Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rii itstjórnarskrifstof ur: Péiagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 292. tbl. Fer Admiral Graf von Spee til Buenos Aires tii að tá 24 klst. viðbótarfrest ? Vasaorustuskip Admiral Scheer og nokkrir kafbátar sagðir á leiðinni til móts við Graf von Spee. ----®----- Einkaskeyti frá United Press. — London í gærkveldi. Þ að er ekki um neitt meira rætt í heimsblöðunum dag en þýska vasa-orustuskipið Admiral Graf von Spee — hvort því muni takast að komast á brott frá Montevideo, þrátt fyrir það að her- skip Bandamanna — með vissu verður ekki sagt hve mörg, bíði úti fyrir hinum breiðu ósum Plata-árinnar til þess að veita Graf von Spee „varmar viðtökur“. Um allan heim er spurt: Tekst Graf von Spee að kom- ast á brott í nótt? Annað kvöld er 72 klst. fresturinn á enda liðinn. Það hafa komið fram tilgátur um, að skipherrann reyni að læðast með ströndum fram, fara innan landhelgi — þar sem ekki er hægt að ráðast á skipið, nema með því að brjóta hlutleysi Uruguay — og reyna svo að sleppa á haf út í dimmunni. En fyrsti vandinn er að komast frá Montevideo og þar búast all- ir við, að tilraunin verði gerð. Þar hefir verið unnið af feikna kappi að því að gera við skipið, en það eru mörg göt á því, og sum nálægt vatnsyfirborði. Eftir seinustu fregnum að dæma — éf réttar reyn- ast — er ekki loku fyrir það skotið, að Graf von Spee berist hjálp. Það hafa nefnilega borist fregnir um, að annað vasaorustuskip þýskt, Admiral Scheer, sé á leið- inni til móts við Graf von Spee og að með Admiral Scheer séu nokkrir kafbátar, en einmitt af því, að kaf- bátar eru í fylgd með herskipinu, væri mikill vafi um úrslitin, þótt Bandamenn hafi miklu fleiri skipum fram að tefla. Um eitt virðist mönnum bera saman: Að þýsku sjó- Iiðarnir á Admiral Graf von Spee láti ekki kyrrsetja skip þeirra og þá sjálfa og hætti á alt til þess að komast á brott. 30.000 falloir og særðir í liði Jtea. Frá vígstöðvunum í Finnlandi o. íl. Oslo, 16. des. FB. Samkvæmt ágískum hermálasérfræðinga nemur manntjón Rússa í Finnlandsstyrjöldinni (fallnir og særðir) 30.000. — Hafa Rússar teflt fram miklu liði, einkanlega á Kyrjálanesi, og mannfjall sennilega verið mest í liði þeirra þar sem þeir hafa reynt að brjótast gegnum Mannerheimlínuna, en á sumum vígstöðvum Öðrum hafa þeir líka mist margt manna. Fjársöfnunin í Noregi handa Finnum nemur nú 2 miljón- um króna. Eigendur 3000 happdrættismiða hétu að gefa féð, ef þeir ynni á miða sína, til Finnlands, en þannig komu inn 8000 kr. í seinasta drætti. Eftir þriggja daga orustu hafa Finnar unnið allmikinn sig- ur við Tolvajarvi og hertekið á ný Suomi Salmi. Áhlaupum Rússa á Mannerheimlínuna hefir verið algerlega hrundið. Rússar mistu þarna 15 skriðdreka og biðu mikið manntjón. Við Salmijarvi stendur mikil orusta. Er þetta að eins V/2 km. frá norsku landamærunum. Finnar kveikja í öllum bjrggingum á þeim svæðum, sem þeir yfirgefa. Alt ferðamannaþorpið Boris Gleb er þannig nú í rústum. Nýtt stórt ferðamannagistihús þar var sprengt í loft upp. Rússar vilja ekki kannast við, að hafa hlýtt á ræðu Tann- ers, finska utanríkismálaráðherrans, í gærkveldi. Finskt strandvarnalið, hefir sökt rússneskum tundurspilli. Var þetta undan ströndinni við Abæ. — NRP. — FB. SÍÐUSTU FREGNIR: EINKASKEYTI frá U. P. — LONDON Á MIÐNÆTTI. Klukkan fmm síðdegis í dag luku logsuðumenn við að gera við síðasta gatið á síðu Admiral Graf von Spee. Það var hálfur annar fermeter á stærð. Meðan verið var að vinna að viðgerð á skipinu af hinu mesta kappi voru bátar á sífeldum ferðum milli skips og lands og fluttu fulla farma af kartöflum og öðrum birgðum. Hafnarlögreglan hafði nóg að gera við að reka þá á brott frá höfninni, sem þangað höfðu safnast í hundraðatali, þegar herskipið — um sexleytið — fór að kynda af kappi, til þess að ná nægum þrýstingi á gufu- katlana, svo að það er tilbúið til að láta úr höfn á hverri stundu. Nóttin er nú niðdimm, því að tungl er ekki á lofti Það vekur mikla athygli, að margir Þjóðverjar, sem eru starfandi við sendisveit Þjóð- verja í Buenos Aires, eru komn- ir tií Montevideo ög §átu þéír á ráðstefnu í dag með skipherr- anum á „Admiral Graf von Spee“ — Langdorff. Þessi heimsókn vekur grun um það, að í ráði sé að Admiral Graf von Spee fari í nótt til Buenos Aires þar sem gera verður ráð fyrir að skipið fái að dvelja þar í minsta kosti 24 klst. Eykur það þá möguleikana á því, að Þjóðverjunum berist liðsauki. Þess ber þó að gæta, að bæði flugvélastöðvarskipið Ark Royal og orustuskipið Renown eru nú komin til La Plata-óssins og bíða þar eins og „valur í víga- hug“. Minka þá mjög mikið möguleikarnir fyrir því að þýska herskipið komist undan. Leiðin, sem Admiral Graf von Spee þarf að fara til Buenos Aires liggur um 160 km langan skurð um óshólmana, en 27 km. skurðsins er utan landhelgi og þar geta Bretarnir ráðist að Þjóðverjunum. Chamberlain forsætisráðherra hefir upplýst, að frá því styrj- öldin byrjaði nemi manntjón Breta í sjóhernaðinum 2100. — Manntjónið í brefska flotanum ! í Heimsstyrjöldinni nam 12.500. — Chamberlain dvelst þessa dagana í Frakklandi og heim- sækir breska herinn á vígstöðv- unum og fjTÍr aftan víglínuna. NRP—FB. Nala Miskjar. í þessum mánuði hafa ellefu skip selt ísfiskafla sinn erlend- is og hafa fengist fyrir hann um 900 þús. króna. Hefir því meðalsala í hverri ferð verið 3261 stpd. eða um 80.000 kr. Þessar sölur eru allar betri en þær, sem fram fóru fyrst SIEGFRIED-LÍNAN. — Hér birlast nokkrar myndir, sem teknar hafa verið af handahófi af þess- um afskaplegu víggirðingum. Þær eru um 650 km. á breidd. -— Efsta myndin sýnir liermenn vera að spenna vírnet yfir gröf eina mikla, sem hermennirnir munu síðan nota fyrir jarðhús. Vir- netið er síðan þakið grasi, til þess að villa flugmönnum fjandmannanna sýn. Myndin i miðju til vinstri er ekki af legsteinum, heldur af varnartækjum gegn skríðdrekum. í miðju t. h. eru lilust- unartæki eftir flugvélum og neðsta myndin er afloftvarnabyssu og eru hermenn að æfa sig í að fara með hana. Jólaleikup L. R. »Dauðinn nýtur lífsins«, eftir Alberfo Casella, þýtt af Jens B. ¥aage. Æfingar standa nú sem hæst á jólaleikriti Leikfélagsins og í því tilefni brá tíðindamaður Vísis sér á fund Indriða Waage í gær og spurði frétta um jólaleikinn, en Indriði er leiðbein- andinn og leikur auk þess með. — Fer viðtalið við Indriða hér á eftir. — Hvað ge'tur þú sagt mér um jólaleikritið? spyr tíðinda- maðurinn. — Hvað viltu vita? spyr Ind- riði á móti. — Alt. — Þú hefir ekki rúm fyrir ]iað í blaðinu og auk þess vil eftir að farið var að veiða i ís. Þó er salan nokkuð misjöfn á skip, alt frá 1420 stpd. upp í 5718 stpd. Flestir togararnir kaupa bátafisk í verstöðvum til við- bótar eigin afla og gefa þeir fyrir hann 20 aura fyrir kilóið og er það allmiklu meira en gefið var í fyrra. Þá var greitt fyrir hvert kíló 10—12 au. Af þessum orsökum fær Fiskimálanefnd minna af fislci til hraðfrystingái’. Hefir sala á þefim fiski, það sem af er þessu ári, numið 2.8 milj. kr., en var í fyrra 1.6 milj. kr. eg það ekki. Eg vil ekki láta segja mér innihald bóka, áður en eg les þær og geri ráð fyrir, að sama gildi um leikhúsgesti. Það lilýtur að spilla ánægju þeirra af leiknum, að vera bún- ir að fá efni lians rakið áður. — En eg geí sagt þér nafnið á leikritinu! og e. t. v. eitthvað fleira. Það heitir „Dauðinn nýt- ur lifsins“ og er eftir ítalskan höfund, Alberto Casello að nafni. Segir sagan, að liann liafi heldur en ekki skotið Piran- dello gamla skelk í bringu, þeg- ar liann sendi þelta verk frá sér. — Ilvers konar leikrit er þetta? — Eg fyrir mitt leyti myndi kalla það æfintýri — táknrænt æfmtýri ef vill. Ekki þó á neinn hátt þungskilið — þvert á móti skiljanlegt hverju barni. — Skemtilegt? — Eg liefi ekki unnið að jafn skemtilegu leikriti síðan eg setti „Á útleið“ á svið hér. Það | heifir alla þá kosti, sem gott | leikrit þarf að prýða. I>að er spennandi, bráðfyndið og þrungið skáldskap og fegurð. \ — Hvert er efni þess? | — Það lieitir „Dauðinn nýt- ur lífsins“ — eru það ekki nægi- ! legar upplýsingar? | — Getur þú ekki frætt mig | á fleiru í sambandi við það? ! — Faðir minn, Jens B. Waage, þýddi leikritið fyrir mig og vorum við sammála um ágæti þess, hvað svo sem öðr- um kann að finnast. Það er bú- ið að æfa það lengi og hefir yf- irleitt verið vandað til ]>ess, eins og frekast var unt. Leikendur eru 13 að tölu: Alda Möller, Þóra Borg, Arndis Björnsdóttir, Emilia Borg, Hildur Kalman og . Ólafía G. Jónsdóttir af kven- fólki, en af karlmönnunum Gestur Pálsson, Valur Gislason, Brynjólfur Jóliannesson, Ævar . Kvaran, Gunnar Stefánsson, Lárus Ingólfsson og eg. Auk þess leikur hljómsveit undir : stjórn dr. Urbantschitsch undir sýningunni. Lárus Ingólfsson hefir eins og vant er séð um ollan leiksviðsútbiuiað og bún- inga. Leikstjórn hefi eg haft á hendi. — Frumsýning verður á 2. jóladag og vona eg að sjá i þig þar — ásamt fleirum auð- i vitað — og óska ykkur góðrar skemtunar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.