Vísir - 23.12.1941, Blaðsíða 7
VlSIR
Jólakveld á bernskustöðvum höfundarins.
að mamnia min hafði líka
saumað þau.
„En eg vildi bara, að eg vissi,
hvað eg fæ fleira,“ sagði hann.
„Eg var búinn að biðja hann
pabba að gefa mér stól, eins og
þú átt, og sleða, en eg hefi ekk-
ert séð.“
Ekki slcal nú lýst borðhaldinu
hér. Þó skal þess getið, að alltaf
var birtan og dýrðin að aukast,
allt þetta kvöld, og þegar eg sá
Ijósadýrðina í borðstofunni og
hið skrautlega l)úna borð, hélt
eg fyrir vist, að þarna væri há-
mark allrar dýrðar, —- og þó
var það ekki. Eg man, að eg var
alltaf að hugsa um jólatréð,
meðan á máltíðinni stóð. Jóla-
tré hafði eg aldrei séð, og ekki
er hægt að lýsa þeirri hrifningu,
sem altók mig, þegar opnaðar
voru hinar breiðu dyr inn i
„kontórinn“, að lokinni máltið-
inni.
Faktorinn liafði staðið fyrst-
ur upp frá borðum, svo að lítið
bar á og laumast inn í skrif-
stofuna, en við börnin þyrpt-
umst síðan að dyrunum og bið-
um með eftirvæntingu. Stóðum
við Theóbald fremstir og héld-
umst í hendur.
Allt í einu var dyrunum
lirundið upp.
Hvílik dýrð!
Ótelandi logandi kerti á greni-
tré, sem náði upp undir doft,
allskonar skraut, sem glampaði
og glilraði á, en greinamar
hlaðnar eplum og glóaldinum
og ofurlitlum körfum iu' mislit-
um pappír.
Það var steinhljóð i stofunni
stundarkorn. Þetta var i þá daga
óvenjuleg sjón á okkar landi.
Og þá mun hvergi hafa verið til
jólatré í kaupstaðnum okkar,
nema á þessu heimili.
Eg hafði ekki augun af ljós-
unum og glysinu á trénu. En
nú hnipti Tlieóbald í mig og
benti mér neðar. Á gólfið um-
hverfis tréð var raðað feyknun-
um öllum af bögglum, misjafn-
lega stórum og allavega í laginu.
En innan um þessa böggla sá
eg tvo hluti, sem ekki voru í um-
búðum, og mér varð starsýnt á.
— Theóbald mun hafa séð þá
samtímis, þvi að liann fór allt
í einu að kreLsta á mér hendina
og tvístíga á gólfinu: „Sjáðu
þarna er slóllinn, og sleðinn
líka!“ Þetta var rétt, þarna var
stóll alveg eins og minn stóll
og sleði lika. Og elvki spillti það,
að pabbi minn hafði smíðað
hvorttveggja.
En nú var þögnin rofin. Ein-
hversstaðar álengdar heyrðist í
ldukkum, — eg lirökk i kuð-
ung. „Hvað er þetta?“ spurði
eg. „Það er hún Stina og pianó-
ið,“ svaraði Theóbald rogginn.
Og rétt á eftir byrjuðu þrjú
elstu börnin að syngja „Heims
um ból“ með þessum einkenni-
legu liringingum, sem eg skildi
ekki hvernig gerðust. Og hvern-
'ig átti eg að vita það. Þetta var
i fyrsta sinni á ævinni, sem eg
hejTði i slagliörpu. Eg var orð-
inn hálf ruglaður, það vár svo
óvenjulega margt, sem gerzt
haf^^ á stuttri stund þetta kvöld
og o mikil gleðin, sem á mig
hafði lilaðizt. En nú kom yfir
mig einkennileg ró og friður.
Eg vissi ekkert, hvað var að
gerast, skildi .ekki orðin, sem
sungin voru. En „klukkna“-
hljómarnir í slaghörpunni,
barnaraddirnar og þessi mikla
birta og dýrð í kring um mig,
— það var allt ein lieild, hámark
gleðilegra jóla — það var eins
og að eg væri kominn þangað,
sem jólasagan gerðist, eg sá alla
dýrðina og heyrði fagnaðarsöng*
englanna: „Dýrð sé Guði i upp-
hæðum friður á jörðu og vel-
þóknun yfir mönnunum!"
En þessi stund er og verður
jafnan einhver liátíðlegasta og
unaðslegasta stundin á minni
ævi.
Börnin sungu aðeins fyrsta
versið ein, og líklega kunni litla
stúlkan fátt eitt annað en þetta
lag á „píanóið“, — þetta hafði
verið æft af kappi fyrir jólin.
En nú tók fullorðna fólkið að
sér sönginn, — og þá vaknaði
eg af mínum draumum. Þegar
sálminum var lokið, gekk fakt-
orinn að jólatrénu og gat þess
um leið, að nú liefði hann staðið
kófsveittur allan daginn að reifa
þessa böggla, sem nú yrði rifið
utan af strax, og svo yrði skrif-
stofan sín, eini staðurinn í öllu
liúinu, þar sem liann mætti
nokkru ráða, eins og svmastia.
Annars bar hann sig illa, sagðist
vera svo þreyttur, og það væri
líklega bezt, að fara nú að hátta
og láta þessa böggla eiga sig
þangað til á morgun, eða ein-
hvern annan dag. En fremur
daufar undirtektir fékk sú til-
laga.
Og svo er nú með hann Theó-
bald, að liann er búinn að sjó
sínar gjafir, og ekki þarf hann
neitt að nota stól framar i kvöld,
þvi að kominn er hans hátta-
tími, — og ekki fer hann á sleð-
anum i rúmið.“
Faktorinn fór nú samt að lesa
sundur högglana. En hann fór
sér að engu óðslega, og stund-
um þóttist hann ekki geta les-
ið nöfnin, sem á þá voru skrif-
uð. Allir fengu eitthvað. Eg var
alltaf að bíða eftir þvi, að ef til
vill yrði eg nefn'dur. En það ætl-
aði að verða djúpt á slíkum
böggli. Loks heyri eg að faktor-
inn segir: „Hver þremillinn er
nú þetta, — þetta lilýtur að vera
einhver vitleysa. Hér eru tveir
bögglar, sem enginn getur átt,
sem hér er viðstaddur. Það
stendur á þeim „Herra T. Árna-
son“. Og engan „lierra“ þekki
eg með því nafni. Heyrðu, góða
mín!“ sagði hann svo við frúna,
1 „taktu við þessum bögglum og
geymdu þá, — við skulum aug-
lýsa eftir eigandanum í blaðinu,
eftir jólin.“
En það kom á daginn, eftir
nokkurt þref við faktorinn, að
þessir bögglar væru frá honum
sjálfum til min. Ekki man eg
hvað var í öðrum bögglinum,
en i hinumvarbréfpoki með ein-
liverju góðgæti og pappaaskja
með galdragrip, sem eg vissi
engin deili á. En þetta var kíkir,
og þegar i liann var horft á móti
hirtu og lionum snúið liægt í
hendi sér, báru fyrir augað alls-
konar litbrigði. Þótti mér þetta
kostagripur og átti lengi. En
meðan eg var að þakka hjónun-
um gjafirnar kom Theóbald til
min með sleðann og stólinni i
eftirdragi.
„Nú skulum við fara upp á
loft og leika okkur, Tiddi, —
þú berð fyrir mig stólinn, en eg
dreg sleðann.“
Eg féllst strax á þetta og við
klöngruðumst upp á loft með
farangurinn.
Við bjuggum um okkur í
svefnlierbergi lijónanna, nieð
ýmiskonar leikföng Theóbalds,
og lékum okkur um hrið. En
öðru hvoru fórum við i sælgæt-
ispokana okkar og fengum
okkur hressingu.
En það fór smám saman að
draga af okkur, þvi að komið
var langt fram yfir venjulegan
háttatíma okkar og við voruni
orðnir þreyttir. Við tókum því
sleðann og eitthvað fleira af
leikföngum og létum þau upp
í hjónarúmið, en sjálfir bjugg-
um við um okkur sem notalég-
ast, þversum i rúminu, með leik-
föngin og sælgætispokana æ
milli okkar.
Við handíékum leikföngin um
stund, — en svo fóru leikar, að
þarna var komið að okkur báð-
um steinsofandi, þversum í
hjónarúminu. Við höfðuin hald-
ist i hendur, Theobald með sleð-
ann i fanginu, en eg hélt fast
um kíkirinn.
Og þannig lauk þessu indæla
asta aðfangadagskvöldi, sem eg
hefi ált, og fyrsta aðfangadafjs-
kvöldinu, sem eg man.
Ekkert vissi eg um það, þeg-
ar farið var með mig lieim og
eg vaknaði ekki fyrr en bjart
var orðið á jóladagsmorgun. Eg
var þá hálf-ruglaður og skildi
það ekki. að eg var heima i rúm-
inu mínu, þvi að siðast mundi
eg eftir mér í hjónarúminu i
Neðribúð.
En kikirinn hafði eg í hend-
inni.
Gleðileg jól
■
V etrarb jálpln*
Gleðilegra jóla
oskum vér öllnm viðsklftavinnm vornm
uffeyTrading^^^
90 Broad, Street, New York, N. Y.
Austurstræti 14 . Reykjavík
/