Vísir - 18.08.1939, Blaðsíða 5

Vísir - 18.08.1939, Blaðsíða 5
Föstudaginn 18. ágúst 1939. VISIR 5 Er hægt að auka hrossa- útflutning til Danmerkur að miklum mun? Gunnar Bjarnason landbúnaðarkandidat heiir hreyft við þessu máli í viðtali við „Aalborg Amístidende'2 * 4. Gunnar Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar gestgjafa á Húsavík, lauk á síðastliðnu vori prófi við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, og býr sig nú undir að taka við hrossaræktar-ráðunautsstöð- unni hjá Búnaðarfélagi Íslands, en hana hafði með höndum, sem kunnugt er, Theodor Arnbjarnarson frá Ósi, en hann lést á yfirstandandi ári. Gunnar Bjarna- son mun dveljast á Norðurlöndum það sem eftir er sumars og fram eftir vetri, til undirbúnings starfi sínu. Aalborg Amtstidende birti nýlega viðtal við Gunnar og verður vikið að sumu úr því hér. Soffía Skúladóttir. | F. 26. nóv. 1897. D. 11. ág. 1939. í dag ve’rður til nioldar borin ungfrú Soffía Skúladóltir mat- reiðslu-kenslukona, er andaðist a sjúkrahúsi Hvítabandsins hér í bænum, rúmlega 41 árs, hinn 11. þ. m., eftir þunga legu. Ungfrú Soffía var fædd í Odda á Rangárvöllum 26. nóv. 1897, og var dóttir þeirra prests- hjóna, Skúla prófasts Skúlason- ar og frú Sigríðar Ilelgadóttur (lektors Hálfdánarsonar). Ólst hún upp í foreldrahúsum þar eystra til tvítugsaldurs, fylgdist með foreldrum sinum liingað til Rvíkur, er sira Skúli liætti prestskap 1918 og mátti heita, að hún sliti aldrei sambandi við Blaðið skýrir frá þvi, að Gunnar liafi þ. 13. júlí komið til Aalborg til að skoða hrossa- sýninguna, sem þar var lialdin. „Gunnar Bjarnason er ungur maður“, segir blaðið, „sem ný- lega liefir lokið þriggja ára námi í Landbúnaðarháskólan- um í Kaupmannahöfn, og i)ýr sig nú undir að taka við hrossa- ræktarráðunautsstöðunni á Is- landi, en fyrrverandi hrossa- ræktarráðunautur lést fyrir nokkurum mánuðum. Skömmu eftir andlát hans mun hafa ver- ið ákveðið að Gunnar Bjarna- son tæki við þessu starfi, þótt hann hafi ekki fengið veitingu fyrir embættinu enn sem komið er. Hefir liann fengið styrk frá Búnaðarfélagi íslands til fram- lialdsnáms og ferðalaga um Danmörku, Noreg, Sviþjóð og Finnland, áður en liann tekur við stöðunni." „Hér í Danmörku", segir Gunnar Bjarnason við blaðið, „hefi eg kosið að stunda fram- haldsnám lijá Söndergaard, ráðunaut danska ríkisins í hrossaræktarmáluin. Geng eg út frá, að eg hafi best not af að stunda nám hjá lionum og kynnast reynslu hans, þar sem hann liefir gefið sig mikið að málum, sem varða smáhesta- rækt. Auk þess er liann sá af hrossaræktarráðunaulum Dana, sem mest hefir liaklið á loft nú- tímaskoðunum á þessu sviði, en það sem við íslendingar þurfum framar öðru að kynna okkur, eru allar nýjungar á þessu sviði sem öðrum. Auk þess hefir Söndergaard undir höndum hesta af besta skyni, sem um getur í Danmörku, og eru því skilyrðin til náms og aukinnar reynslu ágæt hjá lionum. Að sjálfsögðu snýst framtíðarstarf mitt um íslenska hesta, því að um aðra hesta er ekki að ræða á íslandi. ísl. hesturinn hefir varðveitt þau upprunaeinkenni, sem öll önnur hestakyn hafa mist. Hjá Söndergaard kynni eg mér alt, sem hrossarækt við kemur, og mér má að gagni verða í framtíðarstarfi mínu. Eg hefi mikinn áhuga fyrir því, að koma á hrossasýning- amar víðsvegar um landið, til þess að komast að raun um hvaða hestar henta dönsku húsmönnunum best. Vér íslendingar höfum nefni- lega í huga að auka hrossa- ræktina og bæta hestakynið, ekki aðeins með tilliti til leiðis til Sauðárkróks og þaðan ekið lil Reykholts í Borgarfirði. Á sumiudag ve'rður farið um Kaldadal til Þingvalla. Förin hefir gengið ágætlega í alla staði og eru allir blaða- mennirnir hinir ánægðustu. hestanotkunar okkar sjálfra, heldur og með aukinn út- flutning á hestum fyrir aug- um til sambandslands vors, þar sem einmitt ætti að vera ágæt skilyrði fyrir aukna notkun íslenskra hesta, aðal- lega á býlum smábænda. Skilyrði eru fyrir hendi til þess að ala upp hesta á íslandi án mikils tilkoslnaðar og get- um við því selt þá lióflegu verði. Eg geri mér mildar vonir um að liafa góð not af ferð minni til liinna Norðurlandanna, eink- um Finnlands". —o— Það er vissulega eitt af þe'im málum, sem nauðsynlegt er að sinna, að auka hrossaútflutn- inginn, og hefir mikið verið um þetta skrifað í ísleiisk blöð fyrr og síðar, og m. a. bent á, að vanrækt er að gera íslensk hross eins útgengileg og þau gæti verið. Þannig er þe'ss ekki gætt, að flytja aðeins út band- vön liross, og lielst ætti að venja þau við aktýgi og létta vagna, og mundi þá fást betra verð fyrir þau. Annars þyrfti og að bæta meðferð útflutningshross- anna á ýmsa lund. Væri óskandi að hinum unga landbúnaðar- kandidat, Gunnari Bjarnasyni, auðnist að þoka umbótum á- fram á sviði hrossaræktar, er bann tekur við .starfi sínu, en þetta er mál, sem þing og stjórn þarf að láta sig mjög miklu varða. Vér kaupum meira af Dönum en þeir af oss og að- staða okkar að því leyti ágæt til þess að knýja fram aukna sölu lirossa til Danmerkur. En við vei-ðum að gera oss ljóst, að danskir bændur vilja fá vel bygða, ófælna og góða hesta — og ekki ótamda með öllu, * 2. fl. mótið. Vegna bleytu á vellinum várS aÖ fresta leikjunum, sem fram áttu a'S fara í gærkvöldi. Verður leik Fram og Víkings frestað fram yfir helgi, en K. R. og Valur keppa í kvöld kl. 8)4. Næstu leikir verða svo á sunnudag kl. 5. Keppa þá fyrst Val- ur og Víkingur og sí'Öan Fram og K. R. — Allir á völlinn í kvöld. Hestamannafél. Fákur hyggst a‘ð fara skemtiferð næst- komandi sunnudag. Farið verður af stað frá ishúsinu Herðubreið. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá formanni félagsins Birni Gunn- laugssyni, GrettisgÖtu 75. Gærur. í júlí voru fluttar út 540 sút- aðar gærur fyrir kr. 6820, og jan. —júli 2521 gæra fyrir kr. 27.740, en á sama tíma í fyrra 1033 gærur fyrir kr. 10.740. — Af söltuðum gærum voru fluttar út 70 gærur fyrir kr. 550, og á timabilinu jan. —júlí xo.072 gærur fyrir kr. 57.450. — Á sanxa tima í fyrra nam þessi útflutningur 111.980 gærum fyrir kr. 619.970. foi-eldrahúsið, þótt hún við og við hefði lengri og skemri við- dvahr annarsstaðar vegna at- vinnu sinnar. Það er síst ofmælt um Soffíu Skúladóttur, að hún var stúlka prýðilega gefin, e'nda var eklcert til sparað að veita henni — og eins systrum hennar tveimur, sem báðar eru löngu dánar upp- komnar — alla þá mentun til munns og handa, bæði heima og ei-lendis, sem að bestu haldi mætti konxa í lífi liennar síðar meir. Var sem alt léki lienmi í bendi, sem hún gaf sig að, og mátti segja, að þar sem hún var, liéldust í hendur ágætir hæfi- leikar og stakle'g ástundunar- semi og kapp. Eftir að foreldrar hennar liöfðu flutst til Reykjavikur stundaði hún framan af skrif- stofustörf, seni henni fóru mjög vel úr liendi, en sneri sér síðan að starfi, sem henni þótti vænlegra til frambúðar, en það var matreiðslukensla, bæði bók- leg og vei'kle’g. Fór liún hvað eftir annað til útlanda í þvi skyni að fullkomna sig í þeirri grein. Upp frá þvi var aðalstarf hennar í þvi fólgið, að veita ungum stúlkum tilsögn í mat- reiðslu á námsskeiðum, seni hún efndi til, bæði hér i bæ og úti um land (t. a. m. í Hafnar- firði, á Eyrarbakka og á Akra- nesi). Voru þau námskeið liald- in við góða aðsókn, þvi að auk þess sem hún var prýðilega mentuð sjálf og liafði ágætt lag á að keíma öðrum, var hún hin elskulegasta í viðmóti, glað- lynd og skemtin að éðlisfai'i. Hún var þá og elskuð af náms- meyjum sínum, enda fundu þær hve umhugað lienni var um, að þær hefðu sem mest gagn af náminu, og live lítið liún var gefin fyrir að hlífa sjálfri sér, einnig eftir að vanheilsan var tekin að gera vart við sig. í hópi ættmanna og vina var Soffía ætíð vel séð vegna græskulausr- ar gamansemi hennar, óvenju- legrar orðhepni í svörum og elskulegs viðmóls, og mun hennar þar lengi verða saknað. En tilfinnanlegastur verður söknuðurinn þó nánasta ætt- fólki hennar og þá umfram alt aldraðri rnóður hennar, sem nú situr eftir dætralaus, og á hér á bak að sjá þeirri dótturinni, sem hún fékk lengst að vera samvistum við og alt vildi gera móður sinni til yndis og ánægju. Munu allir, sem kyntust Soff- iu sálugu, taka innilegan þátt i söknuði móður hennar, bræði-a og tengdasystra, og á- samt þeim blessa minningu hinnar góðu dóttur, sem nú er dáin og liorfin sjónum vorum. J. Bæjar fréiitr Veðrið í morgun. Hiti í Rvik 10 stig. Mestur hiti hér í gær 11 st., írjinstur í nótt 5 st. Úrkonia síðan kl. 6 í gærmorg- un 6,1 mm. Sólskin í gær 0,3 st. Mestur hiti á landinu í morgun 11 st, Akureyri, Raufarhöfn, Langa- nesi, Fagradal, Reykjanessvita. Minstur hiti 8 st., á Fagurhólsmýri. •— Yfirlit: LægðarmiÖjan er nú yfir norðanverðu íslandi og þokast hægt austur eftir.— Veðurhorf- ur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðaf jörður: V- og NV-gola. Léttir til sumstaðar, þó skúrir í dag. Vestfirðir: N-gola. Rigning norð- an til. Norðurland: Breytileg átt. Sumstaðar skúrir. Norðausturland, Austfirðir: SV-gola. Léttskýjað. Skipafregnir. Gullfoss kemur til Leith í dag. Goðafoss er á leiðinni til Leith frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss og Dettifoss eru í- Reykjavík. Selfoss er á leið til Aberdeen. Leiðrétting'. Mishermi var það í blaðinu í gær, að Knud Zimsen, fyrrum borgar- stjóri, væri 59 ára. Hann átti í gær 64 ára afmæli. 85 ára er í dag frú Dómhildur Jónsdóttir, Sól- vallagötu 37. 84 ára er í dag Kristín Jónsdóttir, Reykjavíkurveg 33, Skerjafirði. 65 ára er í dag Jón Steinason, fyrv. vélstjóri, starfsmaður við Rafmagnsveituna. Fimtugur er í dag Salomon Heiðar, versl- unarmaður. Silfurbrúðkaup eiga á morgun, 19. ágúst, frú Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Her- mann Hermannsson, trésmiður, Freyjugötu 24. 204 hross voru flutt út í síðasta mánuði, fyrir kr. 39.400, og er þetta eini hrossaútflutningurinn á þessu ári. A sama tíma í fyrra var hrossaút- flutningurinn 55 hross, fyrir kr. 10.550. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Þrastalund- ur, Austanpóstur, Grímsness og Biskupstungnapóstar, Akraness, Borgarness, Stykkishólmspóstar, Norðanpóstur, Álftanesspóstur. — Dettifoss til Akureyrar. — Til Rvíkur: Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Þrastalund- ur, Fljótshlíðarpóstur, Austanpóst- ur, Akraness, Borgarness, Álftanes- póstar, Norðanpóstur, Snæfellsnes- póstur, Stykkishólmspóstur. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.45 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Göngulög. 20.30 íþróttaþáttur. — 20.40 Einleikur á pianó (Hans Grisch, tónlistarkennari frá Leip- zig). 21.10 Garðyrkjuþáttur. 21.30 Hljómplötur: Harmónikulög. 21.50 Fréttaágrip. í Philadelphiu í Ameríku kom kona inn í biðstofu til ljósmynd- ara. Ljósmyndarinn grenslast eft- ir óskum hennar. „Eruð þér ljósmyndariun ?“ spyr konan. „Jú, það er ég, frú mín góð.“ „Takið þér myndir af börnum?“ „Að sjálfsögðu.“ „Hvað kostar það?“ Jylara hpingjs J 1 svo kemur það Húsmæður I Hér er úrvalið. — Hvað býður yðar verslun? Pantið í sunnudagsmatinn strax í dag. Verslunum er lokað kl. 1 á morgun. Nýtt Lax og Silungur. Nordalsíshús Sími 3007. Nýslátrað Dilkakjöt liosii Dilkaliri tlýreykt kjöi HVÍTKÁL GULRÆTUR BLÓMKÁL TÓMATAR AGÚRKUR og margt fJeira. Kjötverslanir Hjalta Lýðssonar Nýtt Dilkakjöt Gullasch — Hakkbuff. Buff — Steik KJÖTBÚÐIN Herðubreið Hafnarstræti 4. Sími: 1575. „Ein tylft fyrir tuttugu og fjóra dali.“ Konan hugsar sig um drykklanga stund. Loks stamar hún niðurlút og feimin: „Eg verð þá að koma seinna. Eg á ennþá ekki nema ell- efú — en eg geng með það tólfta.“ O d ý r t Sítrónup fpá 15 aura stk. Rabarbari 35 aura kg. Kaptöflui* nýja* 35 aura kg. Gulrófup 30 aura kg. Blómkál 75-60-35-45 aura stk. Hvítkál 60 aura stk. Salat 15 aura stk. WiKimidL Glæný STÚTUNGUK RAUÐSPETTA Reyktur fiskur Reylitur rauðmagii ódýr. Fiskhöllixi og aðrar litsölur JÓNS og STEINGRÍMS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.