Vísir - 18.08.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 18.08.1939, Blaðsíða 4
4 VlSIR Föstudaginn 18. ágúst 1939. ÞIÓÐVERIAR LATA SER BANZIG EKKI NÆGJA A Þeir vilja fá „pólska hliðið“ líka. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Berlinarfregnir herma, að samkvæmt áreiðanleg- um heimildum megi fullyrða, að helstu menn nazista muni ekki láta sér nægja að Danzig sameinist Þýskalandi, heldur munu þeir kref jast þess, að þeir fái „pólska hliðið“ líka. Því er við bætt, að fyrir einni viku mundi Hitler hafa sætt sig við það eitt, að Þýskaland fengi Danzig, en nú muni hann halda til streitu kröfunni um, að „pólska hliðinu“ verði skilað aftur. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að þýsk blöð eru farin að bera fram kröfur í þessa átt, og er það vafalaust gert að vilja stjórnarinnar. Deutsche Allgemeine Zeitung, sem stendur nærri utanríkismálaráðuneytinu, segir í gær, að Danzigvandamálið og önnur vandamál, verði að leysa — og það þegar í stað. Þjóð- verjar geti ekki beðið lengur. Þeir hafi sýnt fullan vilja á að leiða Danzigmálið til lykta friðsamlega, en Pólverjar hafi hafn- að tillögum Þjóðverja. Deilurnar í pólskum og þýskum blöðum balda annars áfram 1 fullum krafti og lælur hvorugur aðili nokkurn bilbug á sér finna. Undirbúningur fer fram í báðum löndunum — og er sem menn geri ráð fyrir þeim möguleika, að til styrjaldar kunni að koma þá og þegar. Það hefir vakið ógurlega gremju í Þýskalandi, að Pólverjar bafa bandtekið fjöída manna af þýskum ættum í pólsku Slesiu. Blöðin segja, að alt að 1000 manns muni liafa verið handteknir. Ennfremur, að Þjóðverjar í Póllandi sæti mjög illri meðferð og sé mikill fjöldi þeirra í fangabúðum. Orðrómurinn um fjögurra velda ráðstefnu er ekki lognaður út af. Nú hefir frést, að merkur ameríslcur stjórnmálamaður, James Farley, póstmálaráðherra, og framkvæmdastjóri demo- krata flokksins, maðurinn sem átti mestan þátt í að Roosevelt var kosinn og endurkosinn forseti, fari á fund páfa, en Farley er á ferðalagi í Evrópu um þessar mundir. Orðrómur hefir lcom- ist á kreik um, að bann liafi orðsendingu meðferðis til páfa frá pólsku stjórninni, en því er neitað í vatikaninu. Atvixmumáiamðherira veitir Sigl- firðingum leyli til 2500 mála verk- smiðju, en íulltrúaráð Utvegsbank- ans drepur málið. Siglfirðingar sóttu um leyfi til atvinnumálaráðherra fyrir all- löngu til þess að stækka og endurbyggja „Rauðku“, þannig að hún gæti unnið úr 5000 málum á sólarhring. Voru allir Siglfirð- ingar fylgjandi þessu máli, hvaða stjórnmálaflokki sem þeir fylgdu og undirrituðu mörg hundruð kjósendur þar norður frá áskorun til ráðherrans um að veita leyfið. TtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÍJTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S í m a r: Afgreiðsla 3100 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á tnánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Norðmenn og físksalan. JJjFTIR því se’m dagarnir líða daprast vonir manna um bærilegan árangur síldveiðanna á þessu sumri. Það er alveg ó- þarft að lýsa því, hvaða afleið- ingar aflabrestur á síldarvertíð- inni blýtur að hafa fyrir af- komu ríkis og einstaklinga. í fyrra nam útflutningur síldar og síldarafurða um 17 miljón- um króna. Verðlag hefir hækk- að allmjög frá þvi, er þá var. Að óbreyttum afla hefði mátt búast við að síldin færði 24—25 miljónir í þjóðarbúið. Af þessu hefði ekki veitt til þess að stand- ast skuldbindingar okkar út á við. Ekki verður enn um það sagt, hvað á kunni að skorta til þess að sildin „standi i skil- um“ með það, sem henni var ætlað. En allar horfur eru á, að þar muni gífurlegum upp- hæðum. Nú liefði það getað bætt nokkuð úr skák, ef verðlag á saltfiski liefði orðið það, sem framleiðendur gerðu sér vonir um. En einnig þessar vonir eru að bresta. Alveg nýlega hafa verið seldar 6000 smál. af fiski til Portugal, eða 37.500 skpd. En verðlækkunin á hinum er- lenda markaði frá þvi í fyrra er svo mikil, að útborgunar- veirðið í íslenskum krónum verður miklu lægra en fram- leiðendur höfðu vænst, aðeins litlu hærra en það var í fyrra. Erfiðleikamir á fisksölunni stafa ekki af því, að af hálfu íslendinga sé ekki gert það sem unt er til þess að halda verðinu uppi. Erfiðleikarnir eru utan- aðkomandi og okkur óviðráðan- legir með öllu. Meðan viðskifti voru frjáls vorum við ísle’nding- ar ár frá ári, að vinna aukna markaði, þrátt fyrir harðvítuga samkepni annara fiskfram- leiðsluþjóða. Þegar liaftastefnan nær tökum í markaðslöndunum fer að halla á okkur. Yið stönd- um miklu ver að vígi en keppi- nautarnir um að verða við kröf- um neýtendaþjóðanna um jafn- virðiskaup. Þetta er einn þátt- ur þeirra erfiðleika, sem við eigum við að stríða. En það sem sögja má, að úr- slitum valdi í þessum efnum, eins og nú er komið, er hin ó- heilbrigða afstaða, sem Norð- menn hafa tekið til þessara mála. Á fjárlögum Norðmanna eru veittar 12 miljónir króna til styrktar fiskframleiðslunni. — Með þessu móti lætur nærri að rikið gefi andvirði tveggja fiska með hverjum þreln, sem á land eru dregnir. íslenskir fiskframleiðendur mundu telja sig draga það, að fá 40% af fiskverðinu gefins frá ríkinu. Þessi gjafapólitík norska rík- isins leiðir til þess, að fiskveið- ar eru stundaðar þar af meira kappi en ella hefði verið. — Þetta ár hefir verið geysi- afli í Noregi. Síðasta ára- tuginn hefir aldrei aflast jafn mikið. Alls er aflinn á þessu ári um 55 þúsund smálestir þur- fisks. Þar við bætast 12—14 þúsund smále’stir, sem fisk- birgðirnar námu um siðastl. áramót. Þannig hafa Norðmenn alls upp undir 70 þúsund smá- lestir á þessu ári. Allir geta gert sér í liugarlund hverju þessar feiknabirgðir valda um verðlag- ið i markaðslöndunum. En óheilbrigði skipulagsins sést best á þvi, að vegna liins aukna afla telja framlciðendur sig eiga kröfu til aukinna gjafa úr ríkissjóðnum. Þeir heimta nú 20 miljónir fyrir 12 til þess að ríkið haldi áfram að gefa 2 fiska af hverjum 5. Hitt virðist þó viti nær, að eftir því sem meira veiðist fari styrkurinn lækkandi en ekki hækkandi. Norðmenn eru rík þjóð í sam- anburði við ísle’ndinga. Þá mun- ar sennilega ekki mikið um þessar miljónir úr ríkissjóðn- um. En íslenska fiskframleið- endur munar [>elta miklu. Það væri fróðlegt að vita, hvort frændur vorir vildu nokkru fórna af þe’ssu háðungarskipu- lagi á altari þeirrar ættrækni, sem þeir eru sífelt að tjá sig um. a Minkar upp hjá Hólmi og- fyrir neðan Gröf? Bílstjóri, sem ekur oft upp bjá Hólmi segir, að hann hafi í vor séð þar kynlegt dýr, sem hann ekki þekti, skjótast yfir veginn og upp í holt. Dýrið var með stóru skotti og töluve’rt stærra en rotta, en minna en stór köttur. Heldur hann að þetta hafi verið minkur. Annar bílstjóri sá i vor við veginn fyrir neðan Gröf dýr, söm hann heldur að hljóti að hafa verið minkur. Vegna minkanna, sem slopp- ið hafa úr haldi og leika nú lausum hala, hefir landbúnað- arráðuneytið ritað H. J. Hólm- járn, loðdýraræktarráðunaut, svoliljóðandi bréf: „Með því að kunnugt er, að minkar hafa sloppið úr vörslu og eru farnir að valda tjóni, óskar ráðuneýtið eftir þvi, að þér, lierra ráðunautur, látið nú þegar gera skrá yfir öll minka- bú og aðra minkaeigendur og tölu dýra í hverju búi um sig á landinu, og óskast hún send ráðuneytinu. Jafnframt biður ráðuneytið yður að sCnda þvi sem fyrst tillögur um hvernig haga skuli umbúnaði og eftir- liti með minkabúum og fram- kvæmdum til útrýmingar mink- um, sem sleppa úr vörslu“. Frá Siglufirdi Fimtíu skip komu til Siglu- fjarðar í gær og voru þau með samtals 716 tn. Annarsstaðar af söltunarstöðvum voru ekki komnar nákvæmar skýrslur í morgun. Flest skipin voru rekneta- skip. Síldin fékst helst á Haga- nesvík og nágrCnni. Ágætt veiðiveður er fyrir norðan, kyrt og sæmilega bjart. Höfnin. Súðin fór í hringferð í gærkveldi. Enskur togari kom hingað í gær- kveldi að fá sér íiskilóðs. Alvarlegir árekstrar á landamærum Rúm- eníu og Ungver jalands London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregnir frá Bulcarest herma, að alvarlegur árekstur hafi orð- ið milli rúmenskra og ung- verskra landamæravarða, og liafi þeir skifst á skotum nokk- ura stund. Biðu tveir rúmensk- ir hermenn bana í viðureign- inni. Hvor aðili um sig kennir binum um. Rúmenska stjórnin hefir á- kveðið að senda mótmælaorð- sendingu til Budapest. Árekstur- inn varð milli staða, sem nefn- ast Arab og Oradea. Japaiiir fljúga ylir land§§væði Brcta lijá Hongrkong*. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregnir frá Hongkong herma, að 15 japanskar flugvélar hafi flogið yfir Stanleyskagann, suð- vestur af Hongkong, og er þetta talið sönnun þess, að Japanir hafi hernaðarlegan undirbúning i frammi á Kirsbay-svæðinu, en þangað voru tveir breskir fall- byssubátar se’ndir í gær. Flug- vélarnar voru þarna á sveimi í morgun snemma. Síldveidin „Síldveiði er lítil eins og að undanfömu“, sagði fréttaritari Vísi á Siglufirði í morgun, „og smokkfiskur er alstaðar á veiði- j svæðinu frá Grímsey vestur að Horni, svo að horfur eru langt frá því að vera glæsilegar. Reitingur er þó i reknet og í nótt fengu Norðmenn dágóða veiði undan Rauðunúpum. T. d. ! fékk eitt skip [æirra 100 tunn- ur í 10 net og er það gott. 1 gær komu til Siglufjarðar nokkur skip til Ríkisverksmiðj- anna með um 2500 mál, en sölt- J un nam þar s.l. sólarhring milli 2000—3000 tn. Le’ið svo og beið, að ekki fékst máhð afgreitt og var kom- ið fram yfir þann frest, sem Siglufjörður hafði til þess að svara bankanum, sem bauð lán til verksins. M. a. hafði ríldsverksmiðju- stjórnin á Siglufirði verið að í- huga stækkun og hafði hún augastað á stað þeim, se’m „Rauðka“ ætlaði sér. Mun það hafa átt sinn þátt í drætti máls- ins. Loksins i gær veitti atvinnu- Itlaðaincouiriiir cru koinnir til Slgiufjai’ðai*. Heimsókn dönsku blaðamann- anna ætlar að hepnast vonum framar. Yeðrið er dásamlegt, svo að öll ferðalögin verða til ó- blandinnar ánægju og þeir sjá ísland frá þess fegurstu hlið. í gær var lagt upp frá Alcur- eyri kl. 9 árd. og ekið austur á bóginn áleiðis til Mývatns. Á Vaðlaheiði var numið staðar og útsýnið skoðað, en siðan haldið í Vaglaskóg og höfð þar skömm viðdvöl. Næst var numið staðar við Goðafoss og þótti Dönum skilj- j anlega mikið til hans koma. \ Til Djúpavíkur liafa komið Rán með 294 mál, Surprise með 582 og Baldur með 372 mál. Til Hjalteyrar komu í gær 1500—2000 mál og hafa alls borist þangað um 107.000 mál. málaráðherra leyfið til endur- byggingarinnar og þá aðeins til 2500 mála verksmiðju. Var málið svo lagt fyrir full- trúaráð Utvegsbankans strax á eftir — að því er Vísir hefir heyrk,— en það drap málið um- svifalaust með því að neita að ábyrgjast lánið (ríkisábyrgðar var ekki krafist af hinum er- lenda lánsbjóðanda). Er því mál þetta úr sögunni um sinn. Frá Goðafossi var svo ekið til Skútustaða og bauð h.f. Brenni- steinn til árdegisverðar þar. Var svo dvalist noklaið við Mývatn og hreif það alla mjög milcið. Síðan var lialdið upp á Námaskarð og verksmiðjan skoðuð. Þaðan var haldið til baka og á leiðinni til Akureyr- ar var staðnæmst við Laxá. Voru þar skoðaðir fossarnir og virkjun Alcureyrarbæjar. Sögðu hinir dönsku blaða- menn, að förin myndi hafa borgað sig, þótt þeir hefði að- eins komið á Námaskarð og að Laxárvirkj uninni. I nótt kl. 12 var farið með Dr. Alexandrine til Siglufjarðar og komið þangað kl. 4. Var ekkert aðhafst til kl. 1, en þá hafði bæjarstjórn boð inni. Sið- an tók Síldarútvegsnefnd við gestunum og loks stjórn Pdkis- verksmiðjanna, sem sýndi verk- smiðjurnar og umhvetfið. I kveld hefir stjórn Ríkis- verksmiðjanna veislu inni og verður þar bæjarstjóm o. fl. Siglfirðingar. I fyrramálið verður farið sjó- i NÝJASTA LÍNUSKIP PÓLVERJA. Pólverjar eru orðin mikil siglingaþjóð. Þess vegna vilja þeir verja pólska liliðið með oddi og egg, en þar er hafriarborg þeirra, Gdynia. ÖIl framtíð þeirra byggist á, að eiga land að sjó. Myndin er af nýjasta stórskip Pólverja, ,,Cliroubry“, en það var smíðað á skipasniíðastöð i Danmörku. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.