Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 4
4 VISIR V HJÚKRIJNARKONUNUM FAGNAÐ Á AKRANESI. Heimsókn erlendu hjúkrunarkvennanna. Frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona flutti nýlega ágætt útvarpserindi um heim- sókn erlendu lijúkrunarkvenn- anna í sumar. Sagði hún m. a. að mikið hefðu þær skrifað i er- lend blöð og tímarit um heim- sókn sina og dvöl hér og látið í ljós mikla hrifningu og aðdáun á náttúrufegurð landsins og al- úðlegum móttökum hvarvetna þar sem þær komu. Það vill svo til, að Visir á myndir frá móttökum hjúkrun- arkvennanna á Akranesi, sem þau stóðu fyrir frú Lovísa Lúð- víksdóttir hjúkrunarkona og Theódór Árnason söngstjóri, og birtum vér eina hér, ásamt um- sögu sænskrar hjúkrunarkonu um komuna til Akraness, sem sýnishorn af lofsamlegum um- mælum þeirra, samkvæmt út- drætti úr erindi frú Sigríðar Eiríksdóttur. Þar segir svo: „Með söknuði kvöddum við Reykjavík og Esjuna, sein liafði heillað okkur svo, að við vorum uppi á dekki fram á miðjar næt- ur, og komum okkur ekki í rúmið. Þegar við nálguðumst Aki’anes, sáum við að það var eitthvað um að vera niður á bryggju. Margt fólk hafði safn- ast þar saman, fullorðnir og börn. Fremstar stóðu skáta- stúlkur með norræn flögg, sem þær heilsuðu okkur með, þegar við stigum á land. Karlakór stóð nokkru ofar á bryggjunni og söng fyrir okkur nokkur lög og síðast sænska þjóðsönginn. Lítil stúlka færði okkur blóm- vönd og bæjarlijúkrunarkona j Akraness talaði til okkar og hauð okkur hjartanlega vel- komnar og óskaði okkur góðrar heimferðar. Öll þessi athöfn var svo hátíðleg og innileg, að tár komu í augu flestra okkar. Við minnumst móttakanna iá Akra- nesi, sem einna ánægjulegustu stundanna í íslandsförinni, og munum ekki gleyma þeim.“ Danskt „Tidskrift for Syge- pleje“ lýkur umsögn sinni um Akranessheimsóknina á þessa leið: „Heilsandi og veifandi ókum við af stað og þótti okkur, sem við hefðum ekki síst hér fundið hiarta íslands slá.“ A að breyta nafni íslands? Svo nefnist eftirtektarverð grein sem Sigurður Ólafsson lögfr. birti í Vikunni nýlega. Er þar fyrst rakið hvernig nafn- ið ísland varð til, og leidd rök að því, að nafnið hafi verið val- ið af óvildarliug til landsins, til þess að níða það niður og fá menu til að trúa því, að það væri óbyggilegl. Það hafi átt að stemma stigu fyrir fólksflutn- ingum hingað að velja landinu nógu hraklegt nafn. íslendingar hefðu ekki valið landinu þetta nafn, sem búskussinn Flóki og óvildarmenn landsins hefðu illu heilli og af illum hug fest við landið. Telur greinarhöf. það tæplega vansalaust landsmönn- um að una slíku nafni, sem sé í senn ljótt, rangt og skaðsam- legt, bæði í nútíð og framtíð. Er siðan rakið hversu liáttað sé þekkingu annara þjóða á landi okkar, og hverja þýðingu nafn- ið hafi í því sambandi. Þekking umheimsins á landi okkar nái yfrileitt ekki lengra en það, að kannast við nafnið, sem gefi rangar og lítilsvirðandi hug- myndir um Iand og þjóð, og gefi þeim hugmyndum byr und- ir vængf, að við hljótum að vera Eskimóar eða einhver því- lík manntegund, hvað lifnaðar- hætti snertir, þar sem íslönd heimsins séu yfirleitt bygð þeim mannflokkum. Skoðanir greinarhöfundar um þetta eru mjög athyglisverðar, og má vel vera að nafnið eigi sinn þátt í hinum ótrúlega rangsnúnu hugmyndum, sem erlendar þjóðir hafa um land okkar og ' þjóð. Hörður Rjarnason liúsa- meistari skýrir frá þvi í Vísi nýlega, að það hafi verið- ýms- um vonbrigði á fslandssýning- unni í New York, að sjá ekki Eskimóana, sem þeir hafi von- ast til að sjá. Greinarhöfundur stingur upp á því, að athugaðir séu möguleikar þess, að tekið verði upp nýtt nafn á landið, og bendir á mörg fordæmi slíks á síðari árum, Ósló, Iran (Persía), Iraq o. fl. Eftir að hafa rakið nauðsyn nafnbreytingar stingur greinar- höfundur upp á því, að landið verði nefnt aftur hinu forna og virðulega nafni Thule (Týli í þýðingu Ara fróða), og heklur hann þvi fram, að söguleg rök styðji það, að ísland sé liið forna Thule, og ganga megi út frá því, að frumbyggjar lands- ins, Iieltarnir hafi í öllu falli talið svo vera. Sé auðveldara að taka upp nafn, sem við höfum sögulegan rétt til, eu að velja al- gerlega nýtt nafn. Thule sé virðulegt nafn og fagurt, og myndum við fljótlega venjast því (íslendingar myndu þá væntanlega nefnast Týlingar, tungan Týliska o. s. frv.), en annars megi vel vera, að henda mætti á annað nafn, sem betur mætti fara. Að síðustu bendir greinarhöf- undur á það, að nú sé tilvalið tækifæri framundan að koma nafnahreytingunni fram, ef við óskum, þ. e). í sambandi við væntanlegan skilnað við Dani og yfirlýsing fulls sjálfstæðis. Yrði slikt liltölulega auðvelt, er þannig stendur á, og auk þess myndi það verða til áherslu og auglýsingar þeirri staðreynd, að við hefðum endanlega slitið þvi sambandi við aðra þjóð, Mei lyri m fer ir tieigiii eru seinustu forvöð að senda vinum og kunningjum á Norður- löndum liið fróðlega og fallega rit IVUTIDEWN ÍSLAl* D þannig, að það komist til viðtakanda fyrir jólin. Skemtilegri og jafnframt ódýrari jólakveðju til útlanda getið þér ekki fengið. Verð að eins kr. 3.75. Aðalútsala: Vikublaðið FÁLKINN Bankastræti 3. Scalaoi tÚL jjó£a.Q4Gb(lúL; Flestir eru störfum hlaðnir nú fyrir jólin. Veljið því jólagjafirnar úr ÞESSARI auglýsingu, það er tíma- sparnaður! Hálogaland kr. 8.00, 10.00, 15.00. Ásbirningar kr. 5.00. Frú Curie kr. 20.00, 22.00. Ensk íslensk orðabók og íslensk ensk orðabók í sk.b. Báðar bækurnar í einu hulstri kr. 46.00. Sól og syndir kr. 7.50. Baráttan gegn dauðanum kr. 9.00, 14.00, 17.00. Maria Antoinetta kr. 25,00. Ljóðmæli Jóns Thoroddsen kr. 8.00, 10.00, 15.00. Ceylon kr. 8.00, 10.00. Kátir voru karlar kr 7.50. íslensk fyndni VII kr. 2.50. Borgarvirki kr. 11.00, 13.50. Saga Reykjavíkur kr. 27.00. I afturelding annars lífs kr. 8.00, 10.00. Tónlistarmenn kr. 5.00. Eignist stærsta úrvalið af cCphinazíufn vSéetYigA, 'JAoÁst&ínsjoncai sem komið hefir á markaðinn, gefið út af Bókaversl- un Sigurðar Kristjánssonar. Bókin er prentuð á góð- an pappír, með mynd af höfundi, og er alls 384 blað- síður. Samt sem áður kostar hún að eins 10 krónur í mjög vönduðu bandi. — Komið eða símið í Við sendum hvert sem er! BðKflUERSLim SifiiDi Kmsnissoni \ Sími 3635 Bankastræti U Islendingasögurnar. Þórir Bergsson: Sögur kr. 10.00 Förumenn kr. 10.00. Fegrun og snyrting kr. 8.50. Dalafólk II kr. 10.00. Ritsafn Jóns Trausta kr. 16.00. Ferðabækur Vilhjálms Stefáns- sonar I—IV kr. 65.00. Borgin eilífa kr. 7.00. Gyðingurinn gangandi kr. 7.00. UNGLINGABÆKUR: í heimavistarskóla kr. 4.75. Marconi kr. 4.75. Garibaldi kr. 3.00. Ford kr. 3.75. Skipsdrengurinn kr. 3.75. Bláklædda stúlkan kr. 4.00. I sumarsól kr. 5.50. Bækur Margit Ravn kr. Sólver konungur kr. 2.50. o. m. m. fl. sem frá upphafi liafi verið okk- ur smán og niðurlæging, og sem jafnvel á síðustu árum hafi stimplað okkur sem danska ný- lendu við hlið Eskimóanýlend- unnar í Grænlandi. S. Misróleg nótt. í sunnud.blaði Vísis 26. nóv. s.l. lýsir hr. Bergsteinn Krist- jánsson órólegri ofviðrisnótt, 29. des. 1928. Við lesturinn hugsaði eg um það, liversu ó- lik getur verið aðstaðan gegn erfiðleikum yfir höfuð, þeim eigi síst er að dynja að óvörum. Og hversu misskift er jafnan kjörum manna, misskift efnum og erfiðleikum, heilsu og lireysti, happi og óhappi, gleði og sorg. Ilversu sumum líður vel, þegar öðrum líður illa. Hversu sumir geta sofið rólega þegar aðrir vaka af angist og kvíða. Örlitið geislabrot af þess- konar mismun kom mér til liugar að sýna, með því að segja frá sömu nótt í Ilaga í Giivhr. Fyrir rökkrið kvöldið áður, komu neðan úr sveitinni 2 stúlkur „úr Dalnum“. Var þá þurt veður, en farið allmikið að hvessa. Áttu þær í fangið að sækja, en vildu endilega halda áfram, þó þeim væri margboðin gisting. Staddur var þá um sinn i Ilaga, hinn góðkunni vefari og hagleiksmaður, Gunnar Ilin- riksson. Til þess að árétta gisl- ingarhoðið, sagði liann við stúlkurnar á þessa leið: „Eg sofna ekki dúr í nótt, ef þið farið núna i rökkrinu að herj- ast áfram móti þessu roki.“ En ekkert tjáði að letja þær, enda var engin hætt á leið þeirra eða vandratað á glöggum vegi, milli brattrar fjallshlíðar og Þjórsár, og gekk ferðin vel, þó meira væri en ldst. gangur í logni Leið svo nóttin, að allir sváfu nokkurnveginn rólega. Um morguninn kom eg inn til G. II. í rúminu og sagði: „Góð- an daginn, Gunnar minn. Það var hvast í nótt.“ G. H. svaraði á sömu leið, og þar með: „Jæja, var hvast, eg svaf nú svo vært, að eg hafði ekki af þvi að segja.“ -— Ekkert tjón varð að rokinu í Haga. En ýmisleg merki sáust þess, að þar liafði ekki verið logn fremur en í ná- grenninu. Meðal annars lá nokkuð stórt tré fyrir neðan hæinn, sem um kvöldið lá á garði að húsabaki, og hafði veðrið svift þvi yfir bæinn. Til skýringar á öryggi og værð okkar í ofviðri þessu, tel eg rétt að geta þess, að eg var þá húinn að byggja öll bæjar- húsin (ásamt fjósi, lilöðum og fjárhúsum flestum, í 2. sinn eftir landskj. 1896) með sér- stöku tilliti til landskjálfta og ofveðra: Ein hæð með veggj- um á 3 hliðar úr einu saman hraungrjóti, völdu þar til, að dregnu og afbragðs góðu (stein- límt sumstaðar), og þekjur með litlu risi, sumar tyrfðar með sniddu, og bakveggir í jörð að meirihluta. Eftir miðnætti (kl. 12—3) fuku í Gnvlir. 4 hlöður stórar, talsvert af heyi og mikið af þökum minni húsa. Og þegar eg sá, að kirkjan á Stóranúpi lá molbrotin í lægðinni fyrir utan kirkjugarðinn — með turninn boraðan ofan i jörðina, í stað þess að benda til hæða, og þegar eg frétti að hin þjón- ustukirkja Valdimars próf. Briem, Ilrepphólakirkja, hefði farið á sömu leið, þá hélt eg — satt að segja — að hjartkæri sóknarpr. okkar væri bráðfeig- ur. En sem betur fór lifði hann rúm 21 ár eftir þetta. Og kirkj- urnar báðar risu upp aftur mjög bráðlega, öflugri, fegurri og að öllu leyti vandaðri en áð- ur. — Aths. Séra Jón Eiríksson á Stóranúpi, reyndist mæla spá- mannlega í ræðu sinni, þegar hann vígði kirkju þessa, sem fauk. Eru í minni liöfð þessi orð úr ræðunni — eftir hrós (?) um kirkjuna: „Þó er eitt að þessu húsi og það er það, að turninn er of hár .... því .stormar hafa komið, koma og munu koma.“ V. G. STEINDÓRSPRENT hefir að þessu sinni, eins og i fyrra gefið út nokkrar smá- bækur fyrir börn og flytja þær að þessu sinni eftirtalin æfin- týri: Töfrapipan, Forvitna kon- an og drekinn, Siglt í strand, Brauðin, sem sungu, Litli græni froskurinn og Stjarn-eyg. Aft- an við hvern þátt eru nokkrar spurningar, sem börnunum er ællað að svara. Þýðingu hefir Marteinn Magnússon annast. Afgreiðsla Vísis tekur á móti gjöfum til Vetrar- hjálparinnar. Vetrarhjálpin: 1 gær voru komnar tæpl. 800 hjálparbelðnir f gærkveldi höfðu Vetrar- hjálpinni borist 792 hjálpar- beiðnir. Þ. 17. desember í fyrra voru þær orðnar tæplega 500, þ. e. þær eru nú um 60% fleiri en um líkt leyti í fyrra. Þessar tölur sýna það áþreif- anlega, hversu margir eru hjálparþurfi liér í bænum. Enn þai’f allmikil framlög til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki, svo að að einhverju verulegu gagni komi. Þessi framlög geta Reykvikingar lagt fram. Sumir láta það e. t. v. dragast úr hendi, af því að þeir eiga ekki leið nærri skrifstofu Vetrarhjálpar- innar, en það á ekki að þurfa að hindra menn í að Ieggja sinn skerf af mörkum. Vandinn er ekki annar en að hringja til Vetrarhjálparinnar og láta liana nálgast gjöfina. — Gerið það strax, ef þetta var ástæðan fyr- ir því, að framlag yðar var ekki komið til skila. Til jólanna! Höfum HVEITI af bestu tegund- um og flest til bökunar, — svo sem: DROPA, CARDEMOMMUR, heilar og steyttar, COCOSMJÖL, FLÓRSYKUR, SUCCAT, SKRAUTSYKUR, V ANILLES YKUR. BÚÐINGAR, rom og m. fl. tegundir. SAFT, EGTA SAFT. SÓSULITUR. SÓSUR, margar teg. CAPERS, PICKL EFNI, REMOULADE, CARRY, COLMAN’S SINNEP. StPUEFNI, TENINGAR. KEX og KÖKUR, margar tegundir. FISKBOLLUR. FISKBÚÐIN GUR. GAFFALBITAR. * kalasrUllur. MURTA. SJÓLAX. HUMAR. — KRAKMÖNDLUR. SÆLGÆTI, mikið úrval. KONFEKT í kössum og laust. HARÐFISKUR. HANGIKJÖT frá Hrepphólum. GRÆNAR BAUNIR í dósum og lausri vigt. EGILSÖL. GOSDRYKKIR. VINDLAR. LIKÖRAR. CÍTRÓNUR. OSTAR. TE. KERTI, stór og smá. SPIL.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.