Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 3
3
V I S I R
iAtcnníó&áad nustnceðACL IcowwlvicLl ýá.íaAátíb
Konfektkassar í skrautlegra og fjölbreyttara úrvali en nokkru sinni áður.
Ýmiskonap jólavarningup:
Kerti — Spil — Suðusúkkulaði — Átsúkkulaði — Kex — Iskökur — Maltin — Orangeade — Osta-
stengur — Sælgæti í jólapokana — Drykkjarföng — Líkörar — Vindlar — Serviettur. —
anna.
Að gleðja og gleðjast eru fyrstu hugtök jólanna. Örlæti, umhyggja og hjálpfýsi eru
mannlegar dygðir, sem þá koma best í ljós. Aldrei er fulltíða maðurinn jafn tengdur börn-
unum eins og einmitt um jólin. Aldrei skilur hann betur en þá eðli, þarfir og óskir barn-
Iljá okkur ernd
þad þér sem seg-
Sd fyrir verkum!
Hvað vantar í hátíðamatinn ?
1 j ólabakstupiun og konfektid:
Marcipanmassi — Súkkulaði Overtræk — Flórsykur — Cocosmjöl — Skrautsykur, 10 teg. — Haglsykur
— Vanillesykur — Jarðarberja-, Piparmyntu-, Cognac-, Rom- og Kirsiberja-Essensar — Rosenvatn —
Hnetur — Hnetukjarnar — Möndlur, spændar, hakkaðar, heilar — Ávaxtalitur, grænn, rauður, gulur og
blár — Glycose — Hveiti, aðeins 1. flokks — Fínn strásykur — Vanillestcngur — Vanillekrem — Van-
illelögur — Smjör — Glæný egg — Smjörlíki — Palmin — Syróp, ljóst og dökkt — Succat — Kanel —
Gerduft — Eggjaduft — Sítrón-, Vanille-, Cardemommu-, Möndlu- og Romdropar — Hjartarsalt —
Pottaska — Pommerancebörkur — Sultutau — Hunang — Hunangslíki — Cacaó — Cardemommur,
heilar og steyttar.
t blÍPÍð * HANGIKJÖT — GRÆNMETI — SÍTRÖNUR
Hólsfjalla rígvænt, sannkallaður kóngamatur. — Þeir, sem koma fyrst, hafa úr mestu að velja. — Hvít-
kál — Gulrætur — Vonandi kemur eitthvað af Rauðkáli með næstu skipum — Valdar kartöflur —
Grænar baunir — Blómkál — Aspas í dósum — Asíur í gl. og lausri vigt — Ostar — Kex — Marme-
laði — Hunang — Sandv.- Spread. — Pickles, 3 tegundir — Túmatsósa — Ensk sósa — H. P. sósa —
Knorr, lögur og teningar — Marmite — Oxo — Vitamon — Sósa — Rækjur — Sardínur — Sjólax —
Gaffalbitar — Kræklingur — Caviar — Capers — Humar — Majonnaise — Oliven — Búðingar — Pip-
arrót — Edik — Te — Sinnep. )
Allir þurfa að flýta sér því tíminn líður. Það sem
fékst í gær getur í mörgum tilfellum verið ófáanlegt á
morgun. — Gerið því mest af jólainnkaupunum fyrri
part vikunnar.
-a.
kenslustrit. Hann var talinn góður kennari,
skyldurækinn og samviskusamur. Embættis-
störfin sátu í fyrirrúmi, listin á hakanum.
Skáldskapurinn varð tómstunda-iðja lúins
manns. önn dagsins lagðist yfir með miklum
þunga, og smám saman byrgðist glóðin í brjósti
þessa viðkvæma listamanns. Skáldlegum sýn-
um fækkaði, vængirnir stirðnuðu og hagmælsk-
an virtist fara í þurð. — Honum fór ekki ósvip-
að þvi, er hann segir í þessu erindi:
Þó guð gefi vængi, má binda við þá blý,
svo bannað verður flugið til himins yfir ský.
Æ, vald því ei sjálfur, því fár er flugsins þrot,
og farinn er hver andi, sem missir vængja not.
Mér virðist ekki fjarri lagi að ætla, að hann
hafi haft sjálfan sig í huga, er hann kvað er-
indið. í Kaupmannahöfn hafði hann verið fá-
tækur, en fleygur og frjáls og engum liáður.
Hér liafði liann að vísu nóg fyrir sig að leggja,
en var tjóðraður á kennara-bás, samkvæmt
eigin ósk og umsókn. Og skyldustörfin „bundu
blý“ við vængina, sem guð hafði gefið honum,
svo að hann fékk ekki neytt þeirra til neinnar
hlítar.
----o----
Kvæðin í Úrvalsljóðum Steingríms eru yfir-
leitt vel valin. Þó virðist mér, sem Gilsbakka-
ljóð hefði mátt víkja fyrir smærri kvæðum og
betri. Gilsbalckaljóð eru ekki meðal bestu kvæða
skáldsins, en auk þess alt of rúmfrek í svo
takmörkuðu safni. En fullyrða má, að þorri
bestu kvæða höfundarins sé í Úrvalsljóðum og
skulu nú fáein talin:
Sönglistin (Svífðu nú sæla, söngsins engla
mál!). Svanasöngur á heiði (Eg reið um sum-
araftan einn á eyðilegri heiði). Sveitasæla (Man
eg grænar grundir). Miðsumar (Oft finst oss
vort land eins og helgrinda hjarn). Kærleiks-
orðið (Eitt kærleiksorð! eg er svo einn og eng-
inn sinnir mér). Fáeinar stökur úr Lífshvöt, m.
a. þessi:
Trúðu á tvent í heimi,
tign sem hæsta ber,
guð í alheims geimi,
guð í sjálfum þér.
Þá eru nokkur erindi úr kvæðum um Jón
forseta Sigurðsson, t. d. þetta:
Þeim, sem æfinnar magn fyrir móðurlands
gagn
hafa mestum af trúnaði þreytt,
hljómar alþjóðarlof yfir aldanna rof,
því þeir óbornum veg hafa greitt. —
Enn má nefna: Eg elska yður, þér íslands)
fjöll! Vorhvöt (sjá hér að framan). Þúsund ára
sólhvörf (Sólin ei hverfur né sígur í kaf).
Þjóðhátíðarsöngur á Þingvöllum (Nú roðar á
Þingvallafjöllin fríð, að fullnuðum þúsund ár-
um). (Sú var tíðin fyrr, þá frelsið reisti. Sjó-
mannasöngur (Heyrið morgunsöng á sænum).
Háfjöllin (Þú, bláfjallageimur, með beiðjökla
hring). Sólkveðja (Dagur er hðinn, dögg skín
á völlinn). Svanirnir (Hvert svífið þér, svanir,
af ströndu). Hvar eru fuglar —? Verndi þig
englar, tvær stökur. Hin fyrri er svona:
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín.
Líði þeir kring um hvílu hljótt
á hvitum vængjum um miðja nótt.
Þá er smáljóð, er nefnist Augun bláu, tvö er-
indi. Hið fyrra er þannig:
Af öllu bláu, brúður kær,
hið besta þér í augum hlær,
svo blár er himinbláminn ei,
svo blátt er ekkert „gleym-mér-ei.“
Þið sjáist aldrei framar. Kvæðið er aðeins
tvö erindi og er þetta hið fyrra:
Eg veit eitt hljóð svo lieljar þungt,
sem hugans orku lamar,
með helstaf lýstur hjartað ungt,
og hrædd það tungan stamar.
Það dauðaklukku geymir glym
og gnýr sem margra hafa brim
þau dómsorð sár með sorgar ym:
„Þið sjáist aldrei framar.“
Þá er Nafnið, smákvæði:
Mitt nafn á hafsins livita sand
þú hafðir eitt sinn skráð.
En bylgju falska bar á land,
og burt það strax var máð.
Stúlkan skrifaði nafn piltsins miklu víðar en
í sandinn — „á ís við ey“, „á hreinan snjó“, á
björk í skógi, alls staðar — nema i hjarta sitt.
Þar skrifaði hún ekki einn einasta staf:
1 hvern stað nema hjarta þitt,
en heiti þitt eg skar
af tryggum hug i hjarta mitt
og — hvergi nema þar.
Enn má nefna, þó að þetta sé að visu orðið
lengra mál, en til var ætlast: Við hafið (Við
liafið eg sat fram á sævarbergs stall). Frjálst
er í fjallasal. Sumarnótt (Sólu særinn skýlir).
Á heimsenda köldum. Svölurnar (í nótt komu
svölurnar sunnan). Haustkvöld (Vor er inndælt
eg það veit). Þar er t. d. þessi dásamlega vísa:
Elli, þú ert ekki þung
anda guði kærum:
Fögur sál er ávalt ung
undir silfurhærum.
----o——
Stgr. Th. er illa við allan uppskafningshátt
og mikillæti, svo sem margar stökur hans vitna.
Honum þykir lítið varið i „mentaprjálið“ á ytra
borði mannsins, „þar anda og hjarta alt er
sneytt og ekkert hærra mið.“ Hann kýs miklu
heldur „leirugt gull“ en „gyltan leir“. — Um
vonbrigði lifsins kveður hann þessa beisku og
alkunnu stöku:
Um frelsis vínber seydd við sólar kyngi
min sálin unga bað.
En krækiber af þrældóms lúsalyngi
mér lífið réttir að.
Um breytingu þá, sem orðið liafi á hug og
hjartalagi í volki og stríði lífsins, segir skáldið:
Hjarta mitt stæhst við stríð, þó stenst á
hvað vinst og livað tapast:
Það, sem mitt þrek liefir grætt, það hefir
viðkvæmnin mist.
Að lokum skulu birt liin merkilegu og spak-
legu erindi hans: Sorg og viska:
Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur.
Hvert viskubarn á sorgarbrjóstum liggur.
Á sorgarhafs botni sannleiksperlan skín,
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín.
Margt fleira mætti telja, jafngott því, sem
nefnt liefir verið eða ef til vill betra, en liér skal
þó staðar numið.
----o-----
Steingrimur Thorsteinsson var óvenjulega
gáfað skáld, en ekki mikill bragsnillingur, síst
er á ævina leið. Tilfinningarikur og islenskur
i anda, elskaði náttúruna og söng henni lof,
mikill frelsis-vinur, gerhugall og djúpsær.
Meira ástaskáld en tiðast er um íslenska höf-
unda. — Hann skipar veglegan sess í bókment-
um vorum og mun enn um langan aldur verða
eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar.
Páll Steingrímsson.