Vísir - 30.12.1939, Blaðsíða 5

Vísir - 30.12.1939, Blaðsíða 5
'secocooaootson! Gamla Bíé »S WEETHE AETSu Þessi glæsilega söng- mynd með Jeanette MacDonald Og Nelson Eddy Sýnd í kvöld kl. 7 og 9 í allra síðasta sinn. vnrtíMvv'i/ Árshátíð Verslunarskóla íslands verður lialdin að Hötel Borg þriðjudaginn 2. jan. 1940. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Borg sama dag frá kl. 1 eftir hádegi. K. F. I . M. Kristniboðsflokkur K. F. U. M. heldur sýningu í húsi félagsins á sjaldséðum raunum frá Kína, sem ekki hafa verið sýndir hér áður. Herborg og Ólafur Ólafsson aðstoða og verða þau í kínverskum búningum. 1. jan. kl. 8V2 e. h. hefst sýningin með kvikmyndinni frá Kina. Aðgangur ókeypis. Frjáls samskot. 2. jan. verður sýningin opin frá kl. 1 til kl. 10 e. h. Aðg. 50 au. Kl. 8% e. h. flytur Bjarni Eyjólfsson erindi með skugga- myndum, um merka kristniboða. Kl. 9% e. h.: Tíu mín. tilsögn í Kínversku. 3. jan. verður sýningin opin kl. 1 til kl. 10 e. h. Aðg. 50 aurar. Kl. 8 j/2 almenn samkoma. Ræðumenn: Síra Bjarni Jóns- son og Ólafur Ólafsson. Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og fjárhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöld falla niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá liftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu liftryggingariðgjaldi. — Tilkynning frá Vetrarhjálpinni. Dansleik heldur skemtifélagið „Gömlu dansarnir“ i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu i kvöld kl. 10. Aðgöngumiða mó panta í síma 4900. Verð kr. 2.50. HARMONIKUHLJÓMSVEIT FÉLAGSINS. Skemtið yður og gerið góðverk um leið. Allur ágóðinn rennur til Ve*trarhjálparinnar. Carl D. Tulinius: Eg er ekki hissa. Sumir menn eru þeim eigin- leikum gæddir, að þeir geta ekki stungið svo niður penna, að þeir sletti ekki umfram-blek- inu í vegfarendur sem eru í námunda við þá. Vegfarendurnir kjósa að sjálfsögðu að leiða slíkt hjá sér i lengstu lög, en þegar þessir ritsmiðamenn fá nokkurskonar skrifkrampa, og alltaf er l)lek aflögu, slettunum beint til einstakra manna, og merk mál- efni jafnvel gerð að umtalsefni til þess eins að geta slett í menn, þá er rétt að tala við þessa rit- höfunda. Fyrir nokkru hélt kollega minn, Jón Ólafsson, fram- kvæmdarstj óri íslandsdeildar liftryggingarfélagsins And- vöku, erindi i Ríkisútvarpið um nauðsyn tryggingarráðs. Erindið hafði ekki mikið nýtt að flytja, en tvent kom skýrt fram i þvi. í fyrsta lagi, að tryggingarráðið skyldi hafa s'trangt eftirlit með eina inn- lenda líftryggingai-félaginu hér, sem af einhverri tilviljun, — sem Jón sjálfsagt liefir ekki tekið eftir — ér einmitt erfið- asti keppinautur Andvöku og Jóns. Annað var það, að í trygg- ingarráði skyldi eiga sæti mað- ur, sem í senn væri lögfræðing- ur og hefði sérþekkingu i líf- tryggingarmálum. Erindið var að vísu óviðfeldið, en málið snerti mig ekki, og leiddi eg það hjá mér. Nú ritar Jón i næstsiðasta tbl. Vísis langa hugvekju um þessi sömu mál, og þar sem slettun- um að þessu sinni er beint gegn starfsemi föður míns sáluga og minnar vegna lífsábyrgðarfé- lagsins Thule, og i öðru lagi til starfsemi tryggingarfirma þess, er eg nú veiti forstöðu, tel eg rétt að svara þvi sem um er að ræða í örfáum orðum. Þó vil eg fyrst geta þess, að sjálf tillaga Jóns um þetta tryggingarráð er sjálfsögð, enda hefir hún oft verið rædd hér áður og löngu áður en Jón varð tryggingarmaður, þótt eigi væri það fyr á opinberum vett- ^angi. En það á að mega krefjast þess af vel mentuðum manni í stöðu Jóns, þó ekki væri annars vegna en hans sjálfs, að hann mæli ekki með stofnun þessa ráðs sérstaklega með þeim for- sendum að hafa verði eftirlit með keppinautum Jóns. Hins láðist Jóni að geta, að í slíku ráði hér í fámenninu megi ekki sitja menn, sem hafa tryggingar að viðskiftagrein. Þá kemst eg ekki hjá því að minnast á annað atriði. í hinni , stuttu skilgreiningu Jóns á þvi tímabili sem taka beri líftryggingar til, bendir hann á aldurinn 1—60 ára. Þetta þykir ekki viðfeldin að- ferð til fyrirmyndar, og þykja þeir umhoðsmenn sem beita sér fyrir notkun hennar, helst um of liugsa um að liafa iðgjöldin lægri til þess að tryggingarupp- liæðin verði þeim mun hærri. Þá er það einnig næsta bros- legt, þegar Jón er að lesa mér og mínum líkum lífsreglurnar, með dálkatangri endursögn á því, er eg persónulega liefi bent á í útvarpserindi um afstöðuna til umboðsmannafjölda o. s. frv. En eg er ekki hissa, þó Jón muni ekki heimildirnar, þótt hann sé annars minnugur, enda var að engum veitst. En sú reynsla sem eg kann að hafa aflað á undangengnum tveim áratugum, er öllum frjáls, Jóni líka. En nú vík eg að þeim atrið- um, er gáfu sérstakt tilefni til andsvara minna. Jón Ólafsson segist ætla að minnast á útbreiðslustarfsemi þá, sem höfð liafi verið frammi liér hiri síðari árin, og hann tel- ur ekki sem heppilegasta iá ýms- an liátt. Ætla mætti, að nú kæmi játn- ing Jóns á mistökum á viðvan- ingsárum hans í faginu, því hver er sinum hnútum kunnug- astur, en hann kom í það al- ókunnugur sem fullskapaður tryggingarforstjóri. Þar á eftir bjóst eg svo við, að hann myndi frá hinum erfiða reynsluferli sínum minnast þess, er hann var dæmdur fyrir rógburð um starfsemi föður míns, er eg þá vann við. Eins og öll grein J. Ó. ber þess vitni, að liann hefir ekkert lært þessi árin i þessum efnum, ber málflutningur hans þess vott, að hann hefir heldur engu gleymt. Lögfræðingurinn Jón Ólafsson sem einn tryggingarforstjóra liggur undir dómi fjTÍr róg- burð um starfsemi keppinauts síns, ræðst einmitt á þá menn eina, sem fengu þennan sama lögfræðing dæmdan. Hvað viðvikur bónusloforð- unum sem hann minnist á, þá er það satt, að aðalumboð Thule og umboðsmenn þess lof- uðu hærri bónus, en staðið hefir verið við. En það er eins víst, að við höfum aldrei boðið nein kjör sem okkur var ekki falið að bjóða af Thule og skora eg hérmeð á Jón Ólafsson að reyna nú að ná langþráðri hefnd og fá mig dæmdan fyrir eitt- hvað það er þetta mál snertir. Hins vegar býst eg við því, að Thule sé fært um að standa við skuldbindingar sínar. Aftur er staðhæfing Jóns um það, að við liöfum sagt að bón- usinn yrði svo hár eftir nokkur ár að tryggingin myndi standa að mestu undir sjálfri sér, ó- sannindi. Þó eg segi sjálfur frá, vil eg' fullyrða, að tryggingarstarfsemi okkar feðga, sem nú hefir stað- ið í tuttugu ár, hefir ávalt notið og nýtur enn fylsta trausts við- skiptamanna okkar, enda hefir þessi starfsemi altaf verið miklu stærri en starfsemi Jóns. Margnefndur Jón telur sig liafa ástæðu til þess að taka mig á kné sér og vanda um við mig um fákunnáttu mína á trygg- ingarsviðinu og geigvænlegar afleiðingar hennar. En eg held nú nærri þvi, að ef Jón ætti að fara að kenna mér tryggingar- viðskifti og tryggingarmofal, þá gæti eg eins kent Jóni lögfræði. En Jón lætur ekki liér við sitja. Svo langt fer hann, að til algjörra eindæma má telja, er hann fer í blaðagrein að skifta sér af einstökum viðskiptum firma míns og minnist þar á sérstakar, tilgreindar skips- liafnatryggingar. Það færi nú að verða gaman að lesa blöðin ef þau færu dag- lega að birta langar greinar vonsvikinna kaupsýslumanna þegar þeir telja keppinautum sínum veita betur, að minsla kosli mætti víst ætla Jóni all- ríflegt rúm svona dag og dag. En eg ætla ekki að gera einka- viðskipli firma míns að blaða- máli, en ætla aðeins að fræða þennan fræðsluþyrsta mann á því, að tryggingarmál það er um ræðir, er fullkomið og heil- brigt viðsldptamál, sem Jón þar að auki ekki varðar um, enda hefir enginn kvartað nema Jón, og er hann víst ekki i „sigling- um um liættusvæði“ í þess orðs bókstaflegri merkingu. Rök- semdafærsla Jóns er eins og NJrja B16 Sigur hugvitsmannsins Söguleg stórmynd frá Fox. Sýnd í kvöld í síðasta sinn. NÝÁRSMYND 1940: Stanley og Livingstone. Söguleg stórmynd frá Fox er sýnir einn af merkusta viðburðum veraldarsögtnm ar, þegar ameriski blaða- maðurinn, Henry M. Stan- ley leitaði trúboðans Da- vid Livingstone á hínu ó- rannsakaða meginlandí Afriku. Hlutverkaskrá: Henry Stanley, blaðamaður: Spencer Tracy. Dr. D. Livingstone, trúboði: Sir Cedric Hardwicke. J. Kingsley, breskur ráðunautur í Zanzibar: Henry Travers. Eva, dóttir hans: Nancy Kelly. Tyce, lávarður: Charles Coburn. Gareth, sonur hans: Richard Greene. Sir John Gresham, forseti breska landfræðifélagsinsr Miles Mander. Sýnd á nýársdag kl. 7 og 9. Bamasýning á nýársdag kl. 5: | Litla stúlkan með eldspýturnar \l Litskreytt teiknimynd eftir æfintýri H. C. Andersen. Auk g þess tvær aðrar teiknimyndir, amerísk skopmynd o. fL £3 ííxíooooooooooíkíoí Gleðilegt nýárl «íoco;íoo;x*,oooscíoo Bifreiðasteðin GEYSIR Sfmap 1633 og 1216 Veröur opin í nótt og aðra[nótt. Kiitlspyrnitélaiii friB heldur jólatrésskemtun sína fyrir börn í Oddfellowhus- inu 4. janúar kl. 5 e. h. og er lokið kl. 10 e. Iii Dans fyrir fullorðna hefst kl. lO1/^ Aðgöngumiðar seldir 2. og 3. januar í Verslun Síg. Halldórssonar, Öldugötu 29, og Lúllabúð, Hverfisg. 59. málstaður hans, meira segi eg ekki. Jón minnir víst að hann sé kominn í tryggingaiTáðið sæla þegar hann segir í umvöndunar- tón, að „vonandi sé, að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Hitt mun sanni næst, að Jóni Ólafs- syni liafi aldrei verið boðnar þessar mnræddu tryggihgar, euda virðast þær af skrifum lians að dæma vera ofar hans skilningi, og er það ekki mín sök. En það verð eg að segja, þó það komi raunar ekld þessu máli við, að ef Jón er jafn við- feldinn „kohega“ í lögfræðinga- stétt og hann er í tryggingar- mannastétt, þá óska eg öllum öðrum stéttum til hamingju með, að liann telst ekki einnig til þeirra. En svo hefir mér jafnan reynst, að i tryggingar- mannastétt er Jón talinn mál- flutningsmaður, en í málflutn- ingsmannastétt tryggingarmað- ur. En þeir sem þekkja foi*sögu þessa máls, undrast ekki, þótt Jón sé ekki í þessum málflutn- ingi, eins og hann kemst svo vel að orði i grein sinni, „farsæll i lengdinni“. K. F. U. M. Á morgun: | Kl. 10 f. h. Sunnudagaskal- inn. — — 1% e. li. V. D. og Y. D. — 4 e. h. Æskulýðssamkoma. — 11% e. h. Áramótasam- koma. — VÍSIS KAFFIÖ gerir alla glaða. HROSSHÁRSLEPPAR ULL ARH ÁLEIST ARL í Fullkomnasta gúmmívið- : gerðarstofa bæjaríns. Seljum bætingagúmmí. 1 Gúmmískógerðm Laugaveg 68. — Sími 5113. í Sækjum. Sendom. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.