Vísir - 30.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján GitðSaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. h;sð). Ritstjóri ] BSaðamenn Sími: Augiýsingar , - 1660 Gjaidkerá 5 iínur Afgreiðsía j 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 30. apríl 1940. 99. tbl. Hætta ítalir með Þjóðverjum? Hættuleg aðstaða ítala ef þeir fara í styrjöld með Þjóðverjum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það var tilkynt í London í gær, að þeir Halifax lá- varður, utanríkismálaráðherra Bretlands, og Bastianini, sendiherra Italíu í London, hefði byrjað umræður um helgina, varðandi viðskiftamál. Það, sem um er að ræða, að sinni, er fyrst og fremst að komast að raun um, hvort það mundi bera árangur, að hefja á ný viðræður um verslun og viðskifti, og önnur skyíd mál, og taka þar við, sem-frá var horfið eigi alls fyrir löngu. Hef jist viðræðurnar á ný, er svo ráð fyrir gert, að Bretar sendi viðskiftanefnd til Rómaborgar. Fregnir um þetta vekja allmikla athygli, ekki síst vegna þess, að Italir virðast nú, að margra áliti, vera í þann veginn að taka ákvörðun um að fara í styrjöldina, og þá með Þjóðverjum, og ummæli þýskra og sumra ítalskra leiðtoga hafa óneitanlega hnigið í þá átt. Af öðrum er þó á það bent, að afstaða Italíu sé enn óviss, og að Itölum sé mestur hagur að því, að forðast þátt- töku í styrjöldinni. Þeir, sem þessum skoðunum fylgja, segja, að þrátt fyrir það, að ítalir hafi öflugan loftflota og herskipaflota, verði að ganga út frá því, að Bretar, Frakkar og Tyrkir, hafi svo sterka aðstöðu sameiginlega á Míðjarðarhafi, að þeir geti króað Itali þar inni. ítalir hafi ekki bolmagn til þess að taka Suezskurðinn, en ólíklegt, að þeir hætti sér út í styrjöld gegn bandamönnum, nema þeir teldi sig færa um það, en geti þeir það ekki myndi her Bandamanna og Egipta fljótlega takast að ná undir sig öllum Afríkunýlendum ítala, sem þeir hafa lagt f jölda mannslífa og mikið fé til þess að eignast. Að trú ítala á sigur Þjóðverja sé svo sterk, að þeir telji sig geta unnið það upp í Evrópu, sem þeir misti í Afríku, er álitið vafamál. Loks er því haldið fram, að ítalska þjóðin sé síður en svo fús til þess að fara í styrjöld við Bandamenn. Hinsvegar er augljóst, að Þjöðverjar vilja fá ítali algerlega á sveif með sér hið fyrsta, og Bandamenn vilja að sjálfsögðu stuðla að því sem þeir geta, að Italir verði hlutlausir. Leggja þeir kapp á, að sannfæra ítali um það, að þeir eigi að fylgja lýðræðis- þjóðunum að málum, en vinna gegn þeim, sem kúga smáþjóðr irnar og óvirða alþjóðalög og reglur. Síðustu tilraunir Bandamanna í þessa átt eru þær, sem að framan getur, að Bretar bjóða nú ítölum raunverulega að hef ja samkomulagsumleitanir um viðskifti, og Italir geta nú vafalaust komist að góðum kjörum — og —, að byrjað er að útvarpa á ít- olsku frá Ástralíu, og hóf Mr. Menzies, forsætisráðherra, útvarp- ið í gærkveldi, og hvatti Itali eindregið til samstarfs við lýðræðis- þjóðirnar. Þá er þess skamt að minnast, að Paul Reynaud, franski for- sætisráðherrann, lýsti yfir því fyrir skömmu, að, Frakkar hefði áhuga fyrir að ná samkomulagi við Itali um Miðjarðarhafsmálin. Það má því segja, að Bandamenn, Bretar og Frakkar rétti It- ölum hendina, en — það er enn vafamál, hvort þeir taka í hana, eða snúast gegn þeim og fara í stríð með Þjóðverjum. Að svó stöddu verður ekki sagt um, hvað, ofan á verður hjá ítölum um það er lýkur. Bandamenn setja lið á land á tveim nýjum stöðum. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Þjóðverjar gerðu fjórar loft- árásir á Namsos í N.-Þrænda- lögum í gær og beindu sprengj- unum aðallega á höfnina, þar sem verið er í sífellu að skipa á land hergögnum og liði Bandamanna. Manntjón varð lítið, ellefu franskir hermenn biðu bana en 27 særðust. Loftvarnir bæjarins eflast óð- um og voru flugvélarnar neydd- ar til þess að fljúga i mikill hæð lil þess að forðast skothríðina. Frá Steinkjer-vígstöðvunum berast þær fréttir, að flugvélar Þjóðverja hafi síg þar mjög i frammi. Fljúga þær lágt yfir þorpin þar í kring og varpa nið- ur sprengikúlum og skjóta úr vélhyssum. Herstjórn Bandamanna gaf út tilkynningu í morgun svo- hljóðandi: Slegið hefir i bar- daga milli hersveita vorra og Þjóðverja. — Fjandmennirnir voru hraktir á flótta og féllu margir af þeim, en nokkrir voru teknir til fanga. I Stokkhólmi er opinberlega tilkynt, að Bandamenn haf i sett lið á land á tveim stöðum enn í Mið-Noregi. Er það við Norður- fjörð, nyrst í Sygnafylki, 100 km. í suðvestur af Andalsnesi og við Sundalsf jörð á Mæri, 50 km. í norðaustur af Andalsnesi. Norðurf jörður er skamt fyrir sunnan Stadlandet, þar sem Bandamenn lögðu tundurdufl- unum forðum. Liðinu, sém sett var á land á Sundalseyri við Sundalsfjörð á að fara til liðs Dagskrá fyrir hátíðahöld stjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík 1. maí 1940 1. Útifundur hjá Varðarhús- inu, hefst kl. 1,15 með því að Lúðrasveitin Svanur leikur. — Ræður flytja af svölum Varðar- hússins: Kristinn Árnason, bif- reiðastjóri, varaformaður Óð- ins, setur fundinn, Ólafur Thors atvinnumálaráðherra, Jakob Möller fjármálaráðherra, Sig- urður Halldórsson verkamaður, varaform. Dagsbrúnar, Guðrún Guðlaugsódttir frú, Bjarni Benediktsson háskólakennari, Jóhann Hafstein lögfræðingur, Gunnar Thoroddsen bæjarfull- trúi. 2. Skemtun í Gamla bíó kl. 3. — Skemtiskrá: 1. Lúðrasveitin Svanur leikur. 2. Ræða: Sveinn Sveinsson iðnaðarmaður. 3. Tví- söngur: Ágúst Bjarnason og Ja- kob Hagstein. 4. Ræða: Magnús Jónsson alþm. 5. Upplestur: Frú Marta Indriðadóttir. 6. Ræða: Frú Soffía Ólafsdóttir. 7. Alfred Andrésson leikari syngur gam- anvísur. — Aðgöngumiðar á 1 kr. seldir i Gamla Bió-kl. 11—12 fyrir hádegi og við innganginn. 3. Barnaskemtun í Nýja Bíó kl. 3. — Skemtiskrá: 1. Barna- kórinn Sólskinsdeildin, undir stjóm Guðjóns Bjarnasonar kennara. 2. Barnasögur: Séra Friðrik Hallgrímsson. 3. Syst- urnar Mjöll og Drífa skemta. 4. Barnasögur: Ungfrú María Maack. 5. Barnakvikmynd. — Aðgöngumiðar á 50 aura seldir kl. 11—12 fyrir hádegi og við innganginn. 4. Kvöldskemtun að Hótel Borg. Hefst kl. 9 síðdegis. — Skemtiskrá: Nokkrar ræður. 2. Lúðrasveitin Svanur leikur. 3. Ágúst Bjarnason og Jaköb Haf- stein syngja. 4. Blástakkatríóið. 5. Brynjólfur Jóhannesson og Lárus Ingólf sson skemta. 6. Dans. — Aðgöngumiðar á kr. 2.50 seldir i Varðarhúsinu frá kl. 10 f. h. Merki Málfundafélagsins Óð- ins verða seld á götunum og kosta 50 aura. Barnamerki 25 aura. — Tímaritið Þjóðin, helg- að 1. maí, kemur út og kostar í lausasölu 75 aura. Slys á Guíunesi, Kl. laust fyrir 12 var hringt frá Gufunesi og beðið um að- stoð, vegna þess að maður hefði dottið í sjóinn. — Sendi lög- reglan menn inn eftir og hafði hún meðferðis útbúnað til þess að slæða. — Einhverjar tilraun- ir munu hafa verið gerðar inn- frá til þess að bjarga mannin- um, en þær báru ekki árangur. við sveitir Bandamanna í Hjer- kinn og Ullsberg, sem eru á járnbrautarlínunni frá Dombás norður til Þrándheims, en til þeirra staða eru Þjóðverjar nú komnir eftir bilvegum úr Aust- urdal. Flugmálaráðuneytið í London gaf í morgun út tilkynningu um að breskar flugvélar hefði i nótt gert ánás á Torne-bu-flugvöll- inn við Oslo. Eyðilögðu Bretar flugvélar fyrir Þjóðverjum. tarfsfóSk FéS&gsprentsmsöjunnar h.f. í efstu röð frá vinstri: Sigurður Þ. Guðmundsson, Árni Guðiaugsson, Arngrímur Ólafsson, Sig. Guðmunds- son, Valur Jóhannsson, Karl Jónasson, Jón Thorlacius, Sig. Sigurðsson, Vilhjálmur Sigurjónsson, Gunnar Gissurarson, Ólafur Sveinsson. — 1 annari röð: Jóhannes Jóhannesson, Vilhelm Stefánsson, Garðar Sig- urðsson, Magnús Ó. Magnússon, Sigurður S. Ólafsson, Hrólfur Benediktsson, Þorvaldur Þorkelsson, Guðm. K. Eiriksson, Guðjón Gíslason, Gestur Pálsson, Þorvaldur Kolbeins. — í þriðju röð: Guðbjörg Guðmunds- dóltir, Guðrún Karlsdóltir, Gyða Kjartansdóttir, Sigurbergur Árnason, Hafliði Helgason, Sigriður Péturs- dóttir, Agnes Steinadóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Gunnhildur Árnadóttir. — í fjórðu röð: Þorvaldur Guð- mundsson, Ingólfur Steinsson, Sigurður Gunnarsson og Ólafur Hallbjörnsson. — Á myndina vanta: Axel Ström og Súsönnu Asgeirsdóttur. (Sjá bls. 4—5). Sigurður Halldórsson, formaður Oðins: Ópólitísk hagsmnnasam^ fök eimnci verKa Baráttan fyrir einingu verkalýðsins hefir þessa síðustu daga beðið alvarlegt skipbrot. Margra ára vonir íslenskrar alþýðu um ópólitísk hátíðahöld 1. maí, hafa enn einu sinni orðið að þoka fyrir flokkspólitískum einstrengingshætti hinna hálaunuðu eig- inhagsmunamanna innan verkalýðssamtakanna. Mistökin á að skapa full- komna einingu á þessum al- menna hátíðisdegi alþýðunnar, hafa orsakað sár vonbrigði hjá öllum þeim verkamönnum, sem setja hagsmuni stéttarinnar ofar flokkspólitiskum áróðri og sér- réttindum. En þeir verkamenn, sem þannig hugsa, munu ekki leggja árar í bát, þó að á móli kunni að blása í bili. Þeir munu þvert á móti stælast við hverja mótbáruna sem ris, uns þeir að lokum hafa náð hinu setta marki, en það er ópólitísk hags- munasamtök íslenskrar alþýðu. Einingin 1. maí gat táknað grunnmúrinn að þeirri uppbygg- ingu verkalýðssamtakanna. Verkamenn verða því að gera sér það vel ljóst hverjar voru helstu hindranir þess, að eining gæti náðst að þessu sinni meðal allra verkalýðs- og iðnfélaga bæjarins, um hin sameiginlegu hagsmunamál allrar alþýðu. En til þess að blekkja hvorki sjálfan sig né aðra, er rétt að slá því hér föstu, að möguleikarnir á slíkri einingu hafa fram að síðustu tímum verið mjög litlir eða tak- markaðir. Það er staðreynd, sem ekki þarf langrar skýringar við. Það eru til tveir stjórnmála- flokkar hér á landi, sem lárum saman hafa barist um yfirráðin í verklýðssamtökunum, á kostn- að einingar verkamanna í hags- munamálunum. Forvígismenn þeirra flokka hafa sett sinn valdagíruga smásálarskap öllu öðru ofar. Þeir hafa margtvístr- að samtökum islenskrar alþýðu í pólitísku hefndarskyrii hvorir við aðra, og klofið annaðhvert verkalýðsfélag í landinu, eftir því hvort þeir hafa verið þar í meirihluta eða ekki. Þessir tveir flokkar, Alþýðuflokkurinn og kommúnistar, bera þvi einir alla ábyrgð á þeirri sUndrung og eyðileggingu, sem enn í dag hamlar íslenskum verkamönn- um að standa hlið við hhð í hagsmunabaráttunni. En þegar þessa er gætt, er það ekki nema eðlilegt, þó að erfið- lega gangi með að endurskapa þá einingu, sem átti sér stað inn- an verkalýðssamtakanna, áður en þessir pólitísku æfintýra- menn tóku að gera þar usla. Og þó verður það ef til vill enn skilj- anlegra, þegar það er tekið með í reikninginn, að þessir fornu samherjar hafa á undanförnum árum reynt að læðast hvor aftan að hinum með alskonar svikum og prettum. Það þarf sterk átök og mikla þrautseigju til þess, að sá fræi einingar i slíkan jarðveg, svo að gagni megi koma. Þetta eru i raun og sannleika höfuðorsakirnar fyrir því, að - & 'í ••«! SIGURÐUB HALLDÓRSSON, ekki tókst að sameina alia verka- ínenn hér í Reykjavík, i eina ó- pólitíska fylkingu 1. mai. Alt annað er því aðeins aukaatriði, en sem vert er þó að athuga og draga ályktanir af. Sá grundvöllur sem lagður var af l.-maí-nefnd Dagsbrúnar fyrir hinum sameiginlegu há- tíðahöldum, var mjög traustur og eftirbreytnisverður, ef sams- konar skilyrði hefðu verið fyrir hendi hjá öðrum verkalýðs- og iðju-félögum bæjarins. Það gat orðið þjóðleg eining, sem aldrei hefir átt sinn lika hér á landi áður. En hugmyndin var jafn- vel of vegleg til að geta átt sam- leið með veruleikanUm. Og eg skal ekki neita því að okkur sjálfstæðismönnunum, sem átt- um sæti i nefndinni, þótti and- stæðingar okkar frá upphafi iskyggilega eftirlátir á kröfur Frh. a 5. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.