Vísir - 25.08.1939, Qupperneq 4
4
VlSIR
DA6BLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: Hverfisgötu 12
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
R úrslita-
stund.
J^JEÐAL farþega á Lyru í gær-
kvöldi var ungur, erlendur
íiðsforingi. Hann hafði dvalið
hér í sumarleyfi, en var skyndi-
lega kvaddur heim til að gegna
þjónustu, við hin óvæntu stór-
tíðindi, sem gerst hafa síðustu
dagana. Þetta var hraustlegur,
karlmannlegur maður, ólíkleg-
ur til þess að láta sitt eftir
liggja. Hann var æðrulaus,
hljóður og alvarlegur. Hann
hafði komið með Laxfossi til
bæjarins utan af landi. Þegar
hann kom ofan á hafnarbakk-
ann var Laxfoss að fara út úr
höfninni. Honum varð lilið á
skipið og sagði: „Það væri ann-
að að vera að fara aftur með
þessu skipi.“ Hann hafði ekki
um þetta fleiri orð, en þeir, sem
á hlýddu, fundu, að þessi maður
gerði sér fulla grein fyrir því,
að hann var því að eins kvadd-
ur heim, að nú var hætta á ferð-
um.
Þetta var aðeins einn af öll-
um þeim miljónum ungra
manna, sem þessa dagana verða
að vera þess búnir, að leggja líf-
ið að veði fyrir velferð ættjarð-
ar sinnar. Það er ekki úrkastið
úr þjóðunum, sem kvatt er til
vopna. Það er úrvalið, liið
liraustasta og þrekmesta, blóm-
inn af hinum upprennandi
æskumönnum. Svona hefir það
verið og svona er það. Styrjald-
irnar leggjast mCst á vaxtar-
broddinn.
Siðustu fregnirnar i gær-
kvöldi voru nálega samhljóða:
„Ekkert nema la-aftaverk getur
komið í veg fyrir styrjöld.“
„Vonirnar um að friður haldist
eru að verða að engu.“ „Ástand-
ið er vonlaust“ o. s. frv. Útlit-
ið er ískyggilegra en nokkru
sinni fyr.
Við Isíendingar förurn ekki
varhluta af afleiðingum þess,
að umheimurinn hlaupi i bál.
Viðskiftaerfiðleikarnir verða
ennþá tilfinnanlegri og við verð_
um að vera við því búnir að
neita okkur um margt af því,
sem talið er til daglegra þarfa.
En lívað er þetta hjá því, sem
flestar aðrar þjóðir verða að
horfast í augu við! Þær verða
að fórna daglegum þörfum og
þægindum ekki síður en við.
En auk þess hætta þær öllu því
verðmætasta sem þær eiga,
fjármunum sínum, hamingju,
lífi.
Þessvegna lá svo mikið í orð-
um Iiins unga liðsforingja, þeg-
ar liann sá litla strandferðabát-
inn okkar leggja úr höfninni. I
hans augum var hér þann frið
að finna, sem almenningur um
allan heim þráir og þá mest,
þegar hættan vofir yfir að hann
verði rofinn.
Við erum einangraðri en aðr-
ar þjóðir þessarar álfu. Þessi
einangrun liefir sína galla. En
á úrslitastundum getum við
ekki nógsamlega þakkað, að
vera svo fjarri alfaraleið, sem
raun er á. Um smáþjóðimar í
Norðurálfunni má með nokkr-
um sanni segja, að „enginn
ræður sínum næturstað“. Hið
vopnlausa hlutleysi okkar er
síst ótryggara en hervarnir
þeirra. Hvað sem í kann að
skerast er lífi okkar ekki liætta
búin.
Hér er um svo mikilsvert at-
riði að ræða, að vafasamt er,
lwort við gerum okkur fulla
grein fyrir þvi. Við verðum
aldrei annað en áhorfendur,
þegar aðrir berjast til úrslita.
En við eigum að læra af því,
sem fyrir augun ber. Við eig-
um hér í sífeldri baráttu inn-
anlands, þótt vopnlaus sé. Við
vitum að ranglæti og yfirgang-
ur i einhverri mynd, gamalt
eða nýtt, er að haki hverri styrj-
öld. ÞeSsvegna eigum við að
forðast ranglætið og yfirgang-
inn. Aðrar þjóðir telja olckur
til fyrirmyndar af því að við
liöfum hvorki her né flota. En
vopnleysið segir ekkert til um
friðarhug okkar. Meðan við
setjum hagsmuni ofar réttlæti,
höldum viðásamskonar kveikju
og þeirri, sem sett getur heim-
inn í bál á hvaða augnabliki
sem er.
Það er ekki nóg að við séum
taldir öðrum til fyrirmyndar.
Við erum það ekki meðan við
sitjum Iiver yfir annars hlut,
látum stundarhagsmuni skipa
öndvegið, og gleymum réttlæt-
inu.
a
t
Ragnar E. K varan
Ragnar E. Kvaran landkynnir
andaðist skömmu eftir liádegi í
gær, i Landspitalanum. Ævi-
atriða hans verður nánara getið
síðar.
í morgun snjóaði í
vfjöll á Siglu%ði.®§
y
Ekki veiðiveður fyrir
Norðurlandi.
í gærkveldi hvesti á norð-
vestan og í morgun var rigning
og sjógangur úti fyrir, en til
fjalla snjóaði. Veiðiveður er
ekki fyrir Norðurlandi siðan
seinni partinn í gær. Skipin hafa
verið að koma inn, flest með
slatta aðeins, og fóru 1000 mál
í bræðslu, en hitt í salt.
Nokkur skip munu hafa feng-
ið dágóðan afla undir Rauða-
núp, en þau munu ekki komin
inn, og frést hefir um eitt skip
sem fékk 200—300 tn. undan
Sléttu, en það er lieldur ekki
komið til hafnar.
Menn vona, að framhald
verði á sildveiði, þegar veður
batnar.
Djúpavík í morgun.
í gær og nótt lönduðu Tryggvi
gamli 616 málum, Hafsteinn
629, Rán 587, Jón Ólafsson 788,
Surprise 758, Kári 368, Garðar
og Baldur eru að landa og hafa
um 700 mál hvor. Sindri bíður
löndunar með 700 mál. Síldin
veiddist fyrir austan land. —
Alls er komið í bræðslu 68200
mál en 117000 á sama tima í
fyrra. Búið að salta 10200 tn.
en á sama tíma í fyrra 9200 tn.
Norðan rok og rigning og
ekkert veiðiveður.
Björnsson.
VÍSIK
FÖstudaginri 25. ágúst 1939.
Roo§evelt forseti og: páfinn
gera iirslitatilraiiii til þesis
að Yarðveita lieiiiisfri#isiii.
Roosevelt símadi kon-
ungi Ítalíu Vietop Em-
anuel i gær, Póllands-
forseta og Hitler.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Roosevelt forseti hefir snúið sér til Viktors Ema-
núels, konungs Ítalíu, Hitlers rílíisleiðtoga
Þýskalands og Moscicki Póllandsforseta, og
hvatt þá eindregið til þess að beita áhrifum sínum til
þess að koma í veg fyrir styrjöld.
Ameríski sendiherrann í Rómaborg afhenti Viktor
Emanuel boðskap í gær frá Roosevelt forseta. Mælist
forsetinn til þess, að konungurinn beiti sínum góðu
áhrifum til þess að stuðla að því, að friður haldist.
Roosevelt forseti sagði um það bil, sem hann símaði
Hitler og bauð milligöngu Bandaríkjanna til þess að
tryggja friðinn, að ameríska þjóðin ætlaðist til þess, að
forseti hennar tæki til máls æ ofan í æ, ef þörf krefði,
ef von væri um, að það gæti orðið til þess að friðurinn
héldist. Trúr þessari skoðun og friðarhugsjónum sín-
um léti forsetinn ekki við það sitja, að beita áhrifum
sínum til þess að Viktor Emanuel reyndi að koma því
til leiðar, að farinn yrði vegur friðarins, heldur hefir
hann nú einnig símað til Hitlers og Moscicki Póllands-
forseta og lagt fyrir þá eftirfarandi tillögur.
ROOSEVELT. VIKTOR EMMANIÆL.
í fyrsta lagi verði reynt að leiða deilumáhn til lykla msð bein-
um samkomulagsumleitunum, en í öðru lagi — hepnist það |
ekki, að þá komi deiluaðilar sér saman um að útnefna fulltrúa
frá hlutlausum löndum, er leggi fram tillögur um lausn máls-
ins. í þriðja lagi leggur forsetinn til, að aðilar komi sér saman
um það grundvallaratriði, að allar tilraunir til þess að leysa
deiluna fari fram friðsamlega, skipulega og í anda sáttfýsinnar,
enda sé ella ekki árangurs að vænta.
Enn sem komið er hafa
stjórnarembættismenn í Varsjá
ekki látið álit sitt í Ijós á tillög-
um Roosevelt. United Press hef-
ir spurt þr já mikilsmetna pólska
stjórnmálamenn um álit þeirra
á tillögum Roosevelts, og taldi
annar líklegt, að Pólland mundi
geta fallist á þær, en hinir sögðu
að það væri of mikil „Miinchen-
bragur" á þeim.
Hans heilagleiki páfinn
útvarpaði friðarávarpi í
gær og talaði af miklum
innileik og alvöruþunga.
Bað hann menn biðja
fyrir friðinum og bless-
aði allar þjóðir í ræðu-
iok. rmm
ÖHum ber saman um, að tím-
inn sé afar naumur, til þess að
afstýra styrjöld. Einu vonirnar
eru, að friðarávörp Leopolds
konungs og Piusar XII. hafi á-
hrif og viðleitni Roosevelts.
HITLER Á RÁÐSTEFNU
MEÐ HERFORINGJUM
SÍNUM.
Keitel yfirforingi og Raeder
aðmíráll, Göring og von Ribb-
entrop sátu ráðstefnu hjá Hitler •
í gærkveldi og lauk henni kl. i
12.40.
HERMÁLALEIÐTOGAR
BRETA Á FUNDUM.
. . Hermálaleiðtogar og her-
málasérfræðingar Breta sátu á
fundum í alla nótt sem leið. —
Ekkert hefir komið fram, sem
bendir til annars en að alt
Bretaveldi muni standa samein-
að, ef til styrjaldar kemur.
Allir flokkar, öll blöð og allur
almenningur styðja stjórnina í
að halda öll Ioforð við Pólland.
KAUPHALLARVIÐSKIFTI
ÍVIÐ SKÁRRI í GÆR HELD-
UR EN í FYRRADAG.
Oslo, 24. ágúst. FB.
Þrátt fyrir nokkuð verðfall í
London á þýskum verðbréfum
var yfirleitt ekki meiri svartsýni
ríkjandi á kauphöllum álfunn-
ar í gær en í fyrradag — jafn-
vel varð þess vart, að heldur
væri að lifna yfir viðsldftum,
miðað við það, sem verið hefir
undanfarna daga. NRP.
PIUS XII. PÁFI.
Hitler flytur ræðu sína í Tannen-
berg á sunnudag.
Osló, 24. ágúst. — FB.
Það hefir nú verið tilkynt í Þýskalandi, að Adolf Hitler ríkis-
leiðtogi haldi ræðu á Tannenberghátíðinni, sem nú stendur yfir
í Austur-Prússlandi, til minningar um, að nú eru 25 ár liðin
frá því, er Hindenburg vann sinn fræga sigur á Rússum á þess-
um slóðum fyrir 25 árum, en orustan stóð yfir 23.—30. ágúst.
Ilitler flytur ræðu sína á sunnudag og er beðið oftir henni um
allan heim af mikilli óþreyju, enda þótt stórviðburðir geti orðið
fyiár þann tíma.
Þj'rska beitiskipið Königsberg er væntanlegt til Danzig á
morgun (laugardag) og verður þar til mánudags.
Yfirhershöfðinginn þýski, von Brausnisch, ávarpar þýska
herinn á laugardag kl. 19.30. — NRP.
Englandsbanki hækkar forvexti.
Osló, 24. ágúst. — FB.
Englandsbanki hefir hækkað forvexti úr 2% í 4% og er til-
kynt, að þetta sé nauðsynleg ráðstöfun, vegna núverandi ástands
og horfa. Ennfremur hefir ríkisstjórnin ráðlagt fölki að flytja
ekki fé úr landi. Forvextir Englandsbanka hafa verið óbreyttir
þar til nú frá því 1932. — NRP.
Hervæðing í Póllandi. Verkamenn-
irnir teknir af ökrunum og fluttir
í hermannaskála.
Osló, 24. ágúst. — FB.
Fregnir frá Póllandi, símaðar til Norðurlandablaða frá Dan-
zig, herma, að hervæðing hafi verið fyrirskipuð í Póllandi. Fari
hervæðingin fram með svo miklum hraða, að verkamennimir
séu sóttir út á akrana, og farið með þá beint í hermannaskálana.
Uppskeruvinnan stendur nú sem hæst. Aðrar fregnir herma, að
bæði Þjóðverjar og Pólverjar sendi mikið lið til landamæranna.
NRP.
Hervæðing í Frakklandi.
Osló, 24. ágúst. — FB.
Fregnir frá Frakklandi herma, að hinar víðtækustu varúðar-
ráðstafanir hafi verið gerðar og fyrirskipuð hervæðing nokk-
urra árganga. Hervæðingarflokkarnir, sem hafa tölueinkennin
2, 3 og 4 hafa verið kvaddir til vopna með opinberum auglýs-
ingum í blöðum, á torgum og gatnamótum, en áður voru menn
kvaddir einstaklingslega til herþjónustunnar og bréflega eða
með skeytum.
Landamæralið er aukið í Hollandi, Belgíu og Sviss. — NRP,
Frh. crlendra frétta á 8. síðu.