Vísir


Vísir - 23.12.1941, Qupperneq 3

Vísir - 23.12.1941, Qupperneq 3
V I S IR 3 *eftir því, a'ð hvergi væri liávaði •eða neitt það aðhafst, sem ekki var samkvæmt hinum ströng- ustu siðum er gilhi þetta kvöld. Menn sátu því alvarlegir og lásu i sálmabókum sínuin o. þ. 1. Og venjulega var gengið snemma til rekkju l>etta kvöld. Á jóladagskvöldið mátti heldur ekki spila eða fara í leiki. Á ann- an dag jóla máttu svo allir skemmta sér eftir vild. Þá var farið í leilci, spilað: púkk, vist og alkort o. s. frv., og úr því alla dagana milli jóla og'nýárs, þvi að þá daga áttu allir frí frá ■öðrum störfum en nauðsynleg- ustu gripahirðingu. Á jóladagsmorguninn var fyrst drukkið kaffi með lumm- um með sírópi. Á venjulegum morgunverðartíma var svo jólagrauturinn borða*ður. Það var hnausþykkur bankabyggs- graulur, stundum með hris- grjónum, í, en alltaf með nógu útá. Um kvöldið fengu menn svo aftur kaffi og lummur með siröpi. Að öðru leyti en þessu borðuðu menn jólamal sinn frá kvöldinu áður. Aldrei var vín um liönd haft lijó fóstra mín- um, enda þótt jól væru. Hann var svo mikið á móti því. Hins- vegar fengu piltarnir sér oft á jólapelann, en þeir fóru mjög vel með það. Gættu þess að láta fóstra minn verða þess sem minnstvaran. Á unglingsárum mínum var snaður nokkur i Helgafellssveit, sem Sigurður hét, og hafði fengið auknefnið Sveltingur, af þvi að hann sagðist alltaf vera sísvangur. Sigurður þessi var fastur gestur hjá okkur um hver jól. Eitt sinn gerðum við strákarnir okkur það til gam- ans, að vita hvað Sigurður gæti <etið mikið i einu af jólagrautn- sim. Honum var fyrst skammt- að i 4 eða 5 marka skól, bættum við svo graut i askinn eftir því sem Sigurður át og hættum ekki fyrr en liann hafði etið tólf merkur fyrir utan allmikið af siröpi, sem jafnan var bætt út á grautinn, til þess að gera Sig- urði liann gómsætan. Sigurður þessi var matmaður mikill, enda var vömhin á honum eins og kýrvömb, hékk niður á læri. Það var föst venja hjá sr. Ólafi fóstra minum að messa heima að Helgafelli á jóladag- inn, en á 2. eða 3. í jólum í Bjamarhöfn. Fór það eftir því hvernig veður vor, þvi að sein- farið var þá lit í Bjarnarhöfn frá Helgafelli, sérstaklega yfir Berserkjahraun. En messan á jóladaginn var oft seint úti, því að gamli maðurinn var held- ur langorður, og seinn að flytja prédikun sina. Messan stóð því oft allt að 4 klukku- stundum. Var þá ekki laust við, að stundum heyrðist fram i kirkjunni, að yngra fólkið livísl- aði sin á milli: „Skyldi karlinn aldrei ætla að liætta?“ En hér varð hver að sitja þar sem liann var kominn, þvi að hvort- tveggja var, að ekki þótti við- eigandi að fara út undir pré- dikuninni, og annað liitt, að meðhjálparinn læsti kirkjunni ó meðan á guðsþjónustunni stóð, og geymdi lylcilinn í vasa sinum. Þá er messugjörð var lokið þökkuðu allir presti fyrir kenninguna með handabandi. I Heimilshættir að Helgafelli og Þingvöllum. Síðustu 6 árin sem sr. Ólafur fóstri minn var á Snæfellsnes- inu, bjó hann að Þingvöllum, en sú jörð er alveg niður við sjó, þar sem Nesvogur gengur inn úr Breiðafirðinum. Þangað fluttist hann sakir ]æss að það- an var hægara að sælcja til eyj- anna, sem lágu undir Helgafell, en i þeim var varp, kópatekja, heyskapur o. fl. Fóstri minn var siðavandur og reglusamur. Hann gekk ríkt eftir því að allt væri í röð og reglu á heimilinu. Á vetrum, þegar menn höfðu lokið skepnu- hirðingu, settist hver að sinni vinnu. Karlmennirnir unnu hrosshár, tættu ull fyrir stúlk- urnar, ófu vaðmál o. fl. Stúlk- urnar þeyttu rokka sína, prjón- uðu sokkaplögg, peysur, nær- föt o. fl. Á meðan þessu fór fram, var alltaf einhver sem las sögu fyrir fólkið eða kvað rímur. Eg lærði ungur að lesa og fékk því fljótlega það starf, að lesa fyrir fólkið. Þeim, sem las var jafnan fenginn staður fram við dyr, þar sat eg því kvöld eftir kvöld og þuldi liverja skræðuna á fætur annari. Oft voru skruddur þessar svo gaml- ar og snjáðar, að með naum- indum var hægt að komast fram úr þeim. Er .fram i sótti, þótti mér þetta leiðinlegt verk, því var það að mér þótti jafn- an koma góður gestur er að garði bar mann nokkurn þar úr sveitinni, Sigurð Eiríksson að nafni. Var hann orðlagður fyrir rímnakveðskap og var því jafnan fenginn til þess að kveða rímur þar, sem hann var nætur- gestur. Rödd Sigurðar var bæði mikil og falleg, var liann því mjög afhaldinn sem kvæða- maður. Strax úr nýári fóru vinnu- mennirnir lil sjávar, allir nema fjármaðurinn og við ungling- arnir. Réru þeir jafnan vestur undir jökli. Áður en þeir fóru i „verið“ var mikið annríki við að úthúa þá, bæði með klæðnað og „útgerð“ sem kallað var. Hafði liver sína matarskrfnu út af fyrir sig, sem í var alls- konar feitmeti. Auk þess fékk liver maður með sér eitt hangi- kjötskrof. Á vorin komu þeir svo með hlut sinn hertan, bæði fisk og hausa. Var þetta hið mesta búsílag. Góðir þorskhaus- ar voru ágætis matur, beinin úr þeim voru venjulega hirt, þau voru barin og gefin kúm. Stundum voru tálknin rifin úr hausunum, bleytt upp og soðin eitthvað. Voru þau svo færð upp í stórt trog, og með þeim borið bráðið flot. Mátti þá hver ganga þarna í og eta eins og hann vildi. Voru slik kvöld kölluð „tálkna- kvöld“. Annars var alltaf nóg að borða lijá fósturforeldrum mínum, og minnist eg aldrei að eg hafi liðið sult í fæði, eins og margir urðu að gera á upp- vaxtarárum mínum. Á meðan við áttum lieima í Helgafells- sveitinni var oft mikið til af kofu, sel og fiski. Þá var og oft sótt skarfakál fram á klett, sem Skarfaldettur nefndist. Var það borðað með súrmjólk. Hitt er annað mál, að maður hefði oft getað ]>egið meira að borða en maður fékk, sérstaklega um sláttinn, þvi að vinnutiminn var langur og maður þvi oft þreytt- ur á kvöldin. Það var fastur siður hjá fósra mínum, að allir urðu að vera f komnir til vérka kl. 6 á morgn- ana, strax og sláttur byrjaði. Sjálfur fór hann á fætur kl. 5 og gekk hart um bæinn, og var ekki laust við að oklcur fyndist hann liafa óþarflega hátt. Sá var nefnilega vandi lians að liann setti upp „danska skó“ sem kallað var, þegar hann ldæddi sig og gekk á þeim á meðan að fókið var að vakna, og var enginn svo morgunsvæfur, að hann ekki vaknaði við umgang gamla mannsins. Þegar allir voru komnir til verks lagði hann sig venjulega fyrir aftur, og þegar hann kom út á eftir liafði hann telcið af sér „dönsku skóna“ og sett upp í þeirra stað íslenzka sauð- skinnsskó. Máltíðum var þannig liáttað um sláttinn, að menn fengu skyr og mjólk áður en þeir fóru til vinnu sinnar. Var það kall- aður „litli skattur“. Um kl. 9 var borðaður morgunverður, sem venjulega var harðfiskur og skjThræringur eða tómt skyr. Var aðeins sezt niður til þess að glevpa þetta í sig, og þegar staðið upp til vinnu að nýju. Um kl. 12 var drukkið hádegiskaffi. Með því var kánd- ísmoli, sem oftast var látinn á undirskálina. Miðdegismatur var um klukkan 3. Það var oftast fiskur og brauð, og ein- liver vökvun í aski á eftir. Um miðdaginn var eklcert hvílt sig frekar en um morgunmatinn. Klukkan um 6 var kaffi á sama hátt og um hádegið. Var það kallað miðaftanskaffi. Framaii af slættinum, meðan bjart var fram eftir á kvöldin, mun vana- lega hafa verið hætt um kl. 11, en er líða tók á sumarið var birtan venjulega látin ráða hve- nær liætt var. Það var unnið þar til ekki þótti lengur hægt að raka og slá fyrir rnyrkri. Þegar lieim var komið var kvöldverðurinn. Var það venju- lega mjólk, með einhverjum bita með fyrir karlmennina. Stúlkurnar og unglingarnir fengu ekkert nema mjólkina. Stundum var mjólkin lileypt í öskunum. Okkur strákunum þótti heldur lítið matarhragð að mysunni. Eg lék það því oft, að hella henni niður og sníkja mér mjólk í staðinn. Á Helgafelli og Þingvöllum var oft heyjað fram á harða liaust í eyjunum. Gras féll þar miklu seinna en á landi Á Helgafelli voru venjulega 5 karlmenn og 3 stúlkur að heyskap, auk. unglinga. Kaup- gjaldið var þetta frá 8—12 kr. á viku fyrir karlmanninn, og helmingi lægra fyrir kven- manninn. Ekki voru það nema allra duglegustu mennirnir, sem fengu 12 kr. á viku. Venju- lega voru kaupamennirnir „und- an Jökli“ sem kallað var. Túna- slátturinn sóttist oft frekar seint, því að túnið var seinunn- ið. Var lionum oft ekki lokið fyr en 17—18 vikur af sumri. Flest árin, eftir að eg fór að muna eftir mér, voru þetta 80 —100 ær í kvíum á Helgafelli og Þingvöllum Ýmsar æskuminningar. Eins og eg hefi tekið fram bjó faðir minn í Dældarkoti þegar eg fæddist. Þaðan fluttist hann að Selvöllum, en var þar skamma stund. Frá Selvöllum íluttist hann að Saurum í sömu sveit, og var það í húsmennsku 2 eða 3 ár. Frá Saurum fluttist liann að Skildi, en svo nefndi hann nýbýli, er liann byggði í landi Saura á sléttri grund norð- vestan undir Arnarhóli, lítinn spöl frá eystri bakka Grísliálsár. Munu nú nálægt 90 ár síðan að faðir minn reisti bæ sinn þarna. Áf bændum í Helgafellssveit voru þeir taldir gildastir Sum- arliði á Svelgsá og Jón í Hrísum. Síðari ár min í Helgafellssveit bjó Þorleifur í Bjarnarhöfn. Hann var talinn læknir góður, og var því allmikið sóttur til sjúklinga. Sérstaklega þótti liann góður að hjálpa konum við barnsburð. Gríslióll var þá ómerlcilegt lcot, sem nú mun orðið. stórbýli. Af tur voru Vala- björg talin sæmileg jörð, en þau voru næsti bær við Grishól. í út Botnunum voru mikil kot og fátækt fólks þar að sama skapi. Bezt mun liafa verið bú- ið í Hraunsfirði, þar var bjarg- álnamaður er eg man eftir. Lé- legastur bær, sem eg man eftir í sveitinni held eg að liafi verið að Arnarstöðum. Annars var yfirleitt fátækt í sveitinni. Þó man eg ekki eftir því, að eg heyrði að fólk liði hungur, nema þá lielzt fyrri hluta ársins 1855. Vesturinn 1854—55 var ákaf- lega liarður, sérstaklega eftir að kom fram yfir nýárið. Þá voru frost svo mikil að Breiðafjörð lagði langt fram, aðeins hörð- ustu straumarnir á milli eyj- anna voru ólagðir. Fóru menn ríðandi fram um allar eyjar og vestur fyrir fjörð. Sjávarfugl féll þá mjög á Breiðafirði og viðar um Vesturland. Eru mér enn í minni fluglahóparnir, sem eg sá frosna í ísnum. Þegar kom fram á veturinn var með öllu vörulaust i Stykkishólmi, svo að björg var enga þangað að sækja. Þeir sem bezt bjuggu áttu ein- hverja „dragju“ af skreið fram á veturinn, en annars var hor- ket og mjólk, á meðan að kýrn- ar hreyttu eitthvað, aðalfæðan sem fólk dró fram lífið á. Er ]>etta var bjó fóstri minn á Þing- völlum. Ekki minnist eg þess, að sérstakur skortur væri hjá okkur, að minnsta kosti höfðum við alltaf nægilegt af harðæti. Þessi vetur er mér ennþá minnistæðari en frostaveturinn- 1881—82.1 sjóplássunum vestur undir Jökli var og harðæri mik- ið þennan kalda frostavetur. Sjó lagði langt út frá Ólafsvík og Sandi. Man eg eftir því að það var í frásögur fært, að maður að nafni Gísli Guðmundsson til lieimilis á Sandi, lét setja bát sinn langa leið eftir ísnum og kom honum fram af ísbrúninni í auðan sjó. Hann fyllti bátinn á mjög skammri stund, því að fiskur var nógur. Er hann kom að ísbrúninni aftur með hlað- inn bátinn var þar margt manna fyrir. Var þegar kastað köðlum til Gisla og báturinn dreginn upp á ísinn með fiski og mönn- um, og var sagt, að svo hefði verið mikill aðgaúgur í þeim, sem bátinn drógu, að þeir hent- ust með hann eftir ísnum lang- leiðina í land, án þess að karl- arnir, sem í honum voru, fengju tækifæri til þess að komast úr honum. Gisli þessi, form. báts- ins, var hinn mesti dugnaðar og atorkumaður. Hann var ættað- ur úr Hergilsey á Breiðafirði. Af unglingum þeim, er ólust upp með mér á Helgafelli og Þingvöllum, minnist eg sérstak- lega Kristínar dóttur fóstra míns. Hún var árinu eldi en eg. Við vorum því leiksystkini og lékum okkur mikið saman. Að- alleikföngin voru horn, leggir og skeljar, og trúi eg ekki öðru en að ennþá megi finna eitthvert rusl eftir okkur í klettastöllum í Helgafellinu og ' borgunum kringum Þingvelli. Hún réði jafnan leikjum okkar. Það var alltaf sama viðkvæðið bjá henni, ef eg ætlaði að fara að raða ein- hverju: „Eg er eldri en þú og því verð eg að ráða“. Eg hvart því jafnan frá tilraunum mín- um til þess að brjótast til valda, og Íét mér vel líka það, sem hún vildi. Kristin giftist ung vestur á land. Maður hennar hét Einar Halfdánarson og var bróðir sr. Helga Hálfdánarsonar, föður Jóns biskups. Þau hjón eignuð- ust mörg börn og mun margt manna frá þeim komið. Mikið saknaði eg Kristinar þegar hún fór alfarin vestur. Mér fannst eg svo einmana á eftir. Það mlmu nú liðin meira en 80 ár frá því að við skildum, þó er mér ennþá fyrir hugskots- sjónum, og mun jafnan verða á meðan að eg minnist nokkui’S úr þessu lífi, augnatillit liennar er við liorfðumst i augu, rétt í þvi er bátnum, sem flutti liana á burtu frá foreldrum og æsku- stöðvum, var ýtt frá landi. Eg rölti upp fjöruna, mér fannst jörðin riða undir fótum mínum. Hugsunin var öll í molum. — Fátækur sveitadrengur — prestsdóttir — draumórar — fjarstæða. Réttir o. fl. Á uppvaxtarárum minum var töluvert um drykk juskap meðal manna í Helgafellssveit og Stykkishólmi. Það var alveg föst venja, að menn drukku sig fulla þegar þeir fóru í kaup- staðinn og réttirnar. Það þóttist enginn maður með mönnum nema að liann væri fullur í rétt- um og meiriháttar kaupstaða- ferðum. Eg fylgdist að sjálf- sögðu með tízkunni og drakk mig svínfullan við þessi liátið- legu tækifæri, og það áður en eg náði tvítugu. Annars var það nær föst venja þar i Helgafells- sveitinni, að þegar menn fóru „niður í Hólm“ ]xi komu ]>eir ekki heim fyi’ en kom- ið var fram á nætur og þá að jafnaði meira og minna drukknir. Menn áttu eitthvað svo erfitt með að koma sér á stað úr „Hólminum“. Undan- tekning frá þessu var fóstri ininn. Hann var á móti öllu vini og drykkjuskap. A þessum árum var Páll Hjaltalín verzl- unarstjóri fyrir Clausensverzl- un í Stykkishólmi. Hann var maður vel liðinn, spaugsamur og sikátur og gerði jafnan gott úr Öllu, sem í odda skarst i milli lians og viðskiptamann- anna. Það var sagt sem dæmi um víndrykkju manna í Stykk- ishólmi og grend, að eitt sinn hafi hann gefið og selt upp úr tveimur ámum af brennivini á einum degi fj’rir jólin. Sonur Páls var Sören Hjalta- lín. Hann mnn liafa tekið við verzlunarstjórastöðunni eftir föður sinn. Rétt Helgfellinga og Hólmara var Arnarhólsrétt, þar var oft sukksamt, og minnist eg ]>ess t. d., að eitt sinn varð að sleppa öllu fé út úr réttinni áður en liálfnað var að draga, sökum þess að allt var í uppnámi; menn flugust á í bendu eða lágu ósjálfbjarga úti um grund- ir. Árin á eftir þennan mikla slag var farið að fá sýslumann- inn til þess að koma upp í rétt- ina. Fóru menn sér þá friðlegar en áður. Stundum bar það við, er amtmaðurinn, Páll Melsted, sat í Stykkishólini, að liann kom upp í rétt. Þorði þá enginn að hreyfa sig. Eitt liaust var eg sendur í Miðhraunsrétt, en sú rétt er sunnan Kerlingaskarðs. Var fyllirí þar miklu minna en eg átti að venjast úr minni rétt. Voru menn þó all mjög við skál, en til óeirða kom ekki. Við fór- um suður Kerlingarskarð og Dökkólfsdal. Mér er Kerlingin á Kerlingarskarði mjög minni- stæð. Sérstaklega minnist eg þess livað mér þótti pilsið henn- ar stutt. Hún hefir víst verið á undan sínum tíma í tizkunni kerlingarhróið. í þessari ferð kom eg acS Hvammi i Dökkólfs- dal. Þar mun nú aðeins sjást rústir einar. En er eg kom þar, bjó þar gildur bóndi, hvert nafn lians var man eg ekki, en þess minnist eg, að hann var að enda við að bera upp svo stórt hey, að eg man ekki að liafa séð annað slíkt um mina daga. Flutt af Snæfellsnesi. kvonfang, búskapur. (Molar). Það mun liafa verið nálægt 1859 er fóstri minn fluttist bú- — ferlum frá Þingvöllum í Helga- fellssveit að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Haustið áður hafði hann sett á full 150 fjár, er hann ætlaði að flytja með sér norður, en fullur þriðji partuj þess drapst um veturinn úr Kráðapest. Var pestin svo heift- um, að oft náðist varla að skera féð, sem veiktist, enda þótt vak- að væri í húsunum. Til þess að reka féð norður með mér, fékk fóstri minn Jón föður minn. Við rákum tæpar 100 kindur. Ferðin gekk sæmi- lega, en sóttist þó seint, það man eg. Við fórum gangandi, en prestslijónin og fólk það er með honum fluttist noi’ður fór að sjálfsögðu riðandi. Á Breiða- bólsstað mun fóstri minn hafa verið þrestur í 8 ár. Hjá honum var eg svo þar til er eg giftist og fór að búa sjálfur. Eg giftist á Breiðabólsstað. Kona mín, Herdís Pétursdóttir, var ættuð vestan af Breiðafirði. Hún hafði verið lengi hjá fóstra mínum og flutzt með honum norður. Við höfðum verið 9 ár samtíða er við gengum i hjónaband. Alls vorum við hjónin i hjóna- bandi i 64 ár, eða þannig á sama heimili í 73 ár. Það er þvi ó- neitanlega margs að minnast frá svo langri samveru. — Hún dó 1931 og saknaði eg hennar mjög, enda hefir mig oft dreymt hana siðan, og venjulega þannig að við erum eittlivað að bjástra saman eins og á meðan við vorum samtiða. Fyrst eftir að við hjónin gift- umst vorum við að Breiðabóls- stað hjá fóstra mínum. Frá Breiðabólsstað fluttumsf við að Efri-Þverá og þar byrjuðum við fyrst sjálfstæðan búskap. — Þaðan fluttuinst við eftir þriggja ára dvöl að Katadal og bjuggum þar í 8 ár. Var þar gott að vera. Þaðan fluttumst við aftur að Efri-Þverá, og vorum þar enn i 3 ár. Frá Efri- Þverá fórum við að Gottorp og þar bjuggum við i 20 ár. Enn fluttum við búferlum og fórum nú að Súluvöllum og bjuggum þar í tvibýli í 5 ár, og þar tel eg að mér hafi i raun og veru liðið verst i búskapnum. Einbýlið lofar vist enginn eins og vert er. Enn var flutt, og nú var það í siðasta siptið i búskapnum. Við fluttum nú að Miðhópi í Víðidal. Þar munum við hafa búið sjálf um 5 ára skeið, en þá tók Sturla sonur okkar við bú- forráðum þvi að sjón min var nú mjög tekin að daprast, og þar varð eg alblindur. Frá Miðhópi fluttumst við hjónin 19ý7, eftir lát Sturlu son- ar okkar, til dóttur okkar og tengdasonar, að Skógarkoti i Þingvallasveit. Við fórum ríð- andi alla leið frá Miðhópi í Borgarnes, þá bæði orðin al- blind. Hjá þeim hjónum hefi eg svo dvalið siðan, og kona mín þar til hún dó, fyrst að Skógarkoti, en síðan hér í Reykjavik, þar sem eg býst við að enda mína löngu æfi. Um búskap minn er fátt eitt að segja. Við hjónin byrjuðum með litil efni, einar 50 kindur, þar með voru allar eignir okk- ar taldar. Við eignuðumst 9 börn, og var þvi stundum erfitt um vik, en allt komst af án þess að líða skort, þó að liart væri stundum i ári, og erfitt fanga á Norðurlandi. Eg kleif jafnan þritugan hamarinn svo að börn mín og kona gætu fengið nægi- lega lifsbjörg. Fyrstu búskapar- ár mín „réri eg suður“ og var það mikill styrkur með hinu litla búi. Suðurferðir. Eftir að eg kom norður fór eg að „róa suður“. — Alls réri eg átta eða níu vertiðir, alltaf á Álftanesinu nema eina vertið, er eg réri i Vogum. Sú vertíð er mér líka einna minn- isstæðust, en það er sakir þess, að þá lenti eg á skipreka und- ir Keflavikurbjargi, svo að litlu munaði að eg færist. Við rérum venjulega 4 á fjögra manna fari, en þennan minnisstæða dag var einn liásetanna lasinn svo að við vorum ekki nema 3 á bátnum. Formaðurinn, sem Kabrasius hét, eg og piltur, Ein- ar að nafni, nágranni minn að norðan. Við rérum snemma morguns í sæmilegu veðri, en er leið á morguninn gerði suð- austan rok, svo að við urðum að hleypa undan. Var mikil ágjöf á bátinn, svo að eg mátti alllaf standa i austri. Formaður var við stýrið, en Einar gat ekkert vegna sjóveiki, lá hann þvi fyrir fram í barka. Eg hafði marg- sinnis orð á því við formann- inn, að varasamt væri að hafa seglið fast, hann gæti vel haft aðra hendina á klónni en hina Framh. á 5. siðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.