Vísir - 30.12.1939, Blaðsíða 4
VÍSIR
Björn Ólafsson stórkanpmaður:
VERSLUNIN
í skugga styrj aldarínnar
Átta fyrstu mánuði árs-
ins setti ófriðaróttinn mark
sitt á verslun og viðskifti í
heiminum. En síðasta þriðj-
ung þessa örlaga-árs hafa
viðskiftin legið undir fargi
styrjaldarinnar. Allar sigl-
ingar hafa færst úr skorð-
um. I fjóra mánuði hefir
kaupskipaflotinn á heims-
höfunum farið huldu höfði,
áætlunarlaust og skipinfara
úr höfn eins og þjófur á
nóttu. Skuggi styrjaldarinn-
ar hvílir yfir siglingaleið-
unum og hætturnar leynast
hvarvetna. Með hinni stór-
feldu truflun siglinganna
hafa viðskiftin fyrst og
fremst tekið á sig svip ófrið-
arins.
ísland þarf að sækja mikið
af nauðsynjum sínum og senda
mikið af afurðum sínum yfir
aðal hættusvæði ófriðarins.
Verslun landsins við Norður-
lönd, Bretland og meginland
Evrópu gerir það nauðsynlegt.
Þjóðin fer því síst varhluta af
þejm þrengingum er styrjöldin
færir þeim hlutlftUSU þjóðum,
sem eru náhúar ófriðaraðil-
anna. Af þessum orsökum er
verslun Islendinga torsótt og
erfið viðfangs, auk þess að stór-
feldar hættur eru henni sam-
fara. Þótt undan þessu sé kvart-
að ætti þó hitt ekki að gleym-
ast, að landið okkar liggur enn-
þá mjög fjarri hernaðaraðgerð-
um stórveldanna og hér geta
menn lifað í friði, sem þrjú
hundruð miljónir manna í Ev-
rópu fá nú ekki notið. En til
þess að þjóðin geti haldið á-
fram að lifa og starfa í friði,
verða þeir menn að liorfast í
augu við erfiðleika og hættur ó-
friðarins, sem færa aflann og
afurðirnar á erlendan markað
og flylja erlendu nauðsynjarn-
ar heim. Án þessara hugrökku,
yfirlætislausu manna, sem
leggja líf sitt í hættu til þess
að halda uppi siglingum vegna
afurðasölu og viðskifta erlend-
is, mundi þjóðin sökkva í eymd
og volæði.
Þjóðin getur verið hvort-
tveggja í senn, stolt og þakklát
fyrir að hafa á að skipa þess-
um æðrulausu hermönnum,
sem ekki krefjast neins betri
einkennisbúnings en sjóstakks-
ins síns.
Einkenni styrjaldartíma er ó-
vissán. Enginn veit hvað morg-
undagurinn ber í skauti sínú.
Þjóðir og einstaklingar eru
uggandi uni sinn hag vegna
þess að allar áætlanir og á-
kvarðanir geta kollvarpast fyr
en nokkurn varir. Hina fyrstu
fjóra mánúði ófriðarins hefir
Iandsmönnum tekist furðanlega
að verjast áföllum. Útlitið í
byrjun september var síst glæsi-
legt. Verslunarjöfnuðurinn var
óhagstæður um nálega 8 mil-
jónir. Bankarnir voru komnir
í þrot með gjaldeyri. Birgðir af
naúðsynjavörum voru af mjög
skornum skamti. Lánstrausí
ríkis og einstaklinga var að
engu orðið. Ofan á þefta bættist
svo erfiðleikar að fá vörur og
verðlag fór hækkandi með degi
hverjum. Ef yfirvöldin hefði
verið svo víðsýn þegar í byrj-
un ófriðarins, að losa um inn-
flutningshöftin og gefa mönn-
um frjálsari hendur um inn-
kaup á vörum en verið hafði,
mundi hafa sparast stórfé við
það að hægt var að festa kaup
á ýmsum vörum áður en um
verulega verðhækkun var að
ræða. Nú cr vöruverð yfirleitt
50—200% liærra en það var
fyrir fjórum mánuðum. Að vísu
dugar lílið að sakast um orð-
inn hlut, en þetta ætti að kenna
mönnum að ekki stoðar að nota
sömu tökin, hvernig sem á
stendur. Ófriðarástandið, með
þeirri óvissu og þeim skjótu
breytingum, sem því fylgja, er
ekki heppilegt fyrir þunglama-
leg verslunarhöft.
Undanfarna fjóra mánuði
hefir tekist að afla ýmsra nauð-
synja, sem okkur skorti í byrj-
un ófriðarins, ýmist frá Evrópu
eða Ameríku. Tekist liefir að
koma miklu af afurðunum á
markað svo að verslunarjöfn-
uðurinn er nú orðinn hagstæð-
ur, en þó ekki svo sem skyldi.
Líklegt er að um áramót verði
liagstæður verslunarjöfnuður er
netnur 6—8 miljónum. Má
segja, að betur hafi tekist en á-
horfðist.
Meðan við getum aflað af-
urðanna og komið þeim á
markað, er ekki líklegt að við
þurfum að húa við nokkurn
vöruskort. Um það verður engu
spáð hvert við verðum að
sækja hinar erlendu nauðsynj-
ar ef ófriðurinn verður lang-
varandi, en líklegt er að við
munum bæði sækja þær til
austurs og vesturs. Nú verður
þjóðinni það giftudrjúgt, að
hún framleiðir að mestu mat-
vörur, sem víða ge'rist þörf fyr-
ir þegar verksmiðjur og skipa-
stóll stórþjóðanna vinna að
miklu leyli í þágu hergagna-
f ramleiðslunnar.
Það sem íslensku þjóðinni er
n ú mest þörf á er æðruleysi og
einbeittur vilji til þess að sigr-
ast á hættum og erfiðleiðum ó-
friðarins. Þó að við getum vænt-
anlega fengið að lifa hér og
starfa í friði, getum við ekld
búist við að liafa nægilegt að
BJÖRN ÓLAFSSON.
híta og brenna án þess að leggja
nokkuð í hættu. Menn ættu
ekki að rugla dómgreind sína
með því að telja sér trú um, að
þessi styrjöld færi þeim gull
og græna slcóga. Hún gerir það
ekki. Þeir sem byggja ráðstaf-
anir sinar á heilbrigðum versl-
unarhagnaði munu komast
minst sviðnir úr eldinum. Af-
koma landsins hyggist á því
verði, sem fæst fyrir afurðirn-
ar. Haldist það í hendur við
verð þeirra nauðsynja, sem við
verðum að kaupa erlendis, ætti
að vera hægt að verjast áföll-
um. Fyrsta skilyrði til að bjarg-
ast þann erfiða tíma, sem er
framundan, er það að taka með
rósemi, karlmensku og vitur-
legri athugun hverju se'ni að
höndum ber. Það er engin á-
stæða til að láta hugfallast. En
undir landsmönnum sjálfum er
að miklu leyti komin gifta og
hamingja þjóðarinnar á því ári
sem nú er að hefjast. Þetta ár
getur orðið prófsteinninn á
manndóm okkar og eg hefi
enga betri árnaðaróslc en þá,
að hann megi standast raunina.
Þá getur þjóðin vænst árs ög
friðar þótt síðar verði.
Gamla Bíó:
Barónsfrú í tvo daga.
Aðalhlutv.: Claudette Colbert og Don Ameche.
Það er Paramjount-félagið,
sem hefir gera látið kvikmynd-
ina, sem Gamla Bíó byrjar nýja
árið með þvi að gefa mönnum
kost á að sjá. Aðalhlutverkin
eru leikin af tveimur góðkunn-
um leikurum, Claudette Col-
bert og Don Ameclie, en það
eru fleiri ágaétisleikarar, sem
hafa með höndum hlutverk í
myndinni og þarf ekki annað
en nefna John Barrymore,
Mary Astor og Francis Lederer.
í þessari kvikmynd leikur
Claudette Colbert fyndna,
slynga og ómótstæðilega amer-
íslca dansmær, sem kemur til
Parísar og með kænskubragði
verður þátttakandi í samkvæm-
islifi „fína fólksins“, og er orð-
in „harónessa“ áður en hún
veit af og upplifir, sem vænta
mátti, margt skemtilegt. — Don
Ameche leikur bílstjóra (og
ungverskan aðalsmann, sem
hefir mist aleiguna), sem tek-
ur Claudette undir verndar-
væng sinn sama kvöldið, sem
hún kemur lil Parísarborgar í
þriðja flokks járnbrautarvagni
frá Monte Carlo — samkvæm-
isklædd en „blönk“. — John
Barrymore leikur sérvitran og
gamansaman miljónaeiganda,
Mary Aslor léttúðuga auð-
mannskonu o. s. frv. —
Þetta er alment talin besta
mynd Claudette Colbert — og
hver efast þá um, að myndin
sé afburða skemtileg. Hér rek-
ur hver viðhurðurinn annan og
hver öðrum skemtilegri og
getur vart hetri mynd til þess
að koma mönnum í það rétta
skap til þess að byrja nýja árið
með.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Verslunin Aldan,
Öldugötu 41.
GLEÐILEGS OG
FARSÆLS NÝÁRS
óskum við viðskiftavin-
um fjær og nær.
Steinunn og Margrét.
Hótel Skjaldbreið.
Gleðilegt nýár!
Þökk fyrir viðskiflin á liðna árinu.
HÖTEL BORG.
Gleðileot nýái.
/
<k<S
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
SsiL
e>á>
IWVMWII
r>
(>
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Dvergur.
i»OÍÍ«ÍSÍÍÖÖÍÍÍSOK»ÖÍSÍ>ÍÍGÍSÖG;>»ÍÍW
MÁL OG MENNING
óskar öllum félagsmönn-
um sínum
GLEÐILEGS NÝÁRS.
fksi
síiööiiöiiiiisöisiiöttiiíiíiiiísöeisiittöw
GLEÐILÉGT NÝÁR! §
£?
Þökk fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
TIRlRflNDI
iööiiíiöööíiíiöísisööööisiiööíiisöii!
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Verslunin Gullfoss.
Sixiöötsöööötstiöísötsööööötsöööii)
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Verksmiðjan Venus.
SÍSÖÍSÖÍSÖÍSÍSÖÖÖÍSÍSÖÍSÍÍÍSÖÖÖÖÍSÍSÖÍ
GLEÐILEGT NYÁR!
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Sjóvátnjqqi
aqlslands1
GLEÐILEGT NÝÁR!
DOKK FYRIR GAMLA ARIÐ.
Raf tæk j aeinkasala
ríkisins.
8
0
0
8
8
0
8
8
m a
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Olíuverslun íslands.
8
0
8
8
8
8
Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Cráee /.
en.
G
LEÐILEGT
N
ÝÁR
Dökk fyrir samstarfið á liðna árlnu.
(Q^kaupfélaqié