Vísir - 23.06.1939, Blaðsíða 4
4
V I S I R
Föstudaginn 23. júní 1939,
Kvöldkjóll
Teikningin hér að ofan er af Barbara Hutton Haugwitz von
Reventlow greifafrú, sem er ein af ríkustu konum veraldar-
innar. — Kjóll hennár er úr gráu chiffon með kniplingum í
sama lit í hálsmáli, á faldi og framan á kjólnum. Hárið er
greitt frá andlitinu og safnað í lítinn hnút í hnakkanum sem
net er haft yfir. Eyrnalokkar, armbönd og „clips“ sem haft er
framan á kjólnum, er úr demöntum. — Yeitið því eftirtekt að
frúin lætur breidd augnabrúnanna halda sér og setja þær svip
á andlit hennar.
HUSRÁÐ
OG HEILLARÁÐ
Ef þér liafið sett fitublett á
silki, skulið þér strá talkumi yf-
ir liann og þegar þér strjúkið
yfir blettinn með heitu járni,
drekkur talkumið fituna í sig.
) - •
Það er ágætt að bera stein-
olíu á valsana í þvottaVindunni,
Þeir slitna þá heldur minna.
•
Vínblettum er hægt að ná úr
tafti, með því að strjúka þá með
klúti vættum í sódavatni.
•
Ef þér hellið % bolla af ediki
yfir gamla ostinn, hverfur
vonda lyktin og hann verður
bragðgóður.
•
Éf steinn er kominn í ketil-
inn yðar, losnið þér við hann ef
þér sjóðið kartöfluskræling í
honum.
•
Kakaóblettir nást úr hvaða
efni sem er með vatni.
•
Flonel, sem upplitast hefir í
þvotti, fær aftur eðlilegan lit, ef
það er skolað í ediksvatni.
•
Lakkeraða bakka er gott að
hreinsa með olíu í mjúkum
klúti. Síðan eru þeir núnir þar
til þeir eru þurrir og gljáandi.
' •
Úr gömlum filthöttum er á-
gætt að búa til leppa innan í
skó.
Edik er ágætt gegn hiksta.
•
Gamla sumarkjóla er ágætt
að nota í lampaskerm eða gar-
dínukappa í sumarhúsinu.
ltetamon.
í öllu ávaxtaleysinu er rabar-
barinn. orðinn ein af mestu
nytjaplöntum landsins og er
því mjög árxðandi að hann nýt-
ist og geymist sem allra best.
Vísir vill því benda húsmæðr-
um á efni sem nýlega er komið
á márkaðinn, og sem sérslak-
lega er ætlað til notkunar við
niðui’suðu og geymslu á rabar-
hara, auk þess sem má nota það
með ágætum árangri við
geymslu á ýmsum öðrum mat-
vælum. Heitir þetta efni Beta-
mon, og er búið til hjá Chemia
h.f.
Það varðveitir öll hin verð-
mætu efni rabarbarans og jafn-
vel þó hann sé geymdur um
langan tíma. Samskonar efni
hefir lengi vei'ið notað erlendis
með góðum árangri og ættu
húsmæður hér að vera h.f.
Chemia mjög þakklátar fyrir að
hafa koxxiið því á framfæi’i.
Betamon mun vera ódýrasta
efnið sem völ er á, þar sem hver
pakki kostar að eins 0.35, *en
hann nægir í ca. 10 kg. af ra-
barbara. Betamon er ákaflega
auðvelt í notkun og leiðarvísir
fylgir hverjum pakka. Það fæst
i matvöruverslunum og lyfja-
búðum.
Silfurborðbúnaður, sem sjald-
an er notaður, lielst fagur og
gljáandi ef hann er gevmdur í
bómullarflóneli.
•
Mjólkurblettum er hægt að
ná úr lérefti, mislitu bómullai’-
efni og ullarefnum, með þynt-
Um salmiakspiritus. Úr silki
nást þeir með bensíni.
Ferdalög:
á reldhjöliiin.
IHest ungt fólk hér í bæ
skreppur upp í sveit um helgar,
ef það mögulega getux’. Bílarnir
ei’U þá helstu farartækin sem
notuð eru. Þó er aftur farið að
bera á reiðhjólunum. — Far-
fuglar erlendis gera mikið að
því að fai’a hjólandi um sveit-
irnar og er það bæði holt og ó-
dýrt, auk þess hvað það er
skemtilegt. Reykvikingar ættu
að gera meira að því að ferðast
um á reiðhjólum. — Um helgar
sér maður einstöku unglinga á
reiðhjólum á vegunum sem að
Reykjavík liggja. En hvers-
vegna láta þeir sér nægja að
fara í „week-end“ á hjólum —
þvi ekki fei’ðast á þann liátt í
sumarleyfinu? Aðalástæðan er
víst sú að við íslendingar erum
lieldur löt þjóð og er unga fólk-
ið hér i bæ einna verst. Þvi finst
þægilegra að bruna um landið í
bíl — að því gistiliúsi, sem það
ætlar að dvelja á allan tímann
sem að það getur verið að heim-
an. — Suinar leggja saman og
leigja sér híl og geta þá haft
sína hentisemi. En fæstar
okkar eru svo vel stæðar, að
slíkt sé mögulegt og virðist þá
reiðhjólið vei’a tilvalið farar-
tæki. En til þess að ánægja sé af
slíku ferðalagi, er mjög nauð-
synlegt að lxafa réttan og góðan
úthúnað og verður maður að
hugsa sig vel um, áður en á-
kveðið er, hvaða hafa skuli með-
ferðis. Það er auðvitað um að
gera, að Iiafa sem fyrii-ferðax’-
minstan fai’angur, en nægilegan
saint í allskonar veðrum - hvort
sem er i sól og liita eða rign-
ingu og kulda — og þann fatn-
að sem maður hefir til skift-
anna er best að iiafa í tveiin
töskum, sem liægt er að hengja
yfir bögglaberann. Slíkar tösk-
ur eru ómissandi á löngum
fei’ðalögum. Þær verða að vera
vatnsþéttar og ekki alt of rúm-
litlar.
Klæðnaðinn megum við ekki
velja bara vegna þess, að hinn
eða þeSsi er „móðins“, lxeldur
verður auðvitað hver og ein að
fai’a eftir því sem lienni fer
best. — Pokabuxurnar, sem svo
margar okkar nota, eru þær
ljótustu og óklæðilegustu flík-
ur sem hægt er að hugsa sér og
ættu allar stúlkur að forðast
þær. — „Shorts“ eru nxjög
jiægilcgar, en þær fara að eins
vel á kornungum stúlkum, sem
hafa sérstaklega fallegan lík-
amsvöxt. — „Buxnapils“ eru
einna þægilegust og klæðilegust
í ]>essi ferðalög og er þá auðvit-
að fallegast að fá sér með því
jakka með sportsniði, úr sama
efni. Treyjuna skuluð þér hafa
úr þunnu þvottasilki og ullar-
„pull-over“ til þess að nota yfir
lienni ef svalt er. — Skórnir
verða að vera þægilegir — tá-
breiðir með lágum, breiðum
hælum. — Og ekki má sldlja
regnkápuna og sjóhattinn eftir
heima.
Þegar komið er á áfangastað-
inn, vilja flestar okkar skifta
um föt og er þá ágætt að hafa
með sér léttan kjól úr ódýru,
blómstruðu efni, sem ekki
hrukkast mjög mikið.
Hjólið aldrei berhöfðaðar!
Sumum okkar þykir það kann-
ske „smart“ að láta krullurnar
flögra*fyrir vindinum, en liár og
hársvörður Iiafa ekki gott af
sól, vindi og ryki. Hafið ávalt
klút um hárið og gleymið ekki
að hafa með yður stóra dós af
SUMAR-
HATTAR.
A .
itu
<{9,
S o-l
Al
m
\V
r ■
Nokkurir hattar frá New
York. Virðast þessar gerðir
vera einna venjulegastar.
feitu kremi á andlit og hendur
og sparið það ejklci við yður, því
bæði sól og loft geta eyðilagt
skemtilegustu ferðalög, ef að
er ekki gætt.
xy.
MA TREIÐSLA
Kjötfars með blaðlauki.
1 kg. kjöt.
1 egg.
1 matsk. hveiti.
1 matsk. kartöflumjöl.
2ýo dl. köld mjólk.
Salt.
Pipar.
1 búnt blaðalaukur.
Tvíbökumylsna.
Egg.
— 1 stórt búnt af blaðlauki er
hreinsað vel og soðið — vatnið
látið renna af og laukurinn lát-
inn kólna. — Kjötið er hakkað
6 sinnum og þrisvar sinnUm
þegar búið er að hræra hveitinu
saman við það. Farsið er þvi-
næst lirært vel með eggi og
mjólk og pipar og salti bætt í
eftir smekk. — Síðan er farsinu
skift í hæfilega stór stykki og
þau flött út. Á hvert styklci er
svo settur 1 blaðlaukur ca. 6—7
cm. lengd — farsinu snúið um
hann. Velt upp úr eggi og tví-
bökumylsnu og steik á pönnu í
smjöri. — Soðnar kartöflur og
steikarsmjörið borðað með.
Rósakálsgratin m. osti.
1% líter rósakál.
1 matsk. smjör.
1 M> matsk hveiti.
2Vo dl. mjóllc.
3 matsk. rifinn ostur.
Tvíhökumylsna.
Rifinn ostur.
Bráðið smjör.
— Rósakálið er hreinsað og
soðið meyrt í söltuðu vatni.
Vatnið látið renna af þvi. —
Smjör og hveiti brúnað. Mjólk
er bætt saman við svo að úr
þessu verði þykk sósa. — Þeg-
ar liún er vel soðin er liún lekin
af eldinum og osturinn settur
sanian við. — Kálið er sett í eld-
fast fat og sósunni helt yfir.
Þvkt lag af tvibökumylsnu og
osti sti’áð á og smjörbitar settir
hér og þar. —- Bakað í heitum
ofni í ca. 15 mín.
Pólskar gulrætur.
Hreinsið 500 gr. af gulrótum
og skerið þær í sneiðar. Látið
þær í skaftpott með ögn af
smjöri og vatni og látið þær
sjóða í 40 mínútur. Bætið þá V2.
dós af grænum baunum í með
dálitlu af soðinu og látið l>ær
sjóða þar til það er soðið niður.
Hrærið þá 70 gr. af rjóma sam-
an við og bætið salti og pipar í
eftir sniekk. — Stráið hökkuðu
persille yfir og berið réttinn á
borð.
Blómkál á la Cannoise.
Tvö góð blómkálshöfuð-
eru soðin í léttsöltuðu vatni.
— Á meðan að á þvi slend-
txr er búin til þykk sósa úr
einni dessertskeið af fínthökk-
uðum hlaðlauk, 25 gr. smjöri og
tómalpurée úr lítilli dós. Pipar
bætt í sósuna eftir smekk. — 1
eldföstu leirfati er brætt dálítið
smjör og rifnum osti stnáð yfir.
Blómkáhð er lagt á fatið og
sósunni helt yfir. Rifnum osti
stráð yfir — smjörbitar settir
hér og þar. Bakað í ofni við
jafnan liita.
VESTURGATA 2.
O4*' SÍMI 4 78 7.
Hreinsið húðina með PIROLA hreinsunar-
creme. - Munið að taka með ykkur í sumarfríið:
PIROLA coldcrem og
DELIAL sólolíu.
MIKIÐ OG FALLEGT ÚRVAL AF
Sumarhöttum.
KOMIÐ OG LÍTIÐ Á ÚRVALIÐ.
Ilattabiið Noffíu Pálina,
Laugavegi 12. — Sími: 5447.
Mikið úrval af nýjum
H Ö T T U M
HATTASTOFA SVÖNU & LÁRÉTTU HAGAN.
Þau sátu saman og héldust í
hendur. Stúlkan var ung og
máluð:
Hún: Ertu nú viss um, að ást
þín reynist lialdgóð og sönn?
Hann: Hún mun reynast sem
roðinn á vöngum þínum!
ITII|Creme og
huðolía
eykur fegurð og hreysti húðarinnar.
• %
MUNIÐ næst, að kaupa Nita-creme
og húðolíu.
Bpillantine
lieldur hári yðar mjúku og
blæfallgeu.
Fæst bæði í túbum
og glösum.
Heildsölubirgðir
H. Úlafsson & Bernhfift
1