Vísir - 23.12.1941, Síða 1

Vísir - 23.12.1941, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). v-» 31. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 23. desember 1941. Ritstjórl 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar j 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla S línur 282. tbl. Mikilvægfasta ráðntefnan I styrjöldinni Churchill, Beaverbrook og helztu herstj órnarleið- togar Bretlands komnir vestur um haf til þess að ræða við Roosevelt.! Bússar, Hollendingar og Kínverjar taka þátt í viðræðum 1 Wasliington. Að undanförnu hafa við og við borizt fregnir um viðræður Roosevelts forseta við sendiherra bandamannaríkja og hefir verið tilkynnt, að viðræðnrnar færi fram til þess að samræma hemaðar- iega yfirstjórn og hemaðarsamtök bandamanna yfir- leitt. Seinast í gær bárust fregnir um, að f orsetinn hef ði rætt við fulltrúa Sovét-Rússlands, Kína og Hollands í þessn sama skyni, og var boðað, að víðtækari viðræður myndi brátt fram fara. Þess var ekki langt að bíða, að frekari fregnir bærist í þessa átt, þar sem tilkynnt var seint í gærkveldi í London, að Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, væri kominn til Bandaríkjanna til þess að ræða við forsetann öll mál, sem varða styrjöldina og ráðstafanir hennar vegna. Tekið var íram, að Beaverbrook lávarður væri í fylgd með forsætis- ráðherra og liópur sérfræðinga. í ferð með Churchill eru sumir æðstu menu hers, flugliers og flota. Meðal þessara manna eru sumir, sém voin með Churc- liill, er hann og Roosevelt hittust á Atlantshafi í sumar, er leið. Meðatí sérfræðinganna eru taldir þessir: Sir Dudley Pound, yfirflotafor- íngi Breta, Sir Charles Portal, yfirmaður brezka flughersins, og Sir John Dill marskálkur sem þar til fyrir skömmu var yfir- maður brezka alríkisráðsins. Þá er í ferðinni Averill Harriman, láns- og leigulaga erindreki Roosevelts i London. ChurchiII er gestur Roosevelts forseta meðan hann dvelst vestra. Roosevelt forseti hefir komizt svo að orði í sambandi við komu Churchills og sérfræð- jnganna brezku og amerísku. sem þátt taka i ráðstefnunni, að markmiðið sé að sigra Hitler- ismann hvarvetna í heiminum. Ekki liefir enn verið tilkynnt hversu Churchill og þeir, sem með honum fóru vestur um haf, fóru þangað. Tilkynningin um ferð Churchills kom mönnum almennt mjög á óvart, þótt það hafi vakið nokkura atliygli, að Churchill hefir verið fjarverandi á þingi og Attlee verið fyrir svör- um á seinustu fundum, áður þingi var frestað vegna jólalilés- inS. Rússum veitir enn betur. Tveir pússneskip hepip hafa samein- ast á norðupvígsíöðvunum. Rússum veitir enn betur en Þjóðverjum á austurvígstöðvun- um. Fregnir í gærkveldi herma, að tveir rússneskir herir hafi sameinast á norðvestur vígstöðvunum og reki nú flótta Þjóð- verja sameiginlega. — Við Mallo Yaraoslavetz, norðvestur af Moskvu hefir Rússum tekizt að reka fleyga, 4—7 kílómetra á lengd, inn í víglínu Þjóðverja og hefir það mjög veikt aðstöðu ‘Þjóðverja. Rússar hafa nú alla járnbraut- ina milli Volkhov og Tikhvin á isínu valdi, og það er á þessum slóðum, sem rússneslcu herirnir l.afa sameinazt. Rússar hafa alls sött fram 90—110 km. á þess- um slóðum. í gærkveldi voru endurteknar i Rússlandi fregn- írnar um, að dagana 15.—20. ■des. hefðu Rússar tekið 2000 skriðdreka, 12.000 riffla, 1500 fallbyssur og 1700 vélbyssur,, en um 117.000 Þjóðverjar hefðu fallið, og særst þessa dagana. Á Donsvæðinu sækja Rússar enn fram. Pravda Ieggur mikla áherzlu á, að framleiðslan í her- gagnaverksmiðjunum, sem fluttar voru austur á bóginn, vaxi dag frá degi, og það geri einnig varalið Rússa. í London hafa verið birtar fi'egnir um, að á fundi Ilitlers og herforingja hans hafi þeir tvívegis reynt að hafa Hitler of- an af þeirri ráðagerð, að heyja vetrarstyrjöld í Rússlandi. Her- foringjarnir víldu aldrei fara •lengra en til Smolensk í haust og hálda styrjöldinni svo áfram næsta vor, en Hitler sagði, að það væri virði milljónar hers að hafa Moskva, og braut alla mót- spyrnu á bak aftur. Sagt er, að Hitler hafi orðið æfur, er undanhaldið frá Ros- tow var fyi'irskipað án hans vit- undar. Þá er fullyrt, að von Rundtstedt og von Bock hafi verið vikið frá, vald von Keit- els hafi verið takmarkað og von sé á fleiri breytingum. Þegar Brauchitsch hershöfðingi skilaði af sér var þess aðeins getið í fregnum með eindálka fyrir- sögnum i þýzku blöðunum og ^Tirhershöfðinginn aðeins kall- aður „herra von Brauchitsch“. f seinustu fregnum frá Rúss- landi segir, að Rússar sæki fram á norðvesturvígstöðvun- um, við Kalinin, fyrir vestan Moskvu, á Donsvæðinu og suð- ur vígstöðvunum. Við Mallo Yaroslavetz er nú um reglulega sókn að ræða og til Orel sækja rússneskir herir úr tveimur átt- um, hersveitir Timochenko að sunnanverðu frá. í Moskvu er gefið i skyn, að Schliisselburg, „lykillinn að Len- ingrad“, muni falla þá og þegar. Fregnir frá Berlínarborg herma, að von Bock hershöfð- ingi hafi fengið livild frá störf- um, hann sé veikari en svo, að hann geti haldið áfram að sinna herstjórn. SjáLfboðaliðarnir frá Frákk- landi hafa verið kallaðir heim, þar sem þeir eru hvíldar þurfi, eins og það er orðað í tilkynn- ingu Vichystjórnarinnar. Bandamenn hafa tekið Kýrenu og Apolloniu. Fregnir i gærkveldi hermdu, að bandamenn hefðu tekið Kýrenu (Cyrene), hina fornu höfuðborg Cyrenaicu í Libyu. Ennfremur Appoloniu, sem er hafnarborg. Bandamenn nálg- uðust Bengliazi, er síðast fréttist í gær, og hafði komið til átaka við fótgöngulið ítala um 40 km. fyrir austan Benghazi. Bretar segja, að Þjóðverjar séu i farar- broddi á flóttanum og hafi véla- hersveitir þeirra farið beint til strandar fyrir sunnan Benghazi og noti aðalsamgönguleiðina og í rauninni þá einu, meðfram sjónum, en ítölum var sagt að tefja fyrir handamönnum í hæð- unum við Benghazi. 50 11. ai áfengi finnast i Litln bilstöflinni. 3 menn teknir fastir. í gærkveldi gerði lögreglan húsrannsókn hjá Litlu bílastöðinni við Lækjartorg og fann þar drjúgar birgðir af áfengi, sterkum vínum og léttum og bjór. Voru þrír menn teknir fastir og er nú verið að rannsaka mál þeirra. innar. Aðallega var þó um gin og whisky að ræða, en auk þess Málavextir eru svo sem hér skal greina, samkvæmt upplýs- ingum, sem Vísir fékk i morg- un hjá slcrifstofu sakadómara. í fyrrakveld var maður einn liér i bænum handtekinn fyrir ölvun á almannafæri. Hafði liann flösku af áfengi í fórum sínum og lcvaðst liann liafa fengið hana hjá bifreiðarstjóra einum. Fór verzlunin fram rétt hjá Litlu bilstöðinni og gaf maðurinn í skyn, að flaskan liefði verið frá þeirri bílstöð, enda þótt liann segði það ekki blátt áfram. Sakadómari kvað síðan upp úrskurð um liúsrannsóknina í gær og fór hún fram þá um lcveldið, efth’ mat. Við rannsóknina fundust um 50 flöskur af ýmsum tegundum áfengis í húsakynnum stöðvar- var þar talsvert af erlendum hjór og léttum vinum. Þrír menn voru teknir fastir við liúsrannsóknina og eru þeir í gæzluvarðhaldi. Óvisl er hvort þeir eru eigendur allra birgðanna eða hvort fleiri eiga þær með þeim. Að minnsta kosti eitthvað áf þessum vinbirgðum eru fengnar hjá Bretum, því að flöskur eru þarna, sem merktar eru N.A.A. F.I. (Navy, Army and Air Force Institutes). Er þvi ekki bein- línis um smygl að ræða á þeim flöskum að miimsta kosti. Rannsókn málsins er enn að- eins á byrjunartigi, en gera má ráð fyrir, að það verði allvið- tækt, áður en öll kurl eru kom- • in til grafar. Japönskum. skipum sökkt við Luzon. Blöðin í Manilla skýra frá því, að 3 japönskum herflutninga- skipum að minnsta kosti hafi verið sökkt í Lingayen Bay á vesturströndinni, en í opinber- um fregnum hefir ekki verið á jjetta minnst enn. Miklir hardag- ar standa yfir við Agua þar við víkina. I fregnum frá Washing- ton er nú talið, að Japanir hafi alls upp undir 100.000 manna lið á um 80 skipum, sem komu til sti’anda Luzoneyju, varin her- skipum og flugvélum. Enn eru engar áreiðanlegar fregnir um, hve miklu liði Jap- anir hafi komið á land, en þeir liafa komið allsterku liði á land og einnig skriðdrekum. í gær lenti í skriðdrekaorustu milli Japana annarsvegar og Banda- ríkjamanna og Filipseyinga hinsvegai', og veitti hinum síð- arnefndu betur. Skotið hefh* verið úr fallbyssum á tundur- spilla og herflutningaskip Jap- ana og neyddust þau til að hörfa frá ströndinni. — Hér er talið að sé um að ræða mestu tilraun, er sögur fara af, til þess að setja lið á land, búið nýtizku hergögn- um, skriðdrekum og öllu, sem nútímaher þarfnast. Tveir flugmenn, annar Filips- eyjabúi, hinn ameriskur, hafa skotið niður 8 japanskar flug- vélar. — Tveir hópar japanskra flugvéla nálguðust Manilla í morgun, en var stökkt ú brottt. Loftvarnamerki voru gefin, en eftir hálfa klukkustund var liættan íalin liðin hjá. Enn er barist á Mindanao- eyju. * Síra Arni Sigurðsson: Hdtíð Fr iðarh öfðingjans. FMSAR SÖGUR, fornar og nýjar, segja oss frá fgrir- heitum og spádómum, sem heyrðust við uöggu mikil- menna og leiðtoga mannkynsins. Jólahelgin minnir oss á þau fyrirheit og spádóma, sem heyrðust i nánd við vöggu Jesú Krists. Eitt þeirra er fyrir- heitið um frið á j ö r ð u, sem vér heyrum i lofsöng englanna. Og kristnir menn hafa verið þeirrar skoðunar, að spádómur um Krist sé fólginn i orðum Jesaja spámanns um fKum, sem nefnast skal: „Undraráðgjafi, guðhetja, ei- lifðarfaðir, friðarliöfðing i.“ Jólin eiga unað sinn og töframagn mörgu að þakka. Þau eru sólhverfahátíð. Þau eru glæst mörgum Ijáfum minn- ingum og einkennilegum, þjóðlegum og hetgum venjum, siðum og trú. Þau eiga sér langa sögu hjá þjóðum norð- ursins, sögu, sem einnig verpur yfir þau draumaljósi sinu. Og skáldleg andagift og innbtástur hefir lagt sitt til hátiðar- helgi þeirra. Allt þetta, sem hér var talið, finnum vér aftur á hverju ári i því, sem þá er talað og ritað um jólin. En það, sem i augum kristinna manna gefur jólunum sitt hæsta gildi og helgi er það, að þau eru hátíð frið- ar h ö f ð i n gj a n s, eiga að boða „frið á jörðu með þeim mönnum, sem Guð hefir velþóknun á“, frið milli þjóða, frið milli manna, frið i hjarta, frið og alheimsbræðralag. f Þ ESSl hugsjón Krists, friður á jörðu, er jafn dijrmsði mannkyninu fyrir því, þótt það kunni ekki að skilja hana eða meta, og því síður gjöra hana að veruleika í llfi sinu. Og kyndli þessarar lieilögu hugsjónar bregða nú jól- in á loft í náttmyrkri stríðsvitfirringarinnar. Þótt þjóðir og kirkjur hafi illa vakað yfir þessari heilögu hugsjón friðar- höfðingjans, lifir hún samt enn og mun lifa af þetta stríð og allar styrjaldir. „unz kærleikur grundvallar guðsríki á jörð, og grædd' ern og bætt fyrir alþjóða-mein." Þeir eru margir og þykjast miklir, sem ve<ja og meta friðarhugsjón Krists og finna hana léttvæga. Og þess skai sízt dyljast, að þar eiga hlut að máli allir þeir, sem brugð- izt hafa í orði og verki þeirri skýlausu kenningu um frelsi og mannúð, sem Kristur boðaði, þeir „sem fluttu milda friðarríkið hans á fölva stjörnu að allra skýja baki,“ eins og eitt skálda vorra (Þ.E.) segir í kvæði sínu um jólin Meðan blindað vit og blekktur vilji ófriðarseggja og hern- aðarsinna ræður lögum og lofum í mannheimi, getum vér ekld vænst þess, að jólin geti verið öllum mannkyni hátíð friðarhöfðingjans. En „öll él birtir upp um siðir“. Sannlega kemur sú stund, er styrjaldarofsanum léttir og menn vilja aftur Idusta á friðarmál. /T N þrátt fyrir, það, þótt Surtarlogi brenni nú um alla jörð, og flestallar þjóðir séu orðnar hluthafar i hinu mikla og hræðilega áhættufyrirtæki, ættum vér íslending- ar þó að geta haldið hátið friðarhöfðingjans. Vér höfum opinberlega, frammi fyrir öllum þjóðum, lýst yfir fylgi voru við hugsjón heimsfriðarins, og er það öðrum þjóð um gott til eftirbreytni. — Og þótt hinar stóru þjóðir haf brugðið á það ráð, að virða þennan yfirlýsta vilja þjóðar vorrar vettugi, vegna legu lands vors, ætti það á engan hát að breyta afstöðu vorri til hinnar heilögu hugsjónar Krists um frið á jörðu. Sálir vorar ættu ekki að komast í styrj aldarástand fyrir því. Vér ættum að geta beðið úrslita hildar leiksins mikla með rósemi og jafnaðargeði, og reyna að lifa þaimig og breyta, að það megi verða til fyrirmyndar op leiðbeiningar öðrum þjóðum, þegar að þvi kemur, að þæ taka að gefa meiri gaum friðsamlegu menningarstarfi en nú er gert um sinn. Vér ættum að geta haldið jól með />a ósk og, bæn í huga, að friðarhugsjón Krísts megi lýsa sem logaskær viti yfir löndin sem fyrst, svo að næstu eða næst næstu jól megi verða öllu mannkyni hátið friðarhöfðingjans JJOMI svo jólin blessuð til jarðar vorrar, sem nú er flak andi í sárum, og löðrandi af blóði, tárum og sveit miljónanna, sem þjást og líða. Megi þáu vera sem flestum hátið friðarhöfðingjans í þeim skilningi, að þau færí sorg- bitnum, þreyttum og kvíðnum sálum huggun og hjartafrið og innræti ungum, spyrjandi sálum framtíðarkynslóðarinn ar ástina á hæstu hugsjón Krists: FRIÐI Á JÖRÐU.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.