Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 6

Vísir - 17.12.1939, Blaðsíða 6
l»órður Kristleifsson: Tón- lisiarmenn I. — Útgefandi Isafoldarprentsmiðja h.f. Alt íil ]>essa hefír næsta lítið veríð ritað á íslenska tungu um MJómlist og hljómlistarsögu. Margur hefir fundið til þessar- ar fátæktar í bókmentum vor- um. Eg býst við því, að mörg- aim se þannig varið, að hjá Jjeim vakni löngun til þess að •vita einhver deili á höfundum faílegra tónverka, er þeir hefyra aftur og aftur í útvarpi eða smnarsstaðar, og er þeir hafi svalaS fróðleiksþorsta sínum, þa hafi það orðið til skilnings- auka á tónverkunum svo að þeir hafi litið þau eftir það í inýrri hiriu. Það er viðurkent, aS sögulegur fróðleikur um Mjómlist er naúðsynlegur til að glæSa skilning á lístinni og efla áhuga manna fyrir henni. Eg' býst viS þvi, að þessi bók sé lcærkomtn öllum þeim, sem 3mdl hafa af liljómlist og vilja fræSasl nm mikilmennin í ríki Sónanna. JEIiQÍkiii er engin tónlislarsaga a samhengi, heldur aðeins 5 Igreínar um nokkura afburða- menn á sviði tónlistarinnar. — Bókin er nm tónskáldin Beet- hoven og Bralims, söngkonuna sænsku Jenny Línd, sem er víðfrægust söngmær 19. aldar- innarc blinda orgelsnillmginn Pfannsthiel og söngvarann Car- nso. JMlur fyrri hlutí bókarinnar er lielgaSur Beethoven, enda varla unt að gera þessum meist- ara skil að nokkru ráði í stuttu máli. Er saga þessa mikilmenn- ís eln lún átakanlegasta harm- ■saga viðþolslauss anda, er ör- lögín léku grátt, en einnig saga sim hetju, er vann sigur á grixnmum örlögum. Beethoven tök eymasjúkdóm innan við |>rítugt, er ágerðist með árun- mn og gerði hann alveg heyrn- arlausan síðari æfiárin. Sjúk- dómurinn mótaði þung örlaga- spor i æfi hans. Áður en heyrn iians tök að bila, brosti vegur- ínn víð honum, þráðbeinn og glæsitegur. Svo steyptist óliam- ingjufargið yfir hann. Örlögin •weitfaisj að honum miskunnar- Tans og ögnandi. Gætir víða í verkum hans baráttunnar við orlögin, eins og í örlagasym- fóníunni nr. 5 og siðustu sym- fónímmi nr. 9, en í þessum verkum hefur andi hans sig að lokum upp úr sorginni og syng- air gleðitóna. — Þórður Krist- leífsson segír sögu Beethovens æínkar vel og af miklum hjarta- Ihita, svo að lesandinn hlýtur að 'verða snorfinn. En því er stund- um likt varið með æfisögur Irinna miklu tónsnillinga og anynriimar af þeim, að höfund- amir hafa tilhneigingu til að varpa yfir þær fegurðarhjúp. ÞaS er til mynd af Beethoven gmngbúnum með stór og djúp saugu, éins og menn gætu hugs- ■Æ sér hann er hann samdi sorgarslaginn í 3. symfóníunni, ©g það er íll rómantisk mynd af Iionnm með nötnablöð, er liann cá áð vera að skrifa messuna há- Síðlegu (missa solemnis), og svo er tll mynd af honum frá síð- uistu æfiárunum, sú er prýðir |>essa bók, og er hann þar að sjá einmana, stoltur, mikill í sorginrií, eins og Lear konung- lur hjá Shakespeare. Loks er til Hnynd af honum, sem er alveg sönn, eíns og hann var í raun <og veru, ófriður og illa greidd- air, en hana þekkja fáir, því eft- 3r henni er lítil eftirspurn. Menn ■wilja eiga myndir af liinum ejgúMu meisturum eins og menn Bækur á jólamarkaðinum hugsa sér þá út frá tónverkum þeirra. Og svipað má segja um sumar æfisögurnar, eins og liina frægu bók um Beethoveu eftir Romain Rolland, þar sem höfundurinn styðst engu síður við skáldlegt imyndunarafl en sögulegar staðreyndir, og mér finst að sú mynd, sem Þórður dregur upp af Beetlioven, sé of- urlítið „færð í stílinn“. Áhrif Beethovens á allan tón- skáldskap eftir sinn dag og fram á 20. öldina voru geysi- mikil, og ekki síst á tónskáld- skap Brahms, sem næsta grein í bókinni fjallar um. En þar sem bókin er samin með það fyrir augum, að hún sé aðgengi- leg öllum þorra manna og auð- skilin hverjum ósérfróðum manni, þá er slept eðlilega öllu fræðilegu um listarstefnu þess- ara tónskálda, en lögð áliersla á að segja frá ætterni lista- mannanna, uppeldi, mentun, skapgerðareinkennum, sókn og sigrum, svo og vonbrigðum og ósigrum, og gefur þetta mönn- um einnig innsýn í list þeirra. Greinarnar um Jenny Lind, „sænska næturgalann“, — Pfannsthiel og Caruso eru all- ar styttri, en vandaðar að máli og búningi. Það er skemtilegt að lesa um þessa listamenn í frásögn Þórð- ar og eru örlög þeirra ótrúlegri en í nokkurri skáldsögu, þvi blindir og heyrnarlausir vinna þeir jafnvel hvert stórvirkið öðru mikilfenglegra í þágu list- ar sinnar og alls mannkynsins. Frá þessu segir Þórður af skáld- legri andagift og með mikilli lotningu fyrir andlegum afrek- um. Bókin er prýdd myndum af listamönnunum og prentuð- um nótum sem sýnishornum af verkum tónskáldanna og er prentun og allur frágangur prýðilegur. Baldur Andrésson. C. Drayton Thomas: í AFTURELDING ANN- ARS LÍFS. Þýðing eftir Einar H. Kvaran o. fl. H.f. Leiftur, Reykjavík. Bók þessi er samin af merk- um enskum presti og sálarrann- sóknarmanni og hefir inni að halda lýsingar anda, sem sann- að hafa, hverjir þeir eru, á vist- arverum þeirra eða aðseturs- stöðuin handan við dauðans djúp. Auðvitað er ekki gott að segja, hve mikið af lýsingum þessum og frásögnum er svo- nefndur hlutrænn veruleiki og hve mikið af þeim er táknrænt, enda er óvíst, livort munurinn á hlutrænum veruleika og tákn- rænum er jafn-mikill þar eins og hér. En auðvitað verður að liafa í huga, hvað sem þessu atriði líður, að lýsingamar eru ekki algildar, því að reynsla manna er sjálfsagt að ýmsu leyti ólík, þegar þangað kemur. En óneitanlega er gaman og gagn að því, að fræðast um þessi efni, að svo miklu leyti sem það er liægt, — en að vísu má búast við þvi, að ýmislegt verði vansagt, af ýmsum orsök- um, og þá einkanlega af því, að ýmislegt í reynslu hinna dánu er ósegjanlegt með jarðneskum orðum. En það er auðsætt, að andar, sem liafa sannað fullum fetum, hverjir þeir eru, og sagt frá ýmsum atvikum og aðstæðum, sem áreiðanleg hafa reynst, eru ekki líklegir til að fara með tómt fleipur um það líf, sem þeir lifa, eða þann heim, sem þeir byggja, þó að gera megi, eins og áður er á minnst, ráð fyrir, að ýmsir örðugleikar á sambandinu milli lieimanna geti haft sín áhrif á skeytin handan að og áreiðanleikþeirra. Og áreiðanlega er það harla merkilegt og mikilvægt að fá nokkra fræðslu um ]>að, hvað liklegt sé að biði vor á þvi landi, sem óhjákvæmilega mun verða heimkynni vort eftir lengri eða skemmri tíma. Miðill sá, sem hefir verið far- vegur fyrir lýsingar þessar, er hinn heimsfrægi sannanamiðill, frú Osl>orne Leonard, og faðir höf. og systir hans eru einna helst af öndum þeim, er hér láta til sín heyra. — Einar H. Kvaran rithöf. var byrjaður á að þýða þessa bók, nokkru áður en liann lést, og hafði lokið um það bil helmingi hennar, en eftir andlát hans tók sonur hans, Ragnar Kvaran, við verkinu, en gat lítt sint þvi, vegna heilsuleysis, og er liann andaðist síðastliðið sumar, tók bróðir hans, Einar E. Kvaran, við af honum og lauk við verk- ið. Er þýðingin prýðilega af hendi leyst, eins og vænta mátti af þeim feðgum. Jakob Jóh. Smári. • Sögur frá Alhambra og Þöglar ástir. — Þýtt af Stgr. Thorsteinsson. Þeir, sem nú eru að alast upp, geta trauðlega gert sér í hugarlund, hversu mikinn hlut Stgr. skáld Thorsteinsson átti í þeim bókakosti, sem gladdi okkur, sem nú erum fimtugir cða meira, mest i uppvexti okk- ar. „Þúsund og ein nótt“ og „Sögur frá Alhambra“ opnuðu fyrir okkur töfralieima hinnar arabisku menningar á miðöld- unum og veittu barnsliuganum holla næringu. Þeir fjölbreyttu og dásamlegu undra-heimar birtust í glitfögrum íslenskum búningi, sem var hvorttveggja í senn, tiginn og alþýðlegur. Það var ógleymanleg rerynsla, að lesa þessar og þvílíkar bæk- ur- — Nú eru komnar út „Sögur frá Alhambra“ (3. útg.), sem líkast 1. útgáfunni (þ. e. án greinar- innar „Hugleiðingar um veru Serkja á Spáni“, sem þýdd var af Ben. Gröndal), og „Þöglar ástir“ (2. útg.). Er útgáfan hin ] vandaðasta (þó ekki alveg laus við prentvillur), og gefst nú ís- lenskum börnum og unglingum kostur á að kynnast að nýju uglunni og páfagauknum í sög- unni um „pílagrím ástarinnar“, meykerlingunni Friðgunnu og svip serknesku konungsdóttur- innar í sögunni um „rósina í Alhambra“ og draugnum á Rymilsbergi í „Þöglum ástum“. Munu þessar sögur áreiðanlega enn sem fyr gleðja ísleriska æsku. Jakob Jóh. Smári. • TVÆR BARNABÆKUR. Jonatlian Swift: Ferðir Gullivers, og Rudyard Kipling: Litli fíla- smalinn. Báðar þessar hækur eru eft- ir þekta breska höfunda. Jóna- than Swift var uppi um alda- mótin 1800 og var á þeim tíma kunnur fyrir ádeilurit sín. — Ferðir Gullivers er eitt þeirra, en er þó þektara sem barna- bók heldur en ádeilurit. Þessi bók hefir áður verið gefin út á íslensku og varð þá vinsæl meðal barna. Sennilegt er, að hún njóti sömu vinsælda nú og hún gerði þá, enda er þetta einhver vandaðasta útgáfa, er hér hefir sést, myndum skreytt og annar frágangur í samræmi við það. Litli fílasmalinn er eftir No- belsverðlaunahöfundinn Rud- yard Kipling, sem heimsfrægð hlaut fyrir þjóðlífslýsingar sín- ar frá Indlandi. Þessi skemti- lega barnahók er um indverskt þjóðlíf, þjóðtrú og dýralíf, með skemtilegum og sönnum náttúrulýsingum. í lienni er einnig fjöldi mynda og munu báðar þessar bækur verða kærkomnar jóla- gjafir. Stefán Einarsson: Þór- bergur Þórðarson fimt- ugur. Þetta bókarkver er gefið út í tilefni fimtugsafmælis Þórbergs Þórðarsonar, eins stílfimasta og að ýmsu leyti sérkennilegasta, eða öllu heldur sérvitrasta rit- höfundar okkar Isl.endinga. Bókin er hressilega skrifuð og hún er skrifuð, ekki aðeins af samúð, heldur og af aðdáun á ritstörfum Þórbergs. Höfund- urinn virðist hafa leitað sér ná- kvæmra heimilda og er auð- sjáanlega þaulkunnur öllum ritstörfum Þórbergs — jafnvel þeim óprentuðu. Hinsvegar gætir liöfundarins furðu lítið í bókinni. Hann læt- ur Þórberg tala sem mest sjálf- an, eða telur upp æfiatriði og aðra viðburði eftir ritum og rit- gerðum Þórbergs. Það er helst í síðasta kafla bókarinnar — „Skáldið“, sem Stefán talar frá eigin brjósti, og gerir það þá af kunnáttu bókmentafræð- ingsins og skarpri íhygli. Enda þótt þessi bók sé all sæmileg frá hókmentalegu sjónarmiði, þá nægir það sjón- armið ekki til að bókin geti gefið neina heildarlýsingu á Þórbergi Þórðarsyni. Það er varla hugsanlegt, að liægt sé að gefa sanna mynd af persónu Þórbergs af öðrum en sálfræðing. Þórbergur Þórð- arson er svo sérstakt sálrænt fyrirbrigði, að það þarf alveg sérstaklega sálfræðing til að skýra hinar djúpu og margvís- legu andstæður í persónu hans og störfum. Og það þeim mun fremur sem þessar andstæður í lífi hans hafa gert hann að þeim snilling, sem hann er. Þetta vantar í bók Stefáns, og þess vegna er hún ekki nema I hálfkveðin vísa — en hún er góð og skemtileg það sem hún nær. A. Chr. Westergaard: Sand- hóIa-Pétur, II. bindi. Barnablaðið Æskan liefir um undanfarin ár gefið út allmarg- ar barna- og unglingabækur og farist sú útgáfustarfsemi yfir- leitt vel úr liendi. Þessar bækur hafa orðið vmsælar meðal litlu lesendanna og þeir hafa drukk- ið efni þeirra í sig með mikilli éfergju. Síðasta bókin sem „Æskan“ hefir gefið út, er n. bindi af Sandhóla-Pétri, eftir liinn vin- sæla danska barnabókahöfund, A. Chr. Westergaard. Hafa bælc- ur hans náð miklum vinsældum og mikilli útbreiðslu í Dan- mörku, enda hefir hann mjög léttan frásagnarstíl og mjög við hæfi unglinga. Hér á landi liefir I. bindi af Sandhóla-Pétri einnig náð miklum vinsældum, svo ekki þarf að efa, að II. bindið verður ungu lesendunum kær- komið, sem beðið hafa óþrevju- fullir eftir því. , • John Hagenbeck: CEYLON. Tuttugu og íimm ár í paradís hitabeltisins. Með myndum. Rvík 1939. — Ársæll Árnason. Höfundur þessarar hókar seg- ir frá því, að þegar liann var kominn lil vits og ára liafi bróð- ir hans, Carl Hagenbeck, verið farinn að „reka stórfelda versl- un með vilt dýr“. Varð þessi verslun heimskunn. „Þarna ólst eg upp innan um allskonar dýr“, segir Jolm Hagenbeck, andaði að mér allskonar dýra- eim, varð útsmoginn um allan dýragarðinn, eða dýrageymsl- una, sem þá var á Neuer Pferde- markt í Hamborg. Hér varð eg stöðugt fyrir nýjum áhrifum. Ný dýr, nýjar tegundir komu, önnur fóru. Þannig liðu sesku- ár mín.“ Skýrir hann svo nán- ara frá uppvexti sínum, þar til hinn „afdrifarikasti viðburður“ gerðist í lífi hans, en það var árið 1885. John Hagenbeck var þá 19 ára og var sendur í fyrstu langferð sma á sjó, austur til Ceylon, til þess að kaupa fíla o. s. frv. Honum fanst nafnið Ceylon liafa „alveg séi*stakan hljóm í minum eyrum, þvi að svo margt var tengt við það af mírium duldustu draumum, svo mörg tengsli voru milli stofnun- ar okkar í Hamborg og ]>essarar hitabeltiseyjar“. Og Ceylon og öllu liinu furðulega, sem þar var að sjá, átti fyrir John Hag- enbeck að liggja að kynnast svo vel, að fáir Evrópumenn munU kunnari þar ýmsu, svo sem dýralífinu. Mörgu æfintýralegu er lýst í bókinni, sem er alveg bráðskemtileg og fróðleg lýsing á Ceylon, íbúum hennar, siðum og liáttum, dýralífi o. m. fl. ■— I upphafi bókarinnar lýsir hann því, er hann fer út í víða veröld í fyrsta sinni, þar næst fyrstu framkvæmdum sínum á Ceylon, frá því, er liann gerðist kaupmaður, dýrasali og plant- ekrueigandi, þá frá Ceylon, landinu og ibúum þess, fílum og fílaveiðum, skjaldbökum, slöngum og krókódílum, mein- lætamönnum, töframönnum og sjónhverfingamönnum, og svo er kafli sem heitir „Meðal hinna viltu frumbyggja“ — og loks „vísað úr landi“. — Þýðingin er vel af hendi leyst. Frágangur bókarinnar er vandaður og myndir margar og góðar. Þetta er bólc, sem fóllc á öllum aldri hefir gagn og gam- an af að lessa, en einkanlega er hún alveg tilvalin handa fróð- leiksfúsum unglingum. A. Jóhannes úr Kötlum: Hart er í heimi (ljóð). — Útgef. Bókaútgáfan Heimskringla Jóhannes úr Kötlum er Breið- firðingur að ætt, og er hann kom fram á sjónarsviðið í fyrstu gerðu menn sér vonir um, að liann myndi skipa virðu- legan sess meðal hreiðfirsku skáldanna, sem eru mörg og merkileg. Þessar vonir liafa því miður ekki ræst, — ekki af þeim sökum að gáfan sé ekki fyrir hendi, lieldur er orsökin hin, að Jóhannes hefir af sjálfs- skaparvíti kosið sér set á skör bekkjarins og lienni ekki alls- kostar hreinni. Brengluð þjóðfélagshugtök virðast liafa náð um of tökum á huga skáldsins, sem lifir í draumóralcendri trú á komm- únistiskar skoðanir, þannig að mannúð hans, sem er mikil i eðli sínu, fær ekki notið sín fyrir áróðurskendúm geðtrufl- unum og liysteriskum yfir- borðsskap. Skáldið yrkir til þjóðar sinnar, að því að manni skilst, af þeim sökum, að hann telji sig liafa fundið stein visk- unnar, og býður henni „hug og hönd til hjálpar, ef þú slítur loks þín bönd“, og nær loka- sigri frelsis síns, sem er vænt- anlega öreigaveldi á íslandi. Ekki vantar foringjann í þeirri baráttu, með því að í hinu næsta kvæði ávarpar landið skáldið og segir: „Sá, sem koma sltal næst, verður þú, einmitt þú, — það ert þú, sem eg fel nú minn hag“. — I sama kvæði spyr skáldið þó ósköp spekingslega og svarar um hæl: „Hvað er eg ? Hvað ert þú ? Hvað er hún ? Hvað er hann? Sama hönd, sama önd, sama blóð?“ Það eitt nægir ekki, að ísland kalli á foringjann og skáldið, heldur kallar Spánn til hans einnig og „sonur Spánar blæs í blóðugt horn, uns bylgjur hljómsins flæða í rauðum lit“, og það er æðsta boðorðið að láta lífið, — og þá væntanlega að drepa aðra, fyrir rétt hins fá- tækasta manns á jörðu hér, sem á hinn veraldlega mælikvarða skáldsins ætti ekki að finnast á Spáni. En hvað um það! Alt eru þetta órar skáldsins, sem fæðst hafa í trú, og ekkert af þessu á nokkur lifsskilyrði hér uppi á íslandi. En hvað er svo fram- undan þegar hlekkirnir bráðna í sundur? I kvæðinu átján syst- ur segir skáldið: „Nær kemur sú stund? Sjá, átján ástmeyjar bíða .... Ungi maður! Flýttu þér — dagarnir líða.“ Sá hefir nóg að gera, en hver veit nema að skáldið telji stund frelsisins svo nálæga, að er liann velur næstu bók sinni nafn hafi ungi maðurinn komist til hinna át- ján systra, og mætti skáldið þá velja næstu vísuhendingu við „Hart er í heimi“, sem nafn á hinni nýju bók. íslendingar fella sig ekki við boðskap Jóhannesar úr Iíötlum, hvort sem um er að ræða stjórnmál eða trúmálaskoðanir lians. Kommúnismi og guðlast eru hversdagsleg fyrirhrigði, sem vekja hjá lesandanum vorkunn með höfundinum og bókina sem heild leggur liann frá sér með ógeði. Hér er ekk- ert nýtt, aðeins skoðanir fram settar lélegar en margir aðrir hafa gert, og slíkt er ekki eftirsóknarvert. Um lesendurna má vafalaust segja, eins og skáldið segir sjálft: „Þeir skildu, ef hér átti að skapa fegurð, sem skáld höfðu túlkað í óljósri þrá, varð vitið að sigrast á andhverfum öllum, sem ógnandi sveifluðust til og frá.“ Það er ósk mín til Jóhannes- ai úr Kötlum, að liann láti vit- ið sigrast á andhvérfunum, og að liann yrki að minsta kosti þannig, að almenningur nenni að leggja sig niður við að lesa bækur hans. K. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.