalla
og samsöngsins, sem þátttak-
endum vérður boðið á. og getið
liefir verið hér að framan, fara
]ieir einnig til Gullfoss, Geysis,
Laugarvatns og ef til vill i bif-
reiðum alla leið til Akureyrar.
Þær ferðir kos]a þátttakendur
FRÁ SPÁNI. — Hörmungum striðsins er ennþá ekki lokið á Spáni, þótt stríðinu
sjálfu sé lokið. Margir eru ennþá í Suður-Frakklandi af þeim, sem flýðu und-
an Franco, er hann tók Barcelona. Sumir ætla aldrei að snúa aftur, fyrri en
Franco verður rekinn frá völdum, en öðrum þykir vistin ill í fangabúðunum
frönsku og vilja hætta á að fara aftur til Spánar. Hér sést flokkur slikra manna.
Einn þeirra er enn ekki gróinn sára sinna og bera félagar hans liann á sjúkra-
börum við landamæran.
Stórteniplar skorar á
Isleiiding'a að reisa
drykkj.uinaiinaliæli.
Jón Pál§iOii fyrv. aðalféliirðlr ogr
kona liaiii. fni Anna 8. Ailólfs-
ilóttir. liafa rutt kraiitiiia.
Anna S. Adólfsdóttir.
Síðan útsala sterkra áfengra
drykkja hófst á ný hér
á landi 1935, hefir það komið æ
betur og betur í ljós, að þörfin
fyrir drykkjumannahæli væri
svo brýn og aðkallandi, að öllu
lengur yrði ekki daufheyrst við
þeirri menningar- og mannúð-
arskyldu, að koma slíku hæli á
stofn.
Þegar við htillega athugun,
sem gerð var um það leyti á
málinu, kom það í ljós, að í
næstum því öllum kaupstöðum
landsins, . og þó einkum i
sjálfir. Félag íslenskra hjúkr-
unarkvenna býður þeim hins-
vegar að Reykjum í Mosfells-
sveit, en bæjar- og rikisstjórn
efnir til miðdegisverðar fyrir
]iátttakendurna að Hótel Borg.
Þá verða skoðuð sjúkrahús og
annað það, sem markvert þykir
hér í bænum, eftir því sem tími
vinst til.
Það er áríðandi að mót þetta
takist vel, og að liinir erlendu
gestir fái sem besta hugmynd
um land og þjóð. Hér eiga hlut
að máli allar aðalforstöðukon-
ur stórra sjúkrahúsa á öllum
Norðurlöndum og f jöldi annara
mentaðra kvenna, sem góðu erai
vanar, en ]>að er engin ástæða
til að ætla annað, en að mót
þetta gangi að óskum og er þá
vel farið.
Jón Pálsson.
Reykjavík, væru allmargir
drykkjumenn, sem menn á-
litu að nauðsynlega ]>yrftu hæl-
isvistar með. Síðan hefir þetta
aukist og margfaldast, eins og
öllum nú er ljóst. Enda er það
mála sannast, að naumast er
nokkur krafa, sem hefir fengið
jafn einróma undirtektir jnanna
eins og krafan um drykkju-
mannaliæli. Hafa m. a. margir
læknar tekið undir hana, og
geðveikralæknirinn dr. Helgi
Tómasson rökstutt liana opin-
berlega.
Þegar frú Guðrún súl. Lár-
usdóttir flutti frumvarp sitt um
drykkj umannahæli, undirrit-
aði fjöldi mætra manna hér i
Reykjavílc — og þar á meðal
margir læknar — áskorun til
Alþingis um að setja lög um
drykkjumannahæli. Þetta alt
bendir til, að allir séu á einu
máli um nauðsyn á frarn-
livæmdum. ■— Nú er enn á ný
tilbúið frumvarp til laga í ]>essu
máli, sem væntanlega verður
lagt fvrir Alþingi, þegar það
kemur saman á ný — og von-
andi nær samþykki.
En hér þarf meira til en lög.
Hér þarf samstilt átalc og vilja
alþjóðar. Allir þurfa að sýna
]>að í verki, að þeir liafi vilja
til að leysa af hendi mannúð-
arskyldu og sýna bágstöddum
meðbræðrum kærleiksþel. —
Eitt mikilsvert menningarmál
hefir verið leyst þannig með
samstiltu átaki mannúðar og
mannkærleika. Það var þegar
Landsspitalinn var reistur. Nú
þarf eitt slíkt átak til.
Alþjóð er nú orðin kunn hin
höfðinglega gjöf Jóns Pálsson-
ar fyrv. bankagjaldkera, er
lann hefir afhent ríkisstjóm-
inni 20.000 kr. til stofnunar
d rvk kj u man nahæIis. Sá sjóður
þarf að aukast til muna, til þess
að hælið geti orðið það, sem
það þarf að vera.
Þess vegna skal nú skorað á
alla Islendinga að fylgja hinu
fagra fordæmi Jóns Pálssonar,
sýna aðþrengdum olnbogabörn-
um þjóðfélagsins drenglyndi og
mannúð, leggja sinn skerf til —
stóran eða litinn eftir getu —
og bjarga málinu í höfn.
Við erum að vísu fáir og fá-
tækir Islendingar. En við getum
mikið, ef kærleikurinn og
mannúðin fá að ráða.
Öll blöðin hér í bænum hafa
góðfúslega lofað að taka móti
samskotum í þessu skyni. Og
Iiér er heitið á allar Góðtempl-
arastúkur landsins, öll ung-
mennafélög og kvenfélög að
gera slikt liið sama og beita sér
fyrir málinu. Allir verða að
hjálpast að með að vinna gott
verk.
Friðrik Ásmundsson Brekkan
ráðunautur ríkisins í áfengis-
málum.
Kristniboð
í flugvél.
Ungur prestur í Toledo, Ohio,
í U. S. A. hefir nýlega tilkynt,
að hann muni fara til hollensku
Nýju-Guineu til að boða kristna
trú. Ætlar hann að notast við
flugvél, til að komast til þeirra
héraða, sem afskektust eru.
'Maður þessi lieitir D. S. Yount
og fékk áliuga fyrir að nota
flugvélar í þágu kristniboðs
fyrir 10 árum. Landslag á Nýju-
Guineu er ekki ósvipað því, sem
það er á Borneo, en þar tekur e.
t. v. 60 daga að fara leið, sem
hægt er að fara á tveim klst. i
flugvél.
Younl fór strax að búa sig
undir þetta kristniboð og fyrir
þrem árum fór hann að læra að
fljúga.
Nú Iiefir hann fengið flugvél,
sem er útbúin sem „lyfjabúð“
og hefir tvenn loftskeyta-tæki.
Yoiíht ællar að liafa konu sína
með sér og börn þeirra lijóna,
þrjú að tölu.