Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 2
a VlSIR ðAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Burt með kommúnistana. W*ommúnistum hefir tekist undanfarin ár að ryðja sér til rúms í ýmsum félagsskap, komast þar í trúnaðarstöður og stjórnir félaganna, en hitt er þó vitað, að nú njóta þeir ekki hins sama trausts og þeir hafa áður notið, meðan að þeir brugðu lýðræðisgrímunni fyrir andlit sér. Það hefir þegar sýnt sig innan þessara félaga, að þar eru kommúnistar nú orðnir í miklum minni hluta og hafa fallið við kosningar að þessu sinni, og mætti þar benda á fé- lag múrarasveina, sem riðið hefir á vaðið, og líkindi eru til að reki kommúnistana af liönd- um sér, senn hvað liður. Þetta eru ánægjuleg veðra- brigði, enda væri það furðulegt, ef þeir menn, sem nú fordæma alt atferli kommúnistanna, tryðu þeim fyrir forystu í liags- munamálum sínum, fé eða öðru því, sem snertir liagsmunasam- tök stéttarfélaganna. Það er vit- anlegt, að ýms þessara félaga hafa undir höndum ríflega sjóði, sem þeim hefir tekist að safna á undangengnum árum, en ekkert er líklegra en að kommúnistar reyni að ásælast fé þetta, til flokksstarfsemi sinnar, eftir því sem við verður komið. Nú er svo komið atvinnu í landinu, að ýmsar stéttir iðnað- armanna hafa lítið fyrir sig að leggja, og verða jafnvel að hverfa frá iðn sinni yfir í aðrar atvinnugreinir, til þess að geta dregið fram lífið, en það fé, Ítalír bæta verslanaraðstöðu sína. Hvað gera ítalir? Þessi spurning var á allra vörum, er ófrið- urinn hófst og hún er það enn þá. Höfundur greinar þessarar er amerískur blaðamaður, Joseph C. Harsch, fréttaritari amer- íska blaðsins The Christian Science Monitor (Boston) í Genf. Harsch var sendur til Rómaborgar þegar ófriðurinn hófst, því að hann var áður mjög kunnur ítölskum högum. Tekst ítölum að varðveita hlutleysi sitt? Og hverjum munu þeir veila lið, ef það tekst ekki? Vafalaust er öll þjóðin, að örfáum einstakling- sem þessir menn hafa lagt af mörkum til félags síns, verður þá eftir í höndum kommúnist- anna, sem ráðstafa þvi í eigin þágu. Þessu verður að biæyta, og það verður því aðeins gert, að kommúnistar verði hraktir frá völdunum innan stéttarfé- laganna, og það verður að gera án nokkurrar nauðsynjalausrar tafar. Alþingi hefir þegar gefið for- dæmið, er þingmenn allra flokka tóku höndum saman og véku fulltrúum kommúnista úr þingmannasamtökunum, og innan veggja þingsins er ekki hlýtt á þvætting þessara manna. Hér á landi hafa þeir engan fagnaðarboðskap að flytja, en boðskap Moskvavaldsins og ör- eigaríkisins f ly tja þórdunur þær, sem fallbyssur eða hríð- skotabyssur þeirra framleiða í Finnlandi. Blóð bræðraþjóðar vorrar, sem úlhelt er fyrir frelsi og menningú, hefir sannfært hvern íslending um það, að hver, sem ver morðingjanna málstað „hins myrta dreyra á sekum höndum ber.“ Þessa mættum við íslending- ar minnast, og hver sá einstak- lingur, sem vill reynast þjóð sinni trúr, verður að leggja fram krafta sína til þess að út- rýma öllum áhrifum kommún- ismans hér í landi, og hann verður að gera það með því að varast það að trúa þeim fyrir velferðarmálum sínum, eða yf- irleitt fyrir nokkru því, sem einhverju getur varðar. Komm- únistarnir verða að taka sinna- skiftum til þess að þeim verði trúað, en geri þeir það elcki, verða þeir sjálfir að taka afleið- ingunum, en við þá eiga Islend- ingar engar skyldur að rækja. um undanskildum, allshugar fegin þvi, að enn er ítalia hlut- laus og vonar að svo verði á- fram. En framtíðin vellur einn- ig á ýmsu, sem ítalir geta ekki náðið við. Þótt þeir hafi ekki þegar í stríðsbyrjun lagt út í ó- friðinn með Þjóðverjum, gelur enn farið svo að þeir geri það. Það er einnig möguleiki fyrir því, að þeir veiti að lokum Bandamönnum lið. Það sem úrslitum mun ráða í þessu verða stríðsfréttirnar fyrstu mánuði stríðsins. Þjóð- verjar reyna e. t. v. að útkljá það í einu vetfangi —■ með „BIitzkrieg“. Ef sú tilraun ætl- ar að hepnast eru Italir næstum því neyddir til þess að ganga í lið með Þjóðverjum. En ef Englendingar og Frakkar standast öll áhlaup Þjóðverja og striðið verður fyr- irsjáanlega langt þá aukast altaf möguleikarnir fyrir því að ítal- ir hallist að Bandamönnum. Það má þvi reiða sig á það með nokkurri vissu, að ef Italir fara í stríðið á fyrstu sex mánuðum þess, þá verður það við hlið Þjóðverja1), en fari þeir ekki í það fyrstu sex mánuðina, þá sitja þeir altaf hjiá, eða fara að lokum með Bandamönnum. Erfitt val. Það er ekki hægt að segja annað en að ítalir sé í mestu úlfakreppu. Þeir hafa lítið að græða á því að fara í stríð, með hvorum sem það verður og ekki færi hjá því að mjög mikið tjón yrði unnið á iðnaðar- og akuryrkjuhéruðunum í noi’ður- hluta landsins, hvort sem Italir yrðu meðal sigurvegaranna eða ekki. ítalir græða mest á því að sitja heima — og þeirri skoðun eykst fylgi í landinu með degi hverjum. 1) Hér er þó þess að gæta, að Þjóðverjar hafa enn ekki gert neina tilraun til þess að hefja „Blitzkrieg“. Eldheitir fascistar og sérstak- lega hinir yngri — sem eru full- vissir um afturför breska heimsveldisins og þess franska og að ítalir sé arftakarnir — vilja veita Þjóðverjum lið, en þeir eru nú komnir í minni hluta, því að menn vilja lielst komast hjá því að leggja í neina hættu. Sú skoðun hefir fengið byr undir báða vængi, að ítalir geti grætt ekki svo lítið á stríðinu. Ef þeir haldi sér hlutlausum, þá vonast þeir til að fá jafnvel eitthvað að launum — Djibouti —og svo munu þeir eignast nokkurn gullforða og komast yfir nýja markaði, sem stríðsað- ilar mega ekki vera að því að sinna. Verslunin við Bandamenn. Stríðið var varla liafið þegar ítalir fór að ræða við Breta og Frakka um viðskiftamál. En It- alir fóru afar dult með það og ef einhverjum tækist að birta alt viðvíkjandi þessum umræð- um, þá myndi það verða ein mesta frétt um þessar mundir. Útlendum blaðamönnum í Rómaborg var harðbannað að shna blöðum sínum eitt einasta orð um hinar næstum daglegu viðræður Ciano greifa, utanrík- ismálaráðherra, við sendiherra Breta og Frakka. Þessar við- ræður stóðu oft klukkustund- um saman og fara fram endrum og eins ennþá. Þess var heldur ekki langt að biða, að kaup- sýslumenn kæmi á vettvang til þess að taka þátt i viðræðum. Öllu var haldið vandlega leyndu, af þvi sem fram fór, en þó fór svo að lokum að það fór að kvisast sitt af hverju og mátti af því ráða, að það væri engir smámunir, sem um væri að ræða. Nýir markaðir. Ein verslun, sem talið er að búið sé að ganga frá eru kaup Bandamanna á ítölskum diesel- vélum fyrir eimreiðar, og flug- vélahreyflum fyrir 4—5 miljón- ir sterlingspunda. Þýsk kol eru að hverfa á Ítalíu, en i stað þeirra koma kol frá Wales. Auk þess fá nú ítalir greiðari aðgang að hráefnalindum Bandamanna, sem þeir verða að nota til framleiðslu fyrir þá. Öllu er þessu þannig komið fyr- ir, að ítalir græði. En það er ekki að eins versl- unin við Bandamenn, sem hcr um ræðir. Styrjöldin liefir stöðvað verslun Þjóðverja við S.-Ameríku og það gefur Itöl- um tækifæri til þess að hefja verslunarsókn þar, ef þeir fá hnáefni til að framleiða úr fyr- ir þann markað. En þau fá Ital- ir ekki nema með samþykki Bandamanna. Italir liafa því um tvent að velja: Framleiða fyrir Þjóðverja og þurfa e. t. v. að lána þeim vörurnar, eða framleiða fyrir Bandamenn og nýja markaði og raka til sín gulli. Um þessar mundir er útlitið það, að ítalir muni velja síðari kostinn. Bandamönnum er þetta einn- ig fullkomlega ljóst. Þeir koma afar vinalega fram við Itali og t. d. nota þeir sér ekki rétt sinn til þess að leita að ófriðarbann- vörum í skipum þeirra, eins og annara þjóða.1) Að sögn er allmiklu af olíu frá Mexiko slept áfram til It- alíu, þótt fullvíst megi telja, að liún eigi að fara áfram til Þýskalands. Af því má ljóst vera, að Bandamenn telji það sér til mikils hagræðis, að hafa Itali á sínu bandi, jafnvel þótt þeir (Italir) hjálpi Þjóðverjum að einhverju leyti jafnframt. Bandamenn vilja gera Itali svo fjárhagslega liáða sér, að þeim takist ekki að losna. Möndullinn og samningamir við Rússa. önnur ástæðan fyrir því, hvernig ítalir hafa snúist er sú, að nú hafa þeir minni vonir um að hagnast á „möndhnum“. Þegar ítalir mynduðu hann með Þjóðverjum, ætluðu þeir hann sem tæki til þess að koma upp rómversku veldi umhverfis alt Miðjarðarliafið. Þeir ætluðu sér að ná miklum álirifum á Balkanskaga, raunverulegum yfirráðum við alt Adriahafið og Miðjarðarhafsströndinni að Hellusundi. Þetta þurfti ekki að fara i bág við Þjóðverja — þeirra Drang nach Osten -— ef þeirra 1) Þess er rétt að geta að grein þessi er rituð nokkru fyrir 4. des., þegar Bandamenn hertu á verslunarstríðinu við Þjóðverja. sókn beindist meira í austur en minna í suður en fyrir 1914. En samningur Þjóðverja við Rússa stöðvar Drang nach Osten og gerbreytir öllum viðhorfuin á Ballcanskaga. Pan-Slavisminn var jafn veigamikill liður í utanrikis- stefnu Rússa á keisaratímunum, sem yfirráðin í Eystrasalti. En úr því að Rússar taka nú aftur upp sömu stefnu gagnvart Eystrasalti, geta þeir þá ekki einnig tekið Pan-Slavismann upp aftur? Enginn veit svarið við þessu. Italir ekki fremur en aðrir. Því fylgir mikil óvissa og hætta fyrir veldi ítala í Mið- jarðarhafi, ef Rússar aukast að veldi í Austur-Evrópu. Það má þvi telja það nokkurnveginn örugt, að ef ítalir rjúfa öxul- inn, þá nota þeir sovét-þýska samninginn sem átyllu. Herinn er áhrifamikill. Herinn kemur einnig mikið við sögu við stefnubreytingu Itala í framtíðinni. (Hann er mjög góður að mörgu leyti. Er- lendir hermálasérfræðingar telja flotann standa engum af sömu stærð að baki og sama segja þeir um loftflotann. Hvað mannafla við kemur, þá verður herinn einnig að teljast góður að því leyti. Hvaða lier sem er getur beðið ósigur sem við Guadalajara og það hefir oft komið fyrir. En ítalski flotinn getur ekld ráðið niður- lögum sameinaðra Miðjarðar- liafsflota Bandamanna. Loft- flotinn er ekki stór og flugvéla- framleiðslan er að eins sex á dag, sökum hráefnaslcorts. Skortur er einnig á nýtisku stórskotaliði af sömu ástæðum, lu-áefnaskorti. Og enn ein á- stæða er fyrir stefnubreyling- unni: Iðnaðar- og Iandbúnaðar- héruðin í N.-Italíu eru að lieita má opin fyrir loftárásum, hvort sem er frá Frakklandi eða Þýskalandi. Með hvorum sem ítalir færi í stríð, myndi þeir altaf eiga það á hættu, að ráðist yrði inn í Pódalinn, eða a. m. k. að þar yi’ði gei’ður hinn mesti usli á mönnum og mannvirkj- um. Af þessu öllu miá sjá, að Italir munu í lengstu lög fylgja hlut- leysisstefnu þeirri, sem Viktor Emanuel lýsti yfir þ. 2. sept. s. 1. RITFREGN STEINGRÍMUR THORSTEINSSON: ÚRVALSLJÓÐ. — Axel Thorsteinson valdi Ijóðin. — Útgefandi: Isafoldar- prentsmiðja h'/f. — 1939. Sum Ijúfustu og bestu kvæði Stgr. Th. liafa nú verið sungin um land alt í tvo mannsaldra eða lengur. Þau lifa enn á vörum þjóðarinnar og munu lifa, meðan íslendingar skemta sér við söng — í heimahúsum, á gleðimótum og góðra vina fundum. Eru mörg þeirra kveðin undir fögrum og kunnum lögum og urðu brátt land- fleyg, er skáldið lét þau frá sér fara. Hafa ætt- jarðarljóð Steingríms og eggjunarkvæði lengi verið í miklum metum höfð, enda edga þau það skilið. Þótti þar kenna þess elds, sem ekki má kulna, ef vél á að fara, og þess metnaðar, sem þjóðin má með engu móti án vera. Þar er og margt spaklega hugsað og prýðilega orðað. Hinn Ijúfi kveðskapur höfundarins er og þjóðkunnur og mikils metinn. Ber hann — ekki síður en ættjarðarljóðin — órækt vitni um heitar tilfinn- ingar og viðkvæma sál. Og enn má nefna stökur hans af ýmsu tæi, sumar yndislegar, aðrar kald- ar og sár-beittar. Stgr. Th. varð ungur „skáld þjóðarinnar“ og hefir kveðskapur hans löngum notið mikilla vinsælda meðal alls almennings. — íslendingar hafa verið svo lánsamir, að eiga mörg góð skáld og fáein, sem fram úr hafa skarað, m. a. sakir óvenjulegrar orðlistar og bragsnildar, hugsjóna-auðs og fegurðar í ljóði, en hjá aðeins örfáum hafa allir hinir bestu og glæsilegustu skáld-kostir farið saman. — Einn skarar fram úr i þessu, annar i hinu. — Rímið eitt eða hagmælskan heldur engu skáldi á floti til lengdar. Þar verða aðrir kostir til að koma, ef duga skal. Hagmælskan getur jafnvel orðið til sárra leiðinda, ef andríki skortir og annað það, sem „gerir gæfumuninn“. Lesandinn verð- ur beinlínis leiður og þreyttur á liinu sífelda rím-lulli og skokki um flatneskjuna þvera og endilanga. Hins vegar geta rím-busar orðið all- merkileg skáld og slórt eitthvað „út yfir gröf og dauða“, ef mentun er i góðu lagi, mannvit og smekkvísi, og ef þeir kunna þá list, að velja yrkisefni við sitt hæfi. En alt af er þó hnoðið leiðinlegt og klaufaskapurinn til angurs. Kvæði, sem með þrautum fæðast og ofsalegum átökum við mál og rím, eru æfinlega auðþekt og sjaldan ánægjulegur skáldskapur. Málinu er einatt mis- boðið á ýmsa vegu, en andlegu torfi, leir og öðru dóti hnoðað í eyður og skörð, sakir rím- nauðar og sárra vandræða. Getur þá viljað til, að réit hugsun brjálist og að úr öllu saman verði hálfgerður óskapnaður. ----o----- Steingrímur Thorsteinsson dvaldist í Kaup- mannahöfn um tuttugu ára skeið eða rúmlega það og var allan þann tíma liandgenginn Jóni forseta Sigurðssyni. Á þessum árum munu frelsiskvæði lians flest og hvatningarljóð til orðin. Þeir höfðu eklci hallann af þvi, stúdent- arnir islensku — fremur en aðrir — að kynnast Jóni Sigurðssyni. Steingrímur Thorsteinsson mun hafa metið Jón umfram alla menn aðra og borið til hans mikla elsku. Og sennilega hefir hann ort sum allra bestu kvæði sin fyrir áhrif frá Jóni og ef til vill beinlínis að hvötum hans. En hvað sem um það er, þá á skáldið heiður og þökk fyrir þau kvæði, enda eru mörg þeirra stór-merkileg og höfðu mikil og góð áhrif á hugsunarhátt þjóðarinnar, þó að lítt hafi þvi verið á loft haldið. Og svo sagði mér bóndi norð- ur í Húnavatnssýslu, er eg var drengur, að vænt hefði mönnum þar um sveitir þótt um Vorhvöt Steingríms, er þeir kyntust henni (Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjun- um breiðum o. s. frv.). Hefði þá mörgum manni hlaupið kapp í kinn og fest það lieit með sjálf- um sér, að liggja ekki á liði sínu, heldur duga landi og þjóð sem best. Kvæðið er afburða fag- urt og snjalt og mikill fengur í tvennum skiln- ingi: sem eggjunarljóð og listaverk. Það er ort í Kaupmannahöfn, eins og mörg hin fegurstu og bestu ættjarðarljóð íslenskra skálda. Höf. biður vorgyðjuna að bera Ijóð sitt og kveðju „heim í ættjarðarskaut“. I kvæðinu syngur skáldið m. a. um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vengi. Þá vaxa meiðir, þar vísir er nú — svo verður ef þjóðin er sjálfri sér trú. Höf. biður Fjallkonuna að vakna nú til fulls „við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans á djúpi.“ Og liann ráðleggur henni að halda ekki lengur fyrir eyi’un. Hún þurfi að hlusta eftir hjartaslögum erlendrar mentunar og menning- ar miklu betur en hún hafi gert að þessu. Og nú megi hún ekki fresta því Iengur, að strjúka af augum sér „dapurleg ský“, þau er dulið hafi fyrir henni „heiminn og fremdarljós ný.“ Þjóð- in þurfi að líta í kring um sig í morguns-árinu, íhuga hvar hún sé stödd og hvert henni beri að stefna. Dagur sé upp kominn, húmskýin rofin, sól á fjöllum, vor um alla jörð. Og skáldið spyr: Hver óskar nú lengur á blindninnar bás, að bolast af þrælkun frá tímanna rás? Þjóðin má ekki láta bugast, þó að liún hafi lengi setið í þröngum staldvi og illa verið að henni búið. Hún á að rísa á legg, sýna fullan manndóm, heimta rétt sinn, láta afkomöndun- um í té fagurt fordæmi. Hún þarf að láta sér skiljast, að feðranna dáðleysi er barnanna böl og bölvun í nútíð er framtíðar kvöl. „En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð Ef þjóðin sækir rétt sinn í hendur Dönum, von- djörf og samtaka — liinn heilaga rétt frelsis og fullveldis, þá mun vel fara um síðir. Góð- ur málstaður er sigursæll og einhuga þjóð verð- ur alt að vopni: Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og'frelsisins þjónustu gerð. Síðasta erindi þessa prýðilega kvæðis er þannig: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósalog og Ijóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd. Skáld, er svo kveður, verður ekki með orð- um vegið og ekki þagað í hel. Kvæðið „Vor- hvöt“ verður ódauðlegt í bókmentum þjóðar- innar. Og svo mun reynast um mörg önnur kvæði höfundarins. -----o—— SteingrímurThorsteinsson fluttist hingað heim rúmlega fertugur og gerðist kennari í Latínu- skólanum. Og þar sat hann það sem eftir var ævinnar, full 40 ár, og sleit sér út á kenslu. Hann orti nokkur snildarkvæði fyrstu ár sín heima, en eftir það tólc honum að daprast flug- ið. Lífið varð tilbreytingarlaust og starfið þreyt- andi. Níu mánuðir ársins fóru í seig-drepandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.