Vísir - 23.12.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 23.12.1941, Blaðsíða 2
2 V í S I R VÍSIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján GuSlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvert er ferðinni heitið? þessu sinni halda fleiri menn jól á íslandi, en nokkurn tima fyr í sögu lands- ins. Og þó hafa kannske aldrei færri átt hér heima. Ekki eiga útlendingarnir, sem hér dvelja, lieima á þessu landi. Og við sjálf - erum áreiðanlega ekki „heima hjá okkur“ nema að hálfu leyti. En þetta má maður manni segja. í heiminum er allt á tjá og tundri og ekkert á vis- um stað. Flestir geta tekið und- ir með flakkaranum: „Gestur em ek, hvar eg fer.“ I>að sannast enn sem fyrr, að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Mikið erum við íslendingar búnir að barma okkur yfir einangruninni. I>að er eins og okkur hafi stundum langað mest til þess, að tosa landinu með öllu saman suður á bóginn og leggja því þar kyrfi- lega upp að meginlandinu. Okk- ur hefir þótt það svo óbærilegt, að vera svona fjarri „alfaraleið- um hínnar glæsilegu heims- menningár.“ Ætlí við þurfum lengur að kvarta! Landið okkar er kom- ið svo i þjóðbraut, að það er hvorki meira né minna en sjálf- brúin milli Evrópu og Ameríku. Og hvað við reyndum að vanda okkur hérna á árunum, l>egar við héldum að einhverjir útlendíngar gætu séð til okkar! I>á var okkur allt annað en sama um álit umheimsins. En hvern- ig er það nú? Það er einblínt á okkur og við látum eins og hálf- vitar í dimmu herbergi. Við höfum oftast verið í ein- dæma basli. Nú höfum við loks- ins fengið afl þeirra hluta, sem gera skal: milljónir á milljónir ofan. En hvað er svo gert, þegai' aflið er fengið? Er verið að auka ræktunina eða bæta húsa kynnin, eða efla skipaflotann? Ó-nei. Fólkið er á hröðum flótta frá framleiðslustörfunum. Karl- inn verður að slá og kerlingin að raka, þvi strákarnir og stelp- urnar eru að snúast í kringum, komumennina. í fyrravor hlupu ungir og liraustir menn, sum- staðar í kauptúnum út mn land, frá árinni á miðri vertíð suður i Bretavinnuna. Það héldu þeim engin bönd. Þeir æddu á fjöll, beint af augum, eins og stroku- hestar og lintu ekki fyri* en þeir voru komnir á hið fyrirheitna land — flugvöllinn í Reykjavik! Svona er nú þetta. Við predik- um þegnskap og ræktarsemi og ættjarðarást — það vantar ekki. En það er eins og flestir sjái ekki nema eitt: gullið, sem gló- ir. Og svo á allt að vera gull, sem glóir. Það gerir ekkert tiL, þó við týnum niður öllum okk- ar fræðum, ryðgum í faðirvor- inu, gleymum, að „fögur er vor fósturjörð“, og könnumst ekk- ert við, að sveitin okkar sé „blessuð“. Allt, sem máli skipt- I ir, er að við kunnum að segja eins og hestastrákurinn: „Yes, money, allright“. Og þetta höf- um við líka lært aðdáanlega vel. Það eru fleiri stríðsgróðamenn en fiskútflytjendur. Hvers vegna þýtur fólkið frá framleiðslu- störfunum? Er það vegna þess, að ekki sé hægt að koniast af við þau? Nei, }>að er af því, að fleslir, háir og lágir, sveitamenn og kaupstaðabúar, þrá eitt og hið sama: að vera stríðsgróða- menn! Það er „Yes, money, all- right“ frá yztu annesjum til innstu dala. Við höfum allt í einu komið úr þúsund ára einangrun inn í bullandi hringiðu. Við vitum ekkert, hvaðan á okkur stendur veðrið. Hingað til höfum við þurft að sveitast blóðinu til að hafa í okkur og á. Nú eru sum- ir orðnir svo ríkir, að þeir gætu gengið með hendurnar í vösun- um, ef vasarnir væri ekki svona troðnir. Hér liafa orðið endaskipti og hausavíxl og ótrú- legasta rask. Við erum öll á hraðri ferð, en enginn veit Iivert. Það er eins og þegar flogið er í skýjum eða náttmyrkri langt yfir jörðu, þá veit flugmaður- inn stundum ekki hvort höfuðið snýr upp eða niður. Þó við séum býsna liátt uppi í bráðina, verðum við víst fein- hverntíma að koma til jarðar- innar aftur. En áður en að þvi kemur, ættum við að reyna að átta okkur á þvi, hvað upp á okkur snýr eða niður. Það gæti verið okkur lioll dægrastytting um jólin, að hugleiða allt þetta ofurlítið nánar. a 'Ít'AÍlVH'ÖVÚÍíl er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. Hár Vinnum úr hári. Kaupum sítt afklippt hár. HÁRGREIÐSLUSTOFAN PERLA Bergstaðastræti 1. Sími 3895. Kven- kápur! með regnhettu og án hettu, með belti og án beltis — nokkur stykki. Enskar kápur. (Vefnaðarvöruverzlun) Grettisgötu 57. — Sími 2849. „SÖNGUR LlFSINS“ leitar að opnum eyrum og opn- um sálum. Reykjar- pípur í gjafaumbúðum, með gæti- legu verðlagi. BRISTOL Bankastræti 6. HUNDRUÐUSTU JOLIN. SEM É6 LIFI. Frásögfn IOO ára öldnngs, Joms Jön§§onar Jóhann Hjörleifsson færði í letur. iy| ÉR er í fersku minni sum- arið og liaustið 1913. — Það var þá laust eftir fyrstu leitir, að eg lagði land undir fót, og fór ein liesta vestan af Snæfellsnesi og norður i Skaga- fjörð. Dagleiðir minar voru eðlilega stuttar, því að gæta varð þess að klárinn dyggði í hina löngu ferð. Einn bæja þeirra, er eg hafði náttstað á, var Miðhóp i Víðidal. Bóndi sá, er þá bjó þar hét Sturla Jónsson. Hann hafði verið í réttum um daginn og var ]>ví allmjög viðbundinn að sinna fénaði sínum um kvöldið. En eg hafði ekki setið lengi inni er lil min kom faðir bónda, blindur öldungur hvítur fyrir hærum. Hann lióf þegar að spjæja mig, liinn unga ferða- lang, livaðan eg væri, hvert eg ætlaði o. s. fiv. Eg Ieysti úr spurningum hans eftir því sem mér var unnt, en spurningarnar urðu nokkuð margar, er hann varð þess vís- ari, að eg væri vestan áf Snæ- fellsnesi. Eg er Snæfellingur eins og þú, sagði gamli maður- inn, og því langar mig til þess að fregna þaðan. Þar er eg fædd- ur og uppalinn, og fluttist ekki þaðan fyr en eg var nær tvitugu. Við röbbuðum svo saman fram á nótt, ekki aðeins um Snæfells- nes og fólkið þar, heldur og um ýmislegt fleira, svo sem bækur, skáldskap, landsmál o. s. frv. Öldungurinn var hinn fróðasti og mátti fljótt heyra, að hann hafði lesið mikið á meðan sjón- in leyfði. Síðan þetla var hefi eg oft farið um Húnavatnssýslu. Mér hefir óneitaulega stundum dott- ið í hug blindi gráhærði öld- ungurinn að Miðliópi en eg hugði, að hann myndi fyrir löngu genginn til feðra .sinna, yfir fortjaldið mikla. •— . En svo var það fyrir einskæra tilviljun, að ég 'fékk að vita nú fyrir skömmu, að Tiann væri ennþá meðal vor, hress og vel minnugur, að minnsta kosti á hina eldri at- burði. Hefði ennþá ferlivist, og hefði um nokkurt skeið verið heimilisfastur hér i Reykja- vík. Hjá Ölínu dóttur sinni og tengdasyni, Jóh. Kristjánssyni. — Eg heimsótti því gamla mannirin, til ]>ess fyrst og fremst að þakka honuin fyrir siðast, jafnframt þvi, sem eg hugði mér gott til glóðarinnar, að fræðasl hjá honum um ým- islegt, er á daga hans hafði drifið á hinni löngu æfi. Já mikið erum við jarðarinn- ar börn misjöfn í fangbrögðun- um við „kerlingu Elli“ hugsaði eg, er eg sá öldunginn, sem nú vantaði ekki nema nokkura mánuði til þess að hafa heila öld ára að baki sér. Sumir hníga fyrir fangbrögðum hennar jafnvel laust eftir miðjan ald- Ur, en öðrum fær hún vart á kné komið. Hér stóð eg and- spænis þeirri staðreynd. í stað þess að sjá hér skugga af manni, saman fallið gamal- menni, kom inn í stofuna mað- ur, sem geldc óstuddur að öðru Ieyti en þvi, að haldið var í hönd hans til þess að vísa honum Ieið, skil dags og nætur hafði hann ekki greint s. 1. 36 ár. — Hann var hvítur fyrir liærum, en aðeins lítið eitt lot- inn í baki. Andlit hans var slétt og hrukkulítið. Hann tók sér sæti rétt hjó mér, sat keikur og var hinn skrafhreifnasti. Hann livarf þegar inn i heim endurminninganna frá æsku- og uppvaxtarárurium, og læt eg hann nú segja frá: Eg er fæddur að Dældarkoti í Helgafellssveit á Snæfells- nesi, hinn 11. okt. 1842, að þvi er kirkjubækurnar munu telja, en mér var jafnan sagt, að eg væri fæddur 1841 og taldi mig því verða 100 ára í haust. En hér þýðir víst ekki um að deila. Það sem Kirkjuækurnar segja verður víst að teljast rétt. Eg ólst upp á Ilelgafelli og Þingvöllum í sömu sveit. Verða það því hundruðustu jólin sem eg lifi, ef eg lifi þessi jól, sem nú eru að koma. Eg mun ekki hafa ver- ið nema fárra daga gamall er eg var vatni ausinn og skírður Jón. Faðir minn hét og Jón eins og eg. Hann var tvíkvæntur og átti alls 33 börn. Fyrri kona hans, sem var móðir mín, hét Borgliildur Jónsdóttir. Með henni átti hann 14 börn og var eg yngstur þeirra. Hún dó rétt eftir að eg fæddist. Þremur árum eftir lát móður minnar giftist faðir minn aftur konu, er Kristín hét, og með henni átli hann 16 börn. Tvö átli liann á „milli kvenna“, sem kallað var, óg eitt áður en hann giftist móður minni. Þegar eg var skirður höfðu prestshjónin á Helgafelli, þau sr. Ólafur Thorberg og kona lians Guðfinna Hjaltadóttir, komið yfir að Dældarkoti. Móð- ir mín mun þá hafa verið að dauða komin, og ástæður föð- ur mins ekki verið sem beztar. Sá því prestskonan aumur á mér og tók mig með sér heim að Ilelgafelli. Sagði hún mér síðar, að hun hefði borið mig i svuntu sinni. Iljá þessum lieið- urshjónum ólsl eg upp, og fór ekki fná þeim fyrr en eg var orðinn fullorðinn maður. Fóslurforeldrar mínir flutt- ust að Helgafelli norðan frá Hvanneyri við Siglufjörð. Voru þau mjög fátæk og var talið að allur flutningur þeirra að norð- an hefði verið hafður á einum hesti. Börnin voru þá 6 og voru fjögur þau yngstu höfð á ein- um hesti, tvö og tvö í kláf. Á leiðinni að norðan höfðu prests- hjónin haft nokkura viðdvöl á Skagaströnd. Sat þá sýslumaður Húnvetninga, Arnór Amesen, að mig minnir, að Ytri-Ey. Hann liafði numið nokkuð af skólalærdómi sínum hjá fóstra mínum, sem var lærdómsmaður mikill. Voru þeir því vel kunn- ugir. Naut fóstri minn nú þessa hjá sýslumanni, því að hann tók tvö elzlu börn hans, Hjalta og Maríu, til fósturs. Þegar fóslurforeldrar mínir reistu bú að Helgafelli var bú- stofn l>eirra ekki annað en kú- gildi jarðarinnar, En hér rætt- ist fljótlega úr. Kona ein, Sigríð- ur að nafni, gaf fóstra mínum „próventu“ sína sem kallað var. Átti húii gott bú og var talin efnuð. í stað þess átti hann svo að ala önn fyrir henni á meðan liún lifði, sem hann og gerði með prýði. Þessi kona annaðist mig á meðan eg var barn og var mér önnur móðir. I. Bernska. Eg held að eg muni fyrst eft- ir mér þegar eg var þrgigja eða fjögra árá gamall. Eg hafði verið sendur aftur heim að Dældarkoti til föður míns, sem þá var giftur í annað sinn. Mun hafa viljað fá mig heim. En eg hefi víst ekki kunnað meira en svo vel við stjúpu mína, því að einn góðan veðurdag er faðir minn hafði skropp- ið niður í Hólm, strauk eg frá henni, áleiðis heim að Helga- felli. Eftir þessu man eg vel. Eg rölti eftir götunni, sem liggur frá Dældarkoti heim að Helga- felli. Klæði bar eg ekki önnur en nærbuxur og skyrtugarm. Á milli bæjanna er kelda eða smá- lækur. Borð höfðu verið lögð þar yfir, svo gangandi fólk þyrfti ekki að vaða. yfir þetta mannvirki J>orði eg ekki. Tók eg því það fangaráð, sem venju- lega verður úrræði barsins er í nauðir rekur, að grenja og kalla á mömmu. Hljóð min heyrðust heim að Helgafelli, og lét prest- konan því bregða við og sækja mig hið snarasta. Um kvöldið, þegar faðir minn kom heim úr „Hólminum", kom hann upp að Helgafelli og vildi taka mig með sér, en eg þverneitaði að fara. Varð þvi úr að eg varð eftir. Þetta var í eina skiptið, sem faðir minn gerði tilraun til l>ess að fá mig heim. Út af þessu varð enginn hávaði; var faðir minn þó allmikið drukkinn, eins og Helgfellingar voru venjulega er þeir komu neðan úr „IIólmi“. /f Húsakynni. í æsku minni var stór bær á Helgafelli, með þfem burstum fram á hlaðið. Gaflarnir, sem að Fellinu snéru voru úr torfi. Bæjardyrnar voru í miðjunni, búr og eldhús austast, en bað- stofan vestast. Miðliluti bæjarins, sem kall- aður var bæjardyr var 12 álna breiður. Þar hafði átt að þilja af herbergi, en ekki komizt i framkvæmd. Aftur á móti hafði verið þiljað sundur þar uppi, og var það kallað „dyraloft“. Baðstofan var þiljuð í sund- ur í þrennt, þrjú stafgólf, sem kallað var. Prestshjónin bjuggu i syðsta stafgólfinu, stúlkurnar i miðstafgólfinu, en piltarnir í þvi nyrzta. Timburgólf var i öllum bæn- um nema búri og eldhúsi. Jól og jólasiðir. Það var föst venja lijá fóstra mínum, á meðan liann var á Helgafelli, að láta hringja aun- ari kirkjuklukkunni ld. 6 á af- fangadagskvöldið. Þá hættu all- ir vinnu, þvoðu sér og höfðu fataskipti, kvenfólkið fór í! peysuföt, að sjálfsögðu úr is- lenzku vaðmáli, þvi ekki var um annað efni að ræða, og pilt- arnir sömuleiðis í sín beztu föt. Var alltaf hringt minni klukk- unni. Stóra klukkan var yfir- leitt ekki notuð nema í þremur tilfellum: þegar samhringt var til messu, þegar virðingamenn voru jarðaðir og við giftingar.. Þegar menn höfðu þvegið sér og hafl fataskipti var Iesinn „húslesturinn“. Fékk fóstrí minn venjulega þarin sein bezt var læs til þess; því að sjálfur var hann frekar málstirður, og þvi stirt um að lesa. Var alltaf sungið fyrir og eftir lesturinn. Það áttu allir sína sálmabók, og söng hver sem liann gat. AS lestrinum loknum sögðu allir: „Þölck fyrir lesturinn“. Þá var venjulega næst afhentur jólamaturinn. Það var hangi- kjöt, reyktur magáll, svið, sinjör, kæfa og liangikjötsflot, að ógleymdu laufabrauðinu. Karlmennirnir fengu líka heilt rúgbrauð, en stúlkumar ekki neina liálft. Ilverjum eiustakl- ing var skammtað út af fyrir sig, var l>etta mikill skammtur og góður. Þessi jólamatur kom aðeins í staðinn fyrir miðdegis- inatinn á jóladaginn, engin önn- ur máltíð féll niður. Mjög var það misjafnt liversu lengi mönnum entist jólamaturinn, en flestir minnir mig að hafi verið búnir með hann um þrettánda. Þá var það gert til liátíða- brigða á jólakvöldið, að kveikt var á kertum i stað lýsislamp- anna, sem annars voru ein- göngu notaðir, að undanteknu þvi, að í herbergi prestshjón- anna var alltaf kertaljós. Fyrir jólin voru steypt stór tólgarkerti, sem úlbýtt var venjulega með jólamatnum. Fékk liver sitt kerti, og voru sum þeirra oft gríðarstór, allt að því eins og handleggur á manni. Piltarnir fengu alltaf stærstu kertin. Kerti j>essi not- aði liver einstaklingur fyrir sig, sem aukaljós, þegar hann þurfti sérstaklega á því að lialda. í kertunum voru jafnan fii'u- kveikir. Fífuna vorum við krakkarnir látnir tína á sumrin, og hún svo geymd til vetrarins. Áður en kertin voru steypt voru kveikirnir búnir til, en l>að var gert á þann hátt, að hið hvita úr fífunni var snúið saman í sveran þráð. Þetta gerði maður allt á hné sér. Samskonar kveik- ir voru og alltaf notaðir í lýsis- lampa. Á jólakvöldið mátti enginn skemmta sér, eða vera með glens eða gamanlæti. Það þótti ekki sæmandi á hinni miklu hátíð, og leit fóstri minn ríkt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.