Vísir - 30.12.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 30.12.1939, Blaðsíða 2
2 VÍSIK DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÖTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsslræti) Síinar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan n/f. vúmmmmmmmmmmmammmmm w——* *—nÉ——■> ÁRAMÓT. TjJKIÍI er ætlunin að þessu sinni að gera neill yfirlit yfir . pólitíska atburði árs- ins, sem nú er að kveðja. Þess skal aðeins minst, að á síðast- liðnu vori gerðust þau tíðindi í íslenskum stjórnmálum, sem vel geta orðið þýðingarmikil, ekki einungis í bráð, heldur einnig í náinni framtíð. Óþarft er að rifja upp það ástand, sem liér hafði skapast. Það er öll- um í ferslcu minni. En ekki er hallað á neinn, þótt sagt sé, að það var ekki aðeins einskær friðarvilji og samstarfslöngun, heldur ekki síður nauðsyn hins blákalda veruleika, sem knúði fyrverandi stjórnarflokka til þess að leita fulltingis sjálfstæð- ismanna um sameiginleg úr- ræði í vandanum. Vísir hefir frá öndverðu verið þeirrar skoðunar, að því aðeins geti orðið að ræða um heilbrigt og varanlegt samstarf, að lialdið sé á málum af fullkominni festu og einurð. Hefir dómur verið látinn falla um athafnir þeirrar stjórnar, sem nú situr, eftir því sem efni hafa staðið til á hverjum tíma, hver við- leitni studd, sem til umbóta hefir þótt horfa, en átalið það, sem varhugavert hefir þótt. Framan af var ekki laust við, að raddir heyrðust um það, að Vísir „spilti friðnum“ með þeirri afstöðu, sem liann tók tii stjórnarsamvinnunnar. En eft- ir því sem fram hafa liðið stundir, hafa fleiri og fleiri lcomist til viðurkenningar á því, að einmitt með því að sýna fulla einlægni, segja kost og löst á hverjum hlut, væri sam- starfið best trygt. Eflir að stjórnin hefir nú stavfað í 8 mánuði er mönnum orðið það ljósara, en hugsanlegt var i byrjun, af hverju samvinnunni er mest hætta búin. Út í þá sálma ?kal þó ekki lengra farið. Nú i árslokin verður þess minst með mikilli ánægju, hve vel allur almenningur á ís- landi hefir brugðist við þeim mörgu ráðstöfunum, sem gerð- ar hafa verið vegna heildarinn- ar, og sumar hverjar hafa hert allmjög að mönnum. Þeir sem hafa verið í vafa um, livort treysta mætti á þegnskap is- lenskra borgara, hljóta að fenginni reynslu, að vera bjart- sýnni i því efni en áður var. Allur almenningur hefir orðið að herða að sér. Fyrst er verð- gildi krónunnar felt um 22% í vor sem leið. Næst verður 11% gengislækkun að nýju í byrjun stríðsins. Ofan á þetta bætist svo verðhækkun á öll- Um aðkeyptum nauðsynjum, skömtulag og margskonar opinber íhlutun. Öllu þessu hef- ir verið tekið af þeim þegnskap, þeim skilningi, þeirri hollustu, að aðdáunarvert má kallast. Það er sérstök ástæða fyrir sjálfstæðismenn, að gleðjast yf. ir þessu. Því þeirra stefna er sú, að eiga sem allra mest undir ábyrgðartilfinningu einstakling- anna, en forðast opinbera ílilut- un, nema þar sem ekki verður hjá henni komist. Má raunar greina þannig milli sjálfstæðis- stefnunnar og þeirra stefna, sem liún hefir átt í höggi við, að sjálfstæðisstefnan hyggir meira á þegnskapnum, en hinar stefnurnar meira á þvingun- inni. Nú hefir það komið i ljós, að ýmsir hafa viljað nola sér það ástand sem nú ríkir til miklu viðtækari íhlutunar rílc- isvaldsins en áður hefir þekst. Þeir, sem gera sér fulla grein fyrir sjálfstæðisstefnunni, vilja ekki nota ástandið til aukinnar þvingunar ofan frá fram yfir brýnustu nauðsyn. En eftir þvi sem þegnskapur almennings kemur gleggra i ljós, eftir því ætti þvingunartilhneiging stöku stjórnmálamanna að eiga erfiðara uppdráttar. Sú tilraun sem gerð hefir verið um friðsamlegt samstarf andstæðra flokka hefir að ýmsu leyti lánast vonum frem- ur. Það var tæplega við því að búast að flokkar, sem í fullan áratug höfðu ráðið einir öllu, gerðu sér fulla grein fyrir því, í öndverðu, hvilik liöfuðnauð- syn, gagnkvæm tilhliðrunar- semi og sanngirni eru í slíku samstarfi, sem hér hefir verið til stofnað. Sjálfstæðisflokkur- inn hefir ekki gert neinar þær kröfur í samstarfinu, sem elcki eru á fylstu sanngimi bygðar. Hann hefir aldrei gefið tilefni til friðslita. Ekkert er okkur nauðsyn- legra á þessum alvarlegu tím- um, en það, aðálirifamennþjóð- félagsins geti starfað saman í fullri einlægni og hollustu að lausn sameiginlegra vandamála. Ef það tekst mun ekki skorta þegnskap almennings, til þess að hver nýtileg ráðstöfun fái að gagni komið. Gleðilegt nýár! a GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Verksmiðjan Fönix. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Nafta h.f. 8 | GLEÐILEGT NÝÁR! « Þökk fyrir viðskiftin ® ^ á liðna árinu. Snót, Vesturgötu 17. KSOÍÍOOÍÍÍSOÍÍÖtieOOÍÍOOÍJOOOOCOöí GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Kjöt & Fiskur. |500000Í50000000000000!5000» | GLEÐILÉGT NÝÁR! ^ Þökk fyrir viðskiftin g á liðna árinu. (j Bókaverslun H Heimslcringlu h.f. 500450000!500000000! SOOOO!500! V L$ I R fitliyglisverð nýjung á sviði fiskmetisframleiðslu, ¥iðíal við Georg Gíslason. Síðastliðnar vikur hafa Reykvíkingar átt kost á því, að kynn- ast athyglisverðri nýung í fiskmetisframleiðslu. Er það nýr, reyktur fiskur, meðal annars hin svo nefndu Eyjaflök, en það eru reykt ýsuflök, roðflett og beinlaus. Hefir þessari nýju fiskmetistegund verið mjög vel tekið, enda er verðið tiltölulga lágt og ölium ber saman um, að hér sé um verulegt Ijúfmeti að ræða. Fréttaritari „Vísis“ hefir nú snúið sér til framleiðandans, herra Georgs Gíslasonar kaupmanns í Vestmannaeyjum, og beðið hann að láta blaðinu í té nokkurar upplýsingar viðvíkj- andi framleiðslu þessari. Flestir Reykvíkingar, sem til mér frekari þekkingar og Vestmannaeyja Iiafa komið, kunnáttu á því sviði.íferð minni munu kannast við liina svo- . þangað síðastliðið sumar, kynti kölluðu bæjarbryggju þar. Við j eg mér rækilega þær aðferðir, liana lendir venjulega bátur sá, sem flytur farþegana til lands úr áætlunarskiunum. Oft er þar bæði mannmargt, en þó sjaldan eins og dagana um „þjóðliátíð- ina“, en þá skifia þeir Reykvílc- ingar hundruðum, sem heim- sækja Eyjarnar. Á vertíðinni, einkum þegar vel fiskast, er og oft þarna „hið mesta fjör“, eins og það heitir á máli Eyja- skeggja. Sækja þá yngri sem eldri mjög niður á bryggjuna, þó sumir eigi þangað þá lítið annað erindi, en að skoða fisk- inn. Er gleði þeirra yfir kösum af spikfeitum þorskinum, sem sem hleðst á bryggjuna, blið- stæð gleði sveitabúans yfir sauðfjársöfnun í smalamensk- um og haustréttum. Frá bryggju þessari liggur allbreið gata upp í bæinn. Beggja vegna hennar liafa fram að þessu staðið fiskskúrar,sumir fornir og hrörlegir. En nú liafa þeir flestir verið rifnir, orðið að rýma fyrir nýrri og vandaðri byggingum. Vinstra megin götunnar, þeg- ar gengið er upp frá bryggj- unni, má sjá steinhús eilt í smíðum. Enn er ekki búið að reisa nema neðstu hæð þess og er þegar búið að taka hana í notkun. Þetta er hið nýja fiskreykhús Georgs Gíslasonar, kaupmanns. Georg Gíslason liefir um langt skeið verið forgöngumað- ur um sölu ísaðs fisks í Vest- mannaeyjum á enskum mark- aði. Hefir hann að allra dómi rækt það starf með mesta öt- ulleik og samviskusemi. Sem dæmi um vöruvöndun hans má telja, að honum hefir tekist að ryðja vöru þessari braut til vegs og gengis á fiskmarköðum í Glasgow og London, þrátt fyrir harða samkepni frá hendi Norðmanna og Englendinga sjálfra. Er nú svo komið, að vörumerki Georgs þykir þar hin besta trygging fyrir vörugæð- um. Óhætt er að fullyrða að það starf, sem Georg liefir á þennan hátt unnið í þágu útgerðar- manna og sjómanna í Vest- mannaeyjum, mun seint ofmet- ið. Síðar hafa og fleiri hafist handa um það, sem Georg var búinn að ryðja brautina fyrir með vandvirkni sinni. Eg hitti Georg að máli í hinu nýja reykhúsi hans. Bið eg hann um nokkurar upplýsingar viðvíkjandi framleiðslu þeirri, sem hann hefir nýlega hafið og verður hann fúslega við þeim tihnælum. — Hvernig stóð á því, að yð- ur datt í hug, að hefja þessa starfsemi? — Það er ekki fyrir neina hendingu, — svaraði Georg. — Eg álít að það sé að eins eðlilegt áframliald þess starfs, sem eg hefi unnið síðan laust fyrir 1930: Sölu og verkun nýs fislcj- ar fyrir erlendan markað. Eg hefi nokkurum sinnum farið til Englands i því skyni, að afla sem Skotar nota við reykingu nýs fiskjar, en að því gera þeir mikið og er góður markaður fyrir þannig verkaðan fisk, þar og í Englandi. I ágústlok i sum- ar hóf eg svo byggingu þessa reykhúss og um miðjan nóvem- ber byrjaði eg að reykja nýja síld — kippers — eins og það er kallað. En sú framleiðsla stöðvaðist eftir stutlan tíma, er bátar héðan liættu sildveiðum. — Selduð þér þessa reyktu síld til Englands? — Nei, liún fór öll til Reykja- víkur. Var þessari nýu vöruteg- und, þar þegar mjög vel tekið. Söluverðið var 25 aurar pr. stlc. — Og þegar þér höfðuð ekki meiri síld til að reykja? — Jafnframt síldinni reylcti eg ýsu, einkum flakaða, og nú framleiði eg aðallega þá vöru- tegund. Hún er einnig seld til Reykjavíkur. Virðist mér, sem Reykvikingar ætli að verða kaupendur að þeirri vöru i all- stórum stíl, að minsta kosti gengur salan mjög vel. Verðið er líka lágt, samanborið viðaðr- ar fiskvörur. Úr 300 kg. af ýsu fæ eg kring um 90 kg. af bein- lausum og roðflettum flökum. Kílógrainmið af þeim er svo selt út á kr. 1.50, svo þér getið sjálfir reiknað út, að verðmun- urinn er ekki svo ýkjamikill. — Hvað segið þér um sölu- möguleika fyrir þessa vöru er- lendis ? — Eg álít þá mjög góða, að minsta kosti í Englandi og Skotlandi, svo framarlega, sem núverandi ástand, gerir ekki allan úlflutning ókleifan. En þó mundi það gera samkeppnina mjög örðuga á þessu sviði, að fiskur sá sem þar er notaður til reykingar er þar keyptur miklu lægra verði en liann er í hér. — Er það einungis síld og ýsa, sem þér liafið liugsað yður að verka til framleiðslu á þenn- an hátt? — Eg liefi hugsað mér, að gera tilraunir með reykingu flestra tegunda af nýum fiski. — Hafið þér ekki fengið ein- hvern styrk til þessara tilrauna? — Nei, alls ekki. Fiskimála- nefnd yeitir ekki styrk til svona tilrauna. — Þér voruð einn af frum- kvöðlum að sölu á ísuðum fiski héðan, á erlendum markaði? — Já. Það var um 1930, þegar verðfallið varð sem mest á salt- fiskinum. Þá vaknaði áhugi margra sjómanna og útgerðar- manna fyrir því, að hagnýta sér betur aðrar tegundir fiskar, en j þorsks, sem þeir áttu ekki ann- t ars úrkosta með en að salta. | Fékk eg þá bæði erlenda og : innlenda togara til að kaupa hér nýjan fisk, aðallega ýsu. Áður hafði ýsan verið sjómönnum svo að segja verðlaus, enda töldu þeir liana venjulegast ekki með, þegar þeir voru spurðir um aflann. — Gátu ekki um annað en þorskinn. En nú fengu þeir 12—16 aura fyrir Idlóið af henni og nú var það ýsan, sem þeir nefndu fyrst, þegar þeir sögðu frá aflanum. En þar sem þessi fiskkaup gátu að eins ált sér stað framan af vertíð, fór eg líka að gera tilraunir með að senda ísaðan fisk í lcössum til Englands og Skotlands. Sendi eg hann með póstskipunum og gátu útgerðarmenn valið um, livort eg keypti af þeim aflann, fyrir fast ákveðið verð, eða eg sendi hann til sölu fyrir þá, gegn lágum ómakslaunum. Varð þetta til þess, að nolckrir bátar liéðan tóku að stunda dragnótaveiðar yfir sumarið. —- Var ekki þessi sala erfið- leikum bundin fyrst í stað? — Jú, það var bún og æði kostnaðarsöm, meðal annars vegna þess, að allan ís, sem nota þurfti, varð að kaupa og flytja hingað frá Reykjavík. En með strangri vöruvöndun, tökst að auka svo álit á fiski héðan, að hægt var að fá það verð fyr- ir hann, sem þurfti til að bera uppi allan þann mikla kostnað. Einnig var það, að eftir að við Árni Þórarinsson, núv. hafn- sögumaður liér, sem eg sendi fyrst fisk fyrir og notaði sama frágang og vöruvöndun og eg — höfðum sent ísaða kola til Glasgow í eitt sumar, þá fengust fiskikaupmenn þar til að kaupa ísaðan fisk í kössum, f. o. b. hér. Þetta varð svo upp- haf hinna miklu kolakaupa þeirra hér, er svo urðu upphaf hinna miklu dragnótaveiða, sem hófust hér strax þegar rýmkað var um landhelgina. — — Var það eingöngu ísaður fiskur, sem þér öfluðuð marlc- aðs í Bretlandi? — Eg seldi einnig ísuð hrogn. Þegar eg byrjaði að kaupa þau var verðið fyrir þau hér 10 aurar pr. líter. Á öðru ári gat eg gefið fyrir þau 20 aura pr. líter og síðastliðna vertíð 25 aura. Þá keypti eg 2500 lítra af þeim. Verð þessa útflutnings á- samt ísuðum kola og ýsu, mun nema um 1% af öllum útflutn- ingi landsmanna og verð út- flutnings hinna tveggja siðar- nefndu tegunda ná liálfri mil- jón króna. Georg sýnir mér nú kafla úr mörgum bréfum frá fiskkaup- mönnum í Glasgow og London, sem liann liefir átt viðskifti við. Er það síst ofmælt, að þeir ljúki allir hinu mesta lofsorði á út- flutningsvörur lians, og geta þeir þess sérstaklega, hve þær og frágangur þeirra, beri vott um niikla samviskusemi og vöruvöndun. Enda er ]iað auð- skilið, að án þess mundu þessar vörur ekki bafa komist í það mikla álit, sem raun ber vitni, á jafn samkeppnishörðum markaði og breski nýfisksmark- aðurinn er. Stendur þjóðin í mestu þakkarskuld við hvern þann mann, sem sýnir að hann metur framtíð atvinnuveganna meira en stundarliagnað í versl- unarviðskiftum. Starf slikra manna hefir víðtækari áhrif en á sölu einnar vörutegundar og á einlim markaði. Það bætir um leið fyrir sölu annara af- urða, og getur því haft geysi mikil áhrif á hag atvinnuveg- anna. Síðan sýnir Georg mér þau húsakynni, sem hann hefir þeg- ar að nokkru reist yfir hina nýju grein framleiðslu sinnar. Eins og áður er getið, er neðsta hæðin fullgerð og er henni sldft í tvo hluta. Fyrst er húsnæði fyrir móttöku og verkun fiskj- arins. Það er 7x14 m. að stærð. Þar eru og smíðaðir kassar utan um „Eyjaflökin“, snotrir tré- kassai*, sem taka 10 kg. Stærð reykhússins er nú 5x6 m. — En, segir Georg, — eg hefi í huga, að stækka liúsakynni þessi allverulega, ef alt gengur sæmilega. Bæta við þessa hæð og byggja ofan á hana. — Eg kveð svo Georg, þakka honum fyrir allar upplýsingarn- ar og árna honum allra heilla í þessu starfi sínu. Það mun og vera ósk alls almennings, að þeim mönnum megi sem best j vegna, sem sýna, að þeir hafa til að bera það, sem framtið at- vinnuvega vorra veltur á öðru fremUr. Hugrekki til að kanna og ryðja nýjar brautir og ötul- leik og vandvirkni til að afla ís- lenskri framleiðslu álits, utan lands sem innan. L. G. i I n GLEÐILEGT NÝÁR! nr M Sláturfélag Suðurlands § ■ Matardeildin, Hafnarstræti. K M Matarbúðin, Laugaveg 42. m Kjötbúð Austurbæjar, ÍMugaveg 82. ■ M Kjötbúð Sólvalla. -x i Kjötbúðin, Týsgötu i. GLEÐILEGT NÝÁR ! Þöklc fyrir viðskiftin á liðna árinu. -Alshottav Sbófaítiaéur og5o(ibar ■■ ■ ntjfftshu vöruv 1 Simi: 3351 Austurstræti 12, Rcykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.